Guðmundur  "Muggur"Pétursson Thorsteinsson

Guðmundur "Muggur"Pétursson Thorsteinsson

Maður 1891 - 1924  (32 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Guðmundur Pétursson Thorsteinsson  [1, 2
    Gælunafn Muggur 
    Fæðing 5 sep. 1891  Bíldudal, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
    Otradalsprestakall; Prestsþjónustubók Otradalssóknar 1850-1896, s. 152-153
    Otradalsprestakall; Prestsþjónustubók Otradalssóknar 1850-1896, s. 152-153
    Andlát 26 júl. 1924  Søllerød Sanatorium, Søllerød, Rudersdal Kommune, Region Hovedstaden, Danmark Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2, 3
    Ástæða: Lést úr brjóstveiki (berklum). 
    Statens Arkiver - Kirkebog Københavns amt, Søllerød Sogn, Kontraministerialbog (1818-2003), Døde mandkøn 1924-1941, opslag 4
    Statens Arkiver - Kirkebog Københavns amt, Søllerød Sogn, Kontraministerialbog (1818-2003), Døde mandkøn 1924-1941, opslag 4
    Greftrun 12 ágú. 1924  Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
    Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
    Plot: B-22-11
    Nr. einstaklings I15650  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 19 júl. 2024 

  • Athugasemdir 
    • Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, eða Muggur, fæddist á Bíldudal 5. sept. 1891. Hann var sonur hjónanna Péturs Thorsteinsson og Ásthildar Guðmundsdóttur, en Pétur rak þilskipaútgerð og verslun á Bíldudal. Þau hjón áttu 10 börn, fyrst komu 6 dætur og þá 4 synir en Muggur var elstur þeirra. Hann ólst upp í glöðum systkinahóp í einhverju mesta ríkidæmi sem þá var á Íslandi en það hefur að líkindum haft mikil áhrif á skaplyndi hans.

      Aldrei kom annað til greina en að Muggur færi í listnám. Fjölskyldan flutti búferlum til Kaupmannahafnar 1903.
      Þar nam Muggur við Teknisk Selskabs Skole, en jafnframt náminu var hann mikið á faraldsfæti, ferðaðist vítt og breytt um Danmörku og suður um Evrópu og drakk í sig strauma og stefnur í listalífinu þar. Árið 1910 fluttust foreldrar hans aftur til Íslands, nú til Reykjavíkur, en Muggur hélt áfram námi sínu í Danmörku.

      Að loknu námi við Teknisk Selskabs Skole tók við nám í Konunglegu Akademíunni. Muggur bregður sér þó heim einn veturinn, fer út til Eyja og dvelst þar í tvo mánuði og málar og teiknar. Þaðan vestur í Dali þar sem hann dvelst sumarið og síðan enn út til Hafnar til að ljúka skólanum. Þannig var hin skamma ævi Muggs, hann var stöðugt á faraldsfæti, stöðugt að uppgötva eitthvað nýtt.

      Muggur var afar sérstæður, bæði sem persóna og listamaður. Hann var það sem kallað er "bóhem", honum var ósýnt um veraldleg mál eins og t.d. fjármál og hann undi aldrei lengi á einum stað í einu. Hann sinnti ýmsum tegundum myndlistar öðrum en málverkinu og raunar var honum sýnna um margt annað en að mála olíumálverk. Hann saumaði mikið út, sömuleiðis gerði hann klippimyndir og eftir hann liggur töluverður fjöldi teikninga gerðar eftir þjóðsögum. T.d. gerði hann myndröð við þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, og margir þekkja ævintýrið Dimmalimm eftir Mugg.

      Árið 1917 kvæntist Muggur danskri stúlku, Inger Naur. Það hjónaband stóð stutt, en vinskapur var ævinlega milli þeirra.

      Muggur lék fyrir atbeina Gunnars Gunnarssonar rithöfundar aðalhlutverkið í Saga Borgarættarinnar (Ormar Örlygsson), en sagt er að sú atvinna hafi lítið átt við hann.

      Muggur kenndi sér ungur berkla og lá inni á Vífilsstöðum mest allt árið 1923, en í október sigldi hann til Cagnes í Frakklandi í von um betri heilsu í sumar og sól. En veturinn varð harður í Frakklandi og í byrjun árs 1924 er hann lagður inn á sjúkrahús í Nizza. Um vorið heldur hann áleiðis til Íslands, mjög veikur, en kemst ekki alla leið og lést hann þann 27. júlí 1924 á Søllerød Sanatorium í Danmörku, tæplega 33 ára að aldri. Vinir hans bjuggu um lík hans og sendu heim með Gullfossi.

      Muggur hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu og á leiði hans situr sérstæður og fallegur legsteinn sem danski listamaðurinn Elof Risebye gerði og gaf, en á steininum er mósaíkmynd gerð eftir einni teikningu Muggs. [4, 5, 6]

  • Ljósmyndir
    Muggur og kona hans, Inger. Myndin er tekin á þaksvölum hússins Laufásvegur 46.
    Muggur og kona hans, Inger. Myndin er tekin á þaksvölum hússins Laufásvegur 46.

    Skjöl
    Minnisvarði á leiði Guðmundar Thorsteinsson málara
    Minnisvarði á leiði Guðmundar Thorsteinsson málara

    Sögur
    Íslensk ættarsaga - Ætt Bíldudalskóngsins
    Íslensk ættarsaga - Ætt Bíldudalskóngsins
    Eftir: Guðjón Friðriksson

    Andlitsmyndir
    Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
    Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
    Muggur um 1919.
    Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
    Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
    Muggur í Cagnes 1924. Síðasta ljósmynd sem til er af honum.

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 5 sep. 1891 - Bíldudal, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 12 ágú. 1924 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S249] Statens Arkiver, Kirkebog Københavns amt, Søllerød Sogn, Kontraministerialbog (1818-2003), Døde mandkøn 1924-1941, opslag 4.

    3. [S2] Íslendingabók.

    4. [S383] Þjóðlíf, 01.05.1991, s. 41.

    5. [S321] Ísfirðingur , 11.12.1991, s. 18.

    6. [S31] Morgunblaðið, 10.03.2002, s. 20-21.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.