Athugasemdir
Leitarniðurstöður: 2,301 til 2,350 af 12,356
# | Athugasemdir | Tengist |
---|---|---|
2301 | Hjá foreldrum í Þúfu 1882. Með þeim á Draflastöðum í Fnjóskadal um 1883-99. Vinnumaður á Draflastöðum, Draflastaðasókn, S-Þing. 1900 og 1901. Búfræðingur. Ókvæntur og barnlaus. Varð úti á Héðinsskörðum. | Sigurðsson, Ingimar (I4423)
|
2302 | Hjá foreldrum í Þúfu og Vestari-Krókumá Flateyjardalsheiði til 1860. Hjú í fyrstu og síðan húsfreyja á Kambsmýrum á Flateyjardalsheiði 1870-74. Húsfreyja í Heiðarhúsum þar á heiðinni 1874-77 og 1888-94. Annars í vistum og húsmennsku á Flateyjardal, í Fnjóskadal og víðar í S-Þing. fram um 1900. Var í Austari-Krókum, Draflastaðasókn, S-Þing. 1901. | Helgadóttir, Jóhanna (I4372)
|
2303 | Hjá foreldrum og síðan móður á Jódísarstöðum til um 1869. Með móður á Knútsstöðum, Aðaldal um 1870-98 og síðan í vist þar fram um 1901. | Oddsson, Guðni (I6818)
|
2304 | Hjá foreldrum og síðar móður og bróður á Vatnsleysu lengst af til 1859. Hjú á ýmsum bæjum í Fnjóskadal, Kinn og Bárðardal um 1860-64, 1868-71, 1875, 1881-84 og 1888-89. Skráð í sóknarmannatali 1877, hjákona bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Í húsmennsku í Fnjóskadal 1880 og 1885-87. Húskona í Vestarikrókum, Draflastaðasókn, S-Þing. 1880. Frá Hálsi í Fnjóskadal, stödd á Grímsstöðum, Víðihólssókn, N-Þing. 1890. | Jónsdóttir, Jóna (I7312)
|
2305 | Hjá föður í Litlu-Breiðuvík, Hólmasókn, S-Múl. 1855. Vinnukona á Sörlastöðum, Illugastaðasókn, S-Þing. 1860. Vinnukona á ýmsum bæjum í Fnjóskadal, Kinn og á Svalbarðsströnd, S-Þing. lengst af 1868-73, 1878-80, og um 1884-1900. Hjú á Víðivöllum, Draflastaðasókn, S-Þing. 1901. Sveitarómagi á Víðivöllum, Hálshreppi, S-Þing. 1920. | Baldvinsdóttir, Soffía (I4455)
|
2306 | Hjá Haraldi Brynjólfssyni hvílir dóttursonur hans Björn Björnsson. | Brynjólfsson, Haraldur (I20252)
|
2307 | Hjá móður sinni í Fagurlyst, Vestmannaeyjum 1910. Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, alþingismaður, ráðherra, og síðar framkvæmdastjóri í Reykjavík. Kaupmaður í Reykjavík 1945. | Jósefsson, Jóhann Þorkell (I21860)
|
2308 | Hjálmar var uppalinn á Bíldudal í stórum frændgarði móðurfólks síns en þrjú móðursystkin hans bjuggu þar á uppvaxtarárum hans ásamt mörgum börnum. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, lagði um hríð stund á vélsmíðar en réðst rúmlega tvítugur til starfa í Niðursuðuverksmiðju Gísla Jónssonar á Bíldudal og starfaði þar sem verkstjóri lengst af til ársins 1952 að hann og Páll bróðir hans settu á stofn saltfiskverkun á Bíldudal í Fiskiveri. Árið 1957 varð Hjálmar verkstjóri í Hraðfrystihúsi Bíldudals. Hann sótti ýmis gæðastjórnunarnámskeið og fékk fiskmatsréttindi. Hann réðst til Barðans í Kópavogi sem verkstjóri 1970 og fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið eftir. Hann varð eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1971 og sinnti matstörfum víða um land á vegum fyrirtækisins allt til starfsloka 1990. Hjálmar og Svandís byggðu eigið hús, Ásgarð á Bíldudal og fluttu inn í það fullbúið á brúðskaupsdegi sínum, stækkuðu síðar og bjuggu þar öll Bíldudalsárin. Í Reykjavík voru þau meðal frumbyggjanna í Efra-Breiðholti og bjuggu í Unufelli 31 frá 1972 þar til þau fluttu í Hvassaleiti 58 1994. Hjálmar starfaði mikið að félagsmálum á Bíldudal, var formaður Sjálfstæðisfélags Arnfirðinga og í kjördæmisráði, var formaður sóknarnefndar Bíldudalskirkju 1953-67 og atkvæðamaður að mörgu því sem til framfara mátti horfa þar vestra. | Ágústsson, Hjálmar (I11086)
