Athugasemdir


Leitarniðurstöður: 251 til 300 af 12,356

      «Fyrri «1 ... 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ... 248» Næsta»

 #   Athugasemdir   Tengist 
251 Beinteinn var með glæsilegri mönnum á yngri árum og þótti nýtur bóndi. Hann var hreppsnefndarmaður í Skorradal í nokkur ár. Var mikill fjárræktarmaður. Einarsson, Beinteinn (I10476)
 
252 Benedikt Jónsson fæddist á Þverá í Laxárdal 28. janúar 1846. Hann var sonur Jóns Jóakimssonar, hreppstjóra á Þverá, og Herdísar Ásmundsdóttur, bónda á Stóruvöllum Davíðssonar. Eiginkona Benedikts var Guðný, dóttir Halldórs Jónssonar á Geitafelli í Aðaldælahr. en hún var fædd 8. nóvember 1845.

Meðal barna Benedikts og Guðnýjar voru Hildur, húsfreyja á Auðnum og Unnur skáldkona (Hulda).

Benedikt bjó á Auðnum, var hreppstjóri og sýslunefndarmaður, einn stofnenda Kaupfélags Þingeyinga og helsti skipuleggjandi þess. Hann var óskólagenginn en þó einn virtasti menningarfrömuður Þingeyinga. Halldór Laxness kallaði hann „föður Þingeyinga“... „af því að hann er faðir þingeyskrar alþýðumenningar“.

Benedikt safnaði þjóðlögum, skrifaði mikið um samvinnumál og kaupfélögin, var stofnandi félagsins Ófeigur í Skörðum og Bókasafns Suður-Þingeyinga. Hann flutti til Húsavíkur um aldamótin, var þar bókavörður og veðurathugunarmaður og var kjörinn heiðursfélagi Húsavíkur.

Sveinn Skorri Höskuldsson skrifaði ævisögu Benedikts sem kom út 1993. Benedikt lést 1. febrúar 1939 á Húsavík. Í prestsþjónustubókinni þar sem andlát hans er skráð er skrifað við nafn hans "The grand, old man".

Benedikt og Guðný hvíla í Húsavíkurkirkjugarði. 
Jónsson, Benedikt (I20441)
 
253 Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson fæddist í Hafnarfirði þann 19. október 1910.

Benjamín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932, stundaði nám í Berlín, Stokkhólmi, Uppsölum og Moskvu 1932-1938 og lauk fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla í hagfræði, tölfræði og slavneskum málum og bókmenntum 1938, lagði stund á MA-nám í hagfræði og stjórnmálafræði í Minneapolis í Bandaríkjunum 1942-1944 og tók doktorspróf í hagfræði við Harvard-háskóla 1946; leiðbeinandi hans var Joseph A. Schumpeter, prófessor.

Benjamín stundaði verkamannavinnu og sjómennsku á unglingsárum, var starfsmaður Landssambands íslenskra stéttarfélaga 1938-1939, túlkur hjá breska setuliðinu 1940, aðstoðarkennari við háskólann í Seattle meðfram námi 1943, starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington 1946-1951, en í leyfi þaðan 1949 er hann vann að álitsgerð um hagmál fyrir ríkisstjórn Íslands, ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum 1951-1953, bankastjóri Framkvæmdabankans 1953-1965 og samdi m.a. við erlendar fjármálastofnanir um lántökur til rafvirkjana, áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju o.fl. framkvæmda. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður bankamálanefndar 1951-1956, húsnæðismálanefndar 1954-1955, nefndar til endurskoðunar laga um Háskóla Íslands og nefndar um Skálholtssöfnun 1965.

Dr. Benjamín skrifaði fjölda greina um þjóðmál, auk ritgerða og bóka, bæði á ensku og íslensku, m.a. Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum (1938), Outline of an Economic Theory (1954), The Concept and Nature of Money (1962), Um Vatnsdælasögu (1964), Ég er (1983), Rit 1938-1965 (1990), Hér og nú (1991), Nýtt og gamalt (1998). Ævisaga hans, Benjamín H.J. Eiríksson í stormum sinna tíða, kom út árið 1996.

Benjamín lést 23. júlí 2000 og hvílir í Hafnarfjarðarkirkjugarði við hlið konu sinnar. 
Eiríksson, Dr. Benjamín Hafsteinn Jón (I9459)
 
254 Benóný Friðriksson fæddist í Gröf í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Benónýsson formaður og dýralæknir frá Núpi undir Eyjafjöllum og kona hans Oddný Benediktsdóttir frá Syðstu-Grund í sömu sveit. Þau áttu 20 börn og var Binni eitt af 12 þeirra sem náðu fullorðinsaldri.

Binni ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í Gröf, en við húsnafnið Gröf var hann kenndur til æviloka og nefndur Binni í Gröf. Binni varð snemma mikill fyrir sér. Alveg frá upphafi beindist hugur Binna að sjónum og innan við fermingu var hann farinn að róa. Það var á smáferju hjá Jakobi Tranberg og kom þá fljótt í ljós hjá honum framúrskarandi áhugi og fisksæld á handfærakrókinn. Þegar hann var fimmtán ára byrjaði hann formennsku að sumri til á sexæring, ásamt þremur vinum sínum. Fiskuðu félagarnir vel undir styrkri stjórn Binna og þarna komu strax í ljós afburða skipstjórnarhæfileikar hans, sem seinna gerðu hann að landsfrægum aflaskipstjóra sem varð alla tíð jafnvígur á öll veiðarfæri sem hann notaði til veiða.

Síðan var Binni með marga báta. Fyrsti vélbáturinn sem hann var með hét Friðþjófur Nansen, en hann var í eigu föður hans og fleiri. Síðan tók Gulla við, Newcastle, Gulltoppur, Sjöstjarnan, Sævar og Andvari, svo nokkrir séu nefndir, en árið 1954 tók hann við þeim bát sem hann var með til dauðadags, Gullborg RE 38 sem hann keypti ásamt Einari Sigurðssyni frá Heiði. Gullborgin varð hin mesta happafleyta fyrir Binna, en hann varð fyrst aflakóngur árið 1954 á henni og svo næstu sex vertíðir í röð eftir það. Alls varð hann aflakóngur Vestmannaeyja sjö sinnum og mörgum sinnum var hann líka hæstur yfir allt landið. Á þessum árum fylgdist öll þjóðin með tíðum fréttum af aflabrögðum og aflaklóm.

Binni var afburðasjómaður og einhver mesta aflakló sem fiskað hefur frá Vestmannaeyjum. Hann þekkti botninn í kringum Eyjar eins og lófann á sér. Hann þótti góður skipstjórnarmaður en var kröfuharður við sjálfan sig og skipshöfn sína, enda hafði hann ávallt á að skipa samhentri og harðduglegri skipshöfn. Þegar Ási í Bæ, annar landsþekktur Eyjamaður, tók að sér að skrifa bókakafla um Binna í bókinni Aflamenn, spurði hann Binna m.a. um mannskapinn. Binni svaraði þannig: ,,Ágætur mannskapur. ekki neinir kraftakarlar en liðlegir strákar, samhentir, og góður andi um borð. Það er andinn um borð sem er svo mikils virði. Ég hef alltaf haft góðan mannskap, stundum afbragðs lið. Það er ekki hægt að fiska nema með góðum mannskap."

Binni þótti lipur knattspyrnumaður á sínum yngri árum, var einn stofnenda Týs, afburðafimleikamaður og hafði mikinn áhuga á lundaveiðum. Hann var orðheppinn og áhugamaður um kveðskap, kunni ógrynni af lausavísum og kvaðst gjarnan á við félagana. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín.

Binni kvæntist Katrínu Sigurðardóttur frá Þinghól í Hvolshreppi. Þau eignuðust 8 börn saman.

Í byrjun maí 1972 var Binni á leið í bátinn sinn í Vestmannaeyjahöfn, er hann féll af bryggjunni. Binni féll í V á leið í bátinn sinn og lést rúmri viku síðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 12. maí 1972. Útför hans var gerð frá Landakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Vottuðu bæjarbúar og sjómenn í Vestmannaeyjum hinum látna margháttaða virðingu sína. Allir bátar voru í höfn og var flaggað í hálfa stöng á flotanum. Úr kirkju báru kistuna skipshöfnin á Gullborgu en síðan báru í kirkjugarð eldri félagar Benónýs úr röðum skipstjóra. Frá kirkjudyrum stóðu félagar úr Verðandi heiðursvörð.

Binni í Gröf hvílir í Vestmannaeyjakirkjugarði við hlið Katrínar konu hans. 
Friðriksson, Benóný (I16413)
 
255 Bent missti föður sinn þegar hann var á fimmta ári. Ekki er ljóst hvar hann hafi alist upp eftir það, en árið 1845 var hann vinnupiltur í Elliðaey. Síðan mun hann hafa verið á Skarðsströnd, lengst vinnumaður hjá séra Friðriki Eggerz, og var hjá honum í Hvalgröfum þegar þau Guðný giftust, þau voru komin í vinnumennsku í Akureyjar á Gilsfirði árið 1852 hjá séra Friðriki, og þaðan komu þau til Flateyjar árið 1861. Bent keypti sér borgarabréf, og setti á stofn verslun í Flatey, sem hann rak til dauðadags, fyrst einn, en síðustu árin með Jóni Guðmundssyni, sem hann hafði tekið í félag með sér. Bent var dugandi maður, og drengur góður, sem fór vel með verslun sína, en auðgaðist þó. Hann fór sjálfur með vörur sínar til útlanda, og keypti og seldi þar sjálfur. Hann drukknaði á heimleið úr einni slíkri ferð haustið 1873. Hann hafði tekið sér ferð með skipi því, er Agnes hét, og koma átti til Þingeyrar i Dýrafirði. Ætluðu menn að skipið færist fyrir mynni Breiðafjarðar, því erlendir farmenn þóttust hafa kennt það fyrir sunnan Snæfellsnes, en um sama leyti rak á ofsaveður að vestan. Ekkert rak þó úr skipi þessu, svo að þekkja mætti. Mikill skaði þótti að fráfalli Bents. Hann var fríður sýnum, mikill að vallarsýn, og hraustmenni, stilltur og prúður hversdagslega en reiddist illa ef í hann fauk. Eftir lát hans tók Jón Guðmundsson einn við verslunarrekstrinum, en nokkurn hlut átti Guðný, ekkja Bents í versluninni í mörg ár. Jónsson, Bent (I2330)
 
256 Bergljót bjó fyrstu árin með foreldrum sínum á Látrum í Aðalvík en fjölskyldan flutti til Húsavíkur 1939, þar sem Bergljót gekk í barnaskóla og síðan gagnfræðaskóla, þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Að loknu námi í Húsmæðraskólanum á Laugum lá leið hennar til Svíþjóðar þar sem hún vann á sjúkrahúsi og gætti barna. Hún náði góðum tökum á sænsku sem nýttist henni alla ævi.

Bergljót vann ýmis störf í Mývatnssveit, en lengst af var hún starfsmaður Pósts og síma. Bergljót tók alla tíð virkan þátt í félagsstarfi, starfaði með bæði kvenfélagi og slysavarnafélagi í Mývatnssveit og söng í kirkjukór Skútustaðakirkju. Í sveitinni bjuggu þau til 1983 er Sigfús lést en þá flutti Bergljót með yngri dæturnar tvær til Reykjavíkur og á þeim slóðum bjó hún til dauðadags. Í Reykjavík hóf hún fljótlega störf hjá Símanum þar sem hún vann út starfsævina.

Í Reykjavík söng hún meðal annars með Árnesingakórnum í Reykjavík og Kór eldri borgara í Reykjavík.

Síðustu árin bjó hún og naut umönnunar á Hrafnistu í Kópavogi. 
Sigurbjörnsdóttir, Bergljót Jórunn (I10053)
 
257 Bergþóra Árnadóttir fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1948. Bergþóra ólst upp við söng og hljóðfæraslátt í Hveragerði og byrjaði ung að semja lög við ljóð íslenskra skálda.

Fyrstu lög Bergþóru komu út á safnplötunni Hrifum 2 árið 1975. Tveimur árum síðar kom Eintak út, en það var hennar fyrsta sólaplata. Á árunum 1982 til 1987 kom síðan hver platan á eftir annarri: Bergmál, Afturhvarf, barnaplatan Ævintýri úr Nykurtjörn (sem var samstarfsverkefni með Geir Atle og Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni) og Það vorar (sem var samstarfsverkefni með fiðlusnillingnum Graham Smith).

Síðasta platan hennar, Í seinna lagi, kom út 1987 en sú plata varð fyrsta verkefni hérlendis til að vera tekið upp beint fyrir sjónvarp og útgáfu. Bergþóra sendi einnig frá sér kassettuna Skólaljóð, en henni var ætlað að hjálpa börnum að læra ljóð utanbókar með söng. Þá komu út eftir hana lög á fjölda safnplatna. Einnig vann hún um nokkurt skeið með hljómsveitinni Hálft í hvoru en hún var einn af stofnendum hennar.

Milli þess sem Bergþóra sendi frá sér plöturnar fór hún ófáar hringferðir um landið og spilaði m.a. fyrir verkafólk, á elliheimilum og á sjúkrahúsum. Þá fékk hún til liðs við sig marga af færustu hljóðfæraleikurum landsins til tónleikahalds um landsbyggðina. Bergþóra var einn af upphafsmönnum Vísnavina. Þá átti hún frumkvæði að því að fara á Litla-Hraun og spila fyrir fangana þar og tók gjarnan með sér aðra tónlistarmenn, m.a. Bubba Morthens.

Bergþóra og þáverandi eiginmaður hennar Þorvaldur Ingi gáfu út flestar plötur Bergþóru á tímabilinu 1982 til 1987 og hét útgáfa þeirra Þor. Þau aðstoðuðu við útgáfu á hljómplötum eftir aðra. Má þar nefna Rimlarokk með hljómsveit sem stofnuð var af föngum á Litla-Hrauni og Sokkabandsárin með Ásthildi Cesil Þórðardóttur. Bergþóru verður minnst sem mikils friðarsinna, baráttukonu fyrir kvenfrelsi, náttúruvernd og herlausu landi.

Bergþóra fluttist til Danmerkur árið 1988 eftir skilnað hennar og Þorvaldar. Hún hafði unnið mikið með vísnavinum á Norðurlöndum og átti betur tök á að halda því starfi áfram á meginlandinu. Hún varð fyrir alvarlegu umferðarslysi árið 1993. Hún varð að snúa sér að öðrum viðfangsefnum en að helga líf sitt tónlistargyðjunni en hún náði sér aldrei að fullu eftir þau örkuml sem hún hlaut við slysið. Lög og ljóð hélt hún engu að síður áfram að semja en því miður tók hún ekki upp nema örfá lög eftir slysið. Hún hélt áfram að flytja inn og hvetja tónlistarmenn frá Norðurlöndum til að koma til Íslands og ber þar helst að nefna Kim Larsen. Lög Bergþóru má einnig finna á hljómplötum vísnasöngvara frá Norðurlöndum.

Þegar Bergþóra varð fimmtug tóku velunnarar, vinir og fyrrverandi samstarfsmenn sig saman og gáfu út safnplötuna Lífsbókina.

Í júlí 2005 greindist Bergþóra með krabbamein sem varð hennar banamein. Bergþóra lést á sjúkrahúsinu í Álaborg í Danmörku 8. mars 2007. Hún hvílir í Kotstrandarkirkjugarði.

 
Árnadóttir, Bergþóra (I16467)
 
258 Berklasjúklingur á Heisluhælinu í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930. Heimili: Ásgerðarstaðir, Skriðuhr., Eyj. Umsjónarkona á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri. Guðmundsdóttir, Sigríður Jónína (I6320)
 
259 Berklasjúklingur á Heisluhælinu í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930. Heimili: Litlu-Laugar, Reykdælahr. Sigurjónsdóttir, Ingunn (I4680)
 
260 Beykir á Akureyri. Vinnumaður á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1890 og enn 1892. Húsmaður í Sandgerðisbót, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1901. Trésmiður á Akureyri 1930. Einarsson, Davíð (I5576)
 
261 Beykir í Flatey. Bóndi á Deildará (Múlasveit) 1842-1880, svo aftur í Flatey, sagður af þýskum ættum. Reisti myllu í Flatey. Moul, Jóhann Ludvig (I20492)
 
