Athugasemdir
Leitarniðurstöður: 1,701 til 1,750 af 12,356
# | Athugasemdir | Tengist |
---|---|---|
1701 | Foreldrar Pálma voru Guðmundur Sigfússon og Steinunn Anna Sigurðardóttir. Foreldrar hans bjuggu í Hraungerði 1875-1876, á Einarsstöðum í Kræklingahlíð 1876-1886, á Grjótgarði á Þelamörk 1886-1899 og í Garðshorni á Þelamörk 1899-1904. Pálmi kvæntist Helgu Sigríði Gunnarsdóttur. Þau hófu búskap með foreldrum hans á Grjótgarði og síðan í Garðshorni frá 1899 þar sem þau bjuggu til æviloka Pálma. Pálmi var reyndar ekki skráður bóndi í Garðshorni frá 1925 en þá tóku synir hans við forstöðu búsins en Helga var ráðskona þeirra og mun hafa verið bóndinn í Garðshorni lengst af. Börn Pálma og Helgu Sigríðar voru: Jóhanna Guðrún, húsfreyja á Neðri-Rauðalæk, Bryta og síðast á Akureyri, Steindór Guðmundur, bóndi í Garðshorni og smiður, síðast á Akureyri, og Frímann, bóndi í Garðshorni og síðast verkamaður á Akureyri. | Guðmundsson, Pálmi (I4138)
|
1702 | Foreldrar Páls: Guðfinnur Guðmundsson, og kona hans Olga Karlsdóttir, Heimagötu 28, Vestmannaeyjum. | Guðfinnsson, Páll (I20947)
|
1703 | Foreldrar Péturs voru Valdemar Bjarnason f. 07.01.1873, d. 01.03.1911, og Ingibjörg Gunnarsdóttir f. 01.09.1866 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, d. 16.09.1948. Þau bjuggu í Víkurkoti 1896-1897, Stokkhólma 1898-1889, Þorleifsstöðum 1899-1900, Vöglum 1900-1903 og Keldulandi á Kjálka 1903-1910. Pétur giftist Kristínu Hallgrímsdóttur. Kristín og Pétur bjuggu í Úlfsstaðakoti 1915-1920, í Sólheimagerði 1920-1924, á Fremri-Kotum 1924-1935 og á Neðri-Rauðalæk á Þelamörk 1935-1961. Börn þeirra voru: Steingrímur, bílstjóri í Reykjavík, Ingólfur, bóndi á Neðri-Rauðalæk, Guðbjörn, iðnverkamaður og bensínafgreiðslumaður í Kópavogi, og Helga Ingibjörg. | Valdimarsson, Pétur (I4178)
|
1704 | Foreldrar Ragnars voru Guðmundur Vigfússon, bóndi á Arnstapa, og Kristjana Marin Magnúsdóttir, húsfreyja á Hálsi í Kinn. Ragnar var á Gvendarstöðum með móður sinni fyrstu árin og áfram eftir að hún fór að búa á Hálsi. Hann giftist Magneu Elínu Jóhannsdóttur. Þau bjuggu í Hallfríðarstaðakoti 1930-1952 en Ragnar flutti til Akureyrar eftir dauða Magneu. Börn þeirra voru: Jóhann Hallmar, bóndi á Fróðholti á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, Jórunn Rannveig f. 17.03.1932, húsfreyja í Hólkoti og Baugaseli, síðast á Akureyri, Sigrún Jónína f. 18.11.1935, húsfreyja í Hólkoti og sjúkraliði á Akureyri, og Marín Hallfríður, verslunarmaður á Akureyri. Auk þess átti Ragnar soninn Baldur Ragnars, flutningabílstjóra á Akureyri. Móðir hans var Ragnhildur Jónsdóttir frá Skjaldarstöðum. | Guðmundsson, Ragnar (I4170)
|
1705 | Foreldrar Ragnheiðar voru Hallgrímur Jónasson, vinnumaður, húsmaður og bóndi víða í Skagafirði, og Vigdís Jónsdóttir, sem ólst frá fimm ára aldri upp hjá Ragnheiði Eyjólfsdóttur f. um 1781, búsettri á Silfrastöðum, Hafsteinsstöðum og víðar. Húsfreyja í Krókárgerði í Norðurárdal, Skag. Hún var hjá Hólmfríði Steinunni dóttur sinni í Austari-Krókum, Draflastaðasókn, S-Þing. 1910 og hjá Ragnheiði dóttur sinni á Féeggstöðum 1920. Ragnheiður giftist Þorsteini Þorsteinssyni. Þorsteinn var