Athugasemdir
Leitarniðurstöður: 1,551 til 1,600 af 12,356
# | Athugasemdir | Tengist |
---|---|---|
1551 | Foreldrar Árna voru Sigurður Jónasson og María Júlíana Árnadóttir. Þau bjuggu á Steinsstöðum í Öxnadal 1888-1896 og á Bakka í Öxnadal 1896-1905. | Sigurðsson, Árni (I3839)
|
1552 | Foreldrar Ástu voru nýflutt til Reykjavíkur frá Ísafirði, þegar Ásta fæddist. Fyrir áttu þau tvö börn, Geirþrúði, d. í Reykjavík 1932, og Ólaf, d. 1992. Ásta naut foreldra sinna ekki lengi. Árni faðir hennar fórst með togaranum Fieldmarshall Robertson í Halaveðrinu mikla snemma í febrúar 1925 og móðir hennar lést 30. maí sama ár. Hún naut þó góðs atlætis hjá systur sinni, Geirþrúði, þau sjö ár sem hún lifði eftir dauða foreldranna og síðar hjá Ólafi bróður sínum og eiginkonu hans, Herdísi Björnsdóttur. En þetta voru erfiðir tímar og valkostir ekki margir fyrir efnalitla unga stúlku. Ásta lærði kjólasaum og vann talsvert við sauma og þá m.a. í Danmörku. Ung kynntist hún Gunnari Stefánssyni frá Ósi á Skógarströnd, sem þá var við nám í Háskóla Íslands. Þau giftust og eignuðust tvö börn. En hjónabandsárin urðu ekki mörg, Gunnar fórst 31. janúar 1951 með flugvélinni Glitfaxa, sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Ásta byrjaði fljótlega að starfa hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur og veitti forstöðu tveimur verslunum í borginni. Þegar kraftarnir leyfðu ekki lengur burð á þungum brúsum og mjólkurgrindum fékk hún starf í mötuneyti Landsbankans og vann þar fram á eftirlaunaaldur. Síðustu æviárin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. | Árnadóttir, Ásta (I21490)
|
1553 | Foreldrar Aðalbjargar voru Sigurjón Þorvaldsson f. 24.01.1842 í Syðra-Hvarfi í Skíðadal, d. 06.02.1930, og Anna Þorkelsdóttir f. 21.03.1851 á Urðum í Svarfaðardal, d. 28.05.1892. Þau bjuggu í Göngustaðakoti 1875-1883, Gljúfrárkoti 1883-1886, Klaufabrekku 1886-1888 og Koti 1888-1892. Sigurjón bjó áfram tvö ár í Koti en var eftir það í Felli á Upsaströnd hjá syni sínum. Aðalbjörg giftist Gunnlaugi Júlíusi Jónssyni. Þau bjuggu á nokkrum bæjum í Skagafirði, m.a. á Á í Unadal 1915-1918, Hólkoti á Höfðaströnd 1918-1919 og Fjalli í Kolbeinsdal 1922-1927. Elsta barn þeirra fæddist á Hofi í Hjaltadal 1907. Börn þeirra voru: Sigrún, húsfreyja á Syðra-Skörðugili, Anna Solveig, húsfreyja á Neðri-Vindheimum á Þelamörk, Sigurjóna Jóhanna, bjó á Eskifirði, Dagmar Aðalheiður, saumakona og verslunarkona á Akureyri, Pálmi Alfreð, vinnumaður á Syðra-Skörðugili, Halldór Jón, vinnumaður víða, Gestur, bjó á Akureyri, Svava, og Svava Margrét. | Sigurjónsdóttir, Aðalbjörg (I4152)
|
1554 | Foreldrar Aðalheiðar voru Magnús Jón Jónsson og Anna Magnúsdóttir. Þau bjuggu í Efstalandskoti 1890-1893 og á Skjaldarstöðum í Öxnadal frá 1896, Anna með móður sinni og börnum eftir dauða Jóns til 1913. Aðalheiður lærði ljósmóðurfræði í Reykjavík og starfaði sem ljósmóðir í heimabyggð sinni. Hún giftist Manases Guðjónssyni. Þau bjuggu á Barká 1923-1938 og eftir dauða Manasesar bjó Aðalheiður þar áfram til 1950. Eftir það var hún vinnukona og ráðskona um lengri og skemmri tíma á bæjum í Hörgárdal. Síðustu árin bjó hún á Akureyri. Börn þeirra Manasesar voru: Stefán, verkamaður á Dalvík og í Reykjavík, og Sigríður f. 06.08.1937, húsfreyja í Glæsibæ. | Jónsdóttir, Aðalheiður (I4188)
|