262 Bifreiðastjóri á Akureyri. Þorbjörnsson, Haukur Óli (I5581)
 
263 Bifreiðastjóri á Akureyri. Valdimarsson, Friðgeir Bjarnar (I5612)
 
264 Bifreiðastjóri á Akureyri. Björnsson, Kristbjörn (I5633)
 
265 Bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum. Jónsson, Jónas (I21234)
 
266 Bifreiðastjóri og bóndi á Fitjum í Köldukinn, S-Þing. Var á Granastöðum, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Ljósavatnshreppi. Sigurgeirsson, Páll (I6785)
 
267 Bifreiðastjóri, síðast bús. á Hvammstanga. Var að Króksstöðum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Guðmundsson, Þorsteinn Gunnar (I2902)
 
268 Bifreiðastjóri, síðast bús. í Reykjavík. Sveinsson, Arngrímur (I5251)
 
269 Bifreiðastjóri, síðast bús. í Reykjavík. Var í Hólsgerði, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Skúlason, Þorsteinn (I6727)
 
270 Bifreiðastjóri, síðast búsettur í Reykjavík. Steingrímsson, Guðmundur (I20691)
 
271 Bifreiðastjóri. Síðast búsettur í Kópavogi. Jónsson, Magnús (I21529)
 
272 Bifreiðastjóri. Vinnumaður á Akureyri 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Jónsson, Arnór Valgarður (I5700)
 
273 Bifvélavirki og tónlistarmaður í Hamraborg í Reykjadal. Þórarinsson, Illugi Arnbjörn (I4505)
 
274 Bifvélavirki, bóndi á Ófeigsstöðum í Köldukinn og flugvallastarfsmaður. Einarsson, Baldur Ófeigur "Kuggi" (I6730)
 
275 Bílstjóri á Breiðabóli, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Svalbarðsstrandarhreppi.  Benediktsson, Jónatan (I3518)
 
276 Bílstjóri á Jódísarstöðum, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Jódísarstöðum, ókvæntur og barnlaus. Kristjánsson, Ingólfur (I6091)
 
277 Bílstjóri á Staðarhóli, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Stóra-Hamri í Eyjafirði. Síðast bús. í Öngulsstaðahreppi. Skaftason, Eiríkur Kristinn (I6054)
 
278 Bílstjóri á Þverá, Bakkasókn, Eyj. 1930. Bóndi á Brúnastöðum á Þelamörk 1939-44. Jóhannesson, Stefán Jón (I3799)
 
279 Bílstjóri í Keflavík 1930. Síðar starfsmaður Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.
Heimildir: Þjóðskrá, Reykjaætt, N. MH/SR, Æv.Ak., Nt.ÞJ/ÓG, 1930, Mbl.2/3/2001 
Hjálmsson, Þorbjörn (I2786)
 
280 Bílstjóri og sjómaður á Dalvík. Verkamaður á Dalvík 1930.  Sigurjónsson, Friðrik Þorbergur (I3345)
 
281 Bílstjóri, bifreiðaeftirlitsmaður, ökukennari og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum. Síðast búsettur í Vestmannaeyjum. Friðriksson, Arnfinnur (I21185)
 
282 Birta var húsgagnasmiður og innanhússarkitekt, dóttir hjónanna Gerdu og Fröde Sörensen handelsgartner og lektor í Lyngby í Danmörku. Brow Sørensen Fróðadóttir, Birthe (I10711)
 
283 Bjargmaður úr Vestmannaeyjum og félagi í Hjálparsveit skáta þar.  Eggertsson, Kjartan (I9592)
 
284 Bjarni Einar Böðvarsson, f. 21. nóvember 1900, d. 21. nóvember 1955, var hljóðfæraleikari, hljómsveitarstjóri og stofnandi og fyrsti formaður FÍH.

Foreldrar Bjarna voru Böðvar Bjarnason, f. 18. apríl 1872, d. 11. mars 1953, prestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 1901-1941 og prófastur í V.-Ís., 1929 og 1938-41, og fyrri k.h. Ragnhildur Teitsdóttir, f. 14. júlí 1877, d. 30. júlí 1962, húsfreyja.

