MyndNafnFæðingard.Dánard.Athugasemdir

Alda Steinunn Jensdóttir
Alda Steinunn Jensdóttir16.09.193915.06.2005Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Heimild:


Angantýr Hjörvar Hjálmarsson
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson11.06.191922.07.1998Angantýr Hjörvar lauk kennaraprófi árið 1957. Hann var skólastjóri Barnaskólans í Sólgarði til 1969. Framhaldsnám í KHÍ 1969-1970. Kennari í Reykjanesskóla við Ísafjarðardjúp 1970-1971. Eftir það kennari í Hrafnagilsskóla þar til hann lét af störfum árið 1986. Heimild:


Árelíus Níelsson
Árelíus Níelsson07.09.191007.02.1992Lauk kennaraprófi 1932. Heimild:


Arnheiður Sigurðardóttir
Arnheiður Sigurðardóttir25.03.192105.10.2001Arnheiður lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ 1944, stundaði nám við Kennaraskóla Danmerkur 1947-48, las síðar utanskóla til stúdentsprófs og lauk því frá MR 1954 og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1962. Meistaraprófsritgerð hennar, sem fjallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menningarsjóði 1966. Fór í námsferðir til Norðurlandanna 1950 og 1961 og heimsótti Sovétríkin í boði Lestrarfélags kvenna 1956.
Arnheiður var kennari í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1944-45 og kennari í Mývatnssveit 1945-47. Hún var íslenskukennari við Reykjaskóla í Hrútafirði 1948-52 og við Kvennaskólann 1952-53 og 1955-58. Stundakennari við Kennaraskólann 1963-64. Heimild:

Ásgerður Jónsdóttir
Ásgerður Jónsdóttir29.05.191918.02.2013Ásgerður flutti alfarin til Reykjavíkur árið 1957 en eyddi sumrunum á Gautlöndum. Í Reykjavík vann hún við afgreiðslu- og skrifstofustörf, m.a. hjá Landsbanka Íslands, en eftir nær 20 ára námshlé tók hún próf upp í 3. bekk Kennaraskóla Íslands og hóf þar nám. Ásgerður lauk kennaraprófi vorið 1961 og kenndi alla tíð síðan. Fyrstu árin kenndi hún í Kvennaskólanum, Hagaskóla og víðar, en haustið 1967 var hún ráðin til Varmárskóla í Mosfellssveit þar sem hún kenndi í 22 ár eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Þá kenndi Ásgerður við Námsflokka Reykjavíkur um árabil og löngu eftir að hún var komin á eftirlaun. Heimild:

Bernharð Stefánsson
Bernharð Stefánsson08.01.188923.11.1969Kennari í Skriðuhreppi 1908–1910 og í Öxnadal 1910–1923. Heimild:

Birgir Vagn Schiöth
Birgir Vagn Schiöth30.09.193130.12.2003Teikni- og handavinnukennari. Heimild:


Bjarni Þorsteinsson
Bjarni Þorsteinsson11.08.189224.09.1973Lauk prófi frá Kennaraskólanum 1919. Heimiliskennari í Bæjarhreppi 1919-1922. Farkennari í Bæjar- og Staðarhreppi, lengst af í Bæjarhreppi 1923-1951. Skólastjóri heimavistarskólans á Borðeyri 1953-1957. Lét af störfum sökum heilsubrests. Heimild:

Mynd vantar
Björgólfur Guðnason24.04.189304.02.1940Kennari Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði. Heimild:

Björn Hannes Ragnar Oddsson Björnsson
Björn Hannes Ragnar Oddsson Björnsson21.01.189529.09.1975Lauk kennaraprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1917. Heimild:


Egill Þorfinnsson
Egill Þorfinnsson27.12.191330.05.2004Kenndi skipateikningar við Iðnskólann í Keflavík. Heimild:

Einar Jónsson
Einar Jónsson18.11.186822.10.1932Kennari á Rangárvöllum 1899-1904. Heimild:

Eiríkur Júlíus Eiríksson
Eiríkur Júlíus Eiríksson22.07.191111.01.1987Lauk kennaraprófi 1934 og varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd. Heimild:

Elísabet Marianne Vestdal Jónsdóttir Abéla
Elísabet Marianne Vestdal Jónsdóttir Abéla12.08.193914.08.2003Elísabet fór til náms í Montpellier árið 1958 og útskrifaðist sem lic-és-lettres í frönsku og ensku árið 1963. Að loknu námi fylgdi Elísabet manni sínum til Tógó í Afríku ásamt Pierre syni þeirra sem þá var ársgamall. Þau fluttust síðan til Orléans, en Elísabet kenndi ensku við menntaskólanum við Orléans í tvö ár. Þau fluttu til Annecy í ársbyrjun 1969 þar sem eiginmaður hennar hóf rekstur rannsóknastofu og var Elísabet honum til aðstoðar, auk þess sem hún kenndi ensku við menntaskólann Laversoie de Thonon í grennd við Annecy. Heimild:

Erlingur Sigurðarson
Erlingur Sigurðarson26.06.194812.11.2018Erlingur lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1981. Hann var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1978-1997. Heimild:

Eygló Gísladóttir
Eygló Gísladóttir18.07.194021.09.2018Kennari, aðallega á Vestfjörðum og á Suðurnesjum. Heimild:

