Rúnar Snæland Gunnarsson
1947 - 1972 (25 ára)-
Fornafn Rúnar Snæland Gunnarsson [1, 2] Fæðing 10 mar. 1947 Reykjavík, Íslandi [1, 2] Andlát 5 des. 1972 Borgarspítalanum, Reykjavík, Íslandi [1] Ástæða: Framdi sjálfsmorð. Greftrun 14 des. 1972 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Rúnar Snæland Gunnarsson & Guðrún Jóhanna Böðvarsdóttir
Plot: F-35-29Nr. einstaklings I16519 Legstaðaleit Síðast Breytt 4 apr. 2022
-
Skjöl Það er svo undarlegt með unga menn...
Tónlist Rúnars Gunnarssonar lifir enn.Tákngervingur hinnar villtu bítlakynslóðar
Sögur Við heimsækjum Rúnar Gunnarsson, sem hefur getið sér gott orð sem lagahöfundur og söngvari. Músík og málaralist eru helstu hugðarefnin.
Andlitsmyndir Rúnar Snæland Gunnarsson Rúnar Snæland Gunnarsson Rúnar Snæland Gunnarsson Rúnar Snæland Gunnarsson syngur í útvarpssal árið 1966 -
Kort yfir atburði Fæðing - 10 mar. 1947 - Reykjavík, Íslandi Andlát - Ástæða: Framdi sjálfsmorð. - 5 des. 1972 - Borgarspítalanum, Reykjavík, Íslandi Greftrun - 14 des. 1972 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Athugasemdir - Rúnar Snæland Gunnarsson fæddist í Reykjavík 1. mars 1947. Snemma varð vart listrænna hæfileika í fari hans, bæði á sviði tónlistar og myndlistar. Rúnar stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en lauk síðar gagnfræðaprófi hjá séra Þorgrími á Staðarstað. Eftir það sótti hann námskeið í hagnýtum verzlunarfræðum við Verzlunarskólann.
Rúnar var nýorðinn 17 ára þegar hann byrjaði í hljómsveitinni Dátar með Hilmari Kristjánssyni, Stefáni Jóhannssyni og Jóni Pétri Jónssyni. Dátar voru gríðarlega vinsælir meðan þeir störfuðu og varð Rúnar snemma aðalaðdráttarafl bandsins. Meðal þeirra laga sem Dátar sendu frá sér má nefna Gvendur á eyrinni, Leyndarmál og Kling Klang.
Þegar Dátar hættu í lok sumars 1967 fór Rúnar yfir í Sextett Ólafs Gauks. Það spilaði Rúnar á bassa Þótt Rúnar væri súperstjarna með Sextett Ólafs Gauks, greip hann fyrsta tækifærið sem gafst til að hætta. Því varð úr að hann gekk í hljómsveitina Tilveru, sem var stofnuði vorið 1969. Í bandinu voru bassaleikarinn Jóhann Kristjánsson úr Flowers, Engilbert úr Hljómum og Axel Einarsson sem hafði síðast verið í Persónu.
Tilvera þótti lofa góðu og bauðst samningur við Fálkann. Áður en bandið gat skrifað undir, í nóvember 1969, haði Rúnar þó hætt í hljómsveitinni. Hann fór þá á nokkrar æfingar með hljómsveitinni Ópus 4, mætti stundum á tónleika hjá öðrum og fékk á grípa í - tók t.d. í bassann á balli með Náttúru í Glaumbæ - en hljómsveitarmennsku Rúnars var lokið.
Á þessum tíma var Rúnar kominn í óreiðu, farinn að drekka fullmikið og kannski kominn í einhver efni. Um svipað leit og hann hætti með sextettinum fór konan hans frá honum. Þar að auki hafði mamma hans dáið og Rúnar tók því afar illa, því hann var mömmustrákur í aðra röndina, eins og svo margir töffarar. Honum var að auki tilkynni það á þessum tíma að hann væri ekki sonur Gunnars, heldur væri faðir hans Breti. Þetta hjálpaðist allt til að kljúfa hann niður.
Enn eina skvettuna fékk hann yfir sig þegar hann var greindur geðklofi. Næstu árin þurfti hann á aðstoð að halda og var í meðferð vegna veikinda sinna. Rúnar gafst upp 5. desember og 1972 og kastaði sér inn í eilífðina af þaki Borgarspítalans. Þótt hann væri ekki nema 24 ára gamall hafði hann upplifað hraðferð á toppinn og langferð niður á botninn. Ferill hans og arfleið lá í þagnargildi í mörg ár eftir sviplegan dauða hans en í kjölfar heildarútgáfu á lögum hans 1996, hefur hið sérstaka og hlýja ljós Rúnars fengið að skína á ný.
Rúnar hvílir í Fossvogskirkjugarði við hlið móðurömmu sinnar. [2, 3]
- Rúnar Snæland Gunnarsson fæddist í Reykjavík 1. mars 1947. Snemma varð vart listrænna hæfileika í fari hans, bæði á sviði tónlistar og myndlistar. Rúnar stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en lauk síðar gagnfræðaprófi hjá séra Þorgrími á Staðarstað. Eftir það sótti hann námskeið í hagnýtum verzlunarfræðum við Verzlunarskólann.
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.