|
2309 | Hjálmtýr Edward Hjálmtýsson fæddist á Sólvallagötu 33 í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lauk gagnfræðaprófi og hóf svo störf hjá Útvegsbanka Íslands 1947, þar sem hann starfaði alla sína starfsævi eða þar til Útvegsbankinn var lagður niður og sameinaður Íslandsbanka. Hjálmtýr stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz og Sigurði Birkis. Hann söng í ýmsum kórum, t.d. Þjóðleikhúskórnum, Lögreglukórnum og Pólýfónkórnum, bæði sem kórfélagi og einsöngvari. Einnig tók hann þátt í revíum og mörgum uppfærslum Þjóðleikhússins. Hann lék og söng í ýmsum íslenskum kvikmyndum eins og Bíódögum, Nýju lífi, Löggulífi, Dalalífi og Með allt á hreinu. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 12. september 2002 | Hjálmtýsson, Hjálmtýr Edward (I17706)
|
2310 | Hjálmtýr ólst upp í rafstöðinni í Bíldudal hjá foreldrum sínum ásamt fóstbróður sínum Valdimar og gengu þeir bræður til allra verka strax á unga aldri við rekstur stöðvarinnar og sýsl við búpening heimilisins. Þegar Hjálmtýr var á 18. aldursári hætti faðir hans sem rafstöðvarstjóri og fjölskyldan fluttist út á Bíldudal. Hjálmtýr vann þá ýmsa verkamannavinnu og var til sjós. Hann var um tíma í „Bretavinnunni“ í Reykjavík á stríðsárunum og við brúarvinnu víðs vegar um Vestfirði en hin síðari ár var hann fiskverkamaður á Bíldudal. Lengi vel hélt hann einnig fé á Bíldudal meðfram öðrum störfum, ræktaði matjurtir, reykti matvæli og fleira til heimilisins. Hjálmtýr hafði gaman af útivist, gekk á fjöll, og fékkst við handverk ýmiskonar og hafði mikinn áhuga á því alla ævi. | Hrómundsson, Hjálmtýr Adolf (I11209)
|
2311 | Hjalti var ókvæntur og barnlaus. Hann var bóndi í Ártúni öll sín búskaparár eða til ársins 1986. | Finnsson, Hjalti (I9793)
|
2312 | Hjördís ólst upp í Hrísey hjá foreldrum sínum og systkinum. Frá unga aldri stundaði hún ýmis störf tengd útgerð föður síns, m.a. við beitningu og formennsku. Hún fluttist 17 ára gömul til Ísafjarðar og hóf störf við Fjórðungssjúkrahúsið þar og á leikskóla. Hún kynntist Ólafi, sem síðar varð eiginmaður hennar, fljótlega eftir komu sína til Ísafjarðar. Ólafur starfaði sem sjómaður og rak útgerð ásamt Valdimar bróður sínum. Ólafur og Valdimar fórust með Gullfaxa 25. febrúar 1980. Rúmu ári eftir að Ólafur lést fluttist hún til Reykjavíkur ásamt Margréti dóttur sinni. Hjördís bjó lengst af í Álfheimum 26 í Reykjavík og starfaði á Landspítalanum við Hringbraut og á Hrafnistu í Reykjavík. | Óskarsdóttir, Guðrún Hjördís (I21618)
|
2313 | Hjörleifur Baldvin Björnsson kontrabassaleikari og kennari fæddist á Akureyri 28. júní 1937. Hjörleifur ólst upp í Helgamagrastræti 3 á Akureyri. Hann byrjaði mjög ungur að spila á gítar en fljótt varð bassinn hans hljóðfæri. Hann spilaði í hljómsveitum á Akureyri og Reykjavík, en þangað flutti hann 1956. Árið 1962 fór Hjörleifur ásamt konu og dóttur til Danmerkur og spilaði þar og fór í tónlistarnám en þau settust síðan að í Malmö og 1970 fluttust þau til Stokkhólms þar sem þau hafa búið síðan. Hann spilaði í mörgum dans- og djasshljómsveitum og kenndi í tónlistarskólanum Södra Latin í u.þ.b. 30 ár. Hjörleifur lést í Stokkhólmi 27. febrúar 2009 og hvílir hann við hlið konu sinnar í Reykholtskirkjugarði. | Björnsson, Hjörleifur Baldvin (I16290)
