Athugasemdir
Leitarniðurstöður: 1,601 til 1,650 af 12,356
# | Athugasemdir | Tengist |
---|---|---|
1601 | Foreldrar Gests voru Gunnlaugur Júlíus Jónsson og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir. Þau bjuggu á nokkrum bæjum í Skagafirði, m.a. á Á í Unadal 1915-1918, Hólkoti á Höfðaströnd 1918-1919, Svínavöllum 1919-1922 og Fjalli í Kolbeinsdal 1922-1927. Gestur var verkamaður á Akureyri. Hann eignaðist dótturina Sólveigu f. 07.08.1949 með Erlu Maríu Halldórsdóttur, síðar húsfreyju á Auðnum í Öxnadal. | Júlíusson, Gestur (I4154)
|
1602 | Foreldrar Gísla voru Jón Jónsson og s.k. hans Jóhanna Sigfríður Sigurðardóttir). Þau bjuggu í Efstalandskoti í Öxnadal, hann 1897 til 1934, hún frá 1908. Gísli ólst upp hjá foreldrum í Efstalandskoti og síðan eitt ár hjá þeim í Engimýri í Öxnadal. Hann tók við búinu af þeim 1935 og bjó þar til 1940 ásamt foreldrum sínum og systkinum. Gísli giftist Maríu Valgerði Sigtryggsdóttur f. 21.11.1931. Þau bjuggu á Grjótgarði á Þelamörk 1949-1956, Ytri-Reistará á Galmaströnd 1956-1957, Hvammi í sömu sveit 1957-1962, Skriðulandi á Galmaströnd 1962-1965 og í Engimýri í Öxnadal 1965-1990. Börn: Jón Ragnar f. 09.08.1951, Stefán f. 03.10.1958, Sigurður Björgvin f. 28.08.1959, Árni f. 09.09.1962, og Sigrún. | Jónsson, Gísli (I3795)
|
1603 | Foreldrar Gísla: Bjarni Bjarnason og Ólöf Magnúsdóttir búandi hjón í Litla-Fjarðarhorni, Fellssókn, Strand. | Bjarnason, Gísli (I20710)
|
1604 | Foreldrar Gísli Valdimarsson og Margrét Magnúsdóttir | Gísladóttir, Stúlka (I22022)
|
1605 | Foreldrar Gunnars voru Valdemar Helgi Guðmundsson, ættaður úr Hörgárdal, og Arnbjörg Guðmundsdóttir. Valdemar og Arnbjörg bjuggu fyrst á Efri-Rauðalæk 1905-1910. Gunnar fluttist árið 1910 með foreldrum sínum að Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði og að Bólu í Blönduhlíð 1924. Kona hans var Sigurlaug Stefánsdóttir sem var fædd og uppalin í Skagafirði. Gunnar stundaði mjólkur- og vöruflutninga í Akrahreppi um árabil samhliða búskapnum sem hann hóf á Fremri-Kotum 1937 þegar hann keypti jörðina þar sem hann bjó til æviloka. Börn þeirra voru: Arnbjörg Steinunn, húsfreyja í Garðshorni í Kræklingahlíð, Valdemar Helgi f. 30.10.1941, bóndi og bifreiðastjóri á Fremri-Kotum, Guðmundur Kári f. 01.02.1945, bifvélavirki, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður á Sauðárkróki, Reynald Smári f. 20.06.1948, tækjamaður í Stykkishólmi og á Sauðárkróki, og Jón Steinar f. 17.11.1952, bóndi á Fremri-Kotum. | Valdimarsson, Gunnar (I4149)
|
1606 | Foreldrar Gunnlaugs: Samson Gunnlaugsson bóndi Gilsfjarðarbrekku, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir. | Samsonarson, Gunnlaugur (I20709)
|
1607 | Foreldrar Guðbjargar Óskar: Guðjón Ólafsson sjómaður Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, og kona hans Sigríður Friðriksdóttir. | Guðjónsdóttir, Guðbjörg Ósk (I20979)
|
1608 | Foreldrar Guðfinnu voru Jón Þórðarson f. um 1765, d. um 1837, og Randíður Árnadóttir f. 1797, d. 18.07.1869. Þau bjuggu á Tittlingi 1816-1837 eða þar til Jón dó. Randíður giftist aftur Jóni Björnssyni f. um 1802, d. eftir 1860. Þau bjuggu á Sílastöðum í Kræklingahlíð 1840 og Hamri á Þelamörk 1845 til æviloka. Þar var Randíður sveitarlimur 1869 þegar hún lést. Guðfinna ólst upp á Tittlingi, Sílastöðum og var að einhverju leyti hjá móður og stjúpföður á Hamri, t.d. 1860 en var á Litla-Eyrarlandi 1850. Hún giftist Kristjáni Kristjánssyni, frá Neðri-Rauðalæk á Þelamörk. Þau bjuggu í Gloppu í Öxnadal 1863-1864 og á Hamri á Þelamörk 1864-1898. Þau voru á Efri-Vindheimum á Þelamörk 1898-1900 en þá tók Randíður dóttir þeirra við búi á Hamri og Guðfinna og Kristján bjuggu hjá þeim til 1908. Þá fóru þau til Margrétar dóttur sinnar sem þá flutti að Bessahlöðum í Öxnadal og bjuggu hjá þeim Stefáni manni hennar næstu tvö ár, voru á ný hjá Randíði og Friðbirni í Þverbrekku 1910. Börn Guðfinnu og Kristjáns voru: Jón Ágúst, bóndi á Geirhildargörðum í Öxnadal og Sandgerði í Glerárþorpi, Randíður Júlíana, húsfreyja á Hamri á Þelamörk og Þverbrekku í Öxnadal, Rósa, húsfreyja á Ytri-Brennihóli í Kræklingahlíð og Ytri-Reistará á Galmaströnd, Kristján, bóndi á Hálsi, Bessahlöðum, Hraunshöfða og Geirhildargörðum í Öxnadal, var síðast í Reykjavík, Anna Margrét, húsfreyja á Bessahlöðum og Efstalandi í Öxnadal (Bakkakg.). | Jónsdóttir, Guðfinna (I3902)
