Legsteinar
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 66 67 68 69 70 71 72 73 74 ... 145» Næsta» » Hefja myndasýningu
Jón Jónsson & Sesselja Guðmundsdóttir
Norðarlega í garðinum, nær honum miðjum, er fallegur Húsafellssteinn sem nú er mjög gróið um. Ef rauða litnum að dæma er efnið tekið úr Bæjargilinu skammt frá Húsafelli. Steinninn er 96,5 cm á lengd en breiddin mælist 51,5 cm. Letrið er stærst í nöfnum, 3,8 cm. Erfitt er að segja til um þykkt steinsins þar sem jörð var frosin þegar hann var rannsakaður en líklega er hún um 10 cm. Afar erfitt er að lesa á steininn þar sem hann er mjög mosavaxinn og einnig hulinn skofum. Höfundur þessara orða á þó í sínum fórum uppskrift af grafskriftinni sem fengin var frá frú Sigríði Guðmundsdóttur frá Einarsnesi í Borgarhreppi. Grafskriftin er þessi:
HÉR UNDIR GEYMAST LÍK
MERKIS HJÓNANNA
JÓNS JÓNSSONAR OG
SEZELJU GUÐMUNDSDÓTTUR
FRÁ GALTARHOLTI
HANN DÓ 9DA APRÍL 1862, 66 ÁRA
HÚN EKKJA 15. JÚNÍ 1869, 67 ÁRA
Í FARSÆLU 37 ÁRA HJÓNABANDI
ÁTTU ÞAU SAMAN 5 BÖRN.
GUÐRÆKNI OG MANNÁST
DYGÐ OG DUGNAÐUR
PRÝDDU HIÐ FAGRA OG NÝT
SAMA LÍF ÞEIRRA.
TREGUÐ AF BÖRNUM OG
MÖRGUM ELSKENDUM FÓRU
ÞAU Í FRIÐIÐ Á LAND FRIÐARINS
MINNINGIN LIFIR EPTIR Í BLESSUN.
DÓMKLUKKA ÞEGAR DROTTINS SLÆR
DAUÐINN UKKUR EI HALDIÐ FÆR ...
Heimild: Kirkjur Íslands 14. bindi, s. 273
Staða: Staðsettur
Plot: B-67
Eigandi frumrits | Brynja Þorbjörnsdóttir |
Skráarnafn | 20210614_171150.jpg |
Skráarstærð | 295.68k |
Stærð | 1200 x 1554 |
Tengist | Sesselja Guðmundsdóttir (Jarðsetning); Jón Jónsson (Jarðsetning) |
Stafholtskirkjugarður, Stafholtstungnahr., Mýrasýsla, Íslandi
Smámynd | Lýsing | |
1 | Ólæsilegur legsteinn í Stafholtskirkjugarði | |
2 | Stafholtskirkja |
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 66 67 68 69 70 71 72 73 74 ... 145» Næsta» » Hefja myndasýningu
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.