Arnheiður Sigurðardóttir
1921 - 2001 (80 ára)-
Fornafn Arnheiður Sigurðardóttir [1, 2, 3] Fæðing 25 mar. 1921 Arnarvatni, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1, 2, 3] Mývatnsþing; Prestsþjónustubók Skútustaðasóknar, Reykjahlíðarsóknar og Lundarbrekkusóknar 1875-1951, s. 50-51 Skírn 25 okt. 1921 [1] Andlát 5 okt. 2001 Dvalarheimilinu Eir, Reykjavík, Íslandi [2, 3] Greftrun 13 okt. 2001 Skútustaðakirkjugarði, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [2, 3] Arnheiður Sigurðardóttir
Plot: 485Systkini 1 bróðir og 2 systur Hálfsystkini 2 hálfbræður og 4 hálfsystur (Foreldrar: Sigurður Jónsson og Málmfríður/Málfríður Sigurðardóttir) Nr. einstaklings I8507 Legstaðaleit Síðast Breytt 17 júl. 2019
Faðir Sigurður Jónsson
f. 25 ágú. 1878
d. 24 feb. 1949 (Aldur 70 ára)Móðir Sólveig Hólmfríður Pétursdóttir
f. 17 des. 1889
d. 1 feb. 1974 (Aldur 84 ára)Nr. fjölskyldu F2402 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Arnheiður lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ 1944, stundaði nám við Kennaraskóla Danmerkur 1947-48, las síðar utanskóla til stúdentsprófs og lauk því frá MR 1954 og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1962. Meistaraprófsritgerð hennar, sem fjallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menningarsjóði 1966. Fór í námsferðir til Norðurlandanna 1950 og 1961 og heimsótti Sovétríkin í boði Lestrarfélags kvenna 1956.
Arnheiður var kennari í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1944-45 og kennari í Mývatnssveit 1945-47. Hún var íslenskukennari við Reykjaskóla í Hrútafirði 1948-52 og við Kvennaskólann 1952-53 og 1955-58. Stundakennari við Kennaraskólann 1963-64. Auk þess fékkst hún við þýðingar og prófarkalestur jafnframt háskólanámi. Að því loknu hóf Arnheiður störf við Hagstofuna en fékkst síðan við prófarkalestur og ritstörf, einkum þýðingar. Hún hóf síðan störf hjá Orðabók HÍ 1974 og starfaði þar til 1991.
Arnheiður las fyrst kvenna útvarpssöguna í Ríkisútvarpið: Brotið úr töfraspeglinum eftir Sigrid Undset, en hún las síðar nokkrar aðrar útvarpssögur, m.a. Vítahring eftir S. Hoel. Meðal skáldsagna og æviminninga sem Arnheiður hefur þýtt má nefna Töfra tveggja heima, endurminningar A.J. Cronins; Kristínu Lafranzdóttur eftir Sigrid Undset (ásamt Helga Hjörvar); Glettni örlaganna og Maddame Dorothea eftir Sigrid Undset, Síðustu sögur og Vetrarævintýr eftir Karen Blixen; Kofa Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe; Karlottu Lövenskjold og Önnu Svärd eftir Selmu Lagerlöv; Klíkuna eftir Mary McCarthy; Tuttugu bréf til vinar eftir Svetlönu Alliluyevu; Í huliðsblæ og Dætur frá Lian eftir Pearl S. Buck. Árið 1997 gaf hún út sjálfsævisögu sína Mærin á menntabraut. [2]
- Arnheiður lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ 1944, stundaði nám við Kennaraskóla Danmerkur 1947-48, las síðar utanskóla til stúdentsprófs og lauk því frá MR 1954 og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1962. Meistaraprófsritgerð hennar, sem fjallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menningarsjóði 1966. Fór í námsferðir til Norðurlandanna 1950 og 1961 og heimsótti Sovétríkin í boði Lestrarfélags kvenna 1956.
-
Andlitsmyndir Arnheiður Sigurðardóttir -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.