|
1609 | Foreldrar Guðfinnu: Sigbjörn Björnsson á Oddsstöðum, og Kristín Magnúsína Pétursdóttir á Löndum. | Sigbjörnsdóttir, Guðfinna (I20898)
|
1610 | Foreldrar Guðjóns, Halldóra Jónsdóttir ógift í Geiradalssveit, og Eiríkur Sveinsson bóndi Miðjanesi, Reykhólasveit. Hans fyrsta hórdómsbrot, hennar fjórða frillulífisbrot. Brotið tilkynnt 11. okt. 1863. | Eiríksson, Guðjón (I20010)
|
1611 | Foreldrar Guðlaugs Martel, Stefán Guðlaugsson og kona hans Sigurfinna Þórðardóttir Gerði Vestmannaeyjum. | Stefánsson, Guðlaugur Martel (I19552)
|
1612 | Foreldrar Guðmundar voru Bjarni Kráksson og Sigríður Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Hraunshöfða í Öxnadal 1878-1887. Kona Guðmundar var Helga Þorsteinsdóttir. Þau bjuggu á Einhamri í Hörgárdal 1898-1903 og á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1903-1923. Börn þeirra voru þessi: Halldór Ágúst, bóndi á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1923-1978, Rósa, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, Friðrika Steinunn, húsfreyja á Einhamri í Hörgárdal, Bakkaseli í Öxnadal og á Akureyri, Búi, Sigríður Jónína, umsjónarkona á Akureyri, Búi, bóndi á Ásgerðarstöðum 1932-1935 og á Myrkárbakka í Hörgárdal 1938-1977, Gríma, húsfreyja á Akureyri, Skúli, bóndi á Ásgerðarstöðum 1936-1939 og á Staðarbakka í Hörgárdal 1939-1985, og Ósk Ebba, húsfreyja á Ásgerðarstöðum 1944-1946 og í Búðarnesi 1946-2000. | Bjarnason, Guðmundur Halldór (I3823)
|
1613 | Foreldrar Guðmundar voru Sigfús Benediktsson f. 12.04.1805 á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, d. 25.01.1863, og Guðrún Friðfinnsdóttir f. 12.12.1808 í Baugaseli í Barkárdal, d. 25.09.1846. Eftir dauða móður sinnar ólst Guðmundur upp hjá föður sínum á Barká í Hörgárdal og síðan í Tittlingi (nú Hlíðarenda) í Kræklingahlíð. Um fermingu fór hann í vist hjá presthjónunum í Glæsibæ og flutti með þeim að Grund í Eyjafirði og var þar hjá þeim til tvítugsaldurs. Guðmundur giftist Steinunni Önnu Sigurðardóttur. Þau bjuggu í Hraungerði í Hrafnagilshreppi 1875-1876, á Einarsstöðum í Kræklingahlíð 1876–1886, á Grjótgarði á Þelamörk 1886–1899 og í Garðshorni á Þelamörk til dauðadags Guðmundar 1904. Börn þeirra voru: Pálmi, bóndi í Garðshorni, Frímann, bóndi á Hamri á Þelamörk og á Efstalandi í Öxnadal og Arnbjörg, húsfreyja á Efri-Rauðalæk á Þelamörk, Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði og Bólu í Blönduhlíð. Ennfremur tóku þau í fóstur Stefán Sigurjónsson, bónda á Blómsturvöllum í Kræklingahlíð, og Kristfinn Guðjónsson, ljósmyndara á Siglufirði. | Sigfússon, Guðmundur (I4135)
|
1614 | Foreldrar Guðmundar, Ólafur Jónsson í Arney, og seinni kona hans Kristín Guðmundsdóttir. Bóndi í Arney frá því um 1790 til æviloka. | Ólafsson, Guðmundur (I20464)
|
1615 | Foreldrar Guðnýjar voru Hallgrímur Jónsson f. 19.08.1861, d. 1894, og Guðrún Guðmundsdóttir f. 22.08.1865, d. ?. Þau bjuggu lengst á Hvanneyri á Siglufirði en Guðný ólst upp hjá hjónunum á Ljótsstöðum í Unadal í Skagafirði. Hún eignaðist soninn Halldór Hjálmar, bónda á Vöglum á Þelamörk, með Halldóri Þorsteinssyni, bónda í Hjaltastaðakoti í Skagafirði. „Guðný tilnefndi Halldór heitinn Þorsteinsson föður að syni sínum. Sá framburður varð til þess, að nokkrir aðilar sáu sitt óvænna, því Halldór átti nokkrar eignir, og fengu með aðstoð lögfræðings á Akureyri máli þessu hnekkt og Guðnýju dæmda ómerka orða sinna“ segir í Skagf.1910-1950 III. Hún var vinnukona á Frostastöðum og víðar, síðast á Féeggstöðum hjá Hallgrími Guðmundi bróður sínum, síðast bónda á Vöglum á Þelamörk. | Hallgrímsdóttir, Guðný Sólveig (I4235)
|