|
2314 | Hjú á Háa-Hamri, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. | Guðmundsdóttir, Rósa (I6239)
|
2315 | Hjú á Hlöðum, Glæsibæjarsókn, Eyj. 1901. Bóndi á Kvíabekk, Glæsibæjarhr., Eyj. Bóndi þar 1930. | Gunnarsson, Magnús (I4339)
|
2316 | Hjú á Holtastöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Fór til Vesturheims 1902 frá Holtastöðum, Engihlíðarhreppi, Hún. Vinnumaður á Hnausum í Þingeyrarsókn, Hún. 1905. Bóndi á Efra-Skúfi í Norðurárdal, Hún. | Ólafsson, Jón (I2751)
|
2317 | Hjú á Húsavík 1930. Fædd 27.4.1914 skv. kb. | Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Guðný (I5118)
|
2318 | Hjú á Jódísarstöðum, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Bjó um tíma á Jódísarstöðum í félagsbúi með systkinum sínum, ógift og barnlaus. Stundaði nám við tónlistarskólann í Reykjavík í 4 ár en var annars á Jódísarstöðum. | Kristjánsdóttir, Snjólaug (I6092)
|
2319 | Hjú á Jódísarstöðum, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Kenndi söng og orgelleik á Húsmæðraskólanum Hallormsstað, lengi organisti við Kaupangskirkju og Munkaþverárkirkju. Bjó á Jódísarstöðum. Ógift og barnlaus. | Kristjánsdóttir, Kristbjörg (I6103)
|
2320 | Hjú á Stóra-Hamri, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Stóra-Hamri um árabil. Síðast bús. í Eyjafjarðarsveit. | Bolladóttir, Bryndís (I6055)
|
2321 | Hjú í Bakka, Bakkasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Bessahlöðum í Öxnadal 1904-08 og Hraunshöfða í Öxnadal, Eyj. Húsfreyja á Hlíðarenda í Glerárþorpi, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. | Þórðardóttir, Þorbjörg Elína (I5511)
|
2322 | Hjú í Brekkugötu 19, Akureyri 1910. Húsfreyja í Miðsamtúni í Kræklingahlíð 1915-25. Verkakona í Glerárholti í Glerárþorpi, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri. | Jónasdóttir, Jófríður (I5540)
|
2323 | Hjú í Gæsum, Glæsibæjarsókn, Eyj. 1901. Húsfreyja í Hlöðum, Glæsibæjarsókn, Eyj. 1910. Var í Hlöðum, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Sandvík í Glerárbyggð við Akureyri. Niðjalaus. | Jósefsdóttir, Anna Kristín (I5729)
|
2324 | Hjú í Hvassafelli, Miklagarðssókn, Eyj. 1901. | Jóhannsdóttir, Hólmfríður (I4318)
|
2325 | Hjú í Hvítuhlíð, Óspakseyrarsókn, Strand. 1901. Vinnukona í Reykhólasveit. Ógift. Hjú á Hríshóli í Reykhólahreppi 1910. Vinnukona á Skerðingsstöðum, Reykhólasókn, A-Barð. 1930. | Ísleifsdóttir, Ingveldur Þórunn (I7061)
|
2326 | Hjú í Söndum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901. Var í Kollafossi, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. | Ólafsdóttir, Halldóra (I2910)
|
2327 | Hjú í Stóra-Hamri, Munkaþverársókn, Eyj. 1901. Var á Stóra-Hamri, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. | Jónasdóttir, Soffía Petrea (I6207)
|
2328 | Hjú í Stóru-Brekku, Holtshreppi, Skag. 1910. Flutti úr Fljótum í Skagafirði til Siglufjarðar 1916, og var á ferð í Skarðdal, þegar hún eignaðist Martein (Andreasen). Ráðskona í Bolungarvík 1930. Síðast búsett í Bolungarvík. | Guðmundsdóttir, Jónína (I22129)
|