1555 | Foreldrar Aðalheiðar: Haraldur Sigurðsson vélameistari í Flatey og Sigurlína (Ingibjörg) Þorleifsdóttir launakona í Bolungarvík. | Haraldsdóttir, Aðalheiður "Alla" (I20827)
|
1556 | Foreldrar Aðalsteins voru Guðmundur Jónasson og Margrét Sigurðardóttir. Guðmundur hafði eignast mörg börn með þremur konum, þar af a.m.k. 7 með Margréti sem var seinni kona hans og síðasta barnsmóðir. Flest börnin ólust upp á sveit. Um aldamótin 1900 voru Guðmundur og Margrét vinnuhjú í Grýtubakkahreppi, m.a. í Pálsgerði þar sem Aðalsteinn fæddist og á Lómatjörn en árið 1910 voru þau á Þönglabakka í Fjörðum án barna sinna. Það ár var Aðalsteinn tökubarn á Kaðalsstöðum í sömu sveit. Árið 1920 var hann leigjandi í Sigluvík á Svalbarðsströnd og hafði móður sína hjá sér. Aðalsteinn hóf búskap í Flögu í Hörgárdal 1927 og þremur árum síðar kvæntist hann Sigurlaugu Zophoníasdóttur. Þau bjuggu í Flögu til 1971 er þau brugðu búi og seldu jörðina. Börn þeirra voru: Margrét Helga f. 19.01.1931, Ásgrímur f. 15.06.1932, tvíburarnir Sveinn Heiðberg og Svavar Heiðberg, Gunnhildur Anný, Jósavin H., Sigrún Svanfríður f. 07.09.1940 og Hjördís Hlíf. Áður hafði Sigurlaug eignast Jóhann Guðmund Jóhannsson árið 1920. Aðalsteinn og Sigurlaug byggðu upp myndarbú í Flögu. | Guðmundsson, Aðalsteinn (I4167)
|
1557 | Foreldrar Aðalsteins voru Jónas Rósant Jónsson og Elinborg Aðalsteinsdóttir. Þau bjuggu í Efstalandskoti, Bakkaseli, Varmavatnshólum og Hrauni í Öxnadal. Aðalsteinn tók við búi af foreldrum sínum í Hrauni 1973 ásamt Jóni Aðalsteini bróður sínum og þar bjuggu þeir uns yfir lauk. | Jónasson, Aðalsteinn (I3805)
|
1558 | Foreldrar Aðalsteins voru Sigurður Jóhann Sigurðsson og s.k. hans Helga Jóhanna Ólafsdóttir. Þau bjuggu á Öxnhóli þar sem Aðalsteinn ólst upp. Aðalsteinn giftist Elísabetu Pálínu Haraldsdóttur. Aðalsteinn bjó fyrst á Öxhóli frá 1918 á móti foreldrum sínum og síðan tvö ár á móti Sigtý bróður sínum og þau Elísabet bjuggu þar 1926-1971, síðustu árin á móti sonum sínum, fyrst Hákoni og síðan Hreiðari. Börn þeirra voru: Hulda f. 23.04.1928, húsfreyja á Syðri-Bægisá, Hákon f. 08.12.1929, bóndi á Öxnhóli og verslunarmaður á Akureyri, og Hreiðar f. 24.12.1933, bóndi á Öxnhóli. Aðalsteinn var um árabil oddviti Skriðuhrepps og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. | Sigurðsson, Aðalsteinn (I4146)
|
1559 | Foreldrar Baldurs voru Ragnar Guðmundsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Ragnar var bóndi í Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal en Ragnhildur var ráðskona á Skjaldarstöðum. Baldur ólst upp á Skjaldarstöðum hjá Jóni móðurbróður sínum eftir að móðir hans lést. Hann var um tíma á Miðlandi eftir að jörðin fór í eyði en bjó síðan á Akureyri og starfaði alla tíð sem flutningabílstjóri. | Ragnars Ragnarsson, Baldur (I3836)
|
1560 | Foreldrar Bernharðs voru Stefán Bergsson og Þorbjörg Friðriksdóttir. Þau bjuggu á Efri-Rauðalæk 1879-1883, á Steinsstöðum í Öxnadal 1883-1887 og á Þverá 1887-1912, í Hrauni 1912-1919 og aftur á Þverá 1919-1927. Stefán var hreppstjóri Öxnadalshrepps frá stofnun hans 1910 til 1935. Steingrímur sonur þeirra bjó á Þverá 1910-1915. Bernharð bjó hjá foreldrum sínum framan af en gerðist bóndi á Þverá 1917 og bjó þar á móti öðrum til ársins 1935. Hann var í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1904-1906, tók kennarapróf frá Flensborgarskóla 1908 og var við framhaldsnám í kennaraskólanum í Kaupmannahöfn 1912. Hann var barnakennari í Skriðuhreppi 1908-1910 og í Öxnadal 1910-1923. Hann var útibússtjóri Búnaðarbankans á Akureyri 1930-1959. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1959 og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. oddviti Öxnadalshrepps 1915-1928. Kona hans var Hrefna Guðmundsdóttir, systir Eiðs bónda á Þúfnavöllum, Barða alþingismanns og fleiri systkina. Börn þeirra voru: Berghildur, húsfreyja á Þúfnavöllum, Steingrímur kennari og skólastjóri á Dalvík og útibússtjóri Búnaðarbankans á Akureyri, og Erla. | Stefánsson, Bernharð (I3843)
|
1561 | Foreldrar Bjargar voru Jóhannes Sigurðsson og Guðný Jónsdóttir. Þau bjuggu í Hólum í Öxnadal 1901-1908, Engimýri 1908-1929 og 1931-1935, á Þverá 1929-1931 og á Neðri-Vindheimum 1934-1939. Björg giftist Þór Þorsteinssyni. Þau tóku við búi á Bakka af foreldrum Þórs og bjuggu þar 1924-1976. Þá tóku tvö börn þeirra við búinu, Símon Beck og Ólöf Steinunn f. 11.03.1939. Þriðja systkinið er María Björk f. 22.05.1933. | Jóhannesdóttir, Guðrún Björg (I3850)
|
1562 | Foreldrar Bjarna: Árni Jónsson og kona hans Ingibjörg Ásmundsdóttir. | Árnason, Bjarni (I21198)
|
1563 | Foreldrar Björns voru Jón Björnsson f. 1770, d. 29. 7. 1855, og Guðfinna Tómasdóttir f. 1797, d. eftir 1860. Jón hafði búið áður í Flöguseli 1800-1806 og Nýjabæ 1806-1815 en þau Guðfinna, sem var þriðja kona hans, bjuggu á Framlandi til 1849 og síðustu árin var hann a.m.k. í Heiðarhúsum á Þelamörk en Guðfinna var húskona á Grjótgarði 1860. Björn var alinn upp sem fósturbarn á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Hann fluttist vestur í Hjaltadal 1854 og kynntist þar Ingibjörgu Helgu Guðmundsdóttur, sem þangað var komin sem vinnukona. Næstu ár bjuggu þau á ýmsum bæjum á fæðingarslóðum Ingibjargar í Húnavatnssýslu þar sem þau eignuðust barn á hverju ári. Urðu þau þar fyrir skakkaföllum sem leiddu til þess að þau voru send í fæðingarsveit Björns, Skriðuhrepp. Árið 1860 voru þau vinnuhjú í Auðbrekku en 1864 hófu þau búskap í Gloppu í Öxnadal. Þaðan fluttu þau í Saurbæ í Hörgárdal 1869 og þaðan í Barká 1875 þar sem þau bjuggu til dauðadags Ingibjargar 1905. Börn Ingibjargar og Björns voru: Jón, Þorbjörg, Elínborg, Guðný, Steinunn Lilja, Guðrún, Friðbjörn, Snæbjörn og Sigurborg. Í manntalinu 1880 voru 8 börn Ingibjargar og Björns hjá þeim á Barká, Þorbjörg hafði verið tökubarn á Kagaðarhóli á Ásum í Húnavatnssýslu. | Jónsson, Björn (I4215)
|
1564 | Foreldrar Björns, Björn Friðriksson snikkari Ytra-Fagradal á Skarðsströnd, og kona hans Ingibjörg Haraldsdóttir | Björnsson, Björn (I20253)
|
1565 | Foreldrar Brynjólfs voru Sveinn Björnsson og Soffía Björnsdóttir. Þau bjuggu í Efstalandskoti í Öxnadal 1880, bjuggu á Neðri-Rauðalæk á Þelamörk 1886-1888 ásamt tveimur börnum sínum en höfðu þá misst 3, þau voru á Steinsstöðum 1888-1890, húshjón í Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal 1890-1891, aftur í Efstalandskoti 1891-1894, vinnuhjú á Þverá 1894-1895, enn húshjón í Efstalandskoti 1895-1899 og á Steinsstöðum 1899-1908 en frá 1908 bjuggu þau á móti Helgu dóttur sinni á Syðri-Bægisá. Loks bjuggu þau á Steinsstöðum 1911-1920. Kona Brynjólfs var Laufey Sumarrós Jóhannesdóttir. Þau bjuggu fyrst með foreldrum hans á Syðri-Bægisá og fluttu með þeim í Steinsstaði. Þar bjuggu þau