1616 | Foreldrar Guðnýjar voru Jón Jósúason og Guðrún Bergrós Oddsdóttir. Þau bjuggu í Árgerði 1880-1883 og í Ytra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi 1883-1887. Guðný giftist Jóhannesi Sigurðssyni. Þau bjuggu á Hólum í Öxnadal 1901-1908, í Engimýri 1908-1929, Þverá 1929-1931 og aftur Engimýri 1931-1934. Þau bjuggu á móti Jóhannesi syni sínum á Neðri-Vindheimum á Þelamörk 1934-1939. Börn: Sumarrós, Stefán Jón, bílstjóri á Akureyri, Ragnar Bernharður Steingrímur, íþróttakennari í Garðabæ, Jóhannes Rögnvaldur Haraldur, bóndi og organisti á Neðri-Vindheimum á Þelamörk, Guðrún Björg, húsfreyja á Bakka í Öxnadal, Sigurður, María Jóhanna Franklín, húsfreyja á Akureyri, og Ágúst. | Jónsdóttir, Guðný (I3798)
|
1617 | Foreldrar Guðnýjar voru Sigurður Hallgrímsson og Sveinbjörg Guðmundsdóttir. Sveinbjörg var systir Trjámanns f. 17.01.1864, d. 09.12.1912, bónda í Fagranesi. Sigurður hafði búið með móður sinni og systkinum á Auðnum 1880 og á Bessahlöðum 1890 áður en hann giftist Sveinbjörgu sem var námsmey á Laugalandi 1890. Sigurður og Sveinbjörg bjuggu saman á Bessahlöðum 1892-1893 og á Auðnum 1893-1900 og Sveinbjörg bjó þar áfram til 1901 með systkinum Sigurðar og fjórum börnum þeirra eftir lát hans. Hún var leigjandi á Ytri-Bægisá 1901 ásamt börnum sínum og Hallgrími bróður Sigurðar og árið eftir voru þau öll á Miðlandi. Árið 1903 voru þau öll ennþá á Miðlandi en Sveinbjörg nú gift Baldvin Sigurðssyni. Árin 1903-1905 voru þau á Syðri-Bægisá. Þá lést Sveinbjörg og Guðný árið eftir en Baldvin var húsmaður á Steinsstöðum 1906 ásamt eftirlifandi börnum Sveinbjargar. Baldvin giftist aftur og var síðar bóndi í Hálsi. | Sigurðardóttir, Guðný (I3849)
|
1618 | Foreldrar Guðnýjar: Tómas Jónsson og Helga Svarthöfðadóttir. | Tómasdóttir, Guðný (I21209)
|
1619 | Foreldrar Guðrúnar Elísabetar Indriðadóttur, Indriði Indriðason yngri, (miðill), húsmaður á Ballará, og kona hans Ingveldur Brandsdóttir. Indriði lést úr tæringu í Reykjavík 1912, 29 ára, og var jarðsettur þar. | Indriðadóttir, Guðrún Elísabet (I20308)
|
1620 | Foreldrar Guðrúnar voru Bjarni Pétursson og Hallfríður Sigríður Þorleifsdóttir. Þau bjuggu á Hálsi 1866-1868, í Stóragerði í Hörgárdal 1868-1870, Varmavatnshólum 1870-1879 og Efstalandi 1879-1901. Guðrún giftist Rósant Sigurðssyni. Rósant og Guðrún bjuggu á Efstalandi til 1917 eftir að foreldrar hans féllu frá nema árin 1900-1902 þegar þau voru á Miðlandi. 1917 fluttu þau í Hamar á Þelamörk þar sem þau bjuggu til 1924 en þá tóku börn þeirra, Þorleifur og Hallfríður, við búinu og bjuggu til 1968. Önnur börn þeirra voru: Drengur sem fæddist andvana, Ragnheiður, Bjarni Kristjana Tryggva. | Bjarnadóttir, Guðrún (I3801)
|
1621 | Foreldrar Guðrúnar voru Jóhannes Guðmundsson f. 1808, d. eftir 1860, og María Halldórsdóttir f. 1808, d. eftir 1860. Þau voru bæði frá Ólafsfirði og áttu lengi heima á Syðri-Á á Kleifum í Ólafsfirði. Guðrún eignaðist Hans Kristin með Trausta Ingimundarsyni, bónda á Kirkjuhóli í Seyluhreppi, Skagafirði. Hann fluttist til Vesturheims. Guðrún bjó í Gloppu í Öxnadal með Jónasi Jónssyni. Jónas hafði misst konu sína frá tveimur sonum og á milli kvenna eignaðist hann son. Þau Guðrún og Jónas bjuggu í Gloppu 1887-1925, Guðrún bjó þar áfram næstu tvö árin. Börn þeirra Guðrúnar: Steingrímur Rósant og Rakel, dóu bæði úr berklum. | Jóhannesdóttir, Guðrún Margrét (I3863)
|
1622 | Foreldrar Guðrúnar voru Jón Vigfússon f. 1792, d. 1872, og f.k. hans Elín Styrbjörnsdóttir f. 1798, d. 1831. Guðrún ólst upp hjá föður sínum á Þúfum og Svínavallakoti í Óslandshlíð. Hún giftist fyrst Halldóri Þorvaldssyni. Þau bjuggu á Þúfum 1854-1856 og 1857-1858, á Stóra-Holti 1858-1859 og á Minna-Grindli frá 1859 til dauðadags Halldórs. Guðrún giftist aftur Jóni Sigurðssyni. Þau bjuggu á Hraunshöfða í Öxnadal 1868-1874, Skjaldarstöðum 1874-1882 og á Miðlandi 1887-1894. Börn Guðrúnar með Halldóri: Helga Sigríður hjá móður á Reykjarhóli í Fljótum 1860 og Hraunshöfða í Öxnadal 1870, vinnuhjú í Hallfríðarstaðakoti 1885 og 1901, í Hrauni í Öxnadal 1890, í Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð 1920, Guðrún. Börn Guðrúnar og Jóns: Hallfríður Rósa, húsfreyja í Hallfríðarstaðakoti, Neðstalandi, Miðlandi og Þverbrekku í Öxnadal, Elín Magnía, Ingibjörg, Hóseas Sigurjón, bóndi í Fagranesi og verkamaður á Akureyri, og Jón, bóndi á Hellu í Blönduhlíð og málari á Siglufirði. | Jónsdóttir, Guðrún Karítas (I3903)
