Athugasemdir


Leitarniðurstöður: 2,101 til 2,150 af 12,356

      «Fyrri «1 ... 39 40 41 42 43 44 45 46 47 ... 248» Næsta»

 #   Athugasemdir   Tengist 
2101 Gardur: J-6-40 Sveinbjörnsdóttir, Svava (I5234)
 
2102 Garðar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og lagði stund á verkfræðinám við Háskóla Íslands frá 1953 til 1955. Stýrimannaprófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík lauk hann utan skóla árið 1962. Frá 1957 til 1960 var hann kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað og kenndi þar líka við Iðnskólann 1958-1960. Kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1961-1962 og 1963-1973, settur skólastjóri þar 1969-1970. Stundaði sjómennsku með námi og kennslu og að aðalstarfi 1955-1957. Stýrimaður á fiskiskipum í nokkur sumur, frá 1962.

Garðar Sigurðsson var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum fyrir Alþýðubandalagið 1966-1978 og alþingismaður Suðurlands fyrir sama flokk 1971-1987. Sat í flugráði 1972-1980, í stjórn Viðlagasjóðs 1973-1975 og í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1981-1987. Fjórum sinnum var hann einn fulltrúa Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og tók einnig þátt í störfum Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins.

Frá 1987 til 1990 var Garðar starfsmaður Veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins og frá 1990 til starfsloka við störf í Landsbanka Íslands. 
Sigurðsson, Garðar (I22155)
 
2103 Garður: 57c Auðunsson, Ásgeir (I8755)
 
2104 Garður: B-10-11 Einarsdóttir, Hólmfríður (I5745)
 
2105 Garður: D11-1-5 Ingvarsson, Axel Þorberg (I7491)
 
2106 Garður: D12-1-1  Geelnard, Iiris (I7160)
 
2107 Garðyrkjumaður á Akureyri. Guðmundsson, Jónas (I5661)
 
2108 Gefin saman af séra E.Ó.K. (Séra Eiríki Ólafssyni Kúld), presti á Þingvöllum, Stykkishólmshr. Snæf. Fjölskylda: Jón Árnason / Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen (F5184)
 
2109 Gegndi margþættum félagsmála- og trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og byggðarlag. Átti sæti í hreppsnefnd í aldarfjórðung, þar af oddviti í átta ár. Hreppstjóri Hvalfjarðarstrandarhrepps í 20 ár og sýslunefndarmaður í 14 ár. Pétursson, Jón (I10490)
 
2110 Gegndi ýmsum opinberum störfum.  Brynjólfsson, Guðmundur (I10870)
 
2111 Geir Grétar fór sem ungur piltur að vinna og sótti hann sjóinn sextán ár af sinni starfsævi ásamt öðrum verkastörfum. Kynntist konu sinni Kristínu Önnu Baldvinsdóttir, húsmóður og verkakonu, um 17 ára aldur og Kristín þá 16 ára. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík skömmu eftir að þau kynntust. En fluttu búferlum til Vestmannaeyja 1963 þar sem Geir Grétar sótti sjóinn.

Einnig átti hann þátt í að stofna útgerð ásamt tveim félögum sínum. Geir Grétar kom að stofnun AA-samtakanna í Vestmannaeyjum og var liðtækur og virtur félagi þar alla þá tíð sem þau bjuggu í Eyjum. AA-samtökin í Eyjum voru gríðarlega öflug, þau virtustu á þessum tíma, og leituðu aðrir stofnendur uppi á landi til Eyja um hvernig ætti að stofna öflug AA-samtök. Geir Grétar og fjölskylda bjuggu í Eyjum til ársins 1980 en fluttu til Selfoss þar sem þau hjónin bjuggu alla tíð utan nokkurra ára í Þorlákshöfn. 
Pétursson, Geir Grétar (I21605)
 
2112 Gekk hann bæði í Möðruvallaskólann og Búnaðarskólann á Hólum, sigldi að því loknu til Noregs og Svíþjóðar, kynti sér búnarðarmál, nam margt og sérstaklega mælingar jarða og kaupstaða. Árnason, Sveinn (I9134)
 
2113 Gekk í Lærða skólann, en hætti námi. Kaupmaður í Skarðsstöð á Skarðsströnd 1901-1911. Hafði og bú á Skarði. Bóndi í Frakkanesi frá 1911 til æviloka. Jónasson, Guðmundur (I20282)
 
2114 Gestkomandi í Reykjavík 1910. Vinnukona á Þverá, Rauðamelssókn, Hnapp. 1920. Húsfreyja í Ólafsdal og Salthólmavík, í Saurbæ, Dal. Brandsdóttir, Sigríður Guðný Benedikta (I20564)
 
2115 Gestur á Ásvallagötu 27, Reykjavík 1930. Heimili: Hvol, Hún. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Björnsdóttir, Sigríður (I6632)
 
2116 Gift 18. maí 1909 í Útskálakirkju. Leyfisbréf 10. maí. Símon Guðmundsson í Melbæ, yngismaður 21 árs, og Halldóra Eyjólfsdóttir bændadóttir á Gufuskálum, yngisstúlka 24 ára. Svaramenn, faðir hennar Eyjólfur Eyjólfsson bóndi á Gufuskálum, og (faðir hans) Guðmundur Símonarson útvegsbóndi í Melshúsum í Leiru. Fjölskylda: Símon Guðmundsson / Halldóra Eyjólfsdóttir (F5267)
 
2117 Gift Bjarna bónda Sæmundssyni á Einarsstöðum um 1435-1450. Hrafnsdóttir, Sigríður (I6699)
 
2118 Gift kona frá Fossi. Vigfúsdóttir, Hallfríður Guðný (I9511)
 
2119 Gift kona frá Hrútatungu. Jónsdóttir, Guðrún (I9499)
 
2120 Gift kona frá Óspaksstaðaseli. Björnsdóttir, Pálína (I9510)
 
2121 Gift kona. Jónsdóttir, Ólöf Jónína (I9364)
 
2122 Gift kona. Skarphéðinsdóttir, Petrína Sigrún (I9047)
 
2123 Gift kona. Guðmundsdóttir, Jóhanna Ólöf (I9219)
 
2124 Gift kona. Guðmundsdóttir, Soffía Arnfríður (I9168)
 
2125 Giftingin fór fram í kirkju (Garpsdalskirkju). Svaramaður Jóns, Magnús Jónsson og svaramaður Þóru, faðir hennar, Bjarni Oddsson. Fjölskylda: Jón Jónsson / Þóra Bjarnadóttir (F5004)
 
2126 Giftingin í heimahúsi sökum uppákomandi veikinda. Svaramaður Jón S. Vídalín stúdent Innri-Fagradal. Fjölskylda: Magnús Ólafsson / Jóhanna Tómasdóttir (F5099)
 
2127 Giftist 1765 síra Markúsi Pálssyni á Auðkúlu, Svínavatnshreppi, A-Húnavatnssýslu, missti hann 1772. Var svo bústýra hjá föður sínnum í Innri-Fagradal, og bjó þar eftir hans dag til 1795, er hún giftist Magnúsi Ketilssyni (sýslumanni í Búðardal). Elín bjó í Búðardal eftir lát manns síns, til æviloka. Brynjólfsdóttir, Elín (I21226)
 
2128 Giftur húsmaður. Friðriksson, Jón (I9226)
 
2129 Gipt húskona á Kotungsstöðum. Indriðadóttir, Indíana Margrét (I7460)
 
2130 Gísli bjó alla sína ævi á Ferstiklu, fyrst í foreldrahúsum og síðan með fjölskyldu sinni í eigin húsnæði frá árinu 1956. Auk hefðbundinnar skólagöngu í heimasveit stundaði hann nám við Hérðaðsskólann í Reykholti. Gísli þreytti einnig ungur meirapróf sem nýttist honum síðar í starfi olíuflutningamanns. Gísli og Sesselja stunduðu búskap á Ferstiklu, fyrst í blönduðu félagsbúi með foreldrum Gísla, bróður hans og mágkonu, en árið 1967 var búrekstri þeirra skipt upp. Gísli og Sesselja ráku upp frá því sauðfjárbú til ársins 2001. Meðfram búrekstri vann Gísli mörg haust sem kjötmatsmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, jafnframt því að sitja í stjórn þess fyrirtækis um árabil. Störf í þágu sveitar sinnar vann Gísli meðal annars sem hreppsnefndarmaður og síðar sem hreppstjóri til margra ára. Búason, Ágúst Gísli (I10899)
 
2131 Gísli Lárusson fæddist á Kornhóli í Vestmannaeyjum 16. febrúar 1865. Hann réðst ungur til merkisbóndans Árna Diðrikssonar í Stakkagerði, kvæntist dóttur hans, Jóhönnu, tók við jörðinni eftir tengdaföður sinn og bjó þar síðan til dauðadags.

Gísli var um langt skeið formaður, heppinn og fengsæll. Hann var einn þeirra þriggja formanna er fyrstir reyndu lóð á vetrarvertíð í Eyjum (1897) og stigu þar með það framfaraspor er varð byrjunin að hinum stórfelldu framförum er síðan urðu á fiskveiðum Vestmannaeyja.

En hann sótti ekki aðeins björg í sjóinn, hann sótti hana líka í björgin, í "fjöllin" og var einn með fimustu "fjallamönnum" eyjanna. Hann var líka fyrirtaks skytta. Hann var yfirleitt afarfjölhæfur maður, sem lagði hönd á gjörva hönd á margt.

Hann nam gullsmíði í Reykjavík á yngri árum og stundaði það, ásamt úraðgerðum, í tómstundum sínum á veturna. Um nokkur ár var hann kaupfélagsstjóri og gegndi ýmsum vanalegum trúnaðarstörfum.

Gísli var einnig manna bestur að sér í sögu Vestmannaeyja og allra manna fróðastur um hinn mikla urmul örnefna sem orðið hefur þar til, jafnt í úteyjum og á heimalandinu. Hann var heiðursfélagi í Náttúrufræðifélaginu og var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku Fálkaorðu.

Gísli lést 27. september 1935 og hvílir í Vestmannaeyjakirkjugarði. 
Lárusson, Gísli (I16248)
 
2132 Gísli lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk síðan námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík vorið 1953. Eftir skólagöngu starfaði hann hjá Landsbankanum á Selfossi en hóf síðan feril sinn sem blaðamaður er hann tók við sem ritstjóri Samvinnunnar 1955. Árið 1959 varð hann ritstjóri Vikunnar og starfaði þar til ársins 1967 er hann tók við sem ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins. Þar starfaði hann í 33 ár, þar til hann lét af störfum árið 2000.

Gísli var listmálari frá barnsaldri og var ekki gamall þegar hann var fenginn til að skreyta skólatöflurnar bæði í barnaskólanum í Reykholti og Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann hélt fjölda sýninga ýmist einn eða í félagi með öðrum og myndskreytti oft blaðagreinar sem hann skrifaði. Gísli gaf út nokkrar bækur og var einnig afkastamikill ljósmyndari. Hann skrifaði Árbók Ferðafélags Íslands 1998 og tók flestar myndir í hana sjálfur. Stærsta ritverk hans var bækurnar Seiður lands og sagna, sem kom út í fjórum bindum en honum entist ekki heilsa til að ljúka fleirum. Hann gaf út bókina Ljóðmyndalindir þar sem hann orti ljóð við myndverk sín. Hann var ráðgefandi við hönnun Úthlíðarkirkju og málaði altaristöfluna sem prýðir kirkjuna. Hann sótti myndefni sitt gjarnan til heimahaganna og Jarlhetturnar í Langjökli voru honum kært myndefni. 
Sigurðsson, Gísli (I17327)
 
