Athugasemdir


Leitarniðurstöður: 151 til 200 af 12,356

      «Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 ... 248» Næsta»

 #   Athugasemdir   Tengist 
151 Ása bjó á Ísafirði til 24 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur. Þar var hún húsmóðir auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum utan heimilis, lengst í mötuneyti Landsbankans í Austurstræti. Með Helga bjó hún fyrst á Bragagötu, svo á Ránargötu, í Stóragerði og í Aratúni í Garðabæ þar sem hjónin reistu sér hús. Árið 1969 flutti fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem hún bjó í fimm ár. Við heimkomuna settist hún að í Torfufelli í Breiðholti. Þar bjó Ása í 20 ár eða þar til hún fluttist í Stigahlíð. Árið 2009 greindist Ása með alzheimers og síðustu sex árunum varði hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hermannsdóttir, Ása Kristín (I20027)
 
152 Ásgeir Jónsson er jarðsettur í Hólskirkjugarði 01-05-1920, í óskráðu leiði, en kona hans Elísabet Soffía Guðmundsdóttir er jarðsett 24-05-1939, í Grundarhólskirkjugarði, þar er legsteinn Elísabetar Soffíu Guðmundsdóttur, og minningarmerki Ásgeirs Jónssonar. Jónsson, Ásgeir (I21750)
 
153 Ásgeir ólst upp í Hafnarfirði í stórum systkinahópi. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum og hóf síðan nám í matreiðslu hér heima og í Danmörku. Hann starfaði sem matreiðslumeistari, lengst af með eigin rekstur, síðast með Smurbrauðsstofuna Björninn. Guðbjartsson, Ásgeir Halldór (I18647)
 
154 Ásgerður gekk á farskóla í Mývatnssveit, en lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1939. Næstu árin bjó Ásgerður – með stuttum fjarvistum – á Gautlöndum með föður sínum og bróður, stýrði heimilinu ásamt Jóhönnu og gekk til allra starfa sem til féllu á bænum, jafnt úti- sem inniverka. Einnig kenndi hún við Barnaskólann á Skútustöðum.

Ásgerður flutti alfarin til Reykjavíkur árið 1957 en eyddi sumrunum á Gautlöndum. Í Reykjavík vann hún við afgreiðslu- og skrifstofustörf, m.a. hjá Landsbanka Íslands, en eftir nær 20 ára námshlé tók hún próf upp í 3. bekk Kennaraskóla Íslands og hóf þar nám. Ásgerður lauk kennaraprófi vorið 1961 og kenndi alla tíð síðan. Fyrstu árin kenndi hún í Kvennaskólanum, Hagaskóla og víðar, en haustið 1967 var hún ráðin til Varmárskóla í Mosfellssveit þar sem hún kenndi í 22 ár eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Þá kenndi Ásgerður við Námsflokka Reykjavíkur um árabil og löngu eftir að hún var komin á eftirlaun.

Ásgerður tók virkan þátt í félagsstörfum á fjölmörgum sviðum. Hún gegndi m.a. trúnaðarstörfum fyrir Ungmennafélagið Mývetning, kennarasamtökin, Samtök herstöðvaandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök kvenna, enda mikill jafnréttis- , friðar- og náttúruverndarsinni. Greinaskrif Ásgerðar um hin aðskiljanlegustu málefni eru mörgum minnisstæð. Hún lét sér fátt mannlegt óviðkomandi, hvort sem um var að ræða íslenskt mál, menntun, menningu, pólitík eða náttúruvernd. 
Jónsdóttir, Ásgerður (I9952)
 
155 Áslaug á Heygum fæddist í Danmörku 15. ágúst 1920, dóttir Emmu og Ólafs á Heygum. Kornung fluttist hún með foreldrum sínum til Færeyja, en er hún missti föður sinn, brá Emma móðir hennar á það ráð að flytjast með hana til Vestmannaeyja, þangað sem systir hennar var komin og hafði stofnað baðhús. Báðar voru þær systurnar lærðar frá Skodsborg í greinum baða, nudds og líkamsræktar. Síðan ráku þær saman þessa hvítu og merkilegu stofnun, mitt í athafnasamasta sjávarplássi landsins.

Djúpstæð listhneigð Áslaugar beindi henni í Handíðaskólann skömmu eftir að hann var stofnaður. Síðar meir stundaði Áslaug framhaldsnám í myndlistum í Zurich og Munchen, en hneigðist jafnframt að ljóðaskáldskap. Upp úr því hvorutveggja spratt fögur bók með ljóðum hennar og teikningum, "Við hvítan sand" sem gefin var út árið 1970.

Áslaug lést 12. ágúst 1975 og hvílir í Fossvogskirkjugarði. 
Á Heygum, Áslaug (I16042)
 
156 Áslaug ólst upp í Reykjavík, sem barn fór hún til sumardvalar í Ólafsdal með foreldrum sínum en á unglingsárunum að Arnarholti í Borgarfirði til föðursystur sinnar.

Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1927, dvaldist síðan rúmt ár í Oxford á Englandi við nám og störf hjá prófessor J. R. R. Tolkien rithöfundi og konu hans Edith. Eftir Bretlandsdvölina lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar lærði hún m.a. postulínsmálningu.

Þegar heim kom starfaði Áslaug um tíma við fyrirtæki móður sinnar, en hún rak verslun í Reykjavík. Fyrstu árin bjuggu þau hjón í Reykjavík en 1937 fluttust þau að Ljósafossi í Grímsnesi vegna starfs Höskuldar. 1943 var Höskuldur ráðinn yfirvélstjóri við Hitaveitu Reykjavíkur með aðsetur í Mosfellssveit, þar bjuggu þau hjón til æviloka. Áslaug kenndi handmennt við Varmárskóla um árbil, hún sat einnig í skólanefnd sama skóla.