|
1623 | Foreldrar Guðrúnar voru Ólafur Arason og s.k. hans Ragnhildur Rafnkelsdóttir. Fyrri kona Ólafs hét Guðrún Jónsdóttir f. 25.01.1801, d. 21.05.1840. Fyrri maður Ragnhildar hét Magnús Sigurðsson f. 1815, d. 03.05.1843. Guðrún var í hjáleigu frá Einholti í Hornafirði 1845. Hún var vinnukona í Árnanesi í Hornafirði 1880, húskona á Hrafnagili í Eyjafirði 1890 og í Sigluvíkurkoti á Svalbarðsströnd 1895. Guðrún giftist Lárusi Guðmundssyni. Þau bjuggu á Miðhálsstöðum í Öxnadal 1901-1916 eða þar til Lárus féll frá. Guðrún var áfram á Miðhálsstöðum til dauðadags. | Ólafsdóttir, Guðrún (I3867)
|
1624 | Foreldrar Guðrúnar voru Sigurður Mikaelsson og Sigurrós Sigurðardóttir. Þau bjuggu á Miðlandi 1873-1877, Neðstalandi 1877-1882, Hallfríðarstaðakoti 1882-1887, Skjaldarstöðum 1890-1892. Guðrún giftist Kristni Magnússyni. Þau voru húshjón á Steinsstöðum 1896-1899, bjuggu á Hólum 1899-1900, Gili 1900-1906 og Geirhildargörðum 1906-1915. Börn: Stúlka, andvana, Sigurður Rósinör, bóndi á Geirhildargörðum 1915-1917 og síðan á Grímsstöðum í Mývatnssveit, Jóhannes, útvegsbóndi í Neðribæ í Flatey á Skjálfanda, Sigurrós, húsfreyja á Hálsi í Öxnadal, Sigríður, fluttist til Kanada 1927, og Jóhanna Sigfríður. | Sigurðardóttir, Guðrún María (I3873)
|
1625 | Foreldrar Guðrúnar, Björn Bjarnason og Ástríður Jónsdóttir | Björnsdóttir, Guðrún (I20586)
|
1626 | Foreldrar Halldórs voru Jón Halldórsson f. 2. 8. 1817, d. 14. 4. 1901, og Jórunn Árnadóttir f. 12. 11. 1826 í Saltvík við Skjálfanda, d. 7. 3. 1879. Þau bjuggu á Syðri-Bægisá 1853-1863 og síðar á Bryta. Halldór var vinnumaður á Vindheimum 1880, giftur samkvæmt manntali, og á sama bæ var gift húskona að nafni Júlíana Jónasdóttir, hafði verið í Hrauni í Öxnadal 1860 og í Beinisgerði á Galmaströnd 1870. Þessari konu hefur líklega verið ruglað saman við Jónasínu Jónasdóttur en Júlíana en ekki Jónasína hefur verið fyrri kona Halldórs. Seinni kona Halldórs var Anna Ólafsdóttir. Halldór og Anna bjuggu á Miðhálsstöðum 1890-1893, Bessahlöðum 1893-1901 og í Skógum á Þelamörk 1901 til dauða Halldórs 1904. Börn þeirra voru: Þorsteinn Gunnlaugur, sjómaður á Akureyri, Júlíana, Árni, Kristján og Stefán. | Jónsson, Halldór (I4238)
|
1627 | Foreldrar Halldórs voru Kristján Halldórsson og Helga Margrét Magnúsdóttir. Fósturforeldrar Halldórs voru Halldór Þórður Halldórsson og Helga María Jónsdóttir, sem bjuggu á Laugalandi í Skjaldfannardal. Halldór giftist Eggertínu Svanhvít Jónsdóttur. Þau bjuggu á Steinsstöðum í Öxnadal 1946-1986. Börn þeirra: Hjörleifur f. 14.03.1944 (kjörsonur), Helga Elín f. 02.04.1945, Guðrún Ágústa f. 31.05.1946, Kristín Jónína f. 14.08.1948, Þorgerður Stefanía f. 28.02.1951, óskírð stúlka, Svanlaugur Halldór f. 02.06.1953, Trausti Guðmundur f. 22.01.1958, Óskar Friðrik f. 01.06.1959 og Sveinfríður Unnur f. 20.05.1963. | Kristjánsson, Halldór (I3779)
|
1628 | Foreldrar Halldóru voru Theódór Jónsson og Jóhanna Valgerður Gunnarsdóttir. Theódór var prestur á Bægisá 1890-1941. Halldóra Hólmfríður Kristjana var íslenskufræðingur og dvaldist lengi í Kaupmannahöfn en síðast í Kópavogi. | Theodórsdóttir, Halldóra Hólmfríður Kristjana (I4206)
|
1629 | Foreldrar Hallfríðar voru Jón Sigurðsson og s.k. hans Guðrún Karitas Jónsdóttir, þau bjuggu á Hraunshöfða í Öxnadal 1868-1874, Skjaldarstöðum 1874-1882 og Miðlandi 1882-1894. Hallfríður Rósa var elst barna Jóns og Guðrúnar en bæði höfðu eignast börn í fyrri hjónaböndum. Hallfríður giftist Sigurði Jóhanni Sigurðssyni. Þau bjuggu í Hallfríðarstaðakoti 1899-1902, Þverbrekku í Öxnadal 1903-1906, Hellu í Blönduhlíð, Skagafirði, 1906-1909 og 1913-1915, í Tungukoti á Kjálka 1909-1913, á Neðstalandi 1915-1923 og Miðlandi 1928-1929. Þau áttu tvær dætur: Magneu Elínu og Septínu. | Jónsdóttir, Hallfríður Rósa (I4198)
|
