Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir

Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir

Kona 1932 - 2008  (75 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir  [1, 2
    Fæðing 27 nóv. 1932  Vestmannaeyjum, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 23 apr. 2008  Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 7 maí 2008  Skeiðflatarkirkjugarði, Hvammshr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir
    Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir
    Plot: 232
    Nr. einstaklings I14991  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 9 nóv. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó Elsa í Vestmannaeyjum með foreldrum sínum. Hún fluttist þá með þeim til Siglufjarðar en faðir hennar drukknaði skömmu síðar og fór hún þá í fóstur til móðurforeldra sinna að Fagurhóli í V-Landeyjum. Þau létust á níunda aldursári hennar og flutti hún þá með móðursystur sinni að Bollakoti í Fljótshlíð og bjó þar næstu fjögur árin þar til hún flutti 12 ára gömul til móður sinnar í Reykjavík.

      Elsa lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og hélt til náms í Stokkhólmi árið 1958 þar sem þau Pálmi kynntust. Árið 1963 lauk hún fil. kand.-prófi í jarðfræði frá Stokkhólmsháskóla og í kjölfarið fluttu þau Pálmi heim. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu í Hrauntungu í Kópavogi ásamt börnunum tveimur árið 1969. Þar bjuggu þau allt til 2004 þegar þau fluttu heimili sitt að Kaldrananesi í Mýrdal.

      Árið 1963 hóf Elsa störf hjá Raforkumálaskrifstofunni, síðan hjá Orkustofnun, þegar hún varð til árið 1967. Þar vann hún allan sinn starfsferil við jarðfræðirannsóknir og gerð jarðfræðikorta þar til hún fór á eftirlaun árið 2002. Eftir það vann hún einkum að kortlagningu móbergs á eystra gosbeltinu í samvinnu við Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir.

      Elsa var formaður Soroptimistaklúbbs Kópavogs 1977-1979 en vann auk þess ýmis trúnaðarstörf fyrir klúbbinn. Þá sat hún í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands. Hún var einn af stofnendum Heilsuhringsins og sat í stjórn hans frá 1977 og var m.a. varaformaður í 16 ár. Hún var formaður starfsmannafélags Orkustofnunar 1983-1985 og einn af 13 stofnfélögum Jarðfræðafélags Íslands og var formaður þess árin 1986-1990. Hún gekk til liðs við Oddafélagið snemma árs 1991 og sat í stjórn þess frá 1991 til 2002. Þá sat hún í stjórn Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands á árunum 2000-2003 og í stjórn Víkurdeildar Rauða kross Íslands frá 2004 til dauðadags.

      Elsa ritaði fjölmargar greinar í bækur og tímarit um jarðfræði og önnur áhugamál sín. Hún var meðhöfundur bóka um jarðfræðinginn og heimspekinginn Helga Pjeturss. Þá var hún meðhöfundur bókarinnar 100 Geosites in South Iceland. [2]

  • Andlitsmyndir
    Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir
    Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 27 nóv. 1932 - Vestmannaeyjum, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 23 apr. 2008 - Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 7 maí 2008 - Skeiðflatarkirkjugarði, Hvammshr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 07-05-2008.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.