Gísli Þórðarson
1896 - 1920 (23 ára)1 2 Næsta» » Hefja myndasýningu
Már VE 178
Vélbáturinn Már VE 178 var um 11 tonn, með 12-15 hestafla Alfavél, sem var önnur sú fyrsta, sem kom til eyja og var Már einn stærsti báturinn á þessum tíma en jafnframt vel byggður. Fimmtudaginn 12. febrúar 1920 réri fjöldi báta í góðu sjóveðri um morguninn. Er líða fór á daginn tók að hvessa af austri og spilltist þá sjórinn á svipstundu. Um kvöldið voru allir bátar komnir heim nema vélbáturinn Már. Seint um kvöldið var þó fenginn breskur togari, og kunnugir menn úr landi, til að leita og fóru þeir þangað er líklegast þótti, en bæði var það myrkur var skollið á og éljagangur, og svo hitt að líklegt þótti að báturinn kynni að hafa komist heim meðan á leitinni stóð. Var svo leitinni hætt um sinn. Morguninn eftir var Már enn ókominn, var þó gott veður og byr hagstæður. Voru þá enn fengnir tveir togarar og kunnugir menn úr landi til að leita betur. Leituðu þeir allan daginn til kvölds í björtu veðri en fundu ekkert. Eftir það þótti mönnum öll von úti um að Már væri ofansjávar. Talið var að hann hafi farist skammt suður af Vestmanneyjum, er hann fékk á sig brotsjó, sem kæfði hann niður.
Í áhöfn Más voru fjórir menn og fórust þeir allir.
Eigandi frumrits | Sjómannablaðið Víkingur 01.12.1963, s. 256 |
Skráarnafn | 2022-01-22_12-35-45.jpg |
Skráarstærð | 48.76k |
Stærð | 816 x 318 |
Tengist | Finnur Helgi Sigurður Guðmundsson (Atvinna); Bernódus Sigurðsson (Atvinna); Guðmundur Sigurðsson (Atvinna); Gísli Þórðarson (Atvinna) |
1 2 Næsta» » Hefja myndasýningu
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.