fyrst með foreldrum hans og þar fæddist fyrsta barn þeirra af 15. Þau tóku við búskap 1913 og bjuggu þar til 1936 og í Efstalandskoti 1936-1950, Brynjólfur ári lengur eftir lát Laufeyjar. Brynjólfur var hreppstjóri Öxnadalshrepps 1942-1970. Börn þeirra Laufeyjar voru: Stefanía Rannveig, bjó á Akureyri, Sveinbjörg Soffía, bjó á Akureyri, Árni, Sigurjón Ingimar, bóndi á Ásláksstöðum á Galmaströnd, oddviti og hreppstjóri Arnarneshrepps, Anna Sigríður Geirþrúður Aðalbjörg, matráðskona á Akureyri, Björn, vegaeftirlitsmaður á Akureyri, Gunnar Höskuldur, vinnuvélastjóri á Akureyri, Þórdís Kristrún, bjó á Akureyri, Sveinn, bóndi í Efstalandskoti og vegaverkstjóri á Akureyri, Helga Guðbjörg, Helga Guðbjörg f. 01.10.1926 á Steinsstöðum í Öxnadal, býr á Akureyri, Kristín Álfheiður f. 18.10.1928 á Steinsstöðum í Öxnadal, húsfreyja á Neðri-Rauðalæk á Þelamörk, Árni, bóndi í Efstalandskoti og Steinsstöðum II í Öxnadal, Þorbjörg, saumakona á Akureyri. | Sveinsson, Brynjólfur (I3774)
|
1566 | Foreldrar drengsins Björgvin Sigurður Stefánsson og Ragna Vilhjálmsdóttir | Sigurðsson, Drengur (I18838)
|
1567 | Foreldrar drengsins Bryngeir Torfason og Lovísa Gísladóttir | Bryngeirsson, Drengur (I18906)
|
1568 | Foreldrar drengsins eru Jón Hjálmarsson og Fríður Ingimundardóttir Sætúni Vestmannaeyjum. | Jónsson, Drengur (I19500)
|
1569 | Foreldrar drengsins Ingvald Ólaf Andersen gistihússtjóri og Málfríður Anna Bjarnadóttir. | Ingvaldsson, Drengur (I18958)
|
1570 | Foreldrar drengsins Sigurbjörg Jónsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson Eskihlíð 36, Vestmannaeyjum. | Guðmundsson, Drengur (I19473)
|
1571 | Foreldrar drengsins Þórarinn Jónsson og Sigrún Ágústsdóttir Litla-Hvammi Kirkjuvegi 39b, Vestmannaeyjum. | Þórarinsson, Drengur (I18907)
|
1572 | Foreldrar drengsins Þórarinn Jónsson og Sigrún Ágústsdóttir Ráðagerði Vestmannaeyjum. | Þórarinsson, Drengur (I19155)
|
1573 | Foreldrar drengsins, Benedikt Sigurður Kristjánsson Stóra-Múla, og kona hans Gíslína Ólöf Ólafsdóttir | Benediktsson, Drengur (I20577)
|
1574 | Foreldrar drengsins, Ingi Vignir Jónasson og kona hans Ásdís Jóhannsdóttir, Litlu-Fagurlyst (Urðarvegi 18), Vestmannaeyjum. | Vignisson, Drengur (I19611)
|
1575 | Foreldrar drengsins, Sigurður Sigurðsson bóndi í Hvítadal, Saurbæjarhreppi, Dal., og bústýra hans Indríður Hannesdóttir. | Sigurðsson, Drengur (I20545)
|
1576 | Foreldrar drengsins: Halldór Jónsson vélstjóri, Vestmannabraut 3, Vestmannaeyjum og kona hans Ágústa Karólína Sveinsdóttir | Halldórsson, Drengur (I20892)
|
1577 | Foreldrar drengsins: Þórir Valgeir Jakobsson vinnumaður í Akureyjum, og Aðalheiður Guðmundsdóttir ógift vinnukona í Akureyjum. | Þórisson, Drengur (I20701)
|
1578 | Foreldrar Eggerts Gunnar Jónsson og Sigurlaug Pétursdóttir | Gunnarsson, Eggert (I18998)
|
1579 | Foreldrar Einars voru Sigfús Einarsson f. 16. 4. 1883, d. 6. 8. 1944, og Valgerður Jónsdóttir f. 17. 2. 1875, d. 13. 7. 1951. Þau bjuggu í Ási og síðar Árseli í Fellum. Einar giftist Helgu Friðbjörnsdóttur. Þau tóku við búi af foreldrum Helgu 1944 og bjuggu í Staðartungu til 1966. Sonur þeirra var Erling f. 07.08.1938, bankastarfsmaður á Akureyri. Einar var kennari í Hörgárdal samhliða búskap. | Sigfússon, Einar Ingvar (I4184)
|
1580 | Foreldrar Einars: Alfreð Hjörtur Hjartarson vélstjóri, Herjólfsgötu 8, Vestmannaeyjum, og kona hans Jóna Friðriksdóttir. | Alfreðsson, Einar (I20990)