2133 Gísli missti móður sína þegar hann var tæplega 10 ára. Heimilið flosnaði upp og börnunum var komið fyrir hjá vinum og ættingjum. Frá 1903-1907 er Gísli að Ásum í Gnúpverjahreppi hjá móðurbróður hans, Gísla Einarssyni, en 1907 byrjaði Sigrún systir hans búskap að Úthlíð í Biskupstungum og fór hann þá til hennar. Frá Úthlíð flyst hann með mági sínum og systur að Gljúfri í Ölfusi. Í byrjun 1913, þá 18 ára gamall, fer hann til Reykjavíkur að leita sér atvinnu og kemst í skipsrúm hjá Halldóri Kr. Þorsteinssyni.

Gísli var duglegur og hlífði sér lítt við erfiði. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og mörgum hefði fundist hann vinnuharður bátsmaður, hefði hann ekki sjálfur gengið fyrir í öllu. Nærgætni hans og aðgæsla var sérstök og mörgum viðvaningi var hlýtt til hans vegna tilsagnar hans og vakandi eftirtektar. Vegna þessa eiginleika var Gísli eftirsóttur í skipsrúm og var snemma trúað fyrir verkstjórn á þilfari. Hann skipti sjaldan um skipsrúm eða skipstjóra í 30 ára starfi á sjónum og hafði verið bátsmaður á Max Pemberton árum saman. 
Eiríksson, Gísli (I7596)
 
2134 Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum á Hrafnabjörgum. Hann fékkst við almenn sveitastörf og fór á nokkrar vertíðir. Vorið 1929 lauk hann prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og hóf árið 1936 búskap á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd. Árið 1942 fluttust þau Gísli og Sigríður að Eystra-Súlunesi í Melasveit og bjuggu þar einn vetur. Þaðan fóru þau að Hrafnabjörgum og síðan aftur að Miðsandi. Á Miðsandi var Gísli við búskap og verkamannastörf hjá hernum þar til þau hjón keyptu Lund í Lundareykjadal 1952. Auk búskapar þar var Gísli oddviti hreppsins í 12 ár og lengi organisti kirkjunnar. Árið 1984 fluttust Gísli og Sigríður á Akranes og eftir að Sigríður lést var hann til heimilis hjá Einari og Auði til ársins 1990, er hann fluttist á Dvalarheimilið Höfða og átti þar heima síðan. Brynjólfsson, Gísli (I5257)
 
2135 Gísli var háseti og bátsmaður á togurum Útgerðarfélags Akureyringa í rúm fjörutíu ár. Síðustu átta árin vann hann í landi sem verkstjóri hjá sama fyrirtæki. Einarsson, Gísli (I21308)
 
2136 Gísli Þorlákur Jónasson fæddist að Nefstöðum í Fljótum í Skagafjarðarsýslu 25. september 1917. Átti Gísli til góðra búþegna að telja í báðar ættir og kjarna fólks. En sjómannsblóð rann einnig í æðum hans. Var afi hans, Jón á Brúnastöðum, frábær sjómaður og svo voru fleiri móðurfrændur hans. Einn þeirra, afabróðir, var Guðmundur ,,Vonarkapteinn" einn kunnasti hákarlaskipstjóri norðanlands um sína daga.

Foreldrar Gísla brugðu búi er hann var enn barn að aldri og fluttu til Siglufjarðar, en Gísli ólst að nokkru upp í sveit fram um fermingaraldur, var þó öðrum þræði í foreldrahúsum. Ungur að aldri fór hann í héraðsskólann í Reykholti og var þar tvo vetur við nám.

Sjórinn heillaði Gísla, eins og marga vaska og tápmikla sveina þessa lands, fyrr og síðar. Ungur steig hann á skipsfjöl og á sjónum var ævistarfið unnið. Hann lauk skipstjórnarprófi 1945 og varð þá þegar stýrimaður og æ síðan, nema eitt sumar, er hann hafði skipstjórn á hendi. Var hann ávallt stýrimaður hjá sama skipstjóranum, Arnþóri Jóhannssyni, hinum þjóðkunna aflamanni.

Sýnir það glöggt hvert álit Arnþór hafði á hinum unga manni, að hann réði hann stýrimann á skip sitt sama vorið og hann lauk prófi, og beið með skip sitt aðgerðarlaust í höfn dögum saman, uns Gísli hafði lokið prófinu og komist norður til Siglufjarðar.

Gísli hafði verið stýrimaður á vélskipinu Helga Helgasyni frá Vestmannaeyjum, en hafði um stundarsakir og til bráðabirgða verið stýrimaður á Helga VE 333. Mun þetta hafa átt að vera síðasta ferð hans með því skipi. Gísli náði að komast upp í Faxasker, en vegna sjógangs og veðurofsa tókst ekki ná til hans meðan hann var á lífi. 
Jónasson, Gísli Þorlákur (I16619)
 
2137 Grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Síðast búsettur í Kópavogi. Georgsson, Helgi (I20899)
 
2138 Greftrunardagur skv. kirkjubók passar ekki við dánardag skv. Íslendingabók. Sigurðardóttir, Jónasína Soffía (I7397)
 
2139 Grímur var fæddur og uppalinn á Bessastöðum en faðir hans, Þorgrímur Tómasson gullsmiður (kallaði sig Tomsen), var skólaráðsmaður þar. Grímur lærði í heimaskóla hjá séra Árna Helgasyni í Görðum. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi 17 ára sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk hann meistaraprófi í samtímabókmenntum frá Hafnarháskóla 1845, ritgerð hans fjallaði um Byron lávarð. Níu árum seinna var honum veitt doktorsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla. Í Kaupmannahöfn kom hann að útgáfu Nýrra félagsrita ásamt Jóni Sigurðssyni.

Grímur starfaði árum saman í utanríkisþjónustu Dana en fluttist síðan alfarinn til Íslands og settist að á Bessastöðum, sem hann keypti af konungi. Grímur sat lengi á Alþingi og bjó á Bessastöðum til dauðadags. Grímur sótti sér gjarnan yrkisefni í fortíðina að hætti rómantískra skálda og þótti nokkuð forn í hugsun.  
Thomsen, Grímur (I8731)
 
2140 Gróa Magnúsdóttir húsfr. í Einarsbúð, sem var tómthúsmannahverfi við Brimilsvelli, Fróðárhreppi, Snæf., hún lést 23. ágúst 1883, grafin 3. sept. 1883, nær öruggt er að hún hafi verið grafin í Brimilsvallakirkjugarði. Magnúsdóttir, Gróa (I19969)
 
2141 Gullsmiðsekkja búandi á Bessastöðum. Jónsdóttir, Ingibjörg (I8732)
 
2142 Gullsmiður og starfaði síðar sem ritari þingflokka á Alþingi. Óladóttir, Geirfinna Guðrún "Geira" (I19782)
 
2143 Gullsmiður, var í Reykjavík 1910. Lést úr Spönsku veikinni. Ólafsson, Einar Guðmundur (I21555)
 
2144 Gunnar Benediktsson fæddist að Viðborði, Mýrahr., A-Skaft. þann 9. október 1892. Gunnar varð stúdent árið 1917 og hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920 og var hann vígður sama ár. Honum var veitt Grundarþing 6. maí 1921, en fékk lausn frá embætti árið 1931.

Hann sinnti erindisrekstri og ritstörfum í Reykjavík árin 1931-1935, kennslu- og ritstörfum á Eyrarbakka 1935-1943 og í Hveragerði frá 1943. Gunnar var skipaður kennari við Miðskólann í Hveragerði árið 1954 og hann tók sæti í stjórn Landssambands framhaldsskólakennara 1949.