hjá foreldrum á Eyvindará á Flateyjardal 1868. Hann var í vist og vinnumennsku á Sigríðarstöðum í Fnjóskadal 1869-87 og á Hálsi og í Garði í Fnjóskadal 1887-91 og 1893-98. Þau Ragnheiður bjuggu á Ytrahóli í Fnjóskadal 1898-1900, á Skuggabjörgum í Laufássókn 1901. Þau voru í húsmennsku í Litlagerði, Grýtubakkahreppi 1910. Þau bjuggu á Grænhóli, Glæsibæjarhr. og víðar, m.a. á Féeggstöðum í Barkárdal, Eyj. 1918-22. Þorsteinn var ráðsmaður á Bægisá 1930. Nefnd Ragnheiður Jónsdóttir í Skriðuhr. Eiðs Guðmundssonar. | Hallgrímsdóttir, Ragnheiður (I4256)
|
1706 | Foreldrar Ragnheiðar voru Jóhann Stefán Ólafsson Thorarensen, bóndi og smiður, og s.k. hans Rósa Jónsdóttir. Rósa hafði flust með foreldrum sínum frá Garðshorni í Lönguhlíð á árunum 1850-1855 og þar tóku þau Stefán við búi og bjuggu í Lönguhlíð 1901-1904. Thorarensen-fólkið var viðloða Lönguhlíð fram yfir miðja 19. öldina. Ragnheiður bjó þar 1910 ásamt eiginmanni sínum Halli Sigurvin Benediktssyni, en 1920 bjuggu þau á Akureyri. Þau eignuðust ekki börn saman. | Stefánsdóttir Thorarensen, Ragnheiður (I4258)
|
1707 | Foreldrar Ragnheiðar, Guðmundur Hannesson bóndi í Litla-Holti, Saurbæjarhreppi, Dal., og kona hans Þrúður Jónína Guðmundsdóttir. | Guðmundsdóttir, Ragnheiður (I20298)
|
1708 | Foreldrar Randíðar voru Kristján Kristjánsson og Guðfinna Jónsdóttir, fædd í Kræklingahlíð en ólst upp á Hamri á Þelamörk hjá móður og stjúpföður. Þau hafa tekið við búi á Hamri þar sem þau bjuggu til 1907, síðustu árin á móti Randíði og Friðbirni Jóhannssyni en voru hjá þeim í Þverbrekku 1910. Randíður og Friðbjörn bjuggu á Hamri 1901-1907 á móti foreldrum hennar, voru leigjendur á Efri-Vindheimum 1910, bjuggu á Bryta 1912-1914, í húsmennsku á Ási 1920 og bjuggu á Grjótgarði 1925-1926. | Kristjánsdóttir, Randíður Júlíana (I4257)
|
1709 | Foreldrar Rannveigar, Ólafur Sigurðsson bóndi í Langeyjarnesi, Klofningshr. Dal., og Rannveig Höskuldsdóttir vinnukona þar. | Ólafsdóttir, Rannveig (I20129)
|
1710 | Foreldrar Rósants voru Sigvaldi Baldvinsson f. 14.11.1864 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, d. 21.03.1937, og Guðrún Hallgrímsdóttir f. 14.04.1864 í Skriðu í Hörgárdal, d. 04.02.1942. Rósant flutti með foreldrum sínum í Neðri-Rauðalæk þar sem þau bjuggu frá því fyrir 1890 til 1921. Rósant giftist fyrst Septínu. Þau bjuggu í Skógum á Þelamörk 1928-1931 og á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal 1931-1939. Rósant bjó áfram á Hallfríðarstöðum, fyrst einn og með seinni konu sinni 1941-1943 en hún var Sigrún Jensdóttir. Þau bjuggu í Ási á Þelamörk 1943-1964. Rósant og Septína voru barnlaus en börn hans og Sigrúnar voru: Septína Guðrún Sigurrós f. 02.05.1941, Reynir f. 30.09.1942, Fjóla f. 27.07.1944, Signý Björk f. 12.11.1945, Benna Stefanía Buch f. 01.02.1947, Helga Valgerður f. 27.08.1948, Anna Árdís, og Árni Ragnar f. 24.01.1953. Samhliða búskapnum í Ási stundaði Rósant verslun þar sem hann keypti vörur í heildsölu og endurseldi sveitungum sínum. | Sigvaldason, Daníel Rósant (I4196)
|