1630 | Foreldrar Hallfríðar voru Sigurður Hallgrímsson og Guðrún Jóhannesdóttir. Þau bjuggu á Efstalandi á meðan Guðrún lifði en síðustu ár sín bjó Sigurður í Staðartungu, líklega ásamt Sigurði Jóhanni syni sínum og Hallfríði. Hallfríður bjó í foreldrahúsum framan af ævinni, var ógift og barnlaus. Hún var í Staðartungu hjá Sigurði bróður sínum 1886-87 en var bóndi á Neðstalandi 1887-1897 og hafði ráðskonu, Guðrúnu Árnadóttur. Guðrún hafði eignast dótturina Sigrúnu, með Sigurði Jóhanni bróður Hallfríðar. Sigrún og Jón Júlíus Guðmundsson maður hennar tóku við búinu á Neðstalandi en Hallfríður var þar áfram til heimilis, síðasta árið á Auðnum eftir að Sigrún og Jón fluttu þangað. | Sigurðardóttir, Hallfríður (I3853)
|
1631 | Foreldrar Hallgríms voru Hallgrímur Hallgrímsson f. 1808, d. 09.10.1865, og Guðný Magnúsdóttir f. 1823, d. 20.07.1890. Hallgrímur eldri hafði búið á Þverá á móti Einari bróður sínum alllengi áður en Guðný kom til hans sem bústýra 1850. Þau giftust og bjuggu á Þverá, líklega til dauða Hallgríms. Hallgrímur yngri var á Þverá 1860, vinnumaður á Auðnum 1880 og á Bessahlöðum 1890. Hann var leigjandi á Syðri-Bægisá 1901 og húsmaður á Neðstalandi 1907. | Hallgrímsson, Hallgrímur (I3852)
|
1632 | Foreldrar Hallgríms voru Hallgrímur Jónsson f. 19.08.1861, d. 1894, og Guðrún Guðmundsdóttir f. 22.08.1865, d. ?. Þau bjuggu lengst á Hvanneyri á Siglufirði en Hallgrímur ólst upp sem niðursetningur á Gröf í Hofssókn og e.t.v. víðar. Hann var vinnumaður í Axlarhaga í Flugumýrarsókn 1910 og lausamaður í Syðri-Skjaldarvík 1920. Hann var bóndi í Flugumýrarhvammi, Torfmýri og Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Hann var bóndi í Baugaseli 1928-1930, á Féeggstöðum 1930-1937, í Stóragerði 1939-1942, í Bláteigi 1944-1946 og á Vöglum á Þelamörk 1946-1978 en á Vöglum hafði þá búið Karl Júlíus bróðir Hallgríms 1936-1946. Guðný Sólveig, systir Hallgríms, var hjá honum á Féeggstöðum um tíma og Halldór Hjálmar Halldórsson, sonur hennar ólst upp hjá Hallgrími og bjó með honum á Vöglum til dauðadags. Hallgrímur dó ókvæntur og barnlaus. | Hallgrímsson, Hallgrímur Guðmundur (I4240)
|
1633 | Foreldrar hans voru Bergur Bergsson f. 08.04.1813, d. 16.03.1879, og Ástríður Jónsdóttir f. 1823, d. 13.07.1857. Bergur og Ástríður munu hafa nýhafið sambúð á Efri-Rauðalæk þegar hún dó. Bergur giftist síðan ekkjunni Sigríði Pálsdóttur f. 1817, d. 20.11.1873, sem átti 3 börn frá fyrra hjónabandi. Stefán ólst upp á Efri-Rauðalæk og tók við búi þar 1879. Kona hans var Þorbjörg Friðriksdóttir. Skömmu síðar eða árið 1883 fluttu þau Þorbjörg í Steinsstaði í Öxnadal og þaðan í Þverá þar sem þau bjuggu 1887-1912. Á árunum 1912-1919 bjuggu þau í Hrauni en sonur þeirra, Bernharð, bjó á Þverá 1917-1919. Stefán og Þorbjörg fluttu aftur í Þverá og bjuggu þar 1919-1927. Stefán var hreppstjóri Öxnadalshrepps frá stofnun hans 1910 til 1935. Börn Stefáns og Þorbjargar voru: Rannveig húsfreyja í Hrauni í Öxnadal, Berghildur Friðrika, Steingrímur, bóndi og oddviti á Þverá frá 1910, og Bernharð bóndi og kennari á Þverá, bankaútibússtjóri á Akureyri og alþingismaður. | Bergsson, Stefán (I4229)
|
1634 | Foreldrar hans voru Björn Jónsson og Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir. Þau höfðu búið á ýmsum bæjum í A-Húnavatnssýslu áður en þau voru send í fæðingarsveit Björns, Skriðuhrepp. Þar voru þau fyrst vinnuhjú í Aðbrekku en hófu búskap í Gloppu í Öxnadal 1864. Þaðan fluttu þau í Saurbæ í Hörgárdal 1869 og þaðan í Barká 1875 þar sem þau bjuggu til dauðadags Ingibjargar 1905. Snæbjörn fluttist með foreldrum sínum að Barká í Hörgárdal og ólst þar upp. Snæbjörn giftist Jóhönnu Jónasdóttur. Jóhanna lést af barnsförum frá Jóhanni Snæbirni, húsasmið á Langanesi. Snæbjörn bjó í Hallfríðarstaðakoti 1898 - 1899, síðan á Akureyri 1899 - 1902 og aftur í Hallfríðarstaðakoti 1902 - 1906. Hann bjó á Syðri-Bægisá 1910 - 1912 og síðan í Búðarnesi 1912 - 1920, einhvern hluta þess tíma með Helgu Maríu Jónasdóttur, systur Jóhönnu, sem bústýru. Eftir 1920 var hann verkamaður á Akureyri. | Björnsson, Snæbjörn (I4217)
