Ragnhildur Ísleifsdóttir
1841 - 1922 (81 ára)-
Fornafn Ragnhildur Ísleifsdóttir [1] Fæðing 21 feb. 1841 [2] Andlát 20 ágú. 1922 [2] Greftrun Innra-Hólmskirkjugarði, Innri-Akraneshr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi [1] Árni Þorvaldsson & Ragnhildur Ísleifsdóttir
Hægra megin þegar gengið er upp að forkirkju er lágur grásteinsvarði með burst sem stendur á sökkli og undirsteini. Hann er gamallegur, hefur verið slípaður upp á öllum hliðum en þó ögn veðraður að baki. Letrið hefur ekki verið meitlað upp að nýju heldur hefur verið sandblásið ofan í það gamla. Varðinn er 15 cm á þykkt við burst en 19 cm neðst. Breiddin við burst er 37 cm en rúmir 42 cm neðst. Hæð varðans upp í burst er 96,5 cm en hæð hliðanna er 85 cm. Ofarlega í varðanum er lágmynd Thorvaldsens Nótt og er hún tæplega 15,5 cm í þvermál. Stafahæð í nöfnum er 3,5 cm en í öðrum línum mælast stafirnir frá 2,5 cm upp í 3 cm. Efri brúnir sökkulsins eru látnar halla örlítið. Hann er 49,5 cm á breidd, 26 cm á þykkt og 27,5 cm á hæð í brúnir en alls um 30 cm. Undirsteinninn er 64,5 cm á breidd og 40 cm á þykkt. Undirsteinninn stendur um 8 cm upp af jörðu.
ÁRNI ÞORVALDSSON
HREPPSTJÓRI
1826 - 1902
KONA HANS
RAGNHILDUR
YSLEIFSDÓTTIR
1841 - 1922
Á sökklinum stendur:
ÞAU REISTU ÞESSA KIRKJU 1892
Heimild: Kirkjur Íslands 13. bindi, s. 199-200Nr. einstaklings I17344 Legstaðaleit Síðast Breytt 18 sep. 2022
Fjölskylda Árni Þorvaldsson
f. 24 maí 1824
d. 3 nóv. 1901 (Aldur 77 ára)Nr. fjölskyldu F4287 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 18 sep. 2022
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.