Í heimagrafreitunum á Hafsteinsstöðum hvíla Magnús Jónsson frá Fjalli, bróðir hans Jón Jónsson dannebrogsmaður og hreppstjóri ásamt konu Jóns Steinunni Árnadóttur og þremur börnum hans.
Magnús Jónsson frá Fjalli var bóndi og fræðimaður. Hann reisti bú á Fjalli í Sæmundarhlíð 1877 og kenndi sig við þann bæ síðan. 1887 fluttist hann til Vesturheims ásamt fjölskyldu sinni. Nam fyrst land í Víðinesbyggð í Nýja-Íslandi og síðar í Argylebyggð í Manitoba. Fluttist 1902 vestur á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og átti heima í bænum Blaine í Washington fylki til æviloka. Hann lagði svo fyrir að lík hans yrði brennt og askan send til Íslands og jarðsett í grafreit að Hafsteinsstöðum. Var þeim fyrirmælum fylgt og var jarðarför hans virðuleg gerð frá Reynistaðakirkju í Skagafirði.
Varð blindur innan við sjötugt. „Gáfumaður og rithöfundur, félagsstólpi“. „Einn af merkustu Íslendingum, sem komið hafa vestur um haf“.
Heimildir:
6 |
5 |
Hörður Gabríel.