Sigurjón Pétursson
1888 - 1955 (67 ára)-
Fornafn Sigurjón Pétursson [1, 2] Fæðing 9 mar. 1888 Skildinganesi við Skerjafjörð, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Ólympíufari 1908 London, Englandi [3] Ólympíufari 1912 Stockholm, Svíþjóð [3] Tók þátt í grísk-rómverskri glímu, mið-þyngdarflokki, við ágætan orðstír. Hin íslenska fálkaorða 1932 [3] Andlát 3 maí 1955 [1] Greftrun 10 maí 1955 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Sigurjón Pétursson & Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir
Plot: C-31-9, C-31-8Sigurjón Pétursson
Plot: C-31-9Nr. einstaklings I15523 Legstaðaleit Síðast Breytt 5 des. 2021
Fjölskylda Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir
f. 31 mar. 1892
d. 8 jún. 1975 (Aldur 83 ára)Nr. fjölskyldu F3839 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 5 des. 2021
-
Athugasemdir - Sigurjón stundaði verzlunarstörf frá 1902, var lengi í Liverpools verzlun hjá hinum vinsæla kaupmanni Th. Thorsteinsson. Árið 1915 gerðist hann kaupmaður, en 1919 keypti hann klæðaverksmiðjuna Álafoss í Mosfellssveit og rak hana af áhuga og miklum dugnaði, eins og kunnugt er.
Hann gerði þarf ýmsar umbætur, leiddi heitt vatn úr einum hvernum þar efra, og hitaði upp íbúðarhús og verksmiðjuna. Og þótti það nýstárlegt, því engin heitaveit var þá í höfuðstaðnum. Þá byggði hann sundlaug þar og síðar sundhöll, og hélt þar mörg sundmót og sundnámskeið, fyrir börn og unglinga og voru margir foreldrar honum það sérstaklega þakklátir fyrir það framtak. Var öll þessi íþróttastarfsemi hans öll hin merkasta.
Sigurjón var skjaldarhafi Ármanns um margra ára skeið; glímukappi Íslands frá 12. júní 1910 til 17. júní 1919. Hann var einn af Ólympíuförunum 1908 í London og 1912 í Stokkhólmi, en þá var hann kjörinn fararstjóri af ÍSÍ. Tók hann þá þátt í grísk-rómverskri glímu, mið-þyngdarflokki, við ágætan orðstír.
Fyrir hin margþættu þjóðþrifastörf sín var hann sæmdur hinni ísl. Fálkaorðu og Lingiaden-orðunni 1939.
Sigurjón stofnaði ÍSÍ, 28. janúar 1912. [3]
- Sigurjón stundaði verzlunarstörf frá 1902, var lengi í Liverpools verzlun hjá hinum vinsæla kaupmanni Th. Thorsteinsson. Árið 1915 gerðist hann kaupmaður, en 1919 keypti hann klæðaverksmiðjuna Álafoss í Mosfellssveit og rak hana af áhuga og miklum dugnaði, eins og kunnugt er.
-
Ljósmyndir Sigurjón Pétursson
Andlitsmyndir Sigurjón Pétursson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.