Séra Edward Booth, O.P. (Ordo Praedicatorum)

Séra Edward Booth, O.P. (Ordo Praedicatorum)

Maður 1928 - 2019  (91 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Edward Booth  [1
    Titill Séra 
    Fornafn O.P. (Ordo Praedicatorum) 
    Fæðing 16 ágú. 1928  [1
    Also Known As Geoffrey Thornton Booth  [2
    Andlát 28 ágú. 2019  Stykkishólmi, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Greftrun 4 sep. 2019  Landakotskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Séra Edward Booth O.P.
    Séra Edward Booth O.P.
    Nr. einstaklings I17472  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 10 okt. 2022 

  • Andlitsmyndir
    Edward Booth
    Edward Booth

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsAndlát - 28 ágú. 2019 - Stykkishólmi, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 4 sep. 2019 - Landakotskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Athugasemdir 
    • Foreldrar hans voru Leonard James Booth prentari og Lydia Booth. Eins og fjölskylda hans var hann upphaflega í Ensku biskupakirkjunni en tók kaþólska trú í Cambridge árið 1951. Hann ákvað að gerast munkur í reglu heilags Dominíkusar, vann lokaheitin árið 1956 og tók prestvígslu árið 1958.

      Séra Edward stundaði prestnám í Cambridge, lauk BA-prófi 1952, MA-prófi 1970 og doktorsprófi í heimspeki 1975. Hann gekk í reglu Dóminikana 29. september 1952 og hlaut prestvígslu 29. september 1958.

      Auk almennra prestsstarfa stundaði séra Edward bæði kennslu og ritstörf. Hann fór víða, var m.a. fyrirlesari við Pontifical Beda College 1978-1980 og Pontificial University of St. Thomas í Róm 1980-1988. Út hafa komið tvær bækur eftir séra Edward, Aristotelian Aporetic Ontology in Islamic and Christian Thinkers (1983) og The Saint Augustine and the Western Tradition of Self Knowing: The Saint Augustine Lecture 1986 (1989). Þá hafa fjölmargar greinar og bókadómar eftir hann birst í ýmsum erlendum tímaritum, m.a. í The New Grove Dictionary of Music and Musicians (1980), greinin „Kategorie und Kategorialität, Historisch-Systematische Untersuchungen zum Begriff der Kategorialität im philosophischen Denken“ í Festschrift für Klaus Hartmann (1990) og „Gott und sein Bild – Augustins De Trinitate“ í Spiegel der Neueren Forschung (2000).

      Séra Edward fluttist til Íslands árið 2002 og vann mestan tíma sem heimilisprestur systranna í Stykkishólmi og þjónaði auk þess kaþólska söfnuðinum á Vesturlandi til ársins 2015. Árið 2011 var honum veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hvern einasta dag ársins öll þau ár flutti hann frumsamda prédikun og er þar um mikið safn að ræða.

      Auk þeirra fræðiskrifa séra Edwards, sem birst hafa í erlendum ritum, skrifaði hann einnig greinar um margvísleg málefni sem birtust í tímaritinu Merki krossins á árunum 2005-2009. Hann samdi einnig fjölda kvæða, flest um trúarleg efni. [3]

  • Heimildir 
    1. [S3] Headstone/legsteinn.

    2. [S1] Gardur.is.

    3. [S31] Morgunblaðið, 21. september 2019.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.