Karl Dietrich  "Dieter"Roth

Karl Dietrich "Dieter"Roth

Maður 1930 - 1998  (68 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Karl Dietrich Roth  [1, 2
    Gælunafn Dieter 
    Fæðing 21 apr. 1930  Hannover, Þýskalandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2, 3
    Andlát 5 jún. 1998  Basel, Sviss Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Ástæða: Bráðkvaddur. 
    Greftrun Hellnakirkjugarði, Breiðuvíkurhr., Snæfellsnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Karl Dietrich Roth
    Karl Dietrich Roth
    Plot: 154
    Nr. einstaklings I12549  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 18 maí 2021 

  • Athugasemdir 
    • Fyrstu 13 árin bjó Dieter í foreldrahúsum í Hannover. Árið 1943 var hann, ásamt hópi barna með svissneskan ríkisborgararétt, sendur til Sviss til að forða þeim frá hörmungum stríðsins. Í Zurich hlaut hann klassíska menntun til sautján ára aldurs. Í stríðslok settist fjölskylda hans að í Sviss. Hann lauk námi í auglýsingateiknun í Bern, en vann jafnframt að eigin myndlist. Þar kynntist hann verðandi stórjöxlum í svissneskri myndlist, svo sem Tinguely, Lugenbuhl og Eggenschwiller. Árið 1955 hóf hann störf sem hönnuður í Kaupmannahöfn. Í byrjun árs 1957 fluttist Dieter til Reykjavíkur og stofnaði þar heimili. Þar vann hann við ýmislegt, meðal annas við módelsmíði á skartgripum hjá Halldóri gullsmið, með Herði Ágústssyni, listmálara og fræðimanni, að ýmsum hönnunarverkefnum. Hann vann einnig með Andrési Kolbeinssyni tónlistarmanni að tilraunaljósmyndun. Árið 1958 stofnaði hann í félagi við Einar Braga skáld listbókaforlagið forlag ed (Einar Bragi og Dieter). Á árunum 1957­1959 vann hann við lóðahönnun fyrir Alaska, glerhönnun og við keramikframleiðslu í Gliti, með Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara. Upp úr 1962 störfuðu þeir Magnús Pálsson myndlistarmaður saman að ýmiskonar módelsmíði.

      Dieter tengdist Fluxus-hreyfingunni í gegnum Daniel Spoerri á 6. áratugnum. Hann vann að þróun bókverka og hreyfilistar, tengdri konkretlistinni, og gerði m.a. skúlptúra úr mat. Þessi verk voru sýnd víða og veittu honum heimsfrægð. Dieter fór fyrst til Bandaríkjanna 1958 og kenndi þá við Philadelphia Museum College of Art. 1964 var hann gestagagnrýnandi í Yale School of Architecture og 1965 kenndi hann við Rhode Island School of Design og vann að hönnun fyrir efnafyrirtækið Ciba-Geigy. Árið 1968 var hann skipaður prófessor við Akademie der Kunst í D¨usseldorf, en sagði starfinu lausu skömmu síðar. Dieter starfaði oft með öðrum og fór þá ekki í manngreinarálit. Má þar nefna Hermann Nitsch, Gunter Brus, Richard Hamilton, Arnulf Rainer, Ingrid Wiener, Stefan Wewerka og Björn Roth. Hann vann einnig að listsköpun með börnum, vinum og fjölskyldu. Hann gerði tilraunir með ýmis efni. Bókmenntapylsur hans, súrmjólkurmyndir og ostaorgel vöktu athygli. Árið 1970 hélt hann fræga sýningu á ostum í 40 ferðatöskum í Eugeni Butler- galleríinu í Los Angeles. Árið 1975 hóf hann útgáfu á Tímariti fyrir allt, þar sem hver sem er gat fengið hvað sem er birt. Með tveggja áratuga millibili lét hann taka myndir af öllum húsum í Reykjavík. Meðal verka hans eru ljóð, tónlist, skúlptúrar, uppákomur, kvikmyndir, ljósmyndir, dagbækur, málverk og bókverk. Síðustu árin vann hann mest með Birni syni sínum og hélt sýningar víða. Hann bjó í Basel, Stuttgart, Vín og Hamborg, en dvaldi hluta af árinu á Íslandi. Hann hafði sérstök tengsl við Hellna á Snæfellsnesi, Seyðisfjörð, Loðmundarfjörð og Mosfellssveit. Síðasta meistaraverk Dieters, að mati Daniels Spoerri, er afmælisgjöf til hins síðarnefnda. Það er dyrabjöllutónlist, stýrt af símbréfum. Fyrsta einkasýning hans var í Reykjavík 1958. [2]

  • Andlitsmyndir
    Karl Dietrich Roth
    Karl Dietrich Roth

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 21 apr. 1930 - Hannover, Þýskalandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - Ástæða: Bráðkvaddur. - 5 jún. 1998 - Basel, Sviss Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Hellnakirkjugarði, Breiðuvíkurhr., Snæfellsnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 20.06.1998, s. 41.

    3. [S2] Íslendingabók.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.