Í túninu skammt vestan við Lækjamótsbæinn, í brekku hallandi mót suðri, er fallegur trjálundur sem þau Lækjamótshjónin Jónína og Jakob Líndal ræktuðu. Sunnan við þennan skógarreit, í skjóli trjánna, hefur verið gerður grafreitur sem var vígður árið 1950. Í grafreitnum hvíla, skv. Garður.is, 7 einstaklingar og eru 6 þeirra skráðir í Legstaðaleit. Ég gat ekki fundist ekki út úr því hver síðasti einstaklingurinn er, en það eina sem stendur um hann hjá garður.is er “Andvana fædd Sigurðardóttir”. Ef þú veist eitthvað sem gæti hjálpað, þá máttu mjög gjarnan senda mér línu.
Heimagrafreiturinn að Lækjamóti er stærsti heimagrafreitur landsins, 120 fm.
Heimildir:
Hjalti Hugason
6 |
8 |
Hörður Gabríel (2023).