Magnús Arason

Maður 1599 - 1655  (56 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Magnús Arason  [1
    Fæðing 1599  [1
    Andlát 14 nóv. 1655  [1
    Greftrun Reykhólakirkjugarði, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Magnús Arason
    Magnús Arason
    Nr. einstaklings I7004  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 5 júl. 2018 

  • Athugasemdir 
    • Magnús Arason var íslenskur sýslumaður á 17. öld. Hann bjó á Reykhólum og hafði sýsluvöld í Barðastrandarsýslu frá 1633.

      Magnús var elsti sonur Ara Magnússonar í Ögri og konu hans Kristínar Guðbrandsdóttur, Þorlákssonar biskups. Magnús ólst upp í Ögri hjá foreldrum sínum og var með föður sínum þegar hann fór að baskneskum skipbrotsmönnum við Ísafjarðardjúp 1615. Hann átti sjálfur töluverðan þátt í Spánverjavígunum því að hann hafði byssu og felldi Spánverjana einn af öðrum með skotum.

      Magnús fór til náms í Hamborg en kom svo heim, kvæntist ungur og bjó á Reykhólum. Hann var umboðsmaður föður síns í Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu 1629-1630 en varð sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1633 og hélt til dauðadags.

      Kona hans var Þórunn ríka Jónsdóttir (1594 – 17. október 1673). Hún hafði áður verið gift Sigurði, syni Odds Einarssonar biskups, en hann dó 1617. Dóttir þeirra, Hólmfríður, giftist síðar Jóni Arasyni presti í Vatnsfirði, bróður stjúpa síns. Á meðal barna Magnúsar og Þórunnar voru þeir Jón sýslumaður á Reykhólum og Sigurður sýslumaður á Skútustöðum, faðir Magnúar í Bræðratungu. [3]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Reykhólakirkjugarði, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 

  • Heimildir 
    1. [S2] Íslendingabók.

    2. [S3] Headstone/legsteinn.

    3. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Magn%C3%BAs_Arason_(s%C3%BDsluma%C3%B0ur).



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.