Í votri gröf

Max Pemberton RE 278

1944 – Max Pemberton RE 278

Max Pemberton RE 278 var 320 lesta togari, smíðaður í Englandi árið 1917. Var hann upphaflega frá Hull, en strandaði á Kilsnesi á Melrakkasléttu árið 1928. Var hann þá talinn ónýtur og seldur sem brak fyrir 250 kr., en náðist þó út og var endurbyggður í Englandi. Aðaleigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson skipstjóri í Reykjavík. […]

1944 – Max Pemberton RE 278 Read More »

Grindvíkingur GK 39

1952 – Grindvíkingur GK 39

Grindvíkingur GK 39 var eikarbátur, smíðaður á Akranesi árið 1947. Var hann 66 smálestir, með 200 hestafla Lister dísel vél, og var hann stærsti báturinn í Grindavík á þessum tíma. Eigandi Grindvíkings var hlutafélagið Ingólfur í Grindavík. Föstudaginn 18. janúar 1952 voru allir bátar úr Grindavík á sjó, þegar það skall á hið versta veður.

1952 – Grindvíkingur GK 39 Read More »

Stuðlaberg NS 102

1962 – Stuðlaberg NS 102

Stuðlaberg NS 102 var 152 lestir að stærð og skráð á Seyðisfirði. Það var smíðað úr stáli í Mandal í Noregi árið 1960, eftir teikningu Hjálmars Bárðarsonar. Systurskip Stuðlabergs var Hrafn Sveinbjarnarson. Eigandi þess var Berg hf. á Seyðisfirði. Stuðlaberg NS 102 hélt af stað til síldveiða frá Vestmannaeyjum, laugardaginn 17. febrúar 1962. Um sjöleytið

1962 – Stuðlaberg NS 102 Read More »

Sæborg SH 377

1989 – Sæborg SH 377

Sæborg SH 377 var 66 tonna stálbátur, smíðuð í Bardenfleth í Þýskalandi árið 1956. Í gegnum árin bar hún alltaf nafnið Sæborg en hafði skráningarnúmerin BA 25, VE 22, KE 177, HU 177, og síðast SH 377. Sæborg var í eigu Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, skipstjórans Magnúsar Þórarins Guðmundssonar og Jóhanns Steinssonar, og hafði verið keyptur frá

1989 – Sæborg SH 377 Read More »

Gullfaxi ÍS 594 – Eiríkur Finnsson ÍS 26 – Vísir BA 44

1980 – Gullfaxi ÍS 594 – Eiríkur Finnsson ÍS 26 – Vísir BA 44

Þann 25. febrúar 1980 fórust tveir rækjuveiðibátar í Ísafjarðardjúpi og einn í Arnarfirði í aftakaveðri sem gekk yfir Vestfirði. Alls fórust sex sjómenn með þessum þremur bátum og 19 börn urðu föðurlaus. Bátarnir voru: Allir rækjubátar réru frá Ísafirði í sæmilegu veðri mánudagsmorguninn 25. febrúar 1980, og fóru bátarnir Gullfaxi ÍS 594 og Eiríkur Finnsson

1980 – Gullfaxi ÍS 594 – Eiríkur Finnsson ÍS 26 – Vísir BA 44 Read More »