Fellskirkjugarður í Sléttuhlíð

Kirkjan í Felli stendur sunnan kirkjugarðs og er akstursleið milli garðs og kirkju. Garðurinn var áður hlaðinn úr torfi og grjóti en fljótlega eftir aldamótin 1900 var reist trégirðing að sunnan, sem snéri að kirkjunni, en torfveggir á aðrar hliðar. Árið 1918 var garðurinn stækkaður verulega til austurs, enda var þá gamli garðurinn orðinn útgrafinn. Árið 1930 var garðurinn stækkaður lítið eitt til norðurs og sett upp girðing með vírneti að sunnan og norðan, en torfgarðurinn hélt sér að austan og vestan framyfir miðja öldina. Árið 1958 var garðurinn allur girtur vírnetsgirðingu með tréstólpum og hefur haft sama umbúnað til þessa dags, með nauðsynlegum endurbótum. Um 1994 var kirkjugarðurinn stækkaður um eina legstaðaröð til vesturs og sett upp plasthúðuð vírnetsgirðing umhverfis hann sem fest er á tréslár og stólpa. Sálnahlið er á suðurhlið við kirkju. Hliðið er úr járni með krossi efst og með steyptum hliðstaurum.

Fellskirkjugarður í Sléttuhlíð - Séð úr austri til bæjarhúsa í Felli (18.08.2015). Kirkjan stendur austast á bæjarstæðinu og kirkjugarðurinn norðan við hana. - Mynd: Byggðasaga Skagafjarðar VIII, s. 169
Fellskirkjugarður í Sléttuhlíð – Séð úr austri til bæjarhúsa í Felli (18.08.2015). Kirkjan stendur austast á bæjarstæðinu og kirkjugarðurinn norðan við hana. – Mynd: Byggðasaga Skagafjarðar VIII, s. 169

Heimildir:
Byggðasaga Skagafjarðar
Kirkjur Íslands 6. bindi, s. 38




Scroll to Top