Garðar Sæberg Ólafsson Schram
Garðar Sæberg Ólafsson Schram19.02.193219.07.1999Garðar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1956. Kenndi síðan tvo vetur á Suðureyri við Súgandafjörð, veturnar 1958-59 stundakennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík, veturin 1960 í Höfnum og frá 1961 og til dauðadags við Barnaskólann í Keflavík (síðar Myllubakkaskóla). Heimild:

Guðlaug Ingibjörg Guðjónsdóttir
Guðlaug Ingibjörg Guðjónsdóttir14.02.189104.04.1977Kennari í Keflavík. Heimild:

Guðrún Arnbjarnardóttir
Guðrún Arnbjarnardóttir20.10.189220.11.1983Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1913. Kenndi við sveitaskólann í Önundarfirði 1913-1916 (á fleiri en einum stað). Heimild:

Hálfdán Sveinsson
Hálfdán Sveinsson07.05.190718.11.1970Lauk kennaraprófi 1933, og hóf störf við barnaskólann á Akranesi árið eftir. Heimild:

Hinrik Biering Þorláksson
Hinrik Biering Þorláksson07.10.187313.12.1956Vann sem heimiliskennari, farkennari og kenndi nokkra vetur við barnaskólann á Flateyri. Heimild:

Hjörtur Hjálmarsson
Hjörtur Hjálmarsson28.09.190517.11.1993Hjörtur lauk gagnfræðaprófi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1922. Eftir það var hann kennari í Reykhólasveit en fór svo í kennaranám og lauk því 1926. Þá varð hann aftur kennari í Reykhólasveit 1926-1931. Haustið 1931 varð Hjörtur kennari á Flateyri og þar vann hann síðan lífsstarf sitt. Hann varð skólastjóri á Flateyri. Heimild:

Júlíus Snæbjörn Petersen
Júlíus Snæbjörn Petersen21.12.187108.08.1946Kennari í barnaskólanum í Keflavík. Heimild:

Klemenz Jónsson
Klemenz Jónsson01.04.187616.08.1955Ungur hóf hann nám í gagnfræða- og kennaraskólanum í Flensborg og lauk þaðan námi 1903. Þar næst dvaldi hann um skeið erlendis og stundaði nám við Statens Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn. Var hann góður námsmaður og vann hylli kennara með prúðmannlegri framkomu og reglusemi.
Að loknu námi varð hann kennari í Bessastaðahreppi árið 1905 og byrjaði búskap 1907 á Bjarnarstöðum og fluttist 1913 að Vestri Skógtjörn og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar.
Klemens sál. var góður kennari, ljúfur og fórst mæta vel öll stjórn á nemendum sínum, enda munu þeir hafa fengið gott veganesi og leiðbeiningar út í lífið. Hann lét af kennarastörfum 1947. Heimild:

Kristján Hálfdánsson
Kristján Hálfdánsson03.03.192916.10.2008Starfaði í átta ár sem kennari við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði. Heimild:

Mynd vantar
Lárus Þórðarson11.12.188009.12.1931Heimiliskennari í Reykhólasveit. Heimild:

Örn Snorrason
Örn Snorrason31.01.191201.10.1985Örn lauk kennaraprófi 1936 og hóf sama ár kennslu við barnaskólann á Akureyri 1936, þar sem hann kenndi til 1960. Næstu fjögur árin var Örn við kennslu við Gagnfræðaskóla Akureyrar , en 1964 til 1968 stundaði hann kennslu við Barnaskóla að nýju. Eftir Örn liggja tíu bækur, en auk þess þýddi hann fjölmargar erlendar skáldsögur. Heimild:

Sigríður Hjartardóttir
Sigríður Hjartardóttir26.08.189822.06.1969Lauk kennaraprófi 1919. Stundaði kennslu lengst af við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Heimild:

Sigurður Eggerz Þorkelsson
Sigurður Eggerz Þorkelsson14.02.189104.04.1977Kennari og skólastjóri í Keflavík. Heimild:

Sigurður Þorkelsson
Sigurður Þorkelsson01.02.191406.09.1984Sigurður var kennari við Loftskeytaskólann í Reykjavík frá 1945 og skólastjóri hans frá 1956. Heimild:

Mynd vantar
Sigurjón Jónsson13.03.186507.12.1931Kennari í Bæjarhreppi. Heimild:

Þorbjörn Bjarnason
Þorbjörn Bjarnason22.08.193403.10.2016Þorbjörn útskrifaðist úr Kennaraskólanum árið 1957 og tók við stöðu skólastjóra og kennara við Barnaskólann á Borðeyri af föður sínum. Hann gegndi því starfi frá 1957 til 1980. Þorbjörn fór í framhaldsnám í Kennaraháskóla Íslands 1980-1981 og stundaði nám í Statens Speciallærerhögskole í Ósló 1981-1982. Hann var blindrakennari við Álftamýrarskóla frá árinu 1982 og síðar sérkennari við Öskjuhlíðarskóla, sem í dag heitir Klettaskóli. Þar vann hann allt til starfsloka, nálægt sjötugu. Heimild:

Þorgerður Benediktsdóttir
Þorgerður Benediktsdóttir05.04.191608.10.2009Þorgerður fór í Alþýðuskólann á Laugum og síðan í Kennaraskólann þar sem hún lauk kennaraprófi vorið 1939. Næstu árin var hún kennari barna í Reykjadal, Laxárdal og á Húsavík, og við unglingakennslu í Mývatnssveit einn vetur. Þá gegndi hún tvívegis á þessum árum starfi „húsmóður“ Laugaskóla og sinnti þá jafnframt kennslu þar. Heimild: