Athugasemdir


Leitarniðurstöður: 2,151 til 2,200 af 12,356

      «Fyrri «1 ... 40 41 42 43 44 45 46 47 48 ... 248» Næsta»

 #   Athugasemdir   Tengist 
2151 Gunnlaugur Þorvaldur Stefánsson var prestur í Nesþingum 1861-1867, og bjó á Sveinsstöðum, Neshreppi utan Ennis, Snæf., ásamt fyrri konu sinni Valborgu Elísabetu Sveinbjarnardóttur. Það vantar í kirkjubók hluta úr árinu 1865, þegar Ólafur fæddist. Þorvaldsson, Ólafur (I19788)
 
2152 Gústaf Adólf Runólfsson fæddist á Seyðisfirði 26. maí 1922, en fluttist til Vestmannaeyja barn að aldri. Gústaf stundaði alla almenna vinnu, var verkamaður og sjómaður, einnig bílstjóri um skeið og svo vélstjóri, bæði á sjó og í landi. Var hann talinn góður vélstjóri.

 
Runólfsson, Gústaf Adólf (I16621)
 
2153 Guðbjartur ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar stærstan hluta ævi sinnar. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla 1961 og sveinsprófi í prentun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1969 og starfaði við þá iðn til ársins 2000. Mestan hluta starfsævinnar stundaði hann eigin atvinnurekstur. Árið 2000 hóf hann störf á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Guðbjartur tók virkan þátt í félagsstarfi knattspyrnufélagsins Hauka. Hann var einn af stofnendum Billjardsambands Íslands og formaður félagsins fyrstu starfsár þess. Guðbjartur var einnig virkur í félagsstarfi golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði í áraraðir. Síðari árin var stangveiði hans helsta áhugamál. Ásgeirsson Jónsson, Guðbjartur (I18645)
 
2154 Guðbjörg flutti frá Svínhaga 1952 til Minni-Valla í Landsveit ásamt bræðrum sínum Óskari, Ásgeiri og móður sinni, Jóhönnu Katrínu. Þar var hún húsfreyja til ársins 2003 er systkinin brugðu búi og fluttu á Hellu. Auðunsdóttir, Guðbjörg (I8756)
 
2155 Guðbjörg Jóna ólst upp í Naustvík og byrjaði ung að taka þátt í öllum almennum sveitastörfum. Hún stundaði hefðbundið barnaskólanám þess tíma við barnaskólann á Finnbogastöðum og var einn vetur í gagnfræðaskólanum í Hveragerði. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmiskonar störf.

Árið 1960 gerðist hún ráðskona á símstöðinni í Brú í Hrútafirði. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Skúla
Helgasyni. Þau hófu búskap í Kópavogi 1962 en settust svo að í Guðlaugsvík haustið 1963. Þar bjuggu þau samfellt þar til hún lést, en voru með annan fótinn í Reykjavík síðastliðið ár. 
Guðmundsdóttir, Guðbjörg Jóna (I9608)
 
2156 Guðbjörg og Sigurjón hófu búskap í Reykjavík og bjuggu þar til ársins 1970 er þau fluttu til Eyrarbakka þar sem Sigurjón starfaði við fangavörslu til dauðadags. Húsmóðurstarfið varð vettvangur Guðbjargar.  Fjölskylda: Sigurjón Bjarnason / Guðbjörg Eiríksdóttir (F5462)
 
2157 Guðbjörg ólst upp í Keflavík. Fljótlega eftir að þau hjón hófu búskap byggðu þau sér einbýlishús á Háteigi 5 þar í bæ, þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Hún byrjaði unglingur að vinna sem verslunarmaður í Sölvabúð, síðan vann hún í fiskvinnslu hjá Saltveri hf. í 12 ár og eftir það vann hún sem verslunarmaður hjá Kaupfélagi Suðurnesja, þar af í Samkaupum í Njarðvík frá opnun þeirrar verslunar til starfsloka. Hún var lengi starfandi félagi í Kvennaklúbbi Karlakórs Keflavíkur. Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Ragna (I7835)
 
2158 Guðbjörg Sigfríður Jónsdóttir fæddist að Broddanesi í Fellshrepp, Strandasýslu 11. október 1871. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Björnsdóttir og Jón Magnússon er bjuggu á Broddanesi um rúmlega hálfrar aldar skeið og var Guðbjörg yngst barna þeirra.

Guðbjörg átti alla sína ævi heima á Broddanesi og dvaldi þar óslitið nema sem unglingur einn sumartíma hjá séra Birni bróður sínum, sem þá var prestur að Bergsstöðum í Svartárdal, síðar að Miklabæ í Blönduhlíð. Svo var hún einn vetur hjá hinni merku og miklhæfu konu Elínu Briem, sem hún minntist jafna með virðingu og þakklæti.

Guðbjörg var strax mjög bókhneigð og hafði hún oft góðan tíma í bernsku til bókalestrar. Bókakostur var allgóður á Broddanesi að þeirra tíma hætti. Bókasafn gott í sveitinni og menningaráhugi mikill í Kollafirði á þeim árum. Er síst að undra þó góðir kynkvistir spretti upp og þroskist í slíkum jarðvegi. Hún hafði snemma gaman af því að skrifa, en litlu mun hún hafa haldið til haga af því sem hún skrifaði á fyrri árum.

Guðbjörg á Broddanesi er kunnust fyrir ritstörf sín, sem einkum komu í ljós á seinni árum hennar. Hún er þekkt fyrir þjóðlífslýsingar frá 19. öld í bókunum Gamlar glæður, Minningar og Við sólarlag en þá síðastnefndu las hún fyrir eftir að hún varð blind. Einnig birtust ljóð og greinar eftir hana í Kirkjuritinu.

Guðbjörg lést 30. desember 1952 og hvílir hún í Fellskirkjugarði í Fellshrepp, Strandasýslu. 
Jónsdóttir, Guðbjörg Sigfríður (I16543)
 
2159 Guðfinna bjó áfram á Mófellsstöðum til dd. (eftir lát Vilmundar). Sigurðardóttir, Guðfinna (I10375)
 
2160 Guðjón Friðriksson datt út af mótorbátnum Hörpunni ásamt öðrum manni. Friðriksson, Guðjón (I18972)
 
2161 Guðjón ólst upp í Svínhaga í Rangárvallahreppi. Hann vann í æsku við bústörf og fór á sjó í vetrarvertíðum uns hann fluttist til Reykjavíkur. Hann vann fyrst almenna verkamannavinnu í Reykjavík og var sjómaður á togurum. Guðjón réðst síðan í byggingarvinnu og vann við smíðar allt þar til hann fluttist á Dvalarheimilið Lund. Auðunsson, Guðjón Ólafur (I8747)
 
2162 Guðjón Samúelsson fæddist á Hunkubökkum á Síðu 16. apríl 1887. Hann fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum á Eyrarbakka og aldamótaárið til Reykjavíkur. Faðir hans, Samúel Jónsson, var góður trésmiður og sonurinn fékk því snemma áhuga á húsagerð.

Það varð úr að Guðjón nam teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni, hinum oddhaga, í Reykjavík og tungumál lærði hann hjá Þorsteini Erlingssyni þjóðskáldi. Þetta nám kom Guðjóni vel þegar hann fór til Kaupmannahafnar árið 1908 til þess að sækja þar frekara nám í húsagerðarlistinni. Árið 1915 snéri Guðjón heim til Íslands og fyrsta húsið sem hann var fenginn til að teikna var hið fræga hús Nathans & Olsen á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Um þetta leyti lést þáverandi byggingafræðingur landsstjórnarinnar, Rögnvaldur Ólafsson, og fór Jón Magnússon, forsætisráðherra þess á leit við Guðjón að hann tæki að sér starf húsameistara ríkisins. Guðjóni leist vel á þetta boð, fór á ný til Kaupmannahafnar og lauk þar námi og tók síðan við þessu nýja starfi 20. apríl 1920.

Á þeim 30 árum sem Guðjón starfaði sem húsameistari ríkisins teiknaði hann og aðstoðarmenn hans ótrúlegan fjölda húsa. Af húsum í Reykjavík sem húsameistari teiknaði má nefna: Hæstarétt, Hótel Borg, Sundhöll Reykjavíkur, Laugarneskirkju, Kleppsspítala, Háskóla Íslands, Hallgrímskirkju, Þjóðleikhúsið, Landsspítalann, Landsbankann, Landsímahúsið, Landakotskirkju og Arnarhvol.

Á Akureyri má nefna: Akureyrarkirkju, Sundlaug Akureyrar, Húsmæðraskólann, Landsbanka Íslands, Fjórðungssjúkrahúsið, Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar.

Guðjón lést 25. apríl 1950 og hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu. 
Samúelsson, Guðjón (I16085)
 
2163 Guðjón var maður þéttur á velli og þéttur í lund, óáleitinn og friðsamur. Jónsson, Guðjón (I10548)
 
2164 Guðlaug fæddist fáum vikum áður en foreldrar hennar fluttu í Syðri-Bægisá í Öxnadal. Þeir voru Snorri Þórðarson og Þórlaug Þorfinnsdóttir. Þau hófu búskap á Syðri-Bægisá 1914 og bjuggu þar til 1943 þegar synir þeirra tóku við búinu.

Guðlaug starfaði sem saumakona á Akureyri og í Reykjavík. 
Snorradóttir, Guðlaug (I4161)
 
2165 Guðlaug ólst upp á Höllustöðum í Reykhólasveit fyrstu ár ævinnar en fjölskyldan flutti í Skáleyjar í Breiðafirði þegar hún var 11 ára. Guðlaug bar sterkan og hlýjan hug til Breiðafjarðareyja eftir að hafa alist þar upp í þröngu samfélagi sem einkenndist af samheldni og dugnaði. Þar mynduðust líka sterk vináttubönd sem entust út ævina.

Guðlaug fór ung kona til starfa í Reykjavík bæði sem heimilishjálp og við ýmis störf. Síðar lauk hún námi frá Kvennaskólanum á Blönduósi. Þau Grímur bjuggu á Tindum frá 1963 allt þar til Hörður sonur þeirra tók við búi 1989. Um þriggja áratuga skeið starfaði Guðlaug jafnframt hjá Pósti og síma og síðar Íslandspósti bæði sem talsímavörður en lengst af sem stöðvarstjóri í Króksfjarðarnesi. Um nokkurra ára skeið bjuggu þau Grímur í íbúð stöðvarstjóra þar. Þegar leið að starfslokum fluttu þau svo aftur í Tinda í hús sem þau höfðu komið upp og bjuggu sér þar notalegt heimili. Eftir að Grímur féll frá 2001 bjó Guðlaug ein. Henni féll aldrei verk úr hendi og einkenndist allt hennar líf af dugnaði og jákvæðni. Guðlaug flutti á dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum 2017. 
Guðmundsdóttir, Guðlaug Halldóra (I20117)
 
2166 Guðlaugur Gíslason fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi 1. ágúst 1908, sonur hjónanna Gísla Geirmundssonar útvegsbónda og Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur og fluttist með þeim til Vestmannaeyja 5 ára gamall.

Guðlaugur lauk prófi frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1931. Hann var kaupmaður í Vestmannaeyjum 1932-1934 og frá 1948-1954. Guðlaugur var bæjargjaldkeri í Eyjum frá 1934-1937, hafnargjaldkeri 1937-1938 og kaupfélagsstjóri Neytendafélags Vestmannaeyja frá 1938-1942. Hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1954-1966.

Guðlaugur var virkur í íþróttalífi Vestmannaeyja og starfaði meðal annars í stjórn íþróttafélagsins Þórs, þar sem hann var heiðursfélagi. Þá var hann einn af stofnendum Golfklúbbs Vestmannaeyja og stundaði þá íþrótt meðan heilsa leyfði.

Guðlaugur var kjörinn til setu á Alþingi sem þingmaður Vestmannaeyja árið 1959 og sat síðan á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem þingmaður Sunnlendinga til 1978. Meðal annarra trúnaðarstarfa hans má nefna setu í stjórn Viðlagasjóðs frá 1973 og setu í bankaráði Útvegsbanka Íslands um árabil. Þá var hann vararæðismaður Svíþjóðar um áratugaskeið. Þá gegndi han ýmsum störfum fyrir samtök Sjálfstæðismanna.

Guðlaugur Gíslason lést 6. mars 1992 og hvílir í Vestmannaeyjakirkjugarði við hlið konu sinnar Sigurlaugar Jónsdóttur. 
Gíslason, Guðlaugur (I15957)
 
2167 Guðmunda bjó mestan hluta ævi sinnar í Hafnarfirði. Lengst af starfaði hún við verslunarstörf hjá Magnúsi Guðlaugssyni úrsmið. Guðbjartsdóttir, Guðmunda Gíslína Elka (I18637)
 
2168 Guðmunda vann ýmis störf en lengst af var hún hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Einnig starfaði hún á Kiðafelli í Kjós í nokkur ár. Ottósdóttir, Guðmunda Jakobína (I21827)
 
2169 Guðmundur fékk hefðbundna barnafræðslu þeirra tíma og fór einnig einn vetur á Héraðsskólann á Laugarvatni. Brynjólfsson, Guðmundur (I10870)
 
2170 Guðmundur Jón Guðjónsson var næstelstur í 12 barna hópi hjónanna Elínborgar Guðmundsdóttur og Guðjóns Þorgeirssonar á Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði. Guðjón var mikill sjósóknari, fengsæll og farsæll. Guðmundur Jón var hvers manns hugljúfi, stóri bróðirinn í hópnum, elskaður af öllum. Mamma, systir hans, Elínborg Guðjónsdóttir, var 6 ára þegar Valtýr fórst. Hún sagðist aldrei geta gleymt kveðjustundinni heima á Arnarnúpi þegar allir stóðu úti á hlaði og kvöddu Guðmund Jón er hann fór að heiman. Hann lét þá þau orð falla að hann myndi ekki sjá fólkið sitt aftur.“ Guðmundur Jón fórst með Valtý.
(Kristín Jónsdóttir frá Vésteinsholti í Haukadal) 
Guðjónsson, Guðmundur Jón (I12579)
 
2171 Guðmundur lærði rafvirkjun og vann við það starf í mörg ár, um tíma á millilandaskipinu Tröllafossi. Hann lærði síðar offsetljósmyndun og rak, ásamt bróður sínum Sigurbirni, Prentmyndagerð Hafnarfjarðar í fjölda ára eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Guðmundur byggði ásamt móður sinni og systkinum húsið á Selvogsgötu 1 í Hafnarfirði. Eftir lát móður sinnar hélt Guðmundur heimili með systrum sínum Helgu og Herdísi. Síðar reisti Guðmundur hús á Ölduslóð 28 í Hafnarfirði ásamt Sigurbirni bróður sínum og bjó á þriðju hæð hússins ásamt systrum sínum meðan þær lifðu.

Guðmundur söng um tíma með karlakórnum Þröstum eins og fleiri bræður hans og síðar bræðrasynir. Hann var einn af upphafsmönnum Hauka í Hafnarfirði og starfaði mikið með því liði á yngri árum og var alla tíð einlægur stuðningsmaður Hauka. 
Þórðarson, Guðmundur Hafsteinn (I21437)
 
2172 Guðmundur og Hanna hófu búskap á Kolbeinsá árið 1937 og bjuggu þar í sjö ár. Fluttu þá að Stóru-Hvalsá og bjuggu þar í u.þ.b. tvö ár. Keyptu eftir það hálfa jörðina Kolbeinsá og stunduðu búskap þar til ársins 1999, er þau fluttu á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga.  Fjölskylda: Guðmundur Sigfússon / Hanna Guðný Hannesdóttir (F2239)
 
2173 Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bjarmalandi þar til á öðru ári, en þá flutti hann til fósturforeldra sinna að Hörðubóli í Miðdölum. Árið 1944 hóf hann nám í Bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist sem búfræðingur þaðan 1946. Árið 1945 kynntist hann Guðríði eiginkonu sinni og hófu þau búskap 1947, árin 1948-50 var Guðmundur bóndi á Hörðubóli, en þá flytjast þau Guðríður til Reykjavíkur. Árið 1952 flytjast þau með börnum sínum að Emmubergi á Skógarstönd og var Guðmundur þar bóndi allt þar til þau fluttu til Reykjavíkur haustið 2000, en hafa verið eins og þau gátu á Emmubergi síðan.

Guðmundur var stofnfélagi í Framsóknarfélagi Dalamanna sem ungur maður og tók þátt í störfum þess flokks langt fram eftir aldri. Guðmundur var þar að auki alla tíð virkur í mörgum öðrum nefndum og félögum, t.d. sem fulltrúi sinnar sveitar á Búnaðarsambandsfundum og var í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal. Árið 1978 var hann svo kjörinn oddviti Skógarstrandarhrepps og var það óslitið til ársins 2000, eða þar til Skógarstrandarhreppur sameinaðist Dalabyggð. 
Jónsson, Guðmundur (I18213)
 
2174 Guðmundur ólst upp upp í Rauðseyjum hjá foreldrum sínum (Sigurði Pálssyni og Guðrúnu Þorkelsddóttur), en þangað munu þau hafa flust skömmu eftir að hann fæddist. Áður munu þau hafa búið í Efri-Langey og á Hnúki, Skarðstrandarhreppi. Hann var húsmaður í Fjósakoti í Flatey árið 1789, (ásamt konu sinni Þuríði Jónsdóttur), þau voru enn í Flatey 1801, en voru farin að búa í Miðhúsum í Bjarneyjum 1811, og munu hafa búið þar meðan Guðmundur lifði. Hann var hreppstjóri sveitarinnar, að minnsta kosti árið 1801, þó að ekki hefði hann jarðnæði. Það mun þó ekki hafa verið algengt þá að húsmenn gegndu þei starfa. Hann var einnig meðhjálpari í Flateyjarkirkju, sem í þá daga þótti virðingarstaða. Hann var smiður og fær þá umsögn í sóknarmannatali að hann sé listamaður í höndum, vænn maður og vel að sér. Sigurðsson, Guðmundur (I20180)
 
2175 Guðmundur Óskar ólst upp á Kaldeyri við Önundarfjörð og á Flateyri fram yfir fermingu. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1955 og starfaði sem kennari í 14 ár, lengst af við Hlíðaskóla í Reykjavík. Meðfram kennslu lauk hann stúdentsprófi utanskóla frá Menntaskólanum í Reykjavík. Guðfræðiprófi lauk Guðmundur Óskar frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1969.

Hann stundaði einnig nám í prédikunarfræði við Northwestern Lutheran Theological Seminary í St. Paul í Minnesota árin 1981-1982. Guðmundur Óskar þjónaði nokkur ár sem farprestur þjóðkirkjunnar, fyrst í Mosfellsprestakalli, þá á Reykhólum, þaðan fór hann austur á Hérað og þjónaði Vallanesprestakalli og loks Eyrarbakkaprestakalli.

Haustið 1972 var Guðmundur Óskar ráðinn prestur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Þ. Hannesdóttur, stofnaði hann verslunina Kirkjufell í samráði við Biskupsstofu sem þau hjón ráku um árabil.

Árið 1975 var Guðmundur Óskar kjörinn sóknarprestur í Neskirkju og þjónaði þar í tuttugu ár. Hann var í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá stofnun hennar árið 1970 og formaður framkvæmdanefndar hennar frá 1970-1974.

Guðmundur Óskar var varaformaður Prestafélags Íslands 1977-1980 og formaður 1980-1981. Hann sat í ýmsum nefndum á vegum Þjóðkirkjunnar. Hann var forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness frá 1980-1981.

Guðmundur Óskar sat í stjórn Grundar, dvalar- og hjúkrunarheimilis frá árinu 1989 og formaður stjórnar frá1999. Hann sat í stjórn Öldrunarráðs Íslands frá árinu 1999 og í stjórn Hjálparsjóðs æskufólks frá árinu 1977. 
Ólafsson, Séra Guðmundur Óskar (I10832)
 
2176 Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, eða Muggur, fæddist á Bíldudal 5. sept. 1891. Hann var sonur hjónanna Péturs Thorsteinsson og Ásthildar Guðmundsdóttur, en Pétur rak þilskipaútgerð og verslun á Bíldudal. Þau hjón áttu 10 börn, fyrst komu 6 dætur og þá 4 synir en Muggur var elstur þeirra. Hann ólst upp í glöðum systkinahóp í einhverju mesta ríkidæmi sem þá var á Íslandi en það hefur að líkindum haft mikil áhrif á skaplyndi hans.

Aldrei kom annað til greina en að Muggur færi í listnám. Fjölskyldan flutti búferlum til Kaupmannahafnar 1903.
Þar nam Muggur við Teknisk Selskabs Skole, en jafnframt náminu var hann mikið á faraldsfæti, ferðaðist vítt og breytt um Danmörku og suður um Evrópu og drakk í sig strauma og stefnur í listalífinu þar. Árið 1910 fluttust foreldrar hans aftur til Íslands, nú til Reykjavíkur, en Muggur hélt áfram námi sínu í Danmörku.

Að loknu námi við Teknisk Selskabs Skole tók við nám í Konunglegu Akademíunni. Muggur bregður sér þó heim einn veturinn, fer út til Eyja og dvelst þar í tvo mánuði og málar og teiknar. Þaðan vestur í Dali þar sem hann dvelst sumarið og síðan enn út til Hafnar til að ljúka skólanum. Þannig var hin skamma ævi Muggs, hann var stöðugt á faraldsfæti, stöðugt að uppgötva eitthvað nýtt.

Muggur var afar sérstæður, bæði sem persóna og listamaður. Hann var það sem kallað er "bóhem", honum var ósýnt um veraldleg mál eins og t.d. fjármál og hann undi aldrei lengi á einum stað í einu. Hann sinnti ýmsum tegundum myndlistar öðrum en málverkinu og raunar var honum sýnna um margt annað en að mála olíumálverk. Hann saumaði mikið út, sömuleiðis gerði hann klippimyndir og eftir hann liggur töluverður fjöldi teikninga gerðar eftir þjóðsögum. T.d. gerði hann myndröð við þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, og margir þekkja ævintýrið Dimmalimm eftir Mugg.

Árið 1917 kvæntist Muggur danskri stúlku, Inger Naur. Það hjónaband stóð stutt, en vinskapur var ævinlega milli þeirra.

Muggur lék fyrir atbeina Gunnars Gunnarssonar rithöfundar aðalhlutverkið í Saga Borgarættarinnar (Ormar Örlygsson), en sagt er að sú atvinna hafi lítið átt við hann.

Muggur kenndi sér ungur berkla og lá inni á Vífilsstöðum mest allt árið 1923, en í október sigldi hann til Cagnes í Frakklandi í von um betri heilsu í sumar og sól. En veturinn varð harður í Frakklandi og í byrjun árs 1924 er hann lagður inn á sjúkrahús í Nizza. Um vorið heldur hann áleiðis til Íslands, mjög veikur, en kemst ekki alla leið og lést hann þann 27. júlí 1924 á Søllerød Sanatorium í Danmörku, tæplega 33 ára að aldri. Vinir hans bjuggu um lík hans og sendu heim með Gullfossi.

Muggur hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu og á leiði hans situr sérstæður og fallegur legsteinn sem danski listamaðurinn Elof Risebye gerði og gaf, en á steininum er mósaíkmynd gerð eftir einni teikningu Muggs. 
Pétursson Thorsteinsson, Guðmundur (I15650)
 
2177 Guðmundur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1938-1939. Hann átti sæti í hreppsnefnd Mosfellssveitar frá 1958 til 1962 og gegndi auk þess ýmsum störfum fyrir sveit sína. Hann vann alla tíð að búi foreldra sinna að Minna-Mosfelli í Mosfellssveit, eða til 1971, að hann tók við því að föður sínum látnum. Hann hætti búskap 1995 af heilsufarsástæðum. Síðustu mánuði dvaldi Guðmundur á Dvalarheimilinu að Hlaðhömrum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Skarphéðinsson, Guðmundur Óskar (I10755)
 
2178 Guðmundur stundaði sjómennsku frá unga aldri og útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1971 og eftir það starfaði hann ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri. 1981 hætti hann til sjós og hóf nám í pípulögnum og starfaði sem slíkur til ársins 2017. Hugur hans leitaði þó alltaf aftur á sjóinn og árið 1991 keypti hann sér trillubátinn Hafstein HF-246 og réri á honum yfir sumartímann þar til 2006. Jóhannsson, Guðmundur (I21990)
 
2179 Guðmundur var fæddur á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka en fluttist að Flúðum með foreldrum sínum 1929 þar sem faðir hans var nýráðinn fyrsti skólastjóri Barnaskólans á Flúðum. 1937 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu lauk Guðmundur prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945, garðyrkjumaður frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 1948 og sótti síðan námskeið í garðyrkju í Gjövik í Noregi 1949-1950.

Árið 1953 stofnuðu Ásthildur og Guðmundur nýbýlið Birtingaholt 3 og bjuggu þar síðan. Þar starfaði hann við hefðbundin landbúnaðar- og garðyrkjustörf. Upp úr 1978 höfðu þau að mestu lagt niður búskap og Guðmundur vann ýmis störf fram undir 1980. Þá fór Guðmundur að vinna á garðyrkjustöðinni Áslandi á Flúðum og starfaði þar um árabil. Jafnframt því hóf hann talsverða kartöflurækt í Birtingaholti í samvinnu við yngsta son sinn og tengdadóttur og vann hann við kartöflurækt til starfsloka.

Árum saman var Guðmundur virkur i leiklistarstarfsemi Ungmannafélags Hrunamanna og lék þar mörg eftirminnileg hlutverk, bæði stór og smá. 
Ingimarsson, Guðmundur (I13927)
 
2180 Guðmundur var fæddur í Keflavík þann 14. janúar 1897. Hann var 13 þegar hann fór fyrst á togara sem hjálparkokkur og eftir 13 mánaða veru við það starf, komst hann á dekk. Síðan var hann á togurum þar til þeir voru seldir í byrjun fyrra stríðsins. Þá fór hann á vélbátaflotann - ísfirsku bátana - og var þar í 8 ár með frægum afla- og ágætismönnum, svo sem Guðmundi Þorláki, Guðmundi Júní og Magnúsi Vagnssyni.

Sjómannaskólanámi lauk hann á Ísafirði, en af Guðmundi Þorláki taldi hann sig hafa mest lært af því sem viðkom verklegri sjómennsku. Hann fór svo á togara um 1922 og var þar í nokkurn tíma.

1929 byrjaði hann sem skipstjóri á vb. Gullfoss frá Keflavík, og næstu 13 árin sem hann var formaður, var hann með 6 báta, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og oftast gekk það nokkuð vel. 
Guðmundsson, Guðmundur Kristján (I7517)
 
2181 Guðmundur var með foreldrum sínum í Steig til 1880, sveitarbarn á Stóru-Heiði í Mýrdal 1884-1886, barn á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 1886-1887, tökubarn í Efri-Ey í Meðallandi og síðan vinnumaður þar 1887-1899, vinnumaður í Langholti þar 1899-1900, á Hörgslandi á Síðu 1900-1901, sagður þá farinn í Meðalland.
Hann fluttist til Eyja 1904, var vélstjóri á Akri 1910, „ýmis vinna við fiskveiðar“ á Akri 1920. 
Þórðarson, Guðmundur (I15857)
 
2182 Guðni Rósmundsson var fæddur í Hlaðbæ í Vestmannaeyjum 26. nóvember 1926. Guðni ólst upp hjá móður sinni með tveimur systkinum og fór snemma að vinna til að létta undir á heimilinu. Hóf hann sjómennsku þegar eftir fermingu og varð hún aðalstarf hans til æfiloka. Guðni hóf sjómannsferil sinn á vélbátum, en var um skeið á togurum, fyrst á b.v. Helgafelli og síðar á b.v. Elliðaey. Síðast var hann stýrimaður á vélbátnum Guðrúnu VE 163.

Guðni lét eftir sig eiginkonu og tvö börn. 
Rósmundsson, Guðni (I17371)
 
2183 Guðný Ásmundsdóttir er samkv. manntali 1901, gift húskona 26 ára í Spóamýri, Hjarðarholtssókn, Mýrasýslu. Ásmundsdóttir, Guðný (I19799)
 
2184 Guðný Jónsdóttir var fædd í Galtafelli í Hrunamannahr. 31. ágúst 1878. Foreldrare hennar voru hjónin Jón Bjarnason bóndi í Galtafelli og Gróa Einarsdóttir frá Bryðjuholti í Hrunamannahr. Guðný átti þrjá bræður, Jakob, Einar og Bjarna. Þekktastur þeirra er líklegast Einar sem fór til Danmerkur og lærði höggmyndasmíði og var síðar einn merkasti listamaður Íslands.

Guðný fór ung í Kvennaskólann, síðar sótti hún námskeið við Kennaraskólann og öðlaðist við það réttindi til farkennslu. Hún stundaði síðan farkennslu á ýmsum stöðum í 14 ár, þótti góður kennari og var virt og dáð af nemendum sínum. Guðný kenndi fjölda manns að spila á gítar og einnig kenndi hún börnum og unglingum í einkatímum á heimili sínum, tungumál, reikning og fleira. Hún var mikil hannyrðakonka, teknaði og saumaði og óf á vefstól sem Jakob bróðir hennar smíðaði handa henni.

Þegar Guðný var hátt á níræðisaldi hóf hún að rita skáldsöguna \"Brynhildur\" og var bókin gefin út hjá Helgafelli þegar Guðný var níræð. Seinna skrifaði hún \"Bernskudagar\" sem út kom hjá sama forlagi 1973, en það ár varð Guðný 95 ára gömul.

Guðný lést 18. desember 1975 og hvílir í Hrepphólakirkjugarði. 
Jónsdóttir, Guðný (I13847)
 
2185 Guðný ólst upp í Hafnarfirði. Á fyrstu búskaparárum sínum bjuggu Guðný og Jón meðal annars í Vogum á Vatnsleysuströnd, Keflavík og á Hellu. Þau fluttu aftur í Hafnarfjörð árið 1960 þar sem Guðný bjó ætíð síðan. Guðný lærði kjólasaum á sínum yngri árum hjá Helgu Sigurðsson í Reykjavík og starfaði á saumastofu Sólvangs síðustu ár starfsævi sinnar. Guðbjartsdóttir, Guðný (I18643)
 
2186 Guðríður Gunnarsdóttir er samkv. sóknarmannatali Skarðsþ.1801-1818, opna 18/79, á Tindum býli 1, tökubarn árs gömul, þar eru líka GunnarJónsson vinnumaður 42 ára, og Sigríður Pálsdóttir vinnukona 22 ára, þau eru mjög sennilega foreldrar Guðríðar. Gunnar og Sigríður eru gift hjón og búa á Reynikeldu, Skarðsströnd, 1781, (sama sóknarmannatal opna 44/79), og 1782 búa þau á Reynikeldu, ásamt tveimur dætrum sínum, Guðrúnu og Þóru (sama sóknarmannatal, opna 60/79), þessi ár er Guðríður fósturbarn á Skarði, en 1784 er hún fósturbarn í Gröfum býli 1, Skarðsströnd. Guðríður er vinnukona í Rauðseyjum, Skarðsströnd, samkv. manntali 1801. Gunnarsdóttir, Guðríður (I20161)
 
2187 Guðríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Harastöðum, en þau voru bændur þar. Árið 1942 hóf hún nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli og útskrifaðist þaðan 1945. Árið 1945 kynntist hún eiginmanni sínum og hófu þau búskap 1947. Árin 1948-50 bjó hún ásamt eiginmanni sínum á Hörðubóli, en þá flytjast þau til Reykjavíkur. Árið 1952 flytjast þau með börnum sínum að Emmubergi á Skógarströnd og stunduðu búskap sinn en þau bjuggu þar allt þar til þau fluttu til Reykjavíkur haustið 2000. Guðríður fluttist aftur vestur í Dalasýslu á dvalarheimilið Silfurtún árið 2011, ári eftir andlát Guðmundar, og bjó þar til dánardægurs. Guðjónsdóttir, Guðríður Friðlaug (I18204)
 
2188 Guðríður ólst upp í Eystri-Tungu við hefðbundin sveitastörf og naut farskólakennslu í sveitinni. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Hverabökkum 1943-1944 og einn vetur lærði hún listsaum í Reykjavík.

Guðríður fluttist ung að Skúmsstöðum og bjó allan sinn búskap þar að frátöldum síðustu sjö árum ævinnar en þá dvaldi hún að mestu hjá dóttur sinni í Reykjavík , aðallega til heilsubótar og listmálaranáms. 
Ársælsdóttir, Guðríður Bjarnheiður (I19763)
 
2189 Guðríður Þóra Árnadóttir var fyrri kona Tómasar Sigurðssonar, bónda og hreppstjóra á Barkarstöðum í Fljótshlíð, seinni kona Tómasar var Margrét Árnadóttir systir Guðríðar Þóru, á legsteini þeirra hjóna Tómasar og Margrétar í Hlíðarendakirkjugarði, kemur fram að Guðríður Þóra hafi verið jarðsett í Eyvindarmúlakirkjugarði. Árnadóttir, Guðríður Þóra (I8815)
 
2190 Guðrún Ágústa Símonardóttir óperusöngkona eða Guðrún Á. Símonar eins og hún var kölluð, fæddist þann 24. febrúar 1924 á Lindargötu 8 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Símon Johnsen Þórðarson lögfræðingur og Steinþóra Ágústa Pálsdóttir. Faðir hennar var afburða raddmaður sem átti mikinn þátt í sönglífi höfuðstaðarins meðan hans naut við, en hann lést eftir langvinn veikindi þegar Guðrún var 10 ára gömul. Guðrún var yngst þriggja systkina; Elst var Sigríður en svo kom Símon en hann fórst með e.s. Heklu árið 1941.

Þegar Guðrún var fimmtán ára tók Ólafur Þorsteinsson læknir úr henni hálskirtlana og þá tók hún eftir því að röddin í henni breyttist. Eða eins og hún segir sjálf í ævisögu sinni: ,,...ég fór að finna, að ég gat sungið, svo það er eiginlega Ólafi Þorsteinssyni að þakka, að ég fór að syngja." Í bernsku hafði Guðrúnu langað að verða hattasaumakona en eftir þetta vildi hún bara verða söngkona, ekkert annað.

Guðrún stundaði fyrst söngnám hjá Sigurði Birkis, en síðan söng- og leiklistarnám og nám í skyldum greinum í "Guildhall School of Music and Drama" í London 1946 til 1950. Næstu tvö ár var hún við nám í "The English Opera Studio". Öll dvalarárin í London var Guðrún við söngnám í einkatímum hjá Lorenzo Medea í Wigmore Hall auk þess sem hún stundaði háskólanám í ensku. Hún var við söngnám á Ítalíu hjá Carmen Melis í Mílanó til 1954.

Guðrún hélt fjölmarga tónleika víða um heim, svosem í Danmörku, Noregi, Bretlandi, Sovétríkjunum, Bandaríkjunum, Kanada og að sjálfsögðu á Íslandi. Hún söng í útvarpi og sjónvarpi og sígild lög og létt lög á hljómplötur. Hún söng aðalhlutverk í óperum, m.a. Tosca úr samnefndri óperu, Mímí í La Boheme, Santuzza í Cavalleria Rusticana, Rósalindu í Leðurblökunni, Sertínu í Ráðskonuríkinu og Amor í Orfeus og Evridís. Hún kom fram sem einsöngvari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Ríksútvarpsins.

Guðrún var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar og löngu orðin landskunn sem dýravinur og þá sérstaklega kattavinur, en hún hélt m.a. fyrstu kattasýninguna á Íslandi árið 1975.

Guðrún var heiðursborgari Winnipeg-borgar og var sæmd skjaldarmerki borgarinnar úr gulli. Hún var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1981. Árið 1973 kom út ævisaga hennar, skráð af Gunnari M. Magnúss, ,,Eins og ég er klædd". Guðrún giftist árið 1960 Garðari Forberg. Þau skildu árið 1967. Þau eignuðust einn son saman.

Guðrún lést þann 28. febrúar 1988 á heimili sínu í Reykjavík eftir erfið veikindi. Hún hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu hjá foreldrum sínum og systur. 
Símonardóttir, Guðrún Ágústa (I21779)
 
2191 Guðrún Björnsdóttir fæddist í Grafarholti árið 1889 og lést árið 1935 eftir erfið veikindi. Foreldrar hennar voru Björn Bjarnarson bóndi og hreppsnefndarmaður í Grafarholti og kona hans Kristrún Eyjólfsdóttir.
Guðrún gekk í Kvennaskólann, 1905-1906 og síðar í MR 1905-1909. Þaðan fór hún til Danmerkur og sérmenntaði sig í Montessori kennslu, fyrst allra hér á landi og rak slíkan skóla í Reykjavík frá 1929 til 1934.
Guðrún tók þátt í stofnun Ungmennafélagsins Aftureldingar og var fyrsti formaður félagsins. Hún var mikil félagsmanneskja, hafði góða skáldagáfu og góða söngrödd. Guðrún notaði einstöku sinnum listamannsnafnið Krúnk. 
Björnsdóttir, Guðrún (I16631)
 
2192 Guðrún fluttist ung að árum að Breiðabólstað í Fljótshlíð og ólst þar upp hjá frændgarði sínum, uns hún fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún nam hannyrðir með meiru í kvennaskóla Þóru Melsted.  Einarsdóttir, Guðrún Pálína (I15269)
 
2193 Guðrún Guðmundsdóttir var fædd 25. ágúst 1885 að Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði. Faðir hennar var Guðmundur (d. 1937), sonur Jónasar (d. 1907) er bjó að Ytri-Völlum, Stóra-Ósi og síðast í Svarðbæli. Móðir hennar var Guðrún, dóttir Jóns Teitssonar (d. 1901) að Syðri-Reykjum, Sveðjustöðum og Núpsdalstungu og konu hans, Elínborgar Guðmundsdóttur, systur Jónasar í Svarðbæli.

Tveimur dögum eftir fæðingu Guðrúnar, andaðist móðir hennar og fluttust þau feðgin þá í Svarðbæli til Jónasar. Þar elur hún síðan allan sin aldur að heita má. Hún mun hafa dvaið í Reykjavík 1908-09 og numið eitthvað til handanna, og í Skagafirði 1919-23, en þangað fór hún með vinkonu sinni Elínborgu Jóhannesdóttur frá Útibleiksstöðum en snéri heim í Svarðbæli að henni látinni.

Hún var ráðskona hjá föður sínum og síðan hálfbróður Birni Bergmann, er var bóndi í Svarðbæli til ársins 1964. Menntunar naut hún ekki, aðeins heimiliskennslu er þá tíðkaðist. Hún sleit því ekki spjörum á skólabekk eða gerði víðreist um dagana. Frá barnæsku var hún nær blind á öðru auga, en þrátt fyrir þetta aflaði hún sér fróðleiks með bókalestri hvenær sem tími og aðstæður leyfðu. Dýravinur var hún mikill, enda hændust að henni húsdýr öll, einkum kisur sem jafnan voru margar í Bæli (Svarðbæli). Hafði hún af þessu mikla ánægju og dægrastyttingu, ekki síst hin síðustu ár, er hún þurfti mest á því að halda.

Lengi hin síðari ár voru þau systkin tvö ein mestallt árið, en þó urðu viðbrigðin mest er Björn varð að hætta búskap af heilsufarsástæðum og flytjast suður vorið 1964. Eftir það var hún alein í Bæli þau 7 ár hún átti ólifuð.

Guðrún lést 2. ágúst 1971 og hvílir í Melstaðarkirkjugarði við hlið bróður síns. 
Guðmundsdóttir, Guðrún (I2837)
 
2194 Guðrún ólst upp á Birnustöðum, en sextán ára fer hún að vinna á Ísafirði á veturna en var á Birnustöðum á sumrin. Þá stundaði Guðrún einnig nám og garðyrkjustörf í Reykjanesi, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum.

Um haustið 1939 flytja þau suður og hefja búskap í Hraunprýði í Grafningi. Árið 1941 flytja þau að Birnustöðum þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskap. Guðrún tók þátt í félagsmálum og var m.a. ein af stofnendum kvenfélagsins Bjarkar í Ögursveit, einnig starfaði hún í Líknarfélagi Ögurhrepps o.fl. 
Jónsdóttir, Guðrún (I11653)
 
2195 Guðrún ólst upp í Borgarnesi. Að loknum barnaskóla var hún einn vetur á Alþýðuskólanum á Hvítárbakka, en fór síðan til Reykjavíkur þar sem hún vann fyrst í Hljóðfærahúsinu og síðan í Vinnufatagerðinni. Hún sótti jafnframt tíma í píanóleik. Um árabil var hún afleysingamanneskja í Blómabúðinni Hrauni í Bankastræti, en árið 1968 fór hún að starfa fyrir Erfðafræðinefnd. Árið 1975 var hún ráðin til Þjóðskjalasafnsins þar sem hún starfaði í lestrarsal við afgreiðslu og heimildaleit. Þar vann hún til sjötugs og eftir það af og til í afleysingum.

Guðrún og Árni bjuggu í Reykjavík til ársins 1973 er þau fluttu að Víðihóli í Mosfellsdal þar sem þau höfðu byggt sér sumarbústað áratugum fyrr. Eftir lát Árna árið 1989 bjó Guðrún þar ein um hríð uns hún flutti til Reykjavíkur. Síðustu fimm árin átti hún heimili á Droplaugarstöðum. 
Þórðardóttir, Guðrún Elísabet (I10644)
 
2196 Guðrún Sigríður Indriðadóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1882. Guðrún var dóttir hjónanna Indriða Einarssonar rithöfundar og Mörthu Guðjohnsen. Það er því óhætt að segja að leiklistin og sönglistin hafi fylgt Guðrúnu úr foreldrahúsum, enda var á æskuheimili hennar fylgst af áhuga með öllum fögrum listum.

Guðrún hóf leikferil sinn í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík árið 1898. Þar sá Einar H. Kvaran hana leika og bað hana að taka að sér hlutverkið Esmeralda sem leika átti á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Var það því í byrjun 1899 sem hún lék fyrst hjá félaginu. Það varð upphafið að löngum og stórmerkilegum leikferli. Í september sama ár fór Guðrún til Ameríku og lék þar Láru í Ævintýri á gönguför og Guðrún í gömlu Nýjársnóttinni. Lék hún bæði í Winnipeg og Íslendingabyggðum Bandaríkjanna. Hún kom heim aftur 1903.

1906-1907 var Guðrún við leiklistarnám í Kaupmannahöfn og í tímum hjá Mantzius, Olaf Paulsen og Jerndorff. 1912 fór hún aftur vestur um haf og lék Höllu í Fjalla-Eyvindi í Winnipeg og Íslendingabyggðum við mikinn orðstýr, en Guðrún var fyrst íslenskra kvenna til að leika Höllu. Í Winnipeg sá hún fyrst leikið utanlands. Var það útdráttur úr Faust. Auk þess fór Guðrún nokkrar ferðir til Norðurlanda og gerði hún sé þá far um að kynna sér leiklist þar. Hún hætti að leika 1929 sökum heilsubrests.

Guðrún lést 19. febrúar 1968 og hvílir í Fossvogskirkjugarði. 
Indriðadóttir, Guðrún Sigríður (I16344)
 
2197 Guðrún Una Sigurveig Gísladóttir tók sér nunnunafnið systir María Stanislaus. Hún var fædd 1912 á Gauksstöðum í Garði á Suðurnesjum en þaðan var móðir hennar, Steinunn Jónsdóttir, ættuð. Faðir hennar var Gísli Sveinbjörn Einarsson sjómaður. Guðrún Una var ein sjö systkina. Hún var trúhneigð og tók ung kaþólska trú. Hún gekk í reglu St. Jósefssystra árið 1938 og hélt stuttu síðar til Kaupmannahafnar þar sem hún lærði hjúkrun. Þar varð hún innlyksa öll styrjaldarárin en kom heim er heimsstyrjöldinni lauk. Hún starfaði við St. Jósefsspítalann á Landakoti til dauðadags en hún lést aðeins 44 ára árið 1956. Gísladóttir, Guðrún Una Sigurveig (I18405)
 
2198 Guðrún vann á símstöðinni á Brúarlandi í Mosfellssveit frá 1946, fyrst sem símamær en síðar sem stöðvarstjóri fram til ársins 1972. Magnúsdóttir, Guðrún (I10625)
 
2199 Guðrún var einörð kona og ákveðin, fróð um ættir manna og unni öllu þjóðlegu, er til menningar var. Magnúsdóttir, Guðrún (I10549)
 
2200 Guðrún var þrjá vetur í Reykholti, frá 1950-1953, og lauk þar landsprófi, fór síðan í Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan árið 1954. Að honum loknum réðist hún sem ritari á skrifstofu til Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði og vann þar við skrifstofustörf þar til hún settist að á Egilsstöðum þar sem eiginmaður hennar, Ingimar Sveinsson, var bóndi. Síðar vann hún einnig hjá Brunabótafélagi Íslands á Egilsstöðum. Guðrún var virk í félagsmálum; hún starfaði með Kvenfélaginu Bláklukku um áratuga skeið og var formaður þess um árabil, einnig sat hún í barnaverndarnefnd Egilsstaðahrepps og hafði umsjón með orlofssjóði Sambands austfirskra kvenna. Þegar börnin voru komin á legg fór hún aftur að vinna utan heimilis og vann á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa.

Guðrún hafði yndi af hestum og starfaði lengi með Hestamannafélaginu Freyfaxa og var formaður þess um tíma og keppti á fjölmörgum hestamannamótum. Hún var fulltrúi á landsþingi hestamannafélaga um árabil og sat í stjórn Landssambands hestamanna, en hún var fyrsta konan sem tók sæti þar. Guðrún hafði dómararéttindi í góðhesta- og íþróttakeppni hestamanna og dæmdi á lands- og fjórðungsmótum auk móta heima í héraði.

Ingimar og Guðrún bjuggu á Egilsstöðum til ársins 1986 en fluttu þá til Hvanneyrar þar sem Ingimar tók við kennarastöðu við Landbúnaðarháskólann. Þar var Guðrún gjaldkeri Landbúnaðarskólans til ársins 2002. Árið 2011 fluttu þau í Mosfellsbæ þar sem þau hafa búið síðan. 
Gunnarsdóttir, Guðrún (I10430)
 

      «Fyrri «1 ... 40 41 42 43 44 45 46 47 48 ... 248» Næsta»


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.