|
1581 | Foreldrar Eiríks voru Stefán Halldór Eiríksson og Svanfríður Bjarnadóttir. Þau bjuggu á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1895-1899 og á Refsstöðum til fráfalls Stefáns 1907. Árið eftir fluttist Svanfríður með börn sín í Skóga á Þelamörk og bjó þar til 1925 er Marinó sonur hennar tók við búinu. Eiríkur kvæntist Laufeyju Sigrúnu Haraldsdóttur. Þau bjuggu í Ási á Þelamörk 1931-1932, í Skógum á Þelamörk 1932-1937, í Lönguhlíð 1937-1938 og síðan á Akureyri. Síðustu áratugina og eftir lát Laufeyjar bjó hann í Reykjavík og hélt heimili með tengdadóttur sinni eftir að sonur hans féll frá. Eiríkur fór á Eiðaskóla 1924, sinnti síðan kennslu í heimasveit sinni en lauk síðan kennaraprófi 1940. Hann kenndi á Húsavík í þrjú ár og síðan á Akureyri í fimmtán ár, lengst við Barnaskóla Akureyrar. Frá 1958-1971 kenndi hann við Langholtsskóla í Reykjavík og var þar raunar viðloða miklu lengur. Eiríkur og Laufey eignuðust tvo syni, sá eldri dó aðeins fárra vikna gamall en sá yngri var Haukur, blaðamaður í Reykjavík. | Stefánsson, Eiríkur (I4150)
|
1582 | Foreldrar Eiðs voru Guðmundur Sigurður Guðmundsson og Guðný Loftsdóttir. Um Guðmund segir í Íslendingabók: Bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Kennari á Hólum 1883-1885 og síðan lengi prófdómari þar. Bóndi, hreppstjóri í Sörlatungu i Hörgárdal 1887-1892 og síðar á Þúfnavöllum til æviloka. Eiður fluttist í Þúfnavelli með foreldrum sínum. Þar tók Eiður við búskap 1917 og bjó samfellt til 1961, lengst af á móti Baldri bróður sínum og frá 1940 á móti Guðmundi syni sínum. Fyrri kona Eiðs var Lára Friðbjarnardóttir. Börn þeirra voru: Guðmundur, bóndi á Þúfnavöllum 1940 - 1973, Steingerður, húsfreyja á Akureyri, og Hrafn, sjómaður á Akureyri. Seinni kona Eiðs var Líney Guðmundsdóttir. Börn þeirra voru: Sturla f. 16.11.1940, bóndi á Þúfnavöllum, og Droplaug f. 13.01.1951, húsfreyja á Barká og Akureyri. Eiður var hreppstjóri í Skriðuhreppi, eftir hann liggja 4 bækur um ábúendur í Öxnadal og Hörgárdal (í Skriðuhreppi hinum forna). | Guðmundsson, Eiður (I4164)
|
1583 | Foreldrar Eiðs voru Jón Alexander Guðmundsson og Jónasína María Friðfinnsdóttir. Eiður ólst upp hjá foreldrum sínum í Fornhaga og Sörlatungu í Hörgárdal. Eiður kvæntist Líneyju Guðmundsdóttur. Þau bjuggu á móti foreldrum Eiðs í Sörlatungu 1927-1933. Börn þeirra voru: Valgerður f. 07.03.1929, Eyvindur, Daði og Angantýr. | Jónsson, Eiður (I4194)
|
1584 | Foreldrar Elías Ketilsson og Halldóra M. Jónsdóttir | Elíasdóttir, Guðlaug "Gullý" (I22026)
|
1585 | Foreldrar Elíasar voru Tómas Tómasson og Jóhanna Sólveig Sigurgeirsdóttir. Þau voru á Bakka í Öxnadal 1890-1891, á Steinsstöðum 1891-1894, Hálsi 1984-1895, í Fagranesi 1895-1896, í Hálsi 1896-1897, Þverbrekku 1897-1900, Bakkaseli 1900-1902, Bakkaseli 1909-1915 og Auðnum 1915-1920, allir bæirnir í Öxnadal. Elías var með foreldrum sínum á þessum bæjum. Hann var búfræðingur og giftist Róslín Berghildi Jóhannesdóttur. Þau bjuggu í Hrauni 1919-1935 og Elías til 1938 eftir dauða Róslínar. Hann flutti til Akureyrar og starfaði þar sem bankagjaldkeri, giftist þar Sigrúnu Jónsdóttur. Börn Elíasar og Róslínar voru: Jóhannes, hæstaréttarlögmaður og bankastjóri í Reykjavík, Jóhanna Rannveig f. 22.01.1925, talsímavörður á Akureyri, Drengur, f. og d. 22. nóv. 1926, og Drengur, f. og d. 22. maí 1927. | Tómasson, Elías (I3831)