1711 | Foreldrar Rósu voru Kristján Sigurðsson f. 05.02.1796, d. 1872, og Hallbera Halldóra Gunnlaugsdóttir f. 06.04.1788 á Féeggstöðum, d. 24.01.1869. Þau bjuggu í Nýjabæ 1819-1828, Flögu 1828-1830, Myrkárdal 1830-1844 og Stóragerði 1844-1848. Rósa giftist Erlendi Erlendssyni. Þau voru vinnuhjú í Stóragerði 1860, bjuggu á Hallfríðarstöðum 1862-1866, á Miðlandi 1868-1870 og á Einhamri til 1880. Eftir það voru þau a.m.k. um tíma í húsmennsku á Öxnhóli en síðast hjá Kristjáni syni þeirra á Hallfríðarstöðum. Kristján var einbirni. Hann bjó á Hallfríðarstöðum 1895-1908 og á Barká 1908-1912. Hann fór ungur til Ameríku en kom fljótlega aftur. | Kristjánsdóttir, Rósa (I4259)
|
1712 | Foreldrar Septínu voru Sigurður Jóhann Sigurðsson og Hallfríður Rósa Jónsdóttir. Þau bjuggu í Hallfríðarstaðakoti 1899-1902, Þverbrekku 1903-1906, Hellu í Blönduhlíð 1906-1909 og 1913-1915, í Tungukoti á Kjálka 1909-1913, á Neðstalandi 1915-1923 og Miðlandi 1928-1929. Septína var fyrri kona Daníels Rósants Sigvaldasonar. Þau bjuggu í Skógum á Þelamörk 1928-1931 og á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal 1931-1939. | Jóhannsdóttir, Septína (I4197)
|
1713 | Foreldrar Sigríðar voru Theódór Jónsson og Jóhanna Valgerður Gunnarsdóttir. Theódór var prestur á Bægisá 1890-1941. | Theódórsdóttir, Sigríður Valgerður Kristjana Gunnþórunn (I4204)
|
1714 | Foreldrar Sigrúnar voru Jens Óli Kristjánsson Buch og Signý Jónasdóttir. Jens og Signý bjuggu í Veisu í Fnjóskadal og síðan í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd. Sigrún giftist fyrst Ólafi Eiríkssyni, og eignaðist með honum: Jens, verslunarmann á Höfn í Hornafirði, og Kristjönu, húsfreyju í Litlu-Brekku í Arnarneshreppi. Sigrún og Ólafur skildu og Sigrún giftist aftur Daníel Rósant Sigvaldasyni. Rósant hafði áður verið bóndi í Skógum á Þelamörk og Hallfríðarstöðum í Hörgárdal en þau Sigrún bjuggu á Hallfríðarstöðum 1941-1943 og í Ási á Þelamörk 1943-1964, eftir það á Akureyri. Börn Sigrúnar og Rósants voru: Septína Guðrún Sigurrós f. 2. 5. 1941, Reynir f. 30. 9. 1942, Fjóla f. 27. 7. 1944, Signý Björk f. 12. 11. 1945, Benna Stefanía Buch f. 1. 2. 1947, Helga Valgerður f. 27. 8. 1948, Anna Árdís, og Árni Ragnar f. 24. 1. 1953. | Jensdóttir, Sigrún (I4195)
|
1715 | Foreldrar Sigrúnar voru Sigurður Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir. Þau voru ógift í Leyningi 1890 en höfðu hafið búskap í Torfufelli í Eyjafirði þegar Sigurður lést. Guðrún fór aftur í Leyning og var þar ráðskona næstu áratugi og hafði Sigrúnu dóttur sína hjá sér til fullorðinsára. Sigrún giftist Skafta Guðmundssyni. Þau bjuggu í Saurbæjargerði/Gerði í Hörgárdal 1922-1964. Börn þeirra voru: Guðmundur, lögfræðingur í Reykjavík, Ólafur, bóndi í Gerði, og Guðný f. 12.06.1937. | Sigurðardóttir, Sigrún (I4185)
|
1716 | Foreldrar Sigurbjargar voru Jónas Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir, þau bjuggu á Kúfustöðum í Svartárdal, Húnavatnssýslu. Sigurbjörg ólst upp í foreldrahúsum. Hún giftist Stefáni Nikodemussyni. Þau bjuggu á Bessahlöðum í Öxnadal 1925-1932, í Þverbrekku 1932-1934, Gloppu 1936-1944 og á Efri-Rauðalæk 1944-1966 og Stefán bjó þar áfram eftir lát Sigurbjargar til 1979 með Zophoníasi Sigfúsi, syni sínum, bónda á Efri-Rauðalæk, og Engilráð Guðfinnu mágkonu sinni. Auk Sigfúsar áttu Sigurbjörg og Stefán dótturina Moniku Margréti f. 31.12.1938, búsetta á Akureyri. | Jónasdóttir, Guðrún Sigurbjörg (I4234)
