Margrét Jónsdóttir Thorlacius

Margrét Jónsdóttir Thorlacius

Kona 1908 - 1989  (80 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Margrét Jónsdóttir Thorlacius  [1, 2
    Fæðing 12 apr. 1908  Öxnafelli, Saurbæjarhr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Andlát 19 mar. 1989  Þórunnarstræti 115, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 29 mar. 1989  Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Margrét Jónsdóttir Thorlacius
    Margrét Jónsdóttir Thorlacius
    Plot: D4-19
    Margrét Jónsdóttir Thorlacius
    Margrét Jónsdóttir Thorlacius
    Plot: D4-19
    Nr. einstaklings I15937  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 13 jan. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Margrét Jónsdóttir Thorlacius eða Margrét frá Öxnafelli eins og hún var kölluð, fæddist að Öxnafelli í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 12. apríl 1908 og ólsta þar upp í hópi tíu systkina. Heimilið í Öxnafelli var talið bjargálna, en ekki varð auður eða ofdekur systkinunum fjötur um fót. Dulrænir hæfileikar voru í báðum ættum og erfði Margrét þá í ríkum mæli og jafnvel fleiri systkini.

      Frá bernsku hafði Margrét frábæra skyggnigáfu og dulheyrn. Hún sá liðna atburði og henni var svo oft sýnt inn í framtíðina. Hún sá um umgekkst daglega látna menn og málleysingja, sá álfa og huldufólk, gat horfið úr líkama sínum og farið um víða veröld og hún naut mjög söngs og tónlistar, sem aðrir nutu ekki og urðu ekki varir við.

      Leiðir óteljandi fólk lágu heim í Öxnafell og óteljandi bréf bárust með hverjum pósti. Margir voru langt að komnir, er þá lögðu land undir fót fram í Öxnafell og allir áttu það erindi að biðja sjúkum hjálpar. Sérstaklega var það gert þegar önnur úrræði þraut.

      Frá æsku til elli lagði Margrét frá Öxnafelli fram krafta sína við að lækna þá sem sjúkir voru og hugga syrgjendur. Hvar sem hún var í vinnu eða við húsmóðurstörf, eftir að hún sjálf eignaðist fjölskyldu, tók hún daglega á móti gestum, fjölda fólks, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Aldrei verðlagði Margrét störf sín í þágu sjúkra, en tók við þá goldið var. En þakklæti fólksins sem hún gat aðstoðað, var æðsta hamingja hennar.

      Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri ritaði tvær bækur um Margréti frá Öxnafelli og hétu þær: "Skyggna konan" og "Skyggna konan II". Er þar margt að finna um ævi og störf hinnar skyggnu konu, til viðbótar við aðrar ritaðar heimildir.

      Margrét frá Öxnafelli lést þann 19. mars 1989 og hvílir í Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða. [2]

  • Ljósmyndir
    Margrét frá Öxnafelli
    Margrét frá Öxnafelli
    Margrét frá Öxnafelli hefur málverk af Stapafelli í stofunni hjá sér. Þar segist hún sjá huldufólk um allt fellið, alveg upp í topp.
    Margrét frá Öxnafelli hefur málverk af Stapafelli í stofunni hjá sér. Þar segist hún sjá huldufólk um allt fellið, alveg upp í topp.

    Skjöl
    Huldufólk lifir svipuðu lífi og við
    Huldufólk lifir svipuðu lífi og við
    Segir Margrét frá Öxnafelli, en hún hefur séð huldufólk síðan hún var um 6 ára gömul

    Andlitsmyndir
    Margrét Jónsdóttir Thorlacius
    Margrét Jónsdóttir Thorlacius

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 12 apr. 1908 - Öxnafelli, Saurbæjarhr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 19 mar. 1989 - Þórunnarstræti 115, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 29 mar. 1989 - Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 12.04.1989, s. 35.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.