Heimagrafreiturinn Stakkahlíð í Loðmundarfirði

Heimagrafreiturinn Stakkahlíð í Loðmundarfirði var þinglýstur 15. júní 1959 og var það Stefán Baldvinsson bóndi í Stakkahlíð sem stóð fyrir því. Hann var sá fyrsti sem var lagður þar til hvílu, 5 árum síðar og hefur grafreiturinn væntanlega verið vígður þá. 

Í grafreitnum hvíla þrír ættliðir; hjónin Stefán Baldvinsson og Ólafía Ólafsdóttir, yngsta dóttir þeirra Sigríður Ásta Stefánsdóttir og sonur hennar, Sigurður Reynir Magnússon (1952-2009).

Heimildir:
Freyr 01.11.1938, s. 161-163
Morgunblaðið 08.04.2007, s. 24
Hjalti Hugason
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir



Scroll to Top