|
1635 | Foreldrar hans voru Erlendur Þórðarson f. 1778 í Lönguhlíð, d. 02.08.1826 og Sigríður Guðmundsdóttir f. 14.04.1792, d. 19.05.1865. Erlendur Þórðarson bjó á Öxnhóli, fyrst með móður sinni eftir að foreldrar hans skildu og Þórður flutti burt. Erlendur giftist fyrst Rósu Ólafsdóttur og eignaðist með henni 2 dætur. Rósa varð skammlíf og Erlendur giftist aftur Sigríði Guðmundsdóttur móður Erlends Erlendssonar sem var seinni kona hans. Sigríður og Erlendur áttu mörg börn, þ.á.m. tvo syni sem hétu Erlendur. Sigríður bjó áfram á Öxnhóli með seinni manni sínum, Þorsteini Sigurðssyni, eftir lát Erlends og fram yfir miðjan öldina að undanskildum nokkrum árum þegar þau bjuggu á Grænhóli. Erlendur Erlendsson yngri giftist Rósu Kristjánsdóttur. Þau voru vinnuhjú í Stóragerði 1860, bjuggu á Hallfríðarstöðum 1862-1866, á Miðlandi 1868-1870 og á Einhamri til 1880. Eftir það voru þau a.m.k. um tíma í húsmennsku á Öxnhóli en síðast hjá Kristjáni syni þeirra á Hallfríðarstöðum. | Erlendsson, Erlendur (I4225)
|
1636 | Foreldrar hans voru Gunnlaugur Júlíus Jónsson og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir. Þau bjuggu á nokkrum bæjum í Skagafirði, m.a. á Á í Unadal 1915-1918, Hólkoti á Höfðaströnd 1918-1919, Svínavöllum í Unadal 1919-1922 og Fjalli í Kolbeinsdal 1922-1927. Halldór var vinnumaður víða, ógiftur og barnlaus. | Júlíusson, Halldór Jón (I4157)
|
1637 | Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson (Sláttu-Gvendur) og Lilja Gunnlaugsdóttir. Þau áttu mörg börn og bjuggu á ýmsum bæjum í Hörgárdal, m.a. á Myrká og Bási. Jón giftist Sigrúnu Sigurðardóttur. Þau bjuggu á Neðstalandi í Öxnadal 1897-1907, síðar á Auðnum 1907-1910 og síðast á Efri-Rauðalæk á Þelamörk til dauðadags Jóns 1915. Dóttir þeirra var Hallfríður, húsfreyja í Reykjavík. Jón var bróðir Valdemars í Bólu í Blönduhlíð, föður Gunnars. | Guðmundsson, Jón Júlíus (I4245)
|
1638 | Foreldrar hans voru Hallur Gíslason f. 1827, d. 27.02.1898, og Valgerður Jónasdóttir f. 09.09.1824, d. 22.12.1901. Þau bjuggu á Krosshóli, Hverhóli og Kóngsstöðum í Skíðadal. Aðalsteinn giftist Kristjönu Þorleifsdóttur. Þau voru vinnuhjú á Krosshóli í Skíðadal 1892-1900 og á Þverá 1900-1903. Þau bjuggu í Hlíð í Svarfaðardal 1903-04. Aðalsteinn var í húsmennsku á Ytra-Hvarfi með dóttur þeirra 1910 á meðan Kristjana var í vinnumennsku á Akureyri. Þau bjuggu í Skriðukoti í Svarfaðardal 1913-21 og ólu þar upp systurdóttur Aðalsteins, Dagbjört Kristjánsdóttur f. 11.11.1903, d. 17.07.1932. Þau bjuggu á Hólum í Öxnadal 1922-29 og á Miðlandi frá 1929 til 1944. Dóttir þeirra var Elinborg Aðalsteinsdóttir, húsfreyja á Efstalandi, Bakkaseli, Varmavatnshólum og Hrauni í Öxnadal. | Hallsson, Aðalsteinn (I3807)
|
1639 | Foreldrar hans voru Jón Benediktsson f. 07.01.1803 á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, d. 28.06.1866, bóndi fyrst í Flöguseli en síðan á Rútsstöðum í Öngulstaðahreppi, fjórgiftur, og Rósa Jóhannesdóttir f. 14.02.1819 á Þröm í Garðsárdal, d. 30.04.1897, fjórða kona Jóns. Jóhann Benedikt giftist Jóhönnu Hallsdóttur. Þau voru ógift í Skógum á Þelamörk 1880, hún þá orðin ekkja eftir fyrri mann sinn, en bjuggu á Skjaldarstöðum í Öxnadal 1888-1890 og í Garðshorni á Þelamörk 1890-1897. Þau voru hjú í Sörlatungu 1901, í Arnarnesi 1910 og í Litlubrekku í Arnarneshreppi 1920, síðustu áratugina með Sveini syni sínum bónda í Litlubrekku 1920. Börn þeirra voru: Anna Rósa, Baldvin Hálfdan, Hallur Sigurvin og Sveinn Geirmar bóndi í Litlubrekku. | Jónsson, Jóhann Benedikt (I4208)
|
