Séra Torfi Jónsson
1617 - 1689 (71 ára)-
Fornafn Torfi Jónsson [1, 2] Titill Séra Fæðing 9 okt. 1617 Núpi í Dýrafirði, Mýrahr., V-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [2] Andlát 20 júl. 1689 [3] Greftrun Gaulverjabæjarkirkjugarði, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi [1] Séra Torfi Jónsson Séra Torfi Jónsson
Steinninn er 181 cm á lengd, 109 cm á breidd og um 16 cm á þykkt. Hann er erlendur að efni, líklega úr dönskum sand- eða leirsteini. Í hornum eru meitluð merki guðspjallamannanna á hringlaga fleti.
Efst til vinstri er engill, merki Mattheusar, en efsti til hægri er ljón tákn Markúsar. Neðst til vinstri er naut Lúkasar en til hægri er örn, merki Jóhannesar. Engin áletrun er á steininum. Líklega hefur átt að meitla letrið hérlendis en af einhverjum ástæðum hefur það farist fyrir.
Í steininum eru sérkennilegar holur eftir rakningsgrind en steinninn var fyrr í kórgólfi og uppistaðan í vefstað rakin í kirkjunni og grópaði þá gaddurinn í rakningsgrindinni holurnar. Steinninn var síðar lengi dyrahella á kirkjutröppunum en var fyrir nokkrum árum fluttur á núverandi stað að fyrirlagi þjóðminjavarðar.
Heimild: Kirkjur Íslands 4. bindi, s. 75Nr. einstaklings I14909 Legstaðaleit Síðast Breytt 3 nóv. 2021
Faðir Jón Gissurarson
f. um 1589, Núpi í Dýrafirði, Mýrahr., V-Ísafjarðarsýslu, Íslandi
d. 5 nóv. 1648, Núpi í Dýrafirði, Mýrahr., V-Ísafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 59 ára)Nr. fjölskyldu F3698 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Torfi var 1 ár kennari við Skálholtsskóla og a. m. k. 3 ár kirkjuprestur í Skálholti. Síðar frékk hann veitingu fyrir Rafnseyrarprestakalli. Árið 1650 var séra Torfi skipaður prestur í Gaulverjabæ. Prófastur Árnessprófastsdæmis var hann 1661-1688. Séra Torfi var mikilsvirtur merkisklerkur og kemur töluvert mikið við sögu kirkjunnar á Íslandi um og eftir miðbik 17. aldar. Hann var svo að segja önnur hönd Brynjólfs biskups. [2]
-
Kort yfir atburði Fæðing - 9 okt. 1617 - Núpi í Dýrafirði, Mýrahr., V-Ísafjarðarsýslu, Íslandi Greftrun - - Gaulverjabæjarkirkjugarði, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.