|
1717 | Foreldrar Sigurbjargar: Haraldur Hannesson og kona hans Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir Vestmannaeyjum. | Haraldsdóttir, Sigurbjörg (I20956)
|
1718 | Foreldrar Sigurlaugar voru Stefán Jónsson og María Steinunn Pétursdóttir. Fyrstu árin var hún hjá móður sinni á Dúki í Staðarhreppi og síðan nokkur ár í Geitagerði. Níu ára gömul fór hún til föður síns að Grundargerði í Blönduhlíð. Stefán faðir hennar bjó um tíma á Reynisstað í Skagafirði og síðan í Kúskerpi ásamt Steinunni Jónsdóttur konu sinni. Þau fluttu til Bolungarvíkur 1934 og um það leyti fór Sigurlaug í vinnumennsku í Bólu í Blönduhlíð. Þaðan fór hún með Gunnari Valdemarssyni í Fremri-Kot þegar hann hóf þar búskap, fyrst sem bústýra en síðar eiginkona Gunnars. Þau eignuðust 5 börn: Arnbjörgu Steinunni, húsfreyju í Garðshorni í Kræklingahlíð, Valdemar Helga f. 30.10.1941, bónda og bifreiðastjóra á Fremri-Kotum, Guðmund Kára f. 01.02.1945, bifvélavirka, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann á Sauðárkróki, Reynald Smára f. 20.06.1948, tækjamann í Stykkishólmi og á Sauðárkróki, og Jón Steinar f. 17.11.1952, bónda á Fremri-Kotum. | Stefánsdóttir, Sigurlaug (I4148)
|
1719 | Foreldrar Sigurlaugar voru Zophonías Sigurðsson og Helga Frímannsdóttir. Þau voru vinnuhjú í Sörlatungu 1890-1892, í Lönguhlíð 1892-1893, á Þúfnavöllum 1893-1894, á Myrká 1895-1896, í Baugaseli 1896 1897, voru í húsmennsku á Þúfnavöllum 1901, á Hallfríðarstöðum 1903-1904, á Féeggstöðum 1904-1908 og aftur í Baugaseli 1908-1910. Helga var raunar í manntali 1910 sögð í Staðartungu en einnig skráð leigjandi á Neðri-Rauðalæk ásamt Zophoníasi. 1920 var hún hjá Unu dóttur sinni í Ytri-Haga á Árskógsströnd en Zophonías vinnumaður í Stóra-Dunhaga. Sigurlaug giftist Aðalsteini Sigurðssyni. Aðalsteinn hóf búskap í Flögu í Hörgárdal 1927 og þremur árum síðar kvæntist hann Sigurlaugu. Þau bjuggu í Flögu til 1971 er þau brugðu búi og seldu jörðina. Börn þeirra voru: Margrét Helga f. 19.01.1931, Ásgrímur f. 15.06.1932, Svavar Heiðberg, Sveinn Heiðberg, Gunnhildur Anný, Jósavin H., Sigrún Svanfríður f. 07.09.1940 og Hjördís Hlíf. Áður hafði Sigurlaug eignast Jóhann Guðmund Jóhannsson, bónda á Giljum í Vesturdal í Skagafirði. Faðir hans var Jóhann Guðmundur Sigfússon. Aðalsteinn og Sigurlaug byggðu upp myndarbú í Flögu. | Zóphoníasdóttir, Sigurlaug (I4168)
|
1720 | Foreldrar Sigurlaugar voru hjónin Halldór Halldórsson, bóndi í Þistilfirði 1850, Krossdal í Garðssókn 1855 og 1860, í Dagverðartungu í Hörgárdal 1862-1879 og Krossastöðum, og Sigurbjörg Þorláksdóttir, f.k. Halldórs. Sigurlaug fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og var með foreldrum sínum þangað til þau fluttu til Vesturheims. Hún var á Krossastöðum 1880, í Þríhyrningi 1890, í Auðbrekku 1901, í Hallfríðarstaðakoti 1910 og á Bakka í Svarfaðardal 1920 hjá Sigfúsi Vilhjálmi Einarssyni. Sigurveig systir Sigurlaugar f. 24.01.1852, d. 18.06.1885, bjó í Dagverðartungu og Hvammi. Sigurlaug giftist ekki né eignaðist börn. | Halldórsdóttir, Sigurlaug (I4232)
|
1721 | Foreldrar Sigurlaugar, Sigmundur Andrésson bóndi á Fremri-Brekku, Saurbæjarhreppi, og vinnukona hans Halldóra Jónsdóttir. Hans annað hórdómsbrot, hennar annað legorðsbrot. | Sigmundsdóttir, Sigurlaug (I20301)
|
1722 | Foreldrar Sigurrósar voru Páll Jónsson og Kristjana Guðrún Guðlaugsdóttir. Þau bjuggu á Litlutjörnum í Ljósavatnsskarði 1870-1886, Brúnagerði 1886-1896, Ytra-Hóli í Fnjóskadal 1896-1901, á Neðri-Vindheimum á Þelamörk 1901-1903 og Efri-Vindheimum 1903-1916. Síðast voru þau á Sörlastöðum í Fnjóskadal. Sigurrós ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún giftist Friðrik Daníel Bjarnasyni. Þau bjuggu í Brúnagerði í Fnjóskadal 1896-1897, á Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi 1897-1901 og á Neðri-Vindheimum á Þelamörk frá 1901 og þar til Friðrik lést úr lungnabólgu 1915 en Sigurrós bjó þar ári lengur. Þau hjón áttu 11 börn, þau voru: Bjarni, bóndi á Efri-Vindheimum, Hólkoti og Lönguhlíð í Hörgárdal, garðyrkjumaður í Hveragerði og Kópavogi, Kristinn Páll, flutti til Suðurlands, Elín, Sigrún, Sigtryggur, bóndi í Sellandi í Fnjóskadal, Þórunn Sigurbjörg, Jón Hólm, verkamaður í Reykjavík, Ólafía Guðrún, húsfreyja á Læknesstöðum á Langanesi, síðar á Þórshöfn, Jóhanna Bergrós, Elín Guðný og Þorgrímur, kaupmaður á Akureyri. Eftir dauða Friðriks bjó Sigurrós með Karli Guðmundssyni á Efri-Vindheimum til dauðadags Sigurrósar 1926. | Pálsdóttir, Sigurrós (I4211)
|
1723 | Foreldrar Sigurrósar voru Þorlákur Þorláksson f. 22.06.1792 í Skriðu í Hörgárdal, d. 22.01.1863, bóndi, hreppstjóri, meðhjálpari og "medalíumaður", og s.k. hans Guðrún Sigurðardóttir f. 10.05.1801 í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, d. 07.04.1873. Þau bjuggu allan sinn búskap á Vöglum. Sigurrós giftist Bjarna Arngrímssyni, syni Arngríms Halldórssonar prests á Bægisá. Þau bjuggu fyrst á Vöglum og síðan á Efri-Vindheimum á Þelamörk en 1901 voru þau vinnuhjú á Grjótgarði. Börn Sigurrósar og Bjarna voru: Sigrún, húsfreyja í Ási á Þelamörk, Anna Margrét, Svanfríður, húsfreyja á Refsstöðum í Laxárdal, Húnavatnssýslu og bóndi í Skógum á Þelamörk 1908-1925, Guðrún Elín, Guðrún Elín Gíslína, Sigríður Ingibjörg Hjaltalín og Gísli Rósenberg, bóndi á Hálsi í Öxnadal 1920-1925 en fluttist til Vestfjarða og gerðist þar kennari. | Þorláksdóttir, Sigurrós (I4231)
|
1724 | Foreldrar Sigurveigar Þóreyjar: Ólafur Guðmundsson Vestmann og Þorbjörg Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 41, Vestmannaeyjum. | Ólafsdóttir, Sigurveig Þórey (I20936)
|
1725 | Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Hallgrímsson f. 04.05.1862, d. 13.08.1909, og Guðrún Sigríður Jónsdóttir f. 17.08.1866, d. 30.11.1916. Þau bjuggu í Hálsi í Öxnadal 1886-1897, Syðri-Bægisá 1897-1904 og á Úlfsstöðum í Blönduhlíð frá 1904. | Sigurðsson, Sigurður Gunnar (I4233)
|
