Jóhannes Guðmundsson Nordal
1851 - 1946 (95 ára)-
Fornafn Jóhannes Guðmundsson Nordal [1, 2] Fæðing 8 apr. 1851 Kirkjubæ í Norðurárdal, Vindhælishr., A-Húnavatnssýslu, Íslandi [2, 3] Hin íslenska fálkaorða 1 des. 1923 [4] Hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu. Andlát 8 okt. 1946 Sjúkrahúsi Hvítabandsins, Reykjavík, Íslandi [1, 5] Greftrun 6 nóv. 1946 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [1] Jóhannes Guðmundsson Nordal
Plot: G-4-36Jóhannes Guðmundsson Nordal, Sigurður Jóhannesson Nordal, Ólöf Jónsdóttir Nordal & Sesselja Jónsdóttir
Plot: G-4-36, G-4-37, G-4-39Nr. einstaklings I16292 Legstaðaleit Síðast Breytt 10 feb. 2022
Börn + 1. Dr. litt. Isl. Sigurður Jóhannesson Nordal
f. 14 sep. 1886, Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Húnavatnssýslu, Íslandi
d. 21 sep. 1974, Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi (Aldur 88 ára)Nr. fjölskyldu F4019 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 11 feb. 2022
-
Athugasemdir - Jóhannes Guðmundsson fæddist í Kirkjubæ í Norðurárdal, A-Hún. 8. apríl 1851. Ungur missti Jóhannes föður sinn, en er hann komst til fullorðinsára, vann hann um allmörg ár að bústörfum hjá bróður sínum, Jónasi bónda á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, eða til ársins 1887. Þá fór hann til Vesturheims og stundaði fiskveiðar á Winnipegvatni á sumrum en vann við íshús um vetur.
Árið 1894 kom Jóhannes heim aftur og gekk þá í þjónustu Ísfélagsins við Faxaflóa. Stóð hann fyrir byggingu fyrsta íshússins í Reykjavík og var forstjóri þess alla stund síðan til ársins 1933. Íshúsið var jafnan við hann kennt og kallað "Nordalsíshús". Var það eitt þekktasta atvinnu- og verslunarfyrirtæki bæjarins um marga tugi ára, eða allt til þess er það var rifið fyrir fáeinum árum. Þessi fyrsti íshúsrekstur markaði tímamót í atvinnulífi höfuðstaðarins, með frystingu beitusíldar og matvæla.
Jóhannes var óvenju heilsteyptur maður, greindur starfssamur, viljafastur, glaðvær, trygglyndur og hóflátur. Þessi mannkostir hans áunnu honum óskoraðar vinsældir allra þeirra, sem höfðu af honum náin kynni og sennilega flestra viðskiptamanna sinna. Hann var riddari Fálkaorðunnar og heiðursfélagi Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna.
Jóhannes lést 8. október 1946 og hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu. [2]
- Jóhannes Guðmundsson fæddist í Kirkjubæ í Norðurárdal, A-Hún. 8. apríl 1851. Ungur missti Jóhannes föður sinn, en er hann komst til fullorðinsára, vann hann um allmörg ár að bústörfum hjá bróður sínum, Jónasi bónda á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, eða til ársins 1887. Þá fór hann til Vesturheims og stundaði fiskveiðar á Winnipegvatni á sumrum en vann við íshús um vetur.
-
Ljósmyndir Jóhannes Nordal á reiðskjóta sínum Þrjár kynslóði. Jóhannes Nordal íshússtjóri faðir Sigurðar, Jóhannes nýfæddur, sonur Sigurðar og Sigurður Nordal
Sögur Sigurður Nordal - Aldarminning
Andlitsmyndir Jóhannes Guðmundsson Nordal
Myndir af stöðum Nordalsíshús -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S405] Frjáls verslun, 01.10.1946, s. 200.
- [S2] Íslendingabók.
- [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/, https://www.forseti.is/f%C3%A1lkaor%C3%B0an/orduhafaskra/.
- [S26] Vísir, 06.11.1946, s. 7.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.