|
1586 | Foreldrar Elínar Óskar Kristinsdóttur. Kristinn Agnar Hermansen og Guðfinna Edda Eggertsdóttir. | Kristinsdóttir, Elín Ósk (I19487)
|
1587 | Foreldrar Elínborgar voru Aðalsteinn Hallsson og Kristjana Þorleifsdóttir. Elinborg ólst upp hjá foreldrum sínum í Skíðadal en þau fluttu í Öxnadal og bjuggu þar á Hólum og Miðlandi. Hún giftist Jónasi Rósant Jónssyni. Þau voru vinnuhjú á Steinsstöðum 1912, bjuggu á móti foreldrum Jónasar í Efstalandskoti 1913-1916, í Bakkaseli 1916-1919, Varmavatnshólum 1919-1938 og í Hrauni 1938-1973. Börn Elinborgar og Jónasar: Sóley, húsfreyja á Akureyri, Valgerður, húsfreyja á Miðlandi og á Akureyri, Jón Aðalsteinn, bóndi í Hrauni, Aðalsteinn, bóndi í Hrauni, Kristjana, bjó á Grenivík, Sigurður Eggerz, bóndi á Miðlandi, Hálsi og Efstalandi, Herdís, Hallur f. 16.07.1927 á Varmavatnshólum, bóndi á Miðlandi og verkamaður á Akureyri og Lilja f. 21.10.1928 á Varmavatnshólum, húsmóðir á Húsavík. | Aðalsteinsdóttir, Elínborg (I3794)
|
1588 | Foreldrar Elísabetar voru Haraldur Pálsson, bóndi og organisti, og Katrín Jóhannsdóttir. Þau bjuggu á Dagverðareyri 1901-1912, í Ytri-Skjaldarvík 1912-1917 og á Efri-Rauðalæk 1917-1928. Elísabet ólst upp í foreldrahúsum. Hún giftist Aðalsteini Sigurðssyni. Aðalsteinn bjó á Öxnhóli 1918 til æviloka, um árabil oddviti sveitarinnar, og Elísabet bjó þar með honum frá 1926 en synir þeirra hafa búið þar síðan. Börn þeirra voru:7 Hulda Vordís f. 23.04.1928, húsfreyja á Syðri-Bægisá, Hákon f. 08.12.1929, bóndi á Öxnhóli og verslunarmaður á Akureyri, og Hreiðar f. 24.12.1933, bóndi á Öxnhóli. | Haraldsdóttir, Elísabet Pálína (I4147)
|
1589 | Foreldrar Emilíu voru Emil Petersen og ? (Guðný Margrét Jónsdóttir f. 20. 12. 1864, d. 10. 3. 1945, var ráðskona hjá Emil í Bakkaseli 1914 - 1915 og á Gili 1914 - 1920)? | Emilsdóttir Petersen, Emilía (I3900)
|
1590 | Foreldrar Emiliu voru Jónas Ólafsson og Helga Rannveig Egilsdóttir. Þau voru gift vinnuhjú í Hrauni 1960, þar sem móðir Jónasar bjó, og Íslendingabók segir Rannveigu hafa verið húsfreyju í Hrauni 1870 en þau bjuggu á Geirhildargörðum 1870-1871 en þá lést Jónas. Rannveig giftist aftur Jóni Jónssyni, og bjó með honum á Geirhildargörðum 1871-1880 og Gili 1881-1889. Þau bjuggu í Ásgerðarstaðaseli 1890. Emilía ólst upp hjá móður, föður og síðan stjúpföður fram yfir tvítugt en var síðan vinnukona eða húskona á bæjum í Hörgárdal og Öxnadal, í Ásgerðarstaðaseli 1890, á Þúfnavöllum 1901 og í Hrauni 1910 og 1920. Hún var á sveitarframfæri í Hrauni 1930. Hún giftist aldrei en eignaðist dótturina Efemíu, með Ívari Ágúst Markússyni, bónda í Krókárgerði í Norðurárdal, Skagafirði, síðar leigjandi á Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi, þar sem Efemía var hjá honum, og loks á Akureyri. Efemía var húsfreyja á Sæbergi á Grenivík. | Jónasdóttir, Emilia (I3856)
|
1591 | Foreldrar Erlu voru Bernharð Stefánsson og Hrefna Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Þverá 1917-1935. Bernharð var barnakennari, bóndi og oddviti í Öxnadal, alþingismaður og bankaútibússtjóri á Akureyri. | Bernharðsdóttir, Erla (I3845)
|