Mörg ritverk liggja eftir Gunnar Benediktsson og má þar m.a. nefna Sóknin mikla, Stéttir og stefnur, Að elska og lifa, Bóndinn í Kreml og Frá hugsjónum til hermdarverka. Einnig vann Gunnar að þýðingum. Gunnar ritstýrði blöðunum Nýi tíminn, Nýtt dagblað og Réttur.

Gunnar lést í Reykjavík 26. ágúst 1981 og hvílir hann við hlið konu sinnar Valdísar Halldórsdóttur, í Fossvogskirkjugarði. 
Benediktsson, Gunnar (I19354)
 
2145 Gunnar byrjaði ungur sjómennsku, fyrst á "Ingólfi Arnarsyni" með Guðjóni Tómassyni í Gerði. Síðar varð hann vélstjóri margar vertíðir, svo sem á "Fylki" sem hann átti hlut í ásamt Sigurði Bjarnasyni mági sínum.

Formennsku byrjar Gunnar 1936, með "Marz II". Eftir þá vertíð kaupir hann bát er "Víðir" hét, ásamt fleiri mönnum. Hafði hann formennsku á honum veturinn 1937. Gunar sótti vel sjó og aflaði ágætlega. 6. febrúar 198 var útdráttar róður Gunnars með "Víði". Þann dag gekk hann upp með ofsaveðri og fórst Gunnar þá með allri áhöfn sinni við Landeyjasand.

Gunnar var mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, harðskeyttur og fylginn sér og góður sjómaður. Það skal tekið fram að Gísli bróðir Gunnars var vélstjóri á "Víði" og fórst hann einnig, eins og fyrr er skrifað. Þar með urðu þeir 4 bræður er gistu hina votu gröf við Vestmannaeyjar. 
Guðjónsson, Gunnar (I15864)
 
2146 Gunnar eldri er 11 ára þegar faðir hans andast og búið leyst upp og var hann fyrst hjá föðurafa sínum Skíða-Gunnari á Ærlæk en við andlát hans er Gunnar eldri tekin í fóstur af föðursystur sinni Ingibjörgu sem tók við búskap í Ærlæk eftir föður sinn. Gunnarsson, Gunnar (eldri) (I20553)
 
2147 Gunnar lauk stúdentsprófi frá MA 1964, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1971, stundaði nám í vinnurétti í Kaupmannahöfn 1971-72, öðlaðist hdl.-réttindi 1974 og hrl.-réttindi 1992. Hann var fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri 1971, lögfræðingur hjá BSRB 1972-76 og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna 1976-79. Gunnar hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1979 og starfaði þar í rúm 30 ár. Lengst af gegndi hann starfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, var borgarlögmaður um skeið og gegndi starfi borgarritara í afleysingum.

Gunnar sinnti stundakennslu, m.a. við MH og lagadeild HÍ. Hann sat í verðlagsdómi 1974-78, var formaður Barnaverndarráðs Íslands 1979-82, átti sæti í fjölda nefnda, m.a. á vegum ríkis og sveitarfélaga. Eftir Gunnar hafa komið út ritin Vinnuréttur, 1978 og 1986; Hagnýt lögfræði, 1984; Sveitarstjórnarréttur, 2006; Borgarfulltrúatal, 2010, og Gamlar glefsur og nýjar, 2016. Hann skrifaði auk þess greinar um lögfræðileg málefni, m.a. í Tímarit lögfræðinga og Sveitarstjórnarmál. 
Eydal, Gunnar Berg (I15677)
 
2148 Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1977. Hann lauk M.Sc.-prófi í byggingarverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg árið 1978 og svo doktorsprófi í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri-Rolla árið 1983.

Gunnar stundaði sjómennsku, vann við línulagnir og vegavinnu á sínum námsárum. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Norðurverki 1977 og Hönnun hf. frá 1979 til 1980. Hann var verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. frá 1980 til 1994 og Klæðningar ehf. frá 1986 til 2002. Gunnar var fyrsti varaþingmaður fyrir núverandi Suðvesturkjördæmi árið 1992, var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir sama kjördæmi frá 1999 til 2006. Bæjarstjóri Kópavogs frá 2005 til 2009. Gunnar var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019 og var tímabundið sveitarstjóri Skaftárhrepps árið 2020. Gunnar rak jafnframt verkfræðistofuna Grundun og sinnti ýmsum ráðgjafarstörfum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.

Gunnar gegndi fjölmörgum stjórnunar- og félagsstörfum, hann var m.a. formaður Verktakasambandsins frá 1986 til 1991, varaformaður þess frá 1985 til 1986, sat í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1985 til 1992 og var varaformaður þess frá 1989 til 1992. Gunnar var oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 1991 til 2009, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar frá 1991 til 2005. Auk þess gegndi hann formennsku í stjórn LÍN frá 1991 til 2009.

Gunnar var mikill áhugamaður um brids og skák, skipulagði mót og keppti sjálfur. 
Birgisson, Gunnar Ingi (I21824)
 
2149 Gunnar Ormslev fæddist í Kaupmannahöfn 22. mars 1928, en hann var einkabarn Jens G. Ormslev bankafulltrúa og konu hans Áslaugar Jónsdóttur Ormslev úr Hafnarfirði. Gunnar fluttist alkominn til Íslands 1946. Fljótlega hóf hann nám í tannsmíðum hjá frænda sínum Jóni K. Hafstein, tannlækni, og lauk prófi í þeim fræðum, en snéri sér síðan einvörðungu að tónlistinni.

Gunnar var alla tíð óðaskiljanlegur hluti íslenskrar djassvakningar, og auðgaði íslenskan djass öðrum fremur. Stundum hélt hann til meginlands Evrópu og gerði góða veislu með meisturum sínum Count Basie og Stan Getsz eða öðrum spámönnum, en alltaf snéri hann heim aftur reynslunni ríkari og jós af nægtarbrunni sínum íslandsdjassinum til blessunar.

Gunnar lést 20. apríl 1981 og hvílir í Fossvogskirkjugarði. 
Ormslev, Gunnar (I16288)
 
2150 Gunnlaugur Pétur Christian Halldórsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1909. Gunnlaugur útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Akureyrar 1925, dvaldist í Menntaskóla Reykjavíkur 1925-1926. Hann fór til náms í byggingarlist í Kaupmannahöfn og útskrifaðist sem arkitekt frá Hinu Konunglega Akademi 10. maí 1933.

Að námi loknu kom hann heim, hóf starf við fag sitt og rak sjálfstæða teiknistofu alla tíð síðan.

Spor Gunnlaugs liggja víða. Af einstökum verkum hans má nefna byggingar S.Í.B.S. að Reykjalundi sem hann vann við allt frá upphafi til dauðadags. Fyrst í samstarfi við Bárð Ísleifsson, síðar einn, en um tíma með Guðmund Kr. Kristinsson sem samstarfsmann. Viðbyggingin við Bessastaði, lagfæringar og breytingar því samfara, ber gott vitni nærfærni funkjónalistans og virðingu hans fyrir eiginleikum eldri byggingarlistar.

Þá má nefna fyrrum hús Búnaðarbankans í Austurstræti, Amtsbókasafnið á Akureyri, stöðvarhús Búrfellsvirkjunar og Háskólabíó teiknaði Gunnlaugur í samvinnu við Guðmund Kr. Kristinsson.

Fyrir margháttuð störf fyrir arkitektafélagið og framlag sitt til íslenskrar byggingarlistar var Gunnlaugur gerður heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Hann hlaut einnig aðrar opinberar viðurkenningar fyrir störf sín.

Gunnlaugur lést 13. febrúar 1986 og hvílir hann í Bessastaðakirkjugarði. 
Halldórsson, Gunnlaugur Pétur Christian (I8721)
 

      «Fyrri «1 ... 39 40 41 42 43 44 45 46 47 ... 248» Næsta»


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.