Gröf er innsti bær á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð. Grafarkirkja er með minnstu guðshúsum og er elsta kirkja landsins að stofni til og jafnframt eina stafkirkjan. Kirkjugarðurinn umhverfis Grafarkirkju er hringlaga og með klukknaporti í sáluhliði. Á einni af ljósmyndum Matthíasar Þórðarsonar sem hann tók í gröf árið 1938, sést greinilega móta fyrir hringlaga kirkjugarði. Garðurinn var vígður sem heimagrafreitur nokkru áður en viðgerð kirkjunnar hófst eða árið 1941, þá girtur með vírneti.
Kirkjugarðsveggurinn sem nú er umhverfis kirkjuna var hlaðinn út frá ummerkjum í grassverði árið 1953. Klukknaport í sáluhliði er nýsmíði, án fyrirmyndar, en gert í samræmi við kirkjuna og útskurð vindskeiðanna. Nokkuð hefur dyttað að garðinum á síðustu áratugum.
Heimildir:
Kirkjur Íslands 6 bindi, s. 65-66
Rit Byggðasafns Skagfirðinga I. Miðaldakirkjur 1000-1300. Skagfirska kirkjurannsóknin – Sigríður Sigurðardóttir.
0 |
0 |
Ekki myndaður.