Matthildur Guðmundsdóttir

Matthildur Guðmundsdóttir

Kona 1847 - 1937  (89 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Matthildur Guðmundsdóttir  [1, 2, 3
    Fæðing 15 ágú. 1847  Prestbakka á Síðu, Hörglandshr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2, 3, 4
    Andlát 14 feb. 1937  [1, 3
    Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1937-1945, s. 553-554
    Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1937-1945, s. 553-554
    Greftrun 5 mar. 1937  Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Matthildur Guðmundsdóttir & Þorsteinn Hjörtur Friðriksson
    Matthildur Guðmundsdóttir & Þorsteinn Hjörtur Friðriksson
    Plot: B-20-30, B-20-31
    Nr. einstaklings I16250  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 8 feb. 2022 

    Fjölskylda Þorsteinn Hjörtur Árnason,   f. 21 ágú. 1847   d. 10 nóv. 1914 (Aldur 67 ára) 
    Hjónaband 1871  [2
    Börn 
    +1. Elín Þorsteinsdóttir,   f. 3 jan. 1882   d. 28 jún. 1978 (Aldur 96 ára)
    Nr. fjölskyldu F4008  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 8 feb. 2022 

  • Sögur
    Matthildur Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Dyrhólum í Mýrdal
    Matthildur Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Dyrhólum í Mýrdal

    Andlitsmyndir
    Matthildur Guðmundsdóttir
    Matthildur Guðmundsdóttir

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 15 ágú. 1847 - Prestbakka á Síðu, Hörglandshr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 5 mar. 1937 - Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Athugasemdir 
    • Matthildur Guðmundsdóttir fæddist á Prestbakka á Síðu 15. ágúst 1847. Frá 5 ára aldri ólst hún upp hjá Árna Gíslsyni sýslumanni og konu hans Elínu Árnadóttur frá Dyrhólum. Árið 1871 giftist Matthildur Þorsteini Hirti Árnasyni og flutti á hans föðurleifð, Dyrhóla í Mýrdal, það vor.

      Þorsteinn Hjörtur var prúðmenni og starfsmaður mikill, sem önnur hans syskini. Hann var skipaður hreppstjóri í Dyrhólahreppi nokkru síðar, en Matthildur lærði ljósmóðurstörf og stundaði þau með mikilli vinsæld, meðan þau bjuggu í Mýrdal og í Vestmanneyjum frá 1905-1922 og tók á móti 1300 börnum.

      Matthildur var þrekkona mikil og djörf í framgöngu, og sópaði að henni, svo sem hugsa mætti sér, að sópað hafi að Þorgerði Egilsdóttur og öðrum ágætum fornaldarkonum. Til ljósmóðurinnar var leitað í flestum veikindatilfellum, auk ljósmóðurstarfsins. Öllu gegndi Matthildur með einurð og dugnaði, snarræði er með þurfti og þó svo ljúflega að hún var elskuð af konum þeim er hún hjálpaði.

      Þegar þau hjón, Matthildur og Þorsteinn, fluttu sig til Vestmannaeyja og settust þar að, heiðruðu konur Dyrhólahrepps Matthildi með heiðurskveðju og heiðursgjöf. Þessháttar heitur var fátíður þá, og er hinn sannasti heiður, sem sýnir áunnið traust og vinarþel.

      Ekki verður þó sagt um Matthildi að hún léti hlutlaus það er henni þótti miður fara. Hún var öllu heldur berorð og hreinskilin og lét til sín taka um alla hluti er henni fannst viðréttingar þurfa og hún náði til. Í hríðum og ófærum vegum, uppblásnum ám og vatnavöxtum sást hún ferðast og bera sig hetjulega og brosa glaðlega að slarkinu, þegar hún var komin á ákvörðunarstaðinn. Aldrei hindraði hana nein veðraföll og þætti henni seinlátir fylgdarmenn beið hún þeirra lítt.

      Eftir að hafa gegnt ljósmóðurstarfi alls í 45 ár varð hún að halda kyrru fyrir vegna elli-annmarka. Hún missti sjónina og varð alblind þrjú síðustu æfiárin.

      Matthildur lést 14. febrúar 1937 og hvílir í Vestmannaeyjakirkjugarði. [2]

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S403] Hlín, 01.01.1940, s. 71-76.

    3. [S394] Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1937-1945, s. 553-554.

    4. [S2] Íslendingabók.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.