Í heimagrafreitunum á Hafsteinsstöðum hvíla Magnús Jónsson frá Fjalli, bróðir hans Jón Jónsson dannebrogsmaður og hreppstjóri ásamt konu Jóns Steinunni Árnadóttur og þremur börnum hans.
![Heimagrafreitur Hafsteinsstöðum](https://legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/11/heimagrafrhafsteinsstfolk.jpg)
Magnús Jónsson frá Fjalli var bóndi og fræðimaður. Hann reisti bú á Fjalli í Sæmundarhlíð 1877 og kenndi sig við þann bæ síðan. 1887 fluttist hann til Vesturheims ásamt fjölskyldu sinni. Nam fyrst land í Víðinesbyggð í Nýja-Íslandi og síðar í Argylebyggð í Manitoba. Fluttist 1902 vestur á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og átti heima í bænum Blaine í Washington fylki til æviloka. Hann lagði svo fyrir að lík hans yrði brennt og askan send til Íslands og jarðsett í grafreit að Hafsteinsstöðum. Var þeim fyrirmælum fylgt og var jarðarför hans virðuleg gerð frá Reynistaðakirkju í Skagafirði.
Varð blindur innan við sjötugt. „Gáfumaður og rithöfundur, félagsstólpi“. „Einn af merkustu Íslendingum, sem komið hafa vestur um haf“.
Heimildir:
![Heimagrafreitur Hafsteinsstöðum](https://legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/11/hafsteinsst03-1024x576.jpg)
![Fjöldi einstaklinga](https://www.legstadaleit.com/wp-content/uploads/2023/05/einstaklingar.png)
6 |
![Fjöldi ljósmynda](https://www.legstadaleit.com/wp-content/uploads/2023/05/legsteinamyndir.jpg)
5 |
![Ljósmyndari](https://www.legstadaleit.com/wp-content/uploads/2024/09/ljosmyndari.png)
Hörður Gabríel.