1726 | Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Mikaelsson f. 10.09.1833, d. 03.10.1895, og Sigurrós Sigurðardóttir f. 29.08.1840, d. 01.08.1898. Þau bjuggu á Miðlandi 1873-1877, Neðstalandi 1877-1882, Hallfríðarstaðakoti 1882-1887 og Skjaldarstöðum 1890-1892. Sigurður giftist Hallfríði Rósu Jónsdóttur. Þau bjuggu í Hallfríðarstaðakoti 1899-1902, Þverbrekku í Öxnadal 1903-1906, Hellu í Blönduhlíð, Skagafirði, 1906-1909 og 1913-1915, í Tungukoti á Kjálka 1909-1913, á Neðstalandi 1915-1923 og Miðlandi 1928-1929. Þau áttu tvær dætur: Magneu Elínu og Septínu. | Sigurðsson, Sigurður Jóhann (I4199)
|
1727 | Foreldrar Sigurðar: Guðmundur Tómasson sjómaður Landlyst, og kona hans Elín Sigurðardóttir | Guðmundsson, Sigurður (I20935)
|
1728 | Foreldrar Snjólaugar Ástu: Magnús Bjarnason, verkamaður Boðaslóð 12, Vestmannaeyjum, og kona hans Unnur Gígja Baldvinsdóttir. | Magnúsdóttir, Snjólaug Ásta (I20911)
|
1729 | Foreldrar Snjólaugar voru Jón Jónsson f. 02.02.1820 á Krossum á Árskógsströnd, d. 08.06.1905, og Rósa Þorvaldsdóttir f. 23.06.1818 á Brattavöllum á Árskógsströnd, d. 28.03.1881. Þau bjuggu á Litlu-Hámundarstöðum 1850-1861 og á Hrísum 1861 til fráfalls Rósu. Jón bjó þar áfram til 1890 en fluttist eftir það að Hofi til dóttur sinnar. Snjólaug giftist Þorfinni Guðmundssyni. Þau bjuggu á Hrísum í Svarfaðardal 1877-1890, á hálfu Hofi 1890-1900 og Ölduhrygg 1904-1906. Þau voru í húsmennsku á Hálsi en fluttust síðan í Skeggsstaði og voru þar 1907-1914. Þá fluttust þau Þorfinnur að Syðri-Bægisá í Öxnadal með Þórlaugu dóttur sinni og Snorra Þórðarsyni manni hennar sem þá hófu þar búskap. Börn Snjólaugar og Þorfinns voru: Þorvaldur Baldvin, sjómaður, og Þórlaug, húsfreyja á Syðri-Bægisá. | Jónsdóttir, Snjólaug Guðrún (I4189)
|
1730 | Foreldrar Snorra voru Þórður Jónsson f. 21. 9. 1843 á Hnjúki, d. 22. 10. 1920, og Halldóra Jónsdóttir f. 27. 8. 1845 í Hólárkoti, d. 22. 5. 1943. Þau bjuggu á Hnjúki 1872-1904 og í Hlíð 1904-1914. Eftir lát Þórðar bjó Halldóra lengi hjá dóttur sinni á Hofi. Snorri giftist Þórlaugu Þorfinnsdóttur. Þau fluttu úr Svarfaðardal og hófu búskap á Syðri-Bægisá 1914 og bjuggu þar nær samfellt til andláts Þórlaugar en Snorri bjó áfram til 1951. Árin 1943-1945 höfðu synir þeirra búið einir á Syðri-Bægisá og frá 1945 bjó Steinn á móti föður sínum. Börn Snorra og Þórlaugar voru: Guðlaug, saumakona á Akureyri og í Reykjavík, Finnlaugur Pétur, garðyrkjubóndi á Arnarstöðum í Flóa, síðar húsvörður í Reykjavík, Hulda, húsfreyja í Dagverðartungu í Hörgárdal, Steinn Dalmar, bóndi á Syðri-Bægisá, og Halldóra f. 10.04.1929, húsfreyja í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal. | Þórðarson, Snorri (I4158)
|
1731 | Foreldrar Soffíu: Bogi Jóhannsson rafvirkjameistari, og kona hans Halldóra Bjarnadóttir, Miðstræti 5b, Vestmannaeyjum. | Bogadóttir, Soffía (I20987)
|
1732 | Foreldrar Sólólfs: Sigurmundur Runólfsson útgerðarmaður, og kona hans Ísey Skaftadóttir, Vestmannabraut 25, Vestmannaeyjum. | Sigurmundsson, Sólólfur (I20946)
|
1733 | Foreldrar Stefaníu voru Jón Þorfinnsson og Bergrós Jónsdóttir. Þau bjuggu í Myrkárdal 1874-1883 og Saurbæjargerði 1883-1886 en 1890 voru þau skilin. Stefanía giftist Friðbirni Björnssyni. "Var hún fríðasta kona sveitarinnar" skrifaði Eiður á Þúfnavöllum, tengdasonur hennar. Stefanía og Friðbjörn hófu búskap í Sörlatungu 1898 en fluttu í Staðartungu 1908. Þar bjuggu þau til 1944, síðasta árið í sambúð með Unni dóttur sinni og Kristjáni Einarssyni frá Djúpalæk. Önnur dóttir þeirra var Helga, sem bjó í Staðartungu ásamt Einari Ingvari Sigfússyni eiginmanni sínum. Þriðja dóttir þeirra var Lára, sem giftist Eiði Guðmundssyni bónda á Þúfnavöllum. | Jónsdóttir, Stefanía (I4181)