2329 | Hjú í Stærri-Árskógi, Stærri-Árskógsókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Flateyri og Akureyri. | Jóhannesdóttir, Guðrún (I3214)
|
2330 | Hjúkrunarfræðingur á Akranesi og í Skotlandi. Ógift og barnlaus. | Bogadóttir, Sólborg Guðríður (I2321)
|
2331 | Hjúkrunarfræðingur á Akureyri. | Friðriksdóttir, Katrín Rósamunda (I5837)
|
2332 | Hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Hjúkrunarkona á Nýja Kleppi, Reykjavík 1930. | Svanlaugsdóttir, Jónasína Eva (I6255)
|
2333 | Hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Hjúkrunarnemi á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. | Guðmundsdóttir, Rósa (I3824)
|
2334 | Hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð, síðar skrifstofustarfsmaður á Akureyri. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. | Jónsson, Sigurður Heiðar (I4714)
|
2335 | Hjúkrunarfræðingur. Deildarstúlka á Nýja Kleppi, Reykjavík 1930. | Svanlaugsdóttir, Ragnheiður Friðrika (I6256)
|
2336 | Hjúkrunarfræðingur. Var á Akureyri 1930. | Svanlaugsdóttir, Helga (I6259)
|
2337 | Hjúkrunarkona á Sveðjustöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Vegamótum, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. | Albertsdóttir, Marta Björnlaug (I2968)
|
2338 | Hjúkrunarkona á Þórshöfn, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Húsfreyja á Völlum, Reykjadal, S-Þing. Síðast bús. í Reykdælahreppi. | Þorvaldsdóttir, Kristín (I4504)
|
2339 | Hjúkrunarkona í Hólmavík 1930. Verkakona í Reykjavík. | Björnsdóttir, Ragnheiður (I7100)
|
2340 | Hjúkrunarnemi á Heilsuhælinu í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930. Ljósmóðir. | Jónsdóttir, Guðrún (I4106)
|
2341 | Hlíf bjó öll sín búskaparár á Æsustöðum með eiginmanni sínum en síðustu æviárin bjó hún í húsnæði aldraðra í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. | Gunnlaugsdóttir, Hlíf (I10648)
|
2342 | Hlíf vann við sveitastörf heima en fór síðan til Reykjavíkur og vann við þjónustustörf, m.a. á Hótel Íslandi, einnig marga vetur við saumastörf, þar sem saumaður var kvenfatnaður, kápur og dragtir ofl. Ef einhvern vantaði aðstoð við saumaskap þá var leitað til Hlífar. Hún var ráðskona í sveit tvö sumur. Á fullorðinsárum fór hún að vinna við fiskvinnslustörf hjá Ísbirninum á Seltjarnarnesi, seinna vann hún hjá Vilkó þar til þeir fluttu á Blönduós. | Jónsdóttir, Hlíf Þórbjörg (I16928)
|
2343 | Hlín ólst upp í Haganesi. Eftir hefðbundið nám í sveitinni var hún einn vetur í Alþýðuskólanum á Laugum. Þaðan lá leiðin til Akureyrar í nám í kjólasaumi og svo til Reykjavíkur í frekara nám í saumaskap. Þar kynntist hún Rögnvaldi og árið 1939 hófu þau búskap á Akureyri. Þau bjuggu um skeið í Haganesi en frá 1949 á Akureyri, lengst af í Munkaþverárstræti 22. Nánast allan starfsaldur þeirra hjóna unnu þau saman við umsjón og rekstur almenningssalerna bæjarins, við rekstur Verslunarinnar Hlín og RR búðarinnar og síðast við húsvörslu og ræstingar hjá Akureyrarbæ. Hlín vann einnig á um tíma við saumaskap í Sambandsverksmiðjunum. Með vinnu utan heimilis tók Hlín alla tíð að sér að sníða föt og sauma heima fyrir fólk. Hlín var ákaflega vandvirk og virt sem saumakona, tók þátt í ýmsu félagsstarfi, hafði yndi af ljóðlist og tónlist. 2004 flutti Hlín á Dvalarheimilið Kjarnalund og í júlí 2008 á hjúkrunardeild Hlíðar. | Stefánsdóttir, Hlín (I9873)