1640 | Foreldrar hans voru Leonard James Booth prentari og Lydia Booth. Eins og fjölskylda hans var hann upphaflega í Ensku biskupakirkjunni en tók kaþólska trú í Cambridge árið 1951. Hann ákvað að gerast munkur í reglu heilags Dominíkusar, vann lokaheitin árið 1956 og tók prestvígslu árið 1958. Séra Edward stundaði prestnám í Cambridge, lauk BA-prófi 1952, MA-prófi 1970 og doktorsprófi í heimspeki 1975. Hann gekk í reglu Dóminikana 29. september 1952 og hlaut prestvígslu 29. september 1958. Auk almennra prestsstarfa stundaði séra Edward bæði kennslu og ritstörf. Hann fór víða, var m.a. fyrirlesari við Pontifical Beda College 1978-1980 og Pontificial University of St. Thomas í Róm 1980-1988. Út hafa komið tvær bækur eftir séra Edward, Aristotelian Aporetic Ontology in Islamic and Christian Thinkers (1983) og The Saint Augustine and the Western Tradition of Self Knowing: The Saint Augustine Lecture 1986 (1989). Þá hafa fjölmargar greinar og bókadómar eftir hann birst í ýmsum erlendum tímaritum, m.a. í The New Grove Dictionary of Music and Musicians (1980), greinin „Kategorie und Kategorialität, Historisch-Systematische Untersuchungen zum Begriff der Kategorialität im philosophischen Denken“ í Festschrift für Klaus Hartmann (1990) og „Gott und sein Bild – Augustins De Trinitate“ í Spiegel der Neueren Forschung (2000). Séra Edward fluttist til Íslands árið 2002 og vann mestan tíma sem heimilisprestur systranna í Stykkishólmi og þjónaði auk þess kaþólska söfnuðinum á Vesturlandi til ársins 2015. Árið 2011 var honum veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hvern einasta dag ársins öll þau ár flutti hann frumsamda prédikun og er þar um mikið safn að ræða. Auk þeirra fræðiskrifa séra Edwards, sem birst hafa í erlendum ritum, skrifaði hann einnig greinar um margvísleg málefni sem birtust í tímaritinu Merki krossins á árunum 2005-2009. Hann samdi einnig fjölda kvæða, flest um trúarleg efni. | Booth, Séra Edward O.P. (Ordo Praedicatorum) (I17472)
|
1641 | Foreldrar hans voru: Guðmundur Pálsson og kona hans Sigriður Þórðardóttir. | Guðmundsson Gudmundson, Þórhallur Thorhallur (I2223)
|
1642 | Foreldrar Haralds voru Páll Pálsson og Elísabet Friðrika Jónsdóttir. Þau bjuggu á Brekku í Öngulsstaðahreppi þar sem Haraldur ólst upp. Haraldur giftist Katrínu Jóhannsdóttur. Þau bjuggu á Dagverðareyri 1901-1912 og á Efri-Rauðalæk á Þelamörk frá 1917 þar til Katrín lést 1927 en Haraldur brá þar búi árið eftir. Haraldur var organisti og kórstjóri við Bakkakirkju og Bægisárkirkju. Börn þeirra voru: Jóhann Ólafur, tónskáld á Akureyri, Elísabet Pálína, húsfreyja á Öxnhóli, Laufey, húsfreyja í Skógum, Lönguhlíð og á Akureyri og Árni Júlíus, bóndi í Lönguhlíð og Hallfríðarstöðum. | Pálsson, Haraldur (I4201)
|
1643 | Foreldrar Haralds voru Sigurður Mikaelsson f. 10.09.1833, d. 03.10.1895, og Sigurrós Sigurðardóttir f. 29.08.1840, d. 01.08.1898. Þau bjuggu á Miðlandi 1873-1877, Neðstalandi 1877-1882, Hallfríðarstaðakoti 1882-1887, Skjaldarstöðum 1890-1892. Haraldur giftist Jóhönnu Álfheiði Bergsdóttur. Þau bjuggu á Bessahlöðum í Öxnadal 1910-1911 og síðan á ýmsum bæjum svo sem í Flatatungu í Skagafirði 1913 og 1920, hugsanlega 1911-1929, í Engimýri 1929-1931, Gloppu 1931-1935, Fagranesi 1935-1941 og eftir það á Akureyri. Jóhanna var á Bessahlöðum 1920. Börn þeirra voru Pálmey Haraldsdóttir, bjó á Sauðárkróki, Tryggvi, skrifstofumaður á Akureyri, og Sesselja, húsmóðir í Þverbrekku í Öxnadal. | Sigurðsson, Haraldur (I4145)
|
1644 | Foreldrar Helgu Jóhönnu voru Ólafur Ólafsson f.1827, d.1887, og Sigríður Sæmundsdóttir f. 10.10.1828 í Eyjafirði, d. 21.06.1874. Ólafur var bóndi, snikkari og smáskammtalæknir á Njálsstöðum á Skagaströnd 1853-1854, Hafursstaðakoti 1854-55, Syðri-Ey 1855-1856, Sæunnarstöðum 1856-1858, Sævarlandi 1858-1860, Illugastöðum í Laxárdal ytri 1860-1861, Brekkukoti í Þingi 1861-1868. Sigríður var húsfreyja, ljósmóðir og saumakona á sömu bæjum. Þau skildu. Í Skagfirskum æviskrám segir að hún hafi lært fatasaum samhliða ljósmóðurstarfinu og hafi líklega verið fyrsta konan sem eignaðist saumavél á Norðurlandi. „Sigríður var mikil fríðleikskona og hlaut á yngri árum nafngiftina “Eyjafjarðarsól„. Jóhanna giftist fyrst Þorsteini Þorsteinssyni, bónda á Öxnhóli í Hörgárdal. Sonur þeirra var Ólafur, sem flutti ungur til Noregs. Jóhanna bjó áfram á Öxnhóli og seinni maður hennar, Sigurður Jóhann Sigurðsson, tók við búi með henni. Sigurður hafði áður búið á Efstalandi í Öxnadal 1869-1879 og Staðartungu í Hörgárdal 1879-1887 en á Öxnhóli bjuggu þau Jóhanna til 1921 þegar synir þeirra tóku við búinu. Synir þeirra voru: Sigurður, bóndi á Barká og Einarsstöðum og Ytra-Brennihóli í Kræklingahlíð, Aðalsteinn, bóndi og oddviti á Öxnhóli, og Sigtýr, bóndi á Öxnhóli, Lönguhlíð og Hólkoti, síðast kaupmaður á Dalvík. Sigurður Jóhann hafði áður eignast dótturina Sigrúnu, húsfreyju á Neðstalandi, Auðnum og Efri-Rauðalæk. | Ólafsdóttir, Helga Jóhanna (I3821)