1592 | Foreldrar Erlu voru Halldór Ingimar Halldórsson og Guðríður Erlingsdóttir. Þau bjuggu á Skútum í Glerárþorpi. Erla giftist Ara Heiðmann Jósavinssyni. Þau bjuggu á Auðnum 1958 til æviloka Ara. Börn þeirra: Jósavin Heiðmann f. 05.05.1953, Hlíf f. 27.10.1955, Guðríður f. 27.09.1958, Halldór Heiðmann, Ari Erlingur f. 22.07.1961, Birgir Heiðmann f. 21.09.1963 og Ingunn Heiða f. 10.10.1965. Andvana drengur Áður hafði Erla eignast dótturina Sólveigu f. 07.08.1949, húsmóður á Dalvík, með Gesti Júlíussyni. | Halldórsdóttir, Erla Margrét (I3788)
|
1593 | Foreldrar Ernu Maríu: Halldór Ólafsson og Esther Jóhanna Sigmundsdóttir. | Halldórsdóttir, Erna María (I20995)
|
1594 | Foreldrar Frímanns voru Guðmundur Sigfússon og Steinunn Anna Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og síðan á Grjótgarði og Garðshorni á Þelamörk. Hann kvæntist Margréti Egedíu Jónsdóttur frá Laugalandi á Þelamörk 20.05.1905. Þau hófu búskap í Garðshorni á Þelamörk á móti Pálma bróður Frímanns sem þá lá rúmfastur í berklum en eftir að hann náði heilsu fluttu Frímann og Margrét í Hamar á Þelamörk þar sem þau bjuggu til 1917 að þau fluttu í Efstaland í Öxnadal þar sem þau bjuggu til dauðadags Frímanns. Banamein hans var ristilkrabbamein. Börn Frímanns og Margrétar voru: Sigurbjörg Steinunn Anna, húsfreyja í Búðarnesi í Hörgárdal og víðar og síðast á Akureyri, Guðmundur Júlíus kennari og skólastjóri á Hjalteyri og víðar, Anna Guðrún húsfreyja í Reykjavík og Ásta húsfreyja á Húsavík. | Guðmundsson, Frímann (I4137)
|
1595 | Foreldrar Frímanns voru Pálmi Guðmundsson og Helga Sigríður Gunnarsdóttir. Þau bjuggu í Garðshorni á Þelamörk 1899-1925. Frímann tók við búi í Garðshorni á móti Steindóri bróður sínum 1925 en vorið 1943 þegar Frímann giftist Guðfinnu G. Bjarnadóttur hófu þau búskap á allri jörðinni og bjuggu til 1973. Þá fluttist Frímann til Akureyrar þar sem hann vann sem verkamaður til æviloka. Guðfinna hafði veikst 1968 og dvaldi mest á sjúkrastofnunum það sem hún átti ólifað. Frímann átti sæti í hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps um árabil og var lengi formaður Lestrarfélags Þelamerkur, geymdi bókasafn félagsins og annaðist útlán. Börn Frímanns og Guðfinnu voru: Friðgerður hjúkrunarfræðingur, síðast í Vänersborg í Svíþjóð, Pálmi, héraðslæknir í Stykkishólmi, Gunnar f. 19.10.1945, kennari og skólastjórnandi við Menntaskólann á Akureyri, rekstrarstjóri Tónlistarskólans á Akureyri og síðast verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, Helga f. 09.06.1947, handavinnukennari og forstöðumaður í öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar, Sigurður, bóndi í Garðshorni og síðar verslunarmaður og síðast sundlaugarvörður í Reykjavík, Jóna, leikskólakennari á Akureyri, Bjarni og Steinar f. 04.12.1954, vélaverkfræðingur, bifreiðastjóri og leiðsögumaður í Reykjavík. Áður hafði Frímann eignast Kristján, tækjamann og vélstjóra á togurum frá Akureyri. Móðir hans var Margrét Sigurrós Sigfúsdóttir. | Pálmason, Frímann (I4140)
|
1596 | Foreldrar Friðbjörns Júlíusar voru Stefán Guðmundsson og Anna Margrét Kristjánsdóttir. Þau voru vinnuhjú á Öxnhóli í Hörgárdal 1901-1908, bjuggu í Þverbrekku í Öxnadal 1908-1923, Neðstalandi í Öxnadal 1923-1926 og Efstalandi í Öxnadal 1926-1943. Júlíus var búfræðingur, starfaði sem barnakennari og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. hreppsnefndarmaður og sýslunefndarmaður. Hann var ógiftur og barnlaus. Júlíus bjó á heimili foreldra sinna. | Stefánsson, Friðbjörn Júlíus (I3811)
|
