Róbert Ingimar Eydal

Róbert Ingimar Eydal

Maður 1936 - 1993  (56 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Róbert Ingimar Eydal  [1, 2
    Fæðing 20 okt. 1936  Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 10 jan. 1993  Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 18 jan. 1993  Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Róbert Ingimar Eydal
    Róbert Ingimar Eydal
    Plot: F9-7
    Systkini 2 bræður 
    Nr. einstaklings I13708  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 22 des. 2021 

    Faðir Hörður Ólafur Eydal
              f. 13 feb. 1909  
              d. 3 apr. 1976 (Aldur 67 ára) 
    Móðir Pálína Indriðadóttir Eydal
              f. 10 jan. 1909  
              d. 1 jan. 1991 (Aldur 81 ára) 
    Nr. fjölskyldu F3872  Hóp Skrá  |  Family Chart

  • Athugasemdir 
    • Róbert Ingimar Eydal fæddist á Akureyri 20. október 1936 og bjó þar og starfaði alla tíð.

      Kornungur fór hann að leika á hljóðfæri og lék í ýmsum danshljómsveitum frá 13 ára aldri. Hann stofnaði sína eigin hljómsveit 1960 og starfaði á þeim vettvangi allt til dauðadags. Þær hljómsveitir sem hann stjórnaði náðu allar miklum vinsældum og gerðu nafn hans þekkt um land allt. Kunnastar þeirra eru Atlantic-kvartettinn og svo Hljómsveit Ingimars Eydal. Auk þess var hann ýmist undirleikari eða stjórnandi fjölmargra kóra á Eyjafjarðarsvæðinu nær allan sinn starfsferil. Ingimar var heiðraður sérstaklega árið áður en hann lést fyrir áratuga starf að íslenskri dægurtónlist.

      Ingimar lét sannarlega ekki staðar numið við hljómsveitarstjórnun. Hann aflaði sér mikillar þekkingar á tónlist, svo og kennaraprófs í faginu og 1965 hóf hann tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Dalvíkur og var þar í tvö ár. Eftir það kenndi hann við grunnskólana á Akureyri, mest við Gagnfræðaskóla Akureyrar, einnig að hluta við Barnaskóla Akureyrar í nokkur ár og um 15 ára skeið að hluta við Oddeyrarskóla. Eitt ár var hann í orlofi frá kennslu, sem hann notaði til að afla sér viðbótarmenntunar við Kennaraháskóla Íslands.

      Ingimar rak söluskrifstofu Ferðaskrifstofunnar Sunnu á Akureyri frá 1976-78 og var síðar umboðsmaður Ferðaskrifstofunnar Atlantic og einnig Arnarflugs.

      Ingimar var einlægur samvinnumaður og sat í stjórn Akureyrardeildar Kaupfélags Eyfirðinga um árabil og einnig í félagsráði KEA. Þá tók hann mikinn þátt í störfum framsóknarmanna á Akureyri. Hann var varabæjarfulltrúi á Akureyri 1974-82, sat í æskulýðsráði Akureyrar 1970-74, í áfengisvarnanefnd Akureyar frá 1970 til dauðadags, þar af sem formaður nefndarinnar síðust 10 ár ævinnar, í skólanefnd Akureyrar 1974-82, í félagsmálaráði Akureyrar 1982-86 og í umhverfisnefnd frá 1986 til dauðadags. Ingimar var bindindismaður og æðstitemplar stúkunnar Brynju nr. 99 á Akureyri um langt árabil og átti sæti í stjórnum fyrirtækja I.O.G.T. á Akureyri, m. a. í stjórn Borgarbíós.

      Ingimar lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. janúar 1993. Hann var lagður til hinstu hvílu í Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða 18. janúar 1993. [3, 4]

  • Ljósmyndir
    Ingimar Eydal eins og fjöldinn man líklega best eftir honum; með bros á vör við píanóið.
    Ingimar Eydal eins og fjöldinn man líklega best eftir honum; með bros á vör við píanóið.
    Ingimar Eydal ásamt foreldrum sínum og bræðrum, heima í Hlíðargötu 8 á Akureyri. Frá vinstri, Pálína Indriðadóttir Eydal, Finnur, Ingimar, Gunnar og Hörður Eydal.
    Ingimar Eydal ásamt foreldrum sínum og bræðrum, heima í Hlíðargötu 8 á Akureyri. Frá vinstri, Pálína Indriðadóttir Eydal, Finnur, Ingimar, Gunnar og Hörður Eydal.
    Ingimar Eydal í sínu fínasta pússi. Líklegt er að hann hafi verið á öðru ári þegar myndin var tekin.
    Ingimar Eydal í sínu fínasta pússi. Líklegt er að hann hafi verið á öðru ári þegar myndin var tekin.
    Hljómsveit Ingimars Eydal. 
Ingimar, Þorvaldur, Finnur, Friðrik, Hjalti og Helena
    Hljómsveit Ingimars Eydal. Ingimar, Þorvaldur, Finnur, Friðrik, Hjalti og Helena

    Skjöl
    Ingimar Eydal, hljómsveitarstjóri
    Ingimar Eydal, hljómsveitarstjóri

    Andlitsmyndir
    Ingimar Eydal
    Ingimar Eydal
    Ingimar Eydal, hljómsveitarstjóri
    Ingimar Eydal, hljómsveitarstjóri

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 20 okt. 1936 - Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 10 jan. 1993 - Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 18 jan. 1993 - Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S34] Dagur, 19.01.1993, s. 14.

    3. [S34] Dagur, 19.01.1993, s. 15.

    4. [S34] Dagur, 12.01.1993, s. 2.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.