|
2344 | Hóf búskap á Þverfelli 1891. Bóndi á Kjarlaksvöllum 1896-1905. Bjó svo tvö ár á Þverdal. Átti síðast heima í Belgsdal. Lék hlutverk í sjónleik, og þótti takast vel. | Jónsson, Lárus (I20617)
|
2345 | Hóf fyrst nám í silfur- og látúnssmíðum, en nam síðan skólalærdóm hjá Jóni guðfræðingi Þórarinssyni á Valþjófsstað og séra Guttormi Pálssyni í Vallanesi. Stúdentspróf Bessastöðum 1839. Stundaði veturna 1839–1841 kennslu í Reykjavík, en var sumarið 1840 fylgdarmaður J. O. Schythe, dansks náttúrufræðings. Settist síðan að í Vallanesi og stundaði kennslu. Fékk 1844 Desjarmýri, vígður 1845. Fékk Hallormsstað 1861, fluttist þangað 1862 og hélt til æviloka. Gegndi jafnframt Þingmúlaprestakalli frá 1869. Prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi 1863–1876. Kynntist lækningum hjá tengdaföður sínum, stundaði þær allmikið og fékk að lokum leyfi stjórnvalda til þess að stunda lækningar. Þjóðfundarmaður Norður-Múlasýslu 1851, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1869–1874. Sat ekki þing 1873. | Gunnarsson, Séra Sigurður (I20547)
|
2346 | Hólmfríður Benjamínsdóttir var fremur lágvaxin kona, og nokkuð feitlagin á efri árum. Hún ólst upp í foreldrahúsum, bjó með föður sínum eftir að móðir hennar dó, þar til hún giftist og hún hóf búskap sjálf. Hólmfríður var vel greind og fróð kona, bar gott skyn á skáldskap og átti létt með að kasta fram stöku ef svo bar undir. | Benjamínsdóttir, Hólmfríður (I20581)
|
2347 | Hólmfríður og Jón bjuggu fyrstu sex árin á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi. Vorið 1946 fluttu þau í Villingadal og bjuggu þar góðu búi. Eftir andlát Jóns lét Hólmfríður búið í hendur dætra sinna en var áfram í dalnum þar til hún flutti á Dvalarheimilið Hlíð í október síðastliðnum. Hólmfríður starfaði í kvenfélaginu Hjálpinni og var þar heiðursfélagi. | Fjölskylda: Jón Guðmundur Hjálmarsson / Sigurlína Hólmfríður Sigfúsdóttir (F2281)
|
2348 | Hólmfríður ólst upp á Draflastöðum og vandist snemma við margvísleg bústörf. Barnafræðslu naut hún í nokkrar vikur á vetri í 4 vetur, fyrst í farskóla sem var haldinn til skiptis á bæjunum í Sölvadal en síðasta veturinn í barnaskóla er var til húsa í þinghúsi hreppsins í Saurbæ. Veturinn 1939-40 var Hólmfríður í Húsmæðraskólanum á Laugalandi og minntist hún dvalarinnar þar ávallt með ánægju. Þar eignaðist hún góðar vinkonur og héldust þau vinatengsl æ síðan. | Sigfúsdóttir, Sigurlína Hólmfríður (I9706)
|
2349 | Hörður ólst upp í Keflavík. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1954, BA-prófi í dönsku, sögu og uppeldisfræði frá HÍ 1956, stundaði nám í kennslufræði, uppeldissálarfræði og dönsku við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1971-72 og sótti auk þess námskeið í þessum fögum hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Englandi. Hörður var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut 1956-58 og Hagaskóla 1958-74, var námstjóri í dönsku við skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytis 1972-82 og endurskoðandi námskrár fyrir grunnskóla 1982-84, annaðist endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara 1973-79, var deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlits ríkisins 1984-93 og framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, 1993-2001. Hörður