|
1645 | Foreldrar Helgu Sigríðar voru Gunnar Grímsson f. 04.08.1834 á Gásum í Kræklingahlíð, d. 26.04.1879, og Jóhanna Andrésdóttir f. 25.06.1839 á Syðri-Bægisá í Öxnadal, d. 20.06.1890. Þau bjuggu fyrst á Ytri-Varðgjá og síðan á Breiðabóli á Svalbarðsströnd 1863-1869 og á Sólborgarhóli í Kræklingahlíð 1869-1879. Helga fæddist á Sólborgarhóli. Þegar faðir hennar lést leystist heimilið upp og Helga var fyrst með móður sinni hjá móðurfólki sínu á Syðri-Bægisá en síðan í vistum með Þorgerði Guðrúnu eldri systur sinni, oftast í Glæsibæ og Dagverðareyri í Kræklingahlíð. Helga giftist Pálma Guðmundssyni, sem þá bjó með foreldrum sínum á Grjótgarði. Þar hófu þau Helga og Pálmi búskap áður en þau fluttust með foreldrum hans og systkinum í Garðshorn á Þelamörk 1899 og þar stýrði Helga búi með Pálma og sonum sínum til 1943. Hún hafði þá verið bústýra hjá sonum sínum síðan 1925. Frímann sonur hennar tók við búskap á allri jörðinni 1943 og bjó þar til 1973. Helga flutti til Akureyrar 1947 viku áður en Pálmi dó og á Akureyri bjó hún til dauðadags. Börn Helgu og Pálma voru: Jóhanna Guðrún, húsfreyja á Bryta og síðan á Akureyri, Steindór Guðmundur, bóndi í Garðshorni og smiður, síðast á Akureyri, og Frímann, bóndi í Garðshorni og síðast verkamaður á Akureyri. | Gunnarsdóttir, Helga Sigríður (I4139)
|
1646 | Foreldrar Helgu voru Friðbjörn Björnsson og Stefanía Jónsdóttir. Friðbjörn og Stefanía bjuggu í Sörlatungu 1898-1908 en fluttu þaðan í Staðartungu þar sem þau bjuggu til 1944. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún giftist Einari Ingvari Sigfússyni frá Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði, bónda og kennara. Þau tóku við búi af foreldrum Helgu 1944 og bjuggu í Staðartungu til 1966. | Friðbjörnsdóttir, Helga (I4222)
|
1647 | Foreldrar Helgu voru Pétur Valdemarsson og Kristín Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu í Úlfsstaðakoti 1915-1920, í Sólheimagerði 1920-1924, á Fremri-Kotum 1924-1935 og á Neðri-Rauðalæk á Þelamörk 1935-1961. Banamein Helgu var botnlangabólga. | Pétursdóttir, Helga Ingibjörg (I4180)
|
1648 | Foreldrar henna Ólafur Sturlaugsson bóndi í Akureyjum og kona hans Ágústa Sigurðardóttir. | Ólafsdóttir, Ólína (I20290)
|
1649 | Foreldrar hennar Sigurður Guðmundsson vinnumaður í Hrappsey, og kona hans Jónína Valdimarsdóttir vinnukona sama stað. | Sigurðardóttir, Stúlka (I20383)
|
1650 | Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason og Friðgerður Skarphéðinsdóttir. Þau bjuggu fyrst í Bolungarvík, síðan á Hanhóli þar í sveit, í Skálavík og aftur í Bolungarvík. Guðfinna ólst upp í Botni í Mjóafirði vestra frá 8 ára aldri. Hún réðst í kaupavinnu norður í Eyjafjörð og vorið 1943 giftist hún Frímanni Pálmasyni, bónda í Garðshorni á Þelamörk. Hún var húsfreyja í Garðshorni þangað til heilsa hennar bilaði vorið 1968 en dvaldi eftir það mest á sjúkrastofnunum. Börn Frímanns og Guðfinnu voru: Friðgerður, hjúkrunarfræðingur, síðast í Vänersborg í Svíþjóð, Pálmi, héraðslæknir í Stykkishólmi, Gunnar f. 19.10.1945, kennari og skólastjórnandi við Menntaskólann á Akureyri, rekstrarstjóri Tónlistarskólans á Akureyri og síðast verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, Helga f. 09.06.1947, handavinnukennari og forstöðumaður í öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar, Sigurður, bóndi í Garðshorni, síðar verslunarmaður og síðast sundlaugarvörður í Reykjavík, Jóna, leikskólakennari á Akureyri, Bjarni og Steinar f. 04.12.1954, vélaverkfræðingur, bifreiðastjóri og leiðsögumaður í Reykjavík. | Bjarnadóttir, Gunnhildur Guðfinna (I4141)
|
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.