Ólafur Tryggvason Thorsson Thors
1892 - 1964 (72 ára)-
Fornafn Ólafur Tryggvason Thorsson Thors [1, 2, 3] Fæðing 19 jan. 1892 Borgarnesi, Íslandi [1, 2] Borgarþing; Prestsþjónustubók Borgarsóknar á Mýrum, Álftanessóknar og Álftártungusóknar 1887-1925, s. 18-19 Skírn 20 apr. 1892 [1] Menntun 1912 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [3] Stúdentspróf. Alþingismaður 1926–1959 [3] Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Alþingismaður 1959–1964 [3] Alþingismaður Reyknesinga (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn). Andlát 31 des. 1964 Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi [2, 4] Greftrun 5 jan. 1965 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [2] Ólafur Thors & Ingibjörg Thors
Plot: B-25-2Nr. einstaklings I18845 Legstaðaleit Síðast Breytt 20 maí 2024
Fjölskylda Ingibjörg Indriðadóttir Thors
f. 21 ágú. 1894, Tjarnargötu 3, Reykjavík, Íslandi
d. 5 ágú. 1988 (Aldur 93 ára)Hjónaband 3 des. 1915 [5] Nr. fjölskyldu F5438 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 20 maí 2024
-
Athugasemdir - Stúdentspróf MR 1912. Las lögfræði við Hafnarháskóla og Háskóla Íslands, en lauk ekki námi.
Framkvæmdastjóri togarafélagsins Kveldúlfs hf. í Reykjavík 1914–1939. Skipaður 14. nóvember 1932 dómsmálaráðherra, lausn 23. desember 1932. Skipaður 17. apríl 1939 atvinnumálaráðherra, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 atvinnumálaráðherra að nýju, lausn 16. maí 1942. Skipaður 16. maí 1942 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 14. nóvember 1942, en gegndi störfum til 16. desember. Skipaður 21. október 1944 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947. Skipaður 6. desember 1949 forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður 14. mars 1950 sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður sama dag forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí. Skipaður 20. nóvember 1959 forsætisráðherra, lausn 14. nóvember 1963.
Formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1918–1935. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1934–1961. Skipaður 1925 í gengisnefnd. Kosinn 1926 í alþingishátíðarnefnd, en skoraðist undan að taka sæti í henni. Sat í landsbankanefnd 1928–1938 og í samninganefnd við Norðmenn um kjöttoll 1932. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1937–1942, orðunefnd 1939–1944. Í skilnaðarnefnd 1944, í bankaráði Landsbankans 1936–1944 og frá 1948 til æviloka. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948.
Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926–1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1964 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn).
Dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939–1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950–1953, forsætisráðherra 1942, 1944–1947, 1949–1950, 1953–1956 og 1959–1963. [3]
- Stúdentspróf MR 1912. Las lögfræði við Hafnarháskóla og Háskóla Íslands, en lauk ekki námi.
-
Andlitsmyndir Ólafur Tryggvason Thorsson Thors
Minningargreinar Ólafur Thors látinn Ólafur Thors fallinn frá -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.