Eiríkur Júlíus Eiríksson
1911 - 1987 (75 ára)-
Fornafn Eiríkur Júlíus Eiríksson [1, 2] Fæðing 22 júl. 1911 Ekru (Urðavegi 20), Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Menntun 1932 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1, 3] Lauk stúdentsprófi með 1. einkunn, 6,54. V. Bekkur A. MR 1931
Auk þess voru m.a. í bekknum Sigurbjörn Einarsson, biskup og dr. Benjamín J. Eiríksson, hagfræðingur.Stúdentar frá Reykjavíkurskóla 1932 Menntun 1934 [1] Lauk kennaraprófi. Menntun 1935 Háskóla Ísland, Reykjavík, Íslandi [1] Tók guðfræðipróf. Atvinna Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd. [1] Andlát 11 jan. 1987 [2] Greftrun 17 jan. 1987 Eyrarbakkakirkjugarði, Eyrarbakka, Íslandi [2] - Reitur: 403 [2]
Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I9448 Legstaðaleit Síðast Breytt 18 des. 2019
-
Andlitsmyndir Eiríkur Júlíus Eiríksson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Athugasemdir - Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist 22.7. 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.
Faðir hans var Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Ölfusi. Hann fluttist til Kaliforníu í Bandaríkjunum, um það leyti sem Eiríkur fæddist, og sneri aldrei aftur. Eiríkur ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum, og móðurforeldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu Jónsdóttur.
Eiríkur var í barnaskóla á Eyrarbakka og fór svo í MR og varð stúdent þaðan 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 1935. Hann fór svo í framhaldsnám til Basel í Sviss.
Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd.
Eiríkur var einn af forustumönnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann sat í stjórn UMFÍ frá 1936 og var formaður UMFÍ í um 30 ár. Landsmótin voru honum mikið hjartans mál og átti hann þátt í því að endurvekja þau með Landsmótinu í Haukadal 1940. Hann var ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ, um árabil, skrifaði margar greinar í blöð og tímarit og var mikill ræðuskörungur.
Kona Eiríks var Kristín Jónsdóttir, f. 5.10. 1917, d. 17.2. 1999. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir.
Eiríkur lést í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 11.1. 1987 og hafði þá nýlokið afmælisræðu yfir vini sínum. [1]
- Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist 22.7. 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.