Pálmi Sæmundsson

Pálmi Sæmundsson

Maður 1933 - 2012  (79 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Pálmi Sæmundsson  [1
    Fæðing 25 sep. 1933  Heydalsseli, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Andlát 20 des. 2012  [1
    Greftrun Prestsbakkakirkjugarði, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Pálmi Sæmundsson
    Pálmi Sæmundsson
    Systkini 2 bræður 
    Nr. einstaklings I9576  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 12 jan. 2020 

    Faðir Sæmundur Guðjónsson
              f. 25 feb. 1896  
              d. 15 jan. 1984 (Aldur 87 ára) 
    Móðir Jóhanna Brynjólfsdóttir
              f. 1 jún. 1897  
              d. 18 des. 1939 (Aldur 42 ára) 
    Nr. fjölskyldu F2254  Hóp Skrá  |  Family Chart

  • Athugasemdir 
    • Pálmi hóf skólagöngu sína í farskóla í Bæjarhreppi, og var síðan einn vetur í skóla að Reykjum við Hrútafjörð. Pálmi útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1954. Hann lauk námskeiði í bókhaldsgreinum í Samvinnuskólanum á Bifröst og réð sig eftir það til starfs aðalbókara Kaupfélags Hrútfirðinga á Borðeyri, en gekk að auki í ýmis önnur verk sem til féllu í starfsemi kaupfélagsins. Þegar Kaupfélag Hrútfirðinga opnaði Verslunina Brú árið 1956 gerðist Pálmi verslunarstjóri þar og sinnti því starfi meðfram öðrum störfum fyrir kaupfélagið. Hann var síðan lengi viðloðandi starfsemina í Brú. Árið 1976 tók Pálmi við starfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hrútfirðinga og árið eftir tók hann við starfi hreppstjóra í Bæjarhreppi. Hann var einnig umboðsmaður skattstjóra á svæðinu. Pálmi var sparisjóðsstjóri í 20 ár eða til ársins 1996, þegar hann lét af störfum sökum heilsubrests. Pálmi vann ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sína og nágrenni. Hann var umsjónarmaður Orkubús Vestfjarða í Bæjarhreppi og sinnti eftirliti á svæðinu í langa tíð. Hann sat um tíma í sýslunefnd Strandasýslu. Pálmi sat í kjörstjórn Bæjarhrepps og var formaður hennar til fjölda ára. Umboðsmaður var hann fyrir SÍBS frá 17 ára aldri og allt til dauðadags. Pálmi var heiðursfélagi í Ungmennafélaginu Hörpu í Hrútafirði og var þar félagi í yfir 60 ár. [1]

  • Andlitsmyndir
    Pálmi Sæmundsson
    Pálmi Sæmundsson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 25 sep. 1933 - Heydalsseli, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Prestsbakkakirkjugarði, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S31] Morgunblaðið, 05-01-2013.

    2. [S3] Headstone/legsteinn.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.