1597 | Foreldrar Friðbjörns voru Björn Jónsson og Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir, þau höfðu búið á ýmsum bæjum í A-Húnavatnssýslu áður en þau voru send í fæðingarsveit Björns, Skriðuhrepp. Þar voru þau fyrst vinnuhjú í Aðbrekku en hófu búskap í Gloppu í Öxnadal 1864. Þaðan fluttu þau í Saurbæ í Hörgárdal 1869 og þaðan í Barká 1875 þar sem þau bjuggu til dauðadags Ingibjargar 1905. Friðbjörn var þar fyrst í húsmennsku eftir að hann giftist Stefaníu Jónsdóttur frá Myrkárdal. Friðbjörn og Stefanía hófu búskap í Sörlatungu 1898 en fluttu í Staðartungu 1908. Þar bjuggu þau til 1944, síðasta árið í sambúð með Unni dóttur sinni og Kristjáni Einarssyni frá Djúpalæk. Önnur dóttir þeirra var Lára sem giftist Eiði Guðmundssyni bónda á Þúfnavöllum. Þriðja dóttir þeirra var Helga sem bjó í Staðartungu ásamt Einari Ingvari Sigfússyni eiginmanni sínum 1944-1966. Friðbjörn eignaðist dótturina Birnu Björk, matráðskonu víða, með Rósu Guðmundsdóttur frá Nýjabæ í Hörgárdal, hjúkrunarfræðingi í Reykjavík. Friðbjörn var annálaður hagyrðingur. | Björnsson, Friðbjörn (I4182)
|
1598 | Foreldrar Friðbjörns voru Jóhann Þorláksson f. 1829, d. 1910, og Halldóra Jónsdóttir f. 07.09.1832 á Bakka í Bökkum, d. eftir 1880, þau bjuggu á Sigríðarstöðum, Teigum og Helgustöðum í Fljótum í Skagafirði. Friðbjörn ólst upp í foreldrahúsum en 1890 var hann kominn í Hellu á Árskógsströnd. Hann giftist Randíði Júlíönu Kristjánsdóttur. Þau bjuggu á Hamri á Þelamörk 1901-1907, þau voru leigjendur á Efri-Vindheimum 1910, bjuggu á Bryta 1912-1914, í húsmennsku á Ási 1920 og bjuggu á Grjótgarði 1925-1926. Friðbjörn og Randíður eignuðust ekki börn. | Jóhannsson, Friðbjörn (I4221)
|
1599 | Foreldrar Friðriks voru Bjarni Bjarnason f. 17.01.1832, d. 21.04.1917, og f.k. hans Sigurbjörg Sigurðardóttir f. 26.01.1835, d. 1875, sem bjuggu á Þormóðsstöðum. Friðrik giftist b>Sigurrós Pálsdóttur frá Litlu-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Þau bjuggu í Brúnagerði í Fnjóskadal 1896-1897, á Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi 1897-1901 og á Neðri-Vindheimum á Þelamörk 1901 og þar til Friðrik lést úr lungnabólgu 1915 en Sigurrós bjó þar ári lengur. Eftir dauða Friðriks bjó Sigurrós með Karli Guðmundssyni f. 24.08.1885, d. 15.11.1974, á Efri-Vindheimum til dauðadags Sigurrósar 1926. Þau Friðrik og Sigurrós áttu 11 börn, þau voru: Bjarni, bóndi á Efri-Vindheimum, Hólkoti og Lönguhlíð í Hörgárdal, garðyrkjumaður í Hveragerði og Kópavogi, tengdasonur presthjónanna á Bægisá, Kristinn Páll, flutti til Suðurlands, Elín, Sigrún, Sigtryggur, bóndi í Sellandi í Fnjóskadal, Þórunn Sigurbjörg, Jón Hólm, verkamaður í Reykjavík, Ólafía Guðrún, húsfreyja á Læknesstöðum á Langanesi, síðar á Þórshöfn, Jóhanna Bergrós, Elín Guðný og Þorgrímur, kaupmaður á Akureyri. | Bjarnason, Friðrik Daníel (I4210)
|
1600 | Foreldrar Gests voru Eggert Kristjánsson og Benía Katrín Eiríksdóttir. Eggert var skipstjóri á Akureyri og síðar í Reykjavík. Gestur var trésmiður og starfaði lengi í Hafnarfirði áður en hann gerðist bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal. Kona hans var Guðrún Helgadóttir Arndal f. 15.01.1943, þau skildu. Börn þeirra: Eggert f. 16.04.1964, Guðlaug f. 14.08.1967 og Katrín f. 26.04.1973. | Eggertsson, Gestur Eiríkur (I3848)
|
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.