Kona Bjarna var Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 4. október 1903, d. 25. desember 1989, húsmóðir og ein fyrsta dægurlagasöngkona þjóðarinnar. Þau eignuðust þrjú börn: a) Ómar Örn, f. 16. desember 1932, d. 18. ágúst 1946; b) Ragnar, f. 22. september 1934, d. 25. febrúar 2020; og c) Dúnu, f. 11. júní 1936.

Bjarni fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð en fluttist ungur til Reykjavíkur. Fyrstu árin starfaði hann þar sem bifreiðastjóri en tók brátt að leggja stund á hljóðfæraleik á skemmtistöðum. Bjarni var meðal hinna fyrstu sem komu auga á nauðsyn þess að hljóðfæraleikarar stofnuðu sín eigin stéttarsamtök. Gerðist hann forgöngumaður um stofnun Félags íslenzkra hljóðfæraleikara 1932, varð fyrsti formaður þess og gegndi þeirri stöðu lengst af síðan, eða alls um 18 ára skeið.

Bjarni gerðist starfsmaður Ríkisútvarpsins snemma á starfsárum þess. Naut hann mikillar hylli hlustenda, og var „Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar“ góðkunn um land allt, bæði úr útvapinu og af ferðum sínum um landið. Fáir tónlistarþættir útvarpsins munu hafa átt almennari vinsældum að fagna en „Gamlar minningar“, sem Bjarni annaðist nokkur síðustu árin.

Bjarni sat í stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar um árabil. Í tómstundum sínum fékkst hann talsvert við tónsmíðar og liggja eftir hann allmörg dægurlög, auk laga alvarlegs efnis og hafa nokkur þeirra verið gefin út. 
Böðvarsson, Bjarni Einar (I19394)
 
285 Bjarni fluttist ungur til Reykjavíkur og stundaði sjómennsku fyrstu árin. Hann nam húsgagnasmíði við Iðnskólann og vann eftir það í mörg ár í Bátalóni við bátasmíði. Seinni árin vann hann sjálfstætt og smíðaði aðallega innréttingar. Andrésson, Bjarni Kristinn (I11111)
 
286 Bjarni fæddist og ólst upp í Garðshorni á Þelamörk.  Frímannsson, Bjarni (I4144)
 
287 Bjarni kom ungur til Vestmannaeyja á sjóróðra. Árið 1913 byrjaði Bjarni á Norrönu og var síðan formaður þar, Skarphéðinn 1914 og síðan með Hauk 1915-1918, Stakksárfoss 1920-1921. Bjarnason, Bjarni (I15858)
 
288 Bjarni lauk grunnskólaprófi frá Langholtsskóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund, stundaði síðan nám í tölvunarfræðum við HÍ. Hann starfaði lengst af hjá Vatnsveitu Reykjavíkur við ýmis störf með skóla og síðar sem kerfisfræðingur þar til hann flutti til Noregs fyrir sex árum. Í Noregi starfaði hann síðan sem kerfisfræðingur og ráðgjafi hjá Norsk Hydro til dauðadags.

Bjarni Þröstur var skáti frá barnæsku og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna. Einnig tók hann virkan þátt í stjórnmálum á vegum Alþýðubandalagsins um árabil. 
Lárusson, Bjarni Þröstur (I10694)
 
289 Bjarni ólst upp á Geysi í Haukadal. Foreldrar hans ráku íþróttaskólann í Haukadal í 43 ár. Faðir Bjarna var íþróttafrömuður og glímukappi, stundaði sauðfjárbúskap á jörðinni og nýtti skólahúsið fyrir ferðaþjónustu á sumrin.