sat í Stúdentaráði 1955-56, var formaður Félags róttækra stúdenta 1956-57, sat í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar 1958-60 og Félags háskólamenntaðra kennara 1968-71, var í fræðsluráði Reykjavíkur 1978-82 og fulltrúi Íslands í nefnd um norrænu grannmálaáætlunina 1976-77. Hörður var fyrsti formaður Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna 1983-89 og sat í stjórn Fjölís, samtaka rétthafa, 1986-2002. Hörður ritaði margt um mennta- og þjóðmál, þar á meðal þrjár bækur um þróun þjóðfélags og lífshátta: Umbúðaþjóðfélagið – uppgjör og afhjúpun, nýr framfaraskilningur, 1989, Þjóðráð. Haldbær þróun samfélags og lífshátta, 1999, og Að vera eða sýnast. Gagnrýnin hugsun á tímum sjónarspilsins, 2007. Hann samdi, einn eða í samstarfi við aðra, fjölda kennslubóka í dönsku og íslensku. Þá var hann höfundur bóka og fræðsluefnis um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. | Bergmann, Hörður (I19272)
|
2350 | Hrafn Sveinbjarnarson (1166? - 4. mars 1213) var íslenskur goðorðsmaður og læknir. Hann var af ætt Seldæla, sonur Sveinbjarnar Bárðarsonar á Eyri, sem einnig var þekktur fyrir læknislist sína, og konu hans Steinunnar Þórðardóttur. Hann fór með Dýrfirðingagoðorð. Hann bjó á Eyri við Arnarfjörð. Bærinn hefur síðar verið kenndur við hann og nefnist Hrafnseyri. Hrafn var annálaðasti læknir á Íslandi á þjóðveldisöld. Hann ferðaðist til Noregs og hélt þaðan til helgra staða á Englandi, færði heilögum Tómasi Becket í Kantaraborg rostungstennur, og fór síðan í suðurgöngu til Rómar, kom meðal annars við í Santiago de Compostela á Spáni, fór um Frakklandi og Ítalíu og hélt síðan aftur norður til Noregs. Hann hefur vafalaust kynnt sér lækningar á ferðum sínum og er talið að rekja megi lækningaaðferðir hans til Háskólans í Salernisborg (Salerno) á Ítalíu. Hrafn kom svo heim, kvæntist og tók við búi á Eyri og goðorði sínu. Hrafn var ákaflega gestrisinn og vinsæll og var sagt um búskap hans að „öllum mönnum var þar heimill matur, þeim er til sóttu og örenda sinna fóru, hvort sem þeir vildu setið hafa lengur eða skemur. Alla menn lét hann flytja yfir Arnarfjörð, þá er fara vildu. Hann átti og skip á Barðaströnd. Það höfðu allir þeir sem þurftu yfir Breiðafjörð. Og af slíkri rausn Hrafns var sem brú væri á hvárum tveggi firðinum fyrir hverjum, er fara vildi.“ Hann veitti líka öllum læknisþjónustu sem til hans leituðu og tók aldrei gjald fyrir. Hrafn átti í langvinnri deilu við Þorvald Snorrason Vatnsfirðing, sem lauk svo að eftir margar tilraunir náði Þorvaldur honum loks á vald sitt eftir að hafa brotist með menn sína yfir Glámu í illviðri og lét hálshöggva hann á Eyri. Frá Hrafni segir í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Kona Hrafns var Hallkatla Einarsdóttir. Þau áttu fjölda barna sem flest voru ung er faðir þeirra var drepinn. Elstu synirnir, Sveinbjörn (f. um 1200) og Krákur (f. 1203) hefndu föður síns er þeir brenndu Þorvald Vatnsfirðing inni 1228. Þeir börðust með Sturlu Sighvatssyni í Örlygsstaðabardaga og voru höggnir eftir bardagann. Ein systirin, Steinunn, var kona Odds Álasonar á Söndum, sem Órækja Snorrason drap, og móðir Hrafns Oddssonar. Önnur, Herdís, giftist Eyjólfi Kárssyni. | Sveinbjarnarson, Hrafn (I20076)
|
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.