|
1734 | Foreldrar Stefáns, prestshjónin Gunnlaugur Þorvaldur Stefánsson og fyrri kona hans Valborg Elísabet Sveinbjarnardóttir, bjuggu á Sveinsstöðum, Neshreppi utan Ennis, Snæfl, árin frá 1861-1867. Það vantar að hluta í prestsþjónustubók Nesþinga yfir fædda árið 1864 | Þorvaldsson, Stefán (I19791)
|
1735 | Foreldrar Steins voru Snorri Þórðarson og Þórlaug Þorfinnsdóttir. Þau fluttu úr Svarfaðardal og hófu búskap á Syðri-Bægisá 1914 og bjuggu þar til 1951, síðustu árin á móti sonum sínum. Steinn giftist Huldu Aðalsteinsdóttur f. 23.04.1928 á Öxnhóli. Þau bjuggu á Syðri-Bægisá frá 1950 til dauðadags Steins en Helgi sonur þeirra hafði búið á móti þeim frá 1982. Börn Steins og Huldu voru: Katrín f. 30.09.1953, skrifstofumaður á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu, og Helgi Bjarni f. 06.06.1962, bóndi á Syðri-Bægisá. Steinn sat í hreppsnefnd Öxnadalshrepps um árabil, var formaður sóknarnefndar Bægisárkirkju og gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. | Snorrason, Steinn Dalmar (I4160)
|
1736 | Foreldrar Steinunnar voru Sigurður Bárðarson f. 11.02.1821 á Kotá í Hrafnagilshreppi, d. 08.10.1876, bóndi á Kerhóli, Völlum og Æsustöðum, og Arnbjörg Jónsdóttir f. 13.02.1819 á Kambhóli í Arnarneshreppi, d. 13.11.1872. Þau bjuggu á Kerhóli í Sölvadal, Völlum og Æsustöðum í Saurbæjarhreppi. Steinunn ólst upp í foreldrahúsum. Hún giftist Guðmundi Sigfússyni. Steinunn og Guðmundur bjuggu í Hraungerði í Hrafnagilshreppi 1875-1876, á Einarsstöðum í Kræklingahlíð 1876–1886, á Grjótgarði á Þelamörk 1886–1899 og í Garðshorn á Þelamörk 1899-1904. Eftir lát Guðmundar 1904 bjó Steinunn fyrst áfram í Garðshorni hjá sonum sínum, var 1-2 ár hjá Arnbjörgu dóttur sinni á Efri-Rauðalæk og síðan var hún 1908-1915 á Hamri hjá Frímanni syni sínum. Eftir það var hún í Garðshorni hjá Pálma syni sínum til dauðadags. Börn þeirra Guðmundar voru: Pálmi, bóndi í Garðshorni, Frímann, bóndi í Garðshorni og Hamri á Þelamörk og á Efstalandi í Öxnadal, og Arnbjörg, húsfreyja á Fremri-Kotum í Norðurárdal, Skagafirði, og Bólu í Blönduhlíð. Ennfremur tóku þau í fóstur Stefán Sigurjónsson, bónda á Blómsturvöllum í Kræklingahlíð, og Kristfinn Guðjónsson, ljósmyndara á Siglufirði. | Sigurðardóttir, Steinunn Anna (I4136)
|
1737 | Foreldrar stúlkunnar Jón Tómasson og Steinunn Árnadóttir Mörk Vestmannaeyjum | Jónsdóttir, Stúlka (I18904)
|
1738 | Foreldrar stúlkunnar Ágúst Eiríksson Hannesson og Oddný Guðrún Sigurðardóttir. | Ágústsdóttir, Stúlka (I19069)
|
1739 | Foreldrar stúlkunnar, Jóhann Björnsson póstfulltrúi Ve. og kona hans Freyja Stefanía Jónsdóttir. Hólagötu 14, Ve. | Jóhannsdóttir, Stúlka (I19028)
|
1740 | Foreldrar stúlkunnar, Ólafur Kristinn Stefánsson og kona hans Hulda Þorsteinsdóttir. | Ólafsdóttir, Stúlka (I19030)
|
1741 | Foreldrar stúlkunnar. Alfreð Gústafsson sjómaður og Birna Björnsdóttir Kirkjuvegi 53 (Staðarfelli) Ve. | Alfreðsdóttir, Stúlka (I16572)