Bjarni vann mest af starfsævi sinni sem bifreiðarstjóri og tónlistarmaður, ásamt því að hafa spilað með hljómsveitinni Tríó 72 gaf Bjarni út plöturnar Liðnar Stundir, Sólglit í Skýjunum og Horft til baka. 
Sigurðsson, Bjarni (I19065)
 
290 Bjarni ólst upp í Króki við hefðbundin sveitastörf. Hann naut farskólakennslu sveitarinnar og fór ungur til eins vetrar náms í Íþróttaskólanum í Haukadal. Bjarni stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1943-1945 og lauk þaðan búfræðiprófi. Hann lauk kennaraprófi frá Kennarskólanum árið 1950. Bjarni var kennari við Barnaskóla Tálknafjarðar 1947-1948 og Barnaskólann á Sauðárkróki 1961-1963. Hann var skólastjóri Barnaskóla Vestur-Landeyja í Rangárvallasýslu 1963-1986. Halldórsson, Bjarni (I19762)
 
291 Bjarni ólst upp í Víðigerði í Mosfellsdal. Hann starfaði við ullariðnað frá 16 ára aldri. Indriðason, Bjarni (I10827)
 
292 Bjarni stundaði nám í sinni sveit og síðar á Reykjum í Hrútafirði. Slíkt nám var þá ekki jafn sjálfsagt og nú er. Námsdvölin var honum enda ástfólgin og eftirminnileg alla ævi. Bjarni var bóndi á Mófellsstöðum, fyrst með móður sinni og síðar með systkinum sem fyrr greindi. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum. Hann átti sæti í hreppsnefnd Skorradalshrepps í röska fjóra áratugi og var formaður Ungmennafélagsins Íslendings um árabil. Hann stýrði sóknarnefnd Hvanneyrarkirkju í áratugi og söng jafnframt í kirkjukórnum.

Bjarni var minnugur, ættfróður og vel lesinn. Hann var virkur félagi í Lions og félagi í Karlakórnum Söngbræður frá stofnun hans og allt þar til hann varð að hætta söngstarfinu vegna heilsubrests. Hann var einn af stofnendum Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum og studdi á sínu félagssvæði örnefnasöfnun fyrir það félag. Bjarni var ókvæntur og barnlaus. 
Vilmundarson, Bjarni (I10313)
 
293 Bjarni var b. á Grund í Skorradal og hreppstjóri Skorradalshrepps sama tíma. Stöðvarstjóri landssímastöðvar á Grund frá upphafi til dd. Varamaður í sýslunefnd, formaður búnaðarfélags í sveit sinni. Jarðabótamaður mikill og fékk heiðursverlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX árið 1911 fyrir búnaðarframkv.

Var bókbindari og langan tíma bókavörður héraðsbókasafns Borgarfjarðarsýslu 
Pétursson, Bjarni (I10309)
 
294 Bjó á Bretlandi. Maki: John Mutch f.22.1.1953 Sigurðardóttir Mutch, Kristjana (I5337)
 
295 Bjó á Fremri-Brekku í Saurbæ 1781, þá hreppstjóri. Bóndi í Rauðseyum frá um 1784 til æviloka. Mikill búmaður, forsjár og reglumaður, skipasmiður og járnsmiður, sjófararmaður. Gerðist auðmaður. Sóttu bændur úr landssveitum nauðsynjavöru til hans á vetrum og guldu með búsafurðum á sumrum. Talið er, að hann hafi átt 14 jarðir, er hann lést. Var þó leiguliði í Rauðseyjum. Ólafsson, Einar (I20234)
 
296 Bjó á Grund eftir lát Péturs. Davíðsdóttir, Guðrún (I10253)
 
297 Bjó á Grund, Saurbæjarhreppi, Dal. Síðast búsett í Stykkishólmi. Stefánsdóttir, Ólafía (I20613)
 
298 Bjó á Hofi í Flateyjardal og Austarikrókum Húsmaður á Þúfu, Laufássókn, S.-Þing. 1890. Leigjandi á Skuggabjörgum, Laufássókn, S-Þing. 1910. Kom 1911 frá Skuggabjörgum að Garði, S-Þing. Ómagi á Þverá 1915. Árnason, Magnús (I4468)
 
299 Bjó á Höfðaströnd, Grunnavíkurhreppi. Húsfreyja á Eyri við Seyðisfjörð, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Kristjánsdóttir, Kristjana Hinrika (I21759)
 
300 Bjó á Indriðastöðum. Var í Reykjavík 1910. Lausakona á sama stað 1930. Björnsdóttir, Bóthildur (I5279)
 

      «Fyrri «1 ... 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ... 248» Næsta»


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.