Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir

Kona 1921 - 1994  (72 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir  [1, 2, 3
    Fæðing 8 ágú. 1921  Efri-Steinsmýri, Leiðvallahr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 3
    Hin íslenska fálkaorða 1980  [4
    Veitt Riddarakross fyrir störf að verkalýðsmálum. 
    Alþingismaður 1987–1991  Alþingi, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Alþingismaður Reykvíkinga (Borgaraflokkur). 
    Andlát 26 apr. 1994  [1
    Greftrun Stórólfshvolskirkjugarði, Hvolhr., Rangárvallasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir & Runólfur Guðsteinn Þorsteinsson
    Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir & Runólfur Guðsteinn Þorsteinsson
    Plot: A-25, A-26
    Systkini 2 bræður 
    Nr. einstaklings I15586  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 24 júl. 2024 

    Faðir Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson
              f. 12 sep. 1889, Steinsmýri, Leiðvallahr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 16 mar. 1962 (Aldur 72 ára) 
    Móðir Ingibjörg Sigurbergsdóttir
              f. 3 nóv. 1893, Fjósakoti, Leiðvallahr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 20 júl. 1945 (Aldur 51 ára) 
    Nr. fjölskyldu F5586  Hóp Skrá  |  Family Chart

    Fjölskylda Runólfur Guðsteinn Þorsteinsson
              f. 10 okt. 1918, Köldukinn í Holtum, Holtahr., Rangárvallasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 30 jún. 1999 (Aldur 80 ára) 
    Hjónaband 10 okt. 1968  [5
    Nr. fjölskyldu F3845  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 14 des. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fæddist þann 8. ágúst 1921 að Efri-Steinsmýri, Leiðvallahreppi í V-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson og Ingibjörg Sigurbergsdóttir. Aðalheiður var hluti af stórum systkinahópi en hún átti alls 19 systkini. Meðal systkina hennar var Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður.

      Aðalheiður lauk barnaskólanámi árið 1934 og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún vann ýmis störf um ævina, var víða verkakona og starfaði einnig sem bréfberi og húsmóðir.

      Aðalheiður var formaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum 1944-49 og formaður Starfsmannafélagsins Sóknar 1976-87

      Hún var kjörin alþingismaður Reykvíkinga fyrir Borgaraflokkinn árið 1987 og sat á þingi til ársins 1991. Aðalheiður sat í fjölmörgum nefndum og ráðum á starfsævi sinni. Hún sat m.a. í bankaráði Búnaðarbankans, stjórn Atvinnutryggingarsjóðs og í miðstjórn Alþýðusambands Íslands.

      Aðalheiður ólst upp í sárri fátækt og átti við ýmsa erfiðleika að stríða síðar á lífsleiðinni. Hún missti barn úr berklum, varð sjálf berklaveik og missti hús sitt í bruna, svo nokkuð sé nefnt. Engu að síður náði hún að beita sér fyrir þeim málefnum sem hún hafði trú á og hlaut fyrir það margvíslegar viðurkenningar, svosem riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980. Aðalheiður var verkakona af lífi og sál og stórhuga baráttukona. Hún setti svip á þjóðmálaumræðuna á sínum tíma og vakti mikla athygli á kvennafrídeginum 1975 þar sem hún flutti kröftuga ræðu. Hún varð einskonar samnefnari tugþúsunda kvenna sem vildu berjast fyrir jafnrétti og réttlæti.

      Aðalheiður var tvígift og eignaðist fimm börn.

      Aðalheiður lést hinn 26. apríl 1994. Hún hvílir í Stórólfshvolskirkjugarði við hlið seinni manns síns, Runólfs Guðsteins Þorsteinssonar. [2, 3, 6, 7]

  • Andlitsmyndir
    Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
    Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 8 ágú. 1921 - Efri-Steinsmýri, Leiðvallahr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAlþingismaður - Alþingismaður Reykvíkinga (Borgaraflokkur). - 1987–1991 - Alþingi, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Stórólfshvolskirkjugarði, Hvolhr., Rangárvallasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S4] Alþingi, https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=14.

    3. [S31] Morgunblaðið, 06.05.1994, s. 32.

    4. [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/, https://www.forseti.is/fálkaorðan/orduhafaskra/.

    5. [S31] Morgunblaðið, 15.07.1999, s. 47.

    6. [S143] Dagblaðið Vísir - DV, 08.08.2001, s. 26.

    7. [S1413] 19. júní, 19.06.2010, s. 31.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.