|
1742 | Foreldrar Sveins voru Aðalsteinn Guðmundsson bóndi í Flögu og Sigurlaug Zophoníasdóttir húsfreyja í Flögu. Svavar var bóndi í Flögu frá 1977, síðast búsettur á Akureyri. | Aðalsteinsson, Svavar Heiðberg (I4169)
|
1743 | Foreldrar Teits, Teitur Jónsson (frá Arney), bóndi á Knerri í Breiðuvík, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir frá Fróðá, Sigurðssonar. | Teitsson, Teitur (I20463)
|
1744 | Foreldrar Theódórs voru Jón Þórðarson, prófastur á Auðkúlu í Svínadal, og Sigríður Eiríksdóttir. Theódór ólst upp í foreldrahúsum. Hann lærði til prests í Latínuskólanum í Reykjavík. Hann giftist Jóhönnu Valgerði Gunnarsdóttur, hún var dóttir Valgerðar Þorsteinsdóttur fyrstu skólastýru húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði. Theódór var prestur á Ytri-Bægisá 1890-1941. Dætur þeirra Jóhönnu voru: Valgerður Sigríður, húsmæðrakennari í Kópavogi, Valgerður Kristjana Gunnþórunn og Halldóra Hólmfríður Kristjana, íslenskufræðingur í Danmörk og Kópavogi. | Jónsson, Séra Theódór (I4202)
|
1745 | Foreldrar Tryggva: Stefán Nikulásson og Guðbjörg Halldóra Sveinsdóttir, Vestmannaeyjum. | Stefánsson, Tryggvi (I20968)
|
1746 | Foreldrar Valgerðar voru Þorsteinn Pálsson og Valgerður Jónsdóttir. Þau bjuggu á Hálsi í Fnjóskadal þar sem Þorsteinn var fyrst aðstoðarprestur og síðan prestur og þingmaður. Valgerður Þorsteinsdóttir giftist Gunnari Jóhanni Gunnarssyni. Þau bjuggu fyrst á Svalbarði í Þistilfirði þar sem Gunnar var prestur en síðan í Lundarbrekku í Bárðardal. Valgerður var fyrsta skólastýra kvennaskólans á Laugalandi í Eyjafirði. Þau Gunnar misstu fjögur börn ung, tvær stúlkur sem báðar hétu Jóhanna Valgerður og synina Gunnar og Þorstein. Aðeins yngsta barnið lifði, Jóhanna Valgerður sem giftist sr. Theódór Jónssyni á Ytri-Bægisá og hjá þeim var Valgerður síðustu árin. | Þorsteinsdóttir, Valgerður (I4205)
|
1747 | Foreldrar Viktors: Hafsteinn Stefánsson og kona hans Guðmunda Gunnarsdóttir. | Hafsteinsson, Viktor (I20982)
|
1748 | Foreldrar Vilborgar voru Helgi Indriðason, bóndi á Lómatjörn og Skarði, og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Vilborg ólst upp hjá foreldrum á Lómatjörn, var þar um 1874-82. Hún var í Stærri-Árskógi fyrst eftir að hún flutti úr Höfðahverfi, var hjú í Kjarna í Arnarneshreppi 1901. Hún var um tíma á Syðri-Bægisá í Öxnadal og kaupakona á Bryta á Þelamörk. Hún var á Efstalandi í Öxnadal hjá syni sínum, Gesti Sæmundssyni, en dvaldist síðast á dvalarheimilinu í Skjaldarvík. Gest eignaðist hún með Sæmundi Tryggva Sæmundssyni, skipstjóra á Kussungsstöðum í Hvalvatnsfirði og síðar í Stærra-Árskógi. | Helgadóttir, Vilborg (I4166)
|
1749 | Foreldrar Vilhjálms: Guðni Runólfsson, sjómaður Vesturvegi 19, Vestmannaeyjum, og kona hans Vilborg Sigurbergsdóttir. | Guðnason, Vilhjálmur (I20978)
|
1750 | Foreldrar þessa barns voru Þorlákur Þorláksson Thorarensen og Hólmfríður Helga Tryggvadóttir Thorarensen. Þau bjuggu á Bryta um þær mundir sem barnið fæddist, síðar í Melbrekku í Glerárþorpi. | Þorláksson, Drengur (I4255)
|
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.