Dagverðarneskirkjugarður

Dagverðarneskirkjugarður er girtur vírneti og sáluhlið nýlegt úr járni. Minnismerki eru af ýmsum gerðum, allnokkrar marmaraplötur liggja á leiðum, ein mjög stór, brotin, framanvert við kirkju og allmargir steinar af allkunnum gerðum frá lokum 19. og upphafi 20. aldar. Sunnan kirkju er járngrindverk og innan þess liggja tvær marmaraplötur, yfir Þorvald umboðsmann og alþingismann Sívertsen (mynd af plötu vantar) og konu hans Ragnhildi Skúladóttur Sívertsen.

Nokkrir steinar eru í garðinum með upphleyptu letri, fengnir úr Harastaðaklifi þar sem hamarinn brotnar í slétta og vel lagaða steina, sem hentugir voru í legsteina. Þeir munu höggnir af Helga Dagssyni bónda og legsteinasmið á Ytra-Felli.

Garðurinn var, þegar myndirnar voru teknar, í mikilli órækt og erfitt að sjá og lesa á suma steinana og sumir krossar/steinar sáust alls ekki í háu grasinu. Kortið fyrir neðan er teiknað upp úr gögnum frá Garður.is og sýnir hvaða legsteinar hafa verið myndaðir og hvaða legsteina/krossa vantar myndir af. Það verður þó að hafa í huga að þegar þetta er skrifað (september 2022) eru 60 einstaklingar skráðir í Dagverðarneskirkjugarði hjá Garður.is. Við að fara aðeins í gegnum kirkjubækur tókst mér að bæta 21 einstakling við og mér er ekki kunnugt hvar í garðinum hver og einn er jarðaður. Þannig að það gætu leynst fleiri krossar/legsteinar í háu grasinu. Einnig er víst að mig vantar að skrá einhverja sem hvíla í Dagverðarneskirkjugarði, ef þú veist af einhverjum sem mig vantar, máttu endilega láta mig vita.

Fimm legsteina tókst mér ekki að bera kennsl á. Ef þú veist hverjum þeir tilheyra máttu sömuleiðis gjarnan láta mig vita.

Dagverðarneskirkjugarður var myndaður af Grétari Guðmundi Sæmundssyni og fær hann kærar þakkir fyrir!

Heimildir:

Fjöldi einstaklinga
117
Fjöldi ljósmynda
37
Ljósmyndari

Grétar Guðmundur Sæmundsson (2022)





Scroll to Top