Sigmund Jóhannsson
1931 - 2012 (81 ára)-
Fornafn Sigmund Jóhannsson [1, 2] Fæðing 22 apr. 1931 Noregi [1, 2] - Ibestad í Gratangen. [2]
Hin íslenska fálkaorða 15 apr. 1982 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [3] Fyrir nýjungar á sviði öryggismála sjómanna. Andlát 19 maí 2012 Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2] Greftrun 26 maí 2012 Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2] Sigmund Jóhannsson & Helga Ólafsdóttir
Plot: B-44-33, B-44-32Nr. einstaklings I17259 Legstaðaleit Síðast Breytt 14 sep. 2022
Fjölskylda Helga Ólafsdóttir
f. 12 ágú. 1930
d. 2 maí 2016 (Aldur 85 ára)Hjónaband 1952 Höskuldsstöðum, Vindhælishr., A-Húnavatnssýslu, Ísland [4] Nr. fjölskyldu F4268 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 14 sep. 2022
-
Athugasemdir - Sigmund Jóhannsson fæddist í Noregi, 22. apríl 1931. Hann fluttist til Íslands þegar hann var 3 ára. Hann var búsettur á Skagaströnd þegar hann kvæntist Helgu Ólafsdóttur, árið 1952 en þau hjónin fluttust til Vestmannaeyja árið 1955.
Sigmund var einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu. Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu birtist 25. febrúar 1964 og tengdist Surtsey og fyrstu landgöngu þar. Í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmund fastráðinn við Morgunblaðið og var skopmyndateiknun aðalstarf hans frá þeim tíma og þar til honum var sagt upp störfum árið 2008.
Uppfinningar Sigmunds eru vel þekktar, má þar nefna fiskvinnsluvélar, sleppibúnað gúmmíbjörgunarbáta og margt fleira. Sigmund var kosinn Eyjamaður ársins 2011 af vikublaðinu Eyjafréttum og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í þágu sjómanna. Honum var veittur riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 15. apríl 1982 af þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur.
Sigmund lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. maí 2012 og hvílir hann við hlið konu sinnar í Vestmannaeyjakirkjugarði. [4]
- Sigmund Jóhannsson fæddist í Noregi, 22. apríl 1931. Hann fluttist til Íslands þegar hann var 3 ára. Hann var búsettur á Skagaströnd þegar hann kvæntist Helgu Ólafsdóttur, árið 1952 en þau hjónin fluttust til Vestmannaeyja árið 1955.
-
Ljósmyndir Sigmund Jóhannsson starfaði í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og hér á myndinni er hann að leiðbeina einni yngismey.
Skjöl Merkur uppfinningamaður ,,Margir stjórnmálamenn eru ákaflega skemmtilegir" segir Sigmund Jóhannsson skopmyndateiknari úr Eyjum. ,,Hinir þjóðkunnu menn og hinn þungbúni nafnlausi skari..."
Af Sigmund Jóhannssyni teiknara í Vestmannaeyjum, sem sér um hinn daglega skopskammt Morgunblaðsins.
Eftir Gísla SigurðssonSigund Jóhannsson, uppfinningammaður, lætur ekki erfið veikindi stoppa sig: Hanna slökkvibúnað með efni sem er bylting í slökkvistarfi
Andlitsmyndir Sigmund Jóhannsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.