Í heimagrafreitinum að Hesteyri við Mjóafjörð hvíla 10 einstaklingar. Sú fyrsta til vera greftruð þar var Þórunn Ólafía Pálsdóttir Ísfeld en hún lést 5. mars 1908. Óskaði sonur hennar eftir heimagreftri og fékk hann stutt svar í símskeyti, að það væri því aðeins leyft að „sérstaklega stæði á“. Sóknarpresturinn leit svo á að óskir konunnar sjálfrar væru fullnægjandi ástæða (yfirvöld hefðu tæpast litið svo á). Hann gróf því konuna í reitinn, þann 30. mars 1908, og vígði hann um leið. Tveimur árum síðar ber bóndinn sig svo eftir formlegu leyfi.
Síðasta greftrunin í reitinum var 20. september 2009 er barnabarn Þórunnar Ólafíu, Anna Marta Guðmundsdóttir var jörðuð. Anna Marta varð þjóðþekkt á níunda áratug tuttugustu aldar, er hún lét til sín taka í fjölmiðlum að verja hagsmuni lítilmagnans. Hjá Önnu dvöldu tíðum heimilislausir menn og öryrkjar, er aðstoðuðu hana við búskapinn og hún hafði félagsskap af.
Heimildir:
Hjalti Hugason
10 |
22 |
Hörður Gabríel og Trausti Traustason (2023).