Séra Sigurður Sigurðarson

Séra Sigurður Sigurðarson

Maður 1944 - 2010  (66 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Sigurður Sigurðarson  [1, 2
    Titill Séra 
    Fæðing 30 maí 1944  Hraungerði í Flóa, Hraungerðishr., Árnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Menntun 1965  Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Lauk stúdentsprófi. 
    Menntun 1971  Háskóla Ísland, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Lauk kandídatsprófi í guðfræði. 
    Hin íslenska fálkaorða 1994  [2, 3
    Sæmdur riddarakrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar. 
    Hin íslenska fálkaorða 2000  [2
    Sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu. 
    Andlát 25 nóv. 2010  Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun Skálholtskirkjugarði, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Sigurður Sigurðarson
    Sigurður Sigurðarson
    Plot: A-14
    Nr. einstaklings I13753  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 28 júl. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Sigurður fæddist í Hraungerði í Flóa og ólst þar upp til tólf ára aldurs og síðan á Selfossi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965, kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1971, meistaraprófi í guðfræði við Princeton Theological Seminary í Bandaríkjunum 1981, stundaði nám í fiðluleik í Tónlistarskóla Árnessýslu og við Tónlistarskólann í Reykjavík 1956-'67 og tók þátt í Cleveland International Program í Minnesota 1969.

      Sigurður var sóknarprestur í Selfossprestakalli frá ársbyrjun 1971-1994 og vígslubiskup Skálholtsstiftis frá 1994 og þar til hann lézt.

      Sigurður sinnti kennslustörfum um árabil og var stundakennari í kennimannlegri guðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands 1983-84 og 1989. Þá kenndi hann fiðluleik um skeið.

      Hann var félagsforingi hjá skátafélaginu Fossbúum á Selfossi, var formaður Prestafélags Suðurlands 1972-'74, sat í stjórn Prestafélags Íslands 1984-'90 og var formaður þess 1987-'89, sat í fjölda ráða og nefnda á vegum þjóðkirkjunnar.

      Sigurður sat í skólanefnd Sandvíkurskólahverfis 1974-'86 og var formaður hennar 1982-'86, var stjórnarformaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi frá 1986, sat í stjórn Byggða- og listasafns, sat í yfirkjörstjórn á Selfossi frá 1974 og var formaður menningarmálanefndar Sjálfstæðisflokksins 1991-'94. Hann var staðgengill biskups Íslands frá árinu 2003.

      Sigurður ritaði bókina Þorlákur helgi og samtíð hans, útg. 1993, og skrifaði fjölda greina og hugvekjur í Kirkjuritið, Morgunblaðið og héraðsblöð Sunnlendinga. [2]

  • Andlitsmyndir
    Sigurður Sigurðarson
    Sigurður Sigurðarson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 30 maí 1944 - Hraungerði í Flóa, Hraungerðishr., Árnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Lauk stúdentsprófi. - 1965 - Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 25 nóv. 2010 - Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Skálholtskirkjugarði, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 04-12-2010.

    3. [S35] Tíminn, 03.12.1994, s. 17.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.