Arnór Kjartan Hannibalsson
1934 - 2012 (78 ára)-
Fornafn Arnór Kjartan Hannibalsson [1, 2] Fæðing 24 mar. 1934 Strandseljum, Ögurhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1] Menntun 1953 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk stúdentsprófi. Andlát 28 des. 2012 [1] Greftrun Ögurkirkjugarði, Ögurhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1] Arnór Kjartan Hannibalsson
Plot: 39Nr. einstaklings I11604 Legstaðaleit Síðast Breytt 14 jún. 2021
-
Athugasemdir - Arnór hóf skólagöngu sína í Barnaskólanum á Ísafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og fékk árið eftir styrk til háskólanáms í Moskvu. Þaðan lauk hann MA-prófi í heimspeki og sálfræði 1959. Hann dvaldi við framhaldsnám í háskólunum í Kraká og Varsjá í Póllandi 1959-1960; hann hlaut síðar löggildingu sem skjalaþýðandi og dómtúlkur í pólsku og rússnesku. Heimkominn starfaði hann m.a. við blaðamennsku, ritstjórn og kennslu, var forstöðumaður Listasafns ASÍ 1962-63, sálfræðingur á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1963-1967 og forstöðumaður Tjaldanesheimilisins 1968-69.
Arnór hóf doktorsnám við háskólann í Fribourg í Sviss haustið 1969 en flutti ári síðar til Edinborgar í Skotlandi þaðan sem hann lauk PhD-gráðu í heimspeki árið 1973. Hann var skipaður lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1976, dósent 1983 og prófessor 1989. Þeirri stöðu gegndi hann til starfsloka árið 2004.
Arnór kom víða við á fræða- og ritferli sínum, en hann samdi fjölda rita og greina um heimspeki, siðfræði, mannréttindi, skólamál, sögu, bókmenntir og stjórnmál. Meðal þýðinga sem eftir hann liggja eru valin verk Dostojevskís og Platós.
Eftir að Litháen endurheimti sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum var Arnór skipaður ræðismaður Litháens á Íslandi og var það allt til dauðadags. Forseti Litháens sæmdi hann árið 2011 heiðursorðu fyrir framlag hans til vináttutengsla landanna. [2]
- Arnór hóf skólagöngu sína í Barnaskólanum á Ísafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og fékk árið eftir styrk til háskólanáms í Moskvu. Þaðan lauk hann MA-prófi í heimspeki og sálfræði 1959. Hann dvaldi við framhaldsnám í háskólunum í Kraká og Varsjá í Póllandi 1959-1960; hann hlaut síðar löggildingu sem skjalaþýðandi og dómtúlkur í pólsku og rússnesku. Heimkominn starfaði hann m.a. við blaðamennsku, ritstjórn og kennslu, var forstöðumaður Listasafns ASÍ 1962-63, sálfræðingur á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1963-1967 og forstöðumaður Tjaldanesheimilisins 1968-69.
-
Andlitsmyndir Arnór Kjartan Hannibalsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.