Húsavíkurkirkjugarður eystri – eldri

Húsavík er stærst víkna milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Þar segir Landnáma að Þorsteinn kleggi hafi numið land og út af honum séu Húsvíkingar komnir. Inn af víkinni gengur grösugur dalur sem skiptist síðan í þrjá minni dali.

Elstu heimildir um kirkjuna í Húsavík eystri eru frá 1834. Hún stóð þá niður á sjávarbakkanum utan við svonefnt Smáragil, og var í frekar bágbornu ástandi. Þar var einnig gamli kirkjugarðurinn (eldri). Sjávarbakkarnir þarna eru háir og eyðast stöðugt, og byrjun 20. aldar hafði um fjórði partur af gamla kirkjugarðinum hrunið niður fyrir sig. Var þá nýr garður vígður neðst í túni.

Heimildir:
Austri 17.12.1998, s. 21
www.borgarfjordureystri.is




Scroll to Top