Carl Billich

Carl Billich

Maður 1911 - 1989  (78 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Carl Billich  [1, 2
    Fæðing 23 júl. 1911  Vín, Austurríki Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Hin íslenska fálkaorða 11 apr. 1980  Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
    Píanóleikari; fyrir tónlistarstörf. 
    Atvinna Tónlistarmaður.  [2
    Atvinna sep. 1964-1981  Þjóðleikhúsinu, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Tónlistarstjóri. 
    Andlát 23 okt. 1989  Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 31 okt. 1989  Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Carl Billich & Þuríður Billich
    Carl Billich & Þuríður Billich
    Plot: W-715, W-716
    Nr. einstaklings I14561  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 29 des. 2021 

    Fjölskylda Þuríður Billich
              f. 12 ágú. 1913, Laugavegi 54, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 24 feb. 2004 (Aldur 90 ára) 
    Hjónaband 27 maí 1939  [4
    Nr. fjölskyldu F3299  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 4 okt. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Carl Billich fæddist í Vínarborg í Austurríki 23. júlí 1911 og ólst þar upp. Til Íslands kom hann árið 1933 með hljómsveit frá Vín sem hafði verið ráðin af Rosenberg til að spila á Hótel Íslandi, sem stóð á Hallærisplaninu svonefnda. Árið 1939 kvæntist hann Þuríði Jónsdóttur Billich.

      Árið 1940 var Carl handtekinn, eins og fleiri útlendingar hér á landi, og fluttur í enskar fangabúðir. Þar dvaldist hann til stríðsloka, en var sendur til Þýskalands eftir fangavistina, ásamt mörgum öðrum sem líkt var ástatt með. Þar var hann án vegabréfs og vegalaus í öllum hörmungum og þrengingum eftirstríðsáranna. Það mun fyrst og fremst vera Þuríði konu hans að þakka að Carli tókst að komast aftur til Íslands árið 1947. Hún leitaði að manni sínum, innan um þá mörgu týndu og vegalausu og tókst að koma honum heim til Íslands og hér öðlaðist hann ríkisborgararétt og nýtt föðurland.

      Carl réðst til Þjóðleikhússins sem hljómsveitarstjóri í Kardimommubæinn í janúar 1960. 1. september 1964 var hann síðan fastráðinn sem tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, jafnframt því sem hann stjórnaði Þjóðleikhúskórnum og þjálfaði hann, og gegndi hann því starfi óslitið til ársins 1981, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

      Carl stjórnaði tónlist í u. þ. b. 40 leikverkum og söngleikjum hjá Þjóðleikhúsinu, þann tíma sem hann starfaði þar, má þar nefna nær öll barnaleikrit sem leikhúsið flutti á þessum tíma, en hæst bera af þeim leikrit Egners, Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi. Þá má nefna íslensku verkin Delerium Búbónis, Ég vil auðga mitt land, Silfurtunglið o. fl., einnig Púntila og Matta og Túskildingsóperuna.

      Carl var sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf sín í þágu tónlistar á Íslandi, og einnig hlaut hann sérstakar viðurkenningar frá finnskum og austurrískum stjórvöldum.

      Carl lést 23. október 1989. Hann hvílir í Fossvogskirkjugarði við hlið konu sinnar. [2]

  • Andlitsmyndir
    Carl Billich
    Carl Billich

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 23 júl. 1911 - Vín, Austurríki Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsHin íslenska fálkaorða - Píanóleikari; fyrir tónlistarstörf. - 11 apr. 1980 - Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAtvinna - Tónlistarstjóri. - sep. 1964-1981 - Þjóðleikhúsinu, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 23 okt. 1989 - Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 31 okt. 1989 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 31.10.1989, s. 42.

    3. [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/.

    4. [S31] Morgunblaðið, 03-03-2004.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.