Heimagrafreiturinn að Skúmsstöðum er staðsettur í Vestur-Landeyjahr. í Rangárvallasýslu.
Grafreiturinn var vígður af sr. Sigurði S. Haukdal á Bergþórshvoli og tekinn í notkun 28. júlí 1962. Þá var jarðsettur þar Þorvaldur Jónsson bóndi á Skúmsstöðum en hann hafði látist þann 21. júlí 1962 af völdum slyss sem hann varð fyrir fjórum dögum áður, er hann lenti undir dráttarvél.
Alls hvíla fimm einstaklingar í heimagrafreitnum (sjá mynd).

Heimildir:
Gardur.is
MBL 24.07.1962, s. 2


5 |

5 |

Hörður Gabríel.