Heimagrafreiturinn að Hólmi í Landbroti var vígður 18. september 1938 er Bjarni Runólfsson, bóndi og rafvirki, var lagður þar til hinstu hvílu. Staðinn, hól í austur frá bænum, hafði hann sjálfur valið. Þar hafði hann leikið sér í bernsku og séð hinn víða fjallafaðm með fögrum hlíðum og hvítum jökulbungum.
Í heimagrafreitnum að Hólmi í Landbroti hvíla alls sjö einstaklingar – myndin hér að neðan sýnir tengslin milli þeirra. Fyrir sex þeirra (alla nema Sverri Valdimarsson sem lést 2021) hafa verið reistir bautasteinar og á þeim eru lágmyndir af fólkinu – einhverjar gerðar af Ríkharði Jónssyni en myndina af Valgerði Helgadóttur gerði Valgerður Hauksdóttir listakona.
![Heimagrafreitur Hólmi í Landbroti](https://legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/11/xHolmuriLandbr-IMG_8900-225x300.jpg)
![Heimagrafreitur Hólmi í Landbroti](https://legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/11/heimagrHolmiiLandbroti1.jpg)
Heimild:
Freyr 01.11.1938, s. 161-163
Morgunblaðið 08.04.2007, s. 24
![Heimagrafreitur Hólmi í Landbroti](https://legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/11/HolmuriLandbr-HolmuriLandbr-IMG_8897a-1024x584-1.jpg)
![Fjöldi einstaklinga](https://www.legstadaleit.com/wp-content/uploads/2023/05/einstaklingar.png)
7 |
![Fjöldi ljósmynda](https://www.legstadaleit.com/wp-content/uploads/2023/05/legsteinamyndir.jpg)
10 |
![Ljósmyndari](https://www.legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/09/ljosmyndari.png)
Hörður Gabríel (2023).