Monika Sigurlaug Helgadóttir
1901 - 1988 (86 ára)-
Fornafn Monika Sigurlaug Helgadóttir [1, 2] Fæðing 25 nóv. 1901 Ánastöðum, Lýtingsstaðahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] Heimili 1932 Merkigili í Austurdal, Akrahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [3] Hin íslenska fálkaorða 17 jún. 1953 [4] Fyrir búskaparafrek við erfiðar aðstæður. Andlát 10 jún. 1988 Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, Sauðárkróki, Íslandi [1, 2] Greftrun Reykjakirkjugarði, Lýtingsstaðahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [1] Monika Sigurlaug Helgadóttir
Plot: 40Nr. einstaklings I16544 Legstaðaleit Síðast Breytt 21 apr. 2022
-
Skjöl Konan í dalnum og dæturnar sjö. Húsfreyjan á Merkigili - Örlög ráða Monika við móðurhné
Andlitsmyndir Monika Sigurlaug Helgadóttir Monika Sigurlaug Helgadóttir
Ljósm. Ragnar Axelsson
Myndir af stöðum Merkigilsbærinn sem ekkjan Monika lét reisa. -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Athugasemdir - Monika Sigurlaug Helgadóttir fæddist að Ánastöðum í Lýtingsstaðahrepp, Skagafjarðarsýslu 25. nóvember 1901, og var hún sjötta barn foreldra sinna.
Árið 1932 settist að á Merkigili í Austurdal í Skagafirði ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni. Jóhannes lést árið 1944 og eftir andlát hans stóð hún ein eftir með átta börn, sjö dætur og einn son. Þrjú þau elstu voru fermd en yngsta barnið, sem var nokkurra vikna gamalt, var skírt við kistu föður síns. Getur hver sem er sett sig í hennar spor með barnahópinn, en enginn í þær aðstæður sem hún bjó við innan húss sem utan.
Árið 1949 réðst hún í það stórvirki að byggja nýtt hús úr steinsteypu sem enn stendur. Var það sannkallað kraftaverk þar sem öll aðföng í húsið voru flutt á hestum, hvort það sem var möl, sement, bárujárn eða hvað annað sem til þess þurfti.
Monika varð þjóðkunn þegar hún var sæmd Fálkaorðunni þann 17. júní 1953 fyrir búskaparafrek við erfiðar aðstæður og enn fremu ári seinna þegar út kom bók Guðmundar G. Hagalín, Konan í dalnum og dæturnar sjö, þar sem hann fjallaði um lífshlaup Moniku.
Þegar Monika var ung stúlka varð hún fyrir þeirri reynslu, er hún var eitt sinn að vetrarlagi á leið frá Ánastöðum yfir að Goðdölum og gekk svonefndan Goðdalaháls, að þar á hálsinum reið fram á hana maður í fornum búningi með fornar tygjar á hesti og rétti henni hálsfestir, sem hann bað hana að færa nýfæddum dreng þar í sveitinni. Svo hvarf þessi fornmaður. Monika lauk þessum erindum og er festin enn til. Efniviður er úr kunnum efnum, að svo miklu leyti sem það hefur verið rannsakað, en þó eru þar önnur efni en jafnan eru notuð í skartgripi. Ekki fyrirfundust nein slík efni eða líkir skartgripir í landinu á þeim tima eða síðar. Á festinni er hnútur sem enginn hefur treyst sér til að leysa. Frá þessum atburði sagði Monika í sjónvarpsþætti.
Monika var mikil hetja eins og lífshlaup hennar allt segir til um. Eðlilegt var að slík kona stæði í tveimur heimum ef svo bar við að horfa. Kunningi hennar frá Goðdalahálsi er óskýrður eins og festin góða, en merki handaverka Moniku og barna hennar sjást á Merkigili.
Monika lést 10. júní 1988 og hvílir hún í Reykjakirkjugarði. [3, 5]
- Monika Sigurlaug Helgadóttir fæddist að Ánastöðum í Lýtingsstaðahrepp, Skagafjarðarsýslu 25. nóvember 1901, og var hún sjötta barn foreldra sinna.
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.