Sigurbjörn Sveinsson
1878 - 1950 (71 ára)-
Fornafn Sigurbjörn Sveinsson [1, 2] Fæðing 19 okt. 1878 Kóngsgarði, Bólstaðarhlíðarhr., A-Húnavatnssýslu, Íslandi [1, 2] Hin íslenska fálkaorða 19 okt. 1948 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [3] Veittur riddarakross í tilefni af sjötugsafmæli hans. Andlát 2 feb. 1950 Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2] Greftrun Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Sigurbjörn Sveinsson
Stytta gerð af Magnúsi Á. Árnasyni.
Plot: C-07-1Sigurbjörn Sveinsson
Stytta gerð af Magnúsi Á. Árnasyni.
Plot: C-07-1Nr. einstaklings I17286 Legstaðaleit Síðast Breytt 15 sep. 2022
-
Athugasemdir - Sigurbjörn Sveinsson var fæddur að Kóngsgarði í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu hinn 19. október 1878. Foreldrar hans, Sveinn Sigvaldason og Sigríður Þórðardóttir, bjuggu þá þar, en fluttust skömmu síðar með börnin til Skagafjarðar. Ólst Sigurbjörn þar upp á ýmsum bæjum, bæði í Gönguskörðum og á Reykjaströnd, þangað til faðir hans lést árið 1887. Var ekkjan þá flutt með tvö yngstu börnin á sveitina vestur í Víðidal. Fékk hún að hafa Sigurbjörn hjá sér, af því að hann var yngstur barnanna.
Til Reykjavíkur fór hann 15 ára gamall og tók að læra skósmíði hjá Rafni Sigurðssyni, en fór í kaupavinnu norður í land á sumrin. Nokkur ár stundaði hann barnakennslu í Bolungarvík, Ísafirði og víðar.
Árið 1901 kvæntist hann Hólmfríði Hermannsdóttur frá Brekku í Reykjavík. Fóru þau skömmu síðar norður til Akureyrar þar sem Sigurbjörn kom sér þar upp skósmíðavinnustofu í eigin húsi og stundaði hann þar iðn sína í nokkur ár. Árið 1908 fluttust þau hjónin með tveimur dætrum sínum aftur til Reykjavíkur. Stundaði hann þar kennslustörf jafnframt ritstörfunum.
Árið 1919 fluttist Sigurbjörn með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og stundaði hann þar barnakennslu ásamt því að kenna ensku og hljóðfæraleik í einkatímum. Árið 1932 varð hann að segja starfi sínu við barnaskólann lausu, vegna heilsubrests.
Á sjötugsafmæli hans var honum veittur riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.
Eftir Sigurbjörn komu út bækurnar Bernskan I-II (1907-1908 og 1912), Geislar, Æskudraumar, Skeljar I-IV. Nokkur kvæði 1906. Sálmar 1903. Þrjú ævintýri 1909. Engilbörn 1910. Margföldunartaflan 1911 og auk þess margar þýðingar.
Sveinbjörn lést 2. febrúar 1950 og hvílir hann í Vestmannaeyjakirkjugarði. Á leiði Sigurbjörns er stytta sem Magnús Á. Árnason gerði. [2, 4, 5, 6]
- Sigurbjörn Sveinsson var fæddur að Kóngsgarði í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu hinn 19. október 1878. Foreldrar hans, Sveinn Sigvaldason og Sigríður Þórðardóttir, bjuggu þá þar, en fluttust skömmu síðar með börnin til Skagafjarðar. Ólst Sigurbjörn þar upp á ýmsum bæjum, bæði í Gönguskörðum og á Reykjaströnd, þangað til faðir hans lést árið 1887. Var ekkjan þá flutt með tvö yngstu börnin á sveitina vestur í Víðidal. Fékk hún að hafa Sigurbjörn hjá sér, af því að hann var yngstur barnanna.
-
Andlitsmyndir Sigurbjörn Sveinsson Sigurbjörn Sveinsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S354] Vorið, 01.09.1966, s. 97.
- [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/, https://www.forseti.is/f%C3%A1lkaor%C3%B0an/orduhafaskra/.
- [S227] Alþýðublaðið, 16.02.1950, s. 7.
- [S344] Æskan, 01.02.1915, s. 9-10.
- [S277] Menntamál, 01.03.1950, s. 50.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.