Áslaug starfaði með kvenfélagi Lágafellssóknar og var heiðursfélagi. 
Ásgeirsdóttir, Áslaug (I9604)
 
157 Ásmundur bjó í Álftagerði fyrri hluta ævi sinnar, hjálpaði til við búskap foreldra sinna ásamt því að vinna við ýmis störf í sveitinni, var lengi tækjamaður hjá Vegagerðinni. Var hann nokkur ár hjá Kísilverksmiðjunni. Ásmundur flutti til Reykjavíkur 1990 og settist að í Miðholti 1 í Hafnarfirði. Síðustu starfsárin starfaði hann sem öryggisvörður hjá Securitas.

Ásmundur var ókvæntur og barnlaus. 
Geirsson, Ásmundur (I9899)
 
158 Ásmundur gekk í barnaskólann í Mývatnssveit og í framhaldi af því fór hann 16 ára gamall í Héraðsskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Á Laugum fór hann í smíðadeild og tileinkaði sér fjölmargt sem tengdist húsbyggingum og smíðum. Lagði Ásmundur þar ákveðinn grunn því smíðar urðu síðar stór hluti af ævistarfinu.

Ásmundur vann að búi foreldra sinna ásamt Guðmundi bróður sínum. Eftir að foreldrar hans dóu tóku þeir bræður við búinu og unnu að búskap til 1984. Eftir það vann Ásmundur aðallega við nýsmíðar og viðgerðir á húsum. Ásmundur var ákaflega hagur maður og vinna við smíðar, raflagnir, pípulagnir og annað sem tengdist byggingum lá mjög opin fyrir honum.

Ásmundur kvæntist ekki og eignaðist engin börn.

Ásmundur var mjög virkur í félagslífi sveitarinnar og var í ungmennafélaginu, leikfélaginu og kirkjukórnum. Hann starfaði líka mikið fyrir HSÞ. 
Jónsson, Ásmundur Kristján (I5774)
 
159 Ásta fæddist í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Margrét Halldórsdóttir. Margrét er sögð barnsmóðir Einars í Skagfirskum æviskrám 1850-1890 en börn þeirra voru þrjú.

Ásta var með móður sinni á Helgustöðum í Fljótum 1835, niðursetningur í Saurbæ í Holtssókn, Skagafirði 1840 og léttastúlka þar 1845. Hún var komin í Þríhyrning í Hörgárdal 1850 og í Djúpárbakka 1855.

Árið 1860 var hún á Einarsstöðum í Kræklingahlíð og átti þá soninn Ingimund Sigfússon. Faðir hans var Sigfús Bjarnason, hann drukknaði.

Ásta giftist Jóni Pálssyni. Árið 1880 var Ásta gift kona í Vík á Flateyjardal en Jón hefur þá verið ráðsmaður hjá Kristjönu Pálsdóttur prestsekkju á Nunnuhóli í Hörgárdal. Ásta var vinnukona í Hólkoti 1889, svo skráð gift "vinnukerling" í Dagverðartungu í Hörgárdal 1890-1892 en Jón var þá þegar skráður fráskilinn þar sem hann var fyrirvinna Kristjönu í Miðsamtúni í Kræklingahlíð. Ásta var svo skráð fráskilin vinnukona á Bakka í Öxnadal 1901 en Jón var ráðsmaður hjá Kristjönu.

Börn Ástu og Jóns:
Hallgrímur Ingimundur, og
Ármann
Einarsdóttir, Ásta (I3840)
 
160 Ásta Kristín Árnadóttir Normann, eða Ásta málari eins og hún var oftast kölluð, fæddist 3. júlí 1883 í Narfakoti í Njarðvík.

Faðir hennar lést þegar hún var 17 ára, en hún var næstelst af 10 systkinum og hafði mikinn hug á að aðstoða móður sína og ung systkini. Hefðbundin kvennastörf gáfu lítt í aðra hönd, svo Ásta ákvað að reyna að komast á samning í húsamálun. Heldur gekk það illa þar til hún kom til hins danska Nikolaj Berthelsen, sem ákvað að gefa henni tækifæri.

Næstu árin vann Ásta með Nikolaj, en svo fór hún til Kaupmannahafnar til náms. Skóli danska Tæknifélagsins neitaði konum alfarið um inngöngu en Ásta fékk leiðsögn hjá málurum og sótti tíma við Konunglega listaskólann. Árið 1907 lauk hún sveinsprófi í húsamálun, fyrst kvenna í Danmörku, og þá fór hún til Hamborgar. Hún lauk meistaranámi í málaraiðn árið 1910, fyrst allra Íslendinga, og varð einnig fyrsta konan í Þýskalandi með þessa nafnbót. Afrekið vakti mikla athygli en þrátt fyrir það gat Ásta ekki stofnað fyrirtæki í Þýskalandi, bæði vegna þess að hún var kona og erlend í þokkabót. Eftir stutt stopp í Danmörku fór hún til Íslands þar sem hún varð vinsæll málari í Reykjavík.

Ásta fluttist til Bandaríkjanna 1920 og giftist Svisslendingnum Jakob Thoni og þau áttu tvö börn. Eftir að hann lést átti hún tvö börn með seinni manni sínum, Jóhanni Norman.

Ásta lést 4. febrúar 1955 í Renton, Washington í Bandaríkjunum. Hún hafði mælt svo fyrir að aska hennar yrði flutt heim til Íslands og hvílir hún í Fossvogskirkjugarði. 
Árnadóttir Normann, Ásta Kristín (I19338)
 
161 Ástgeir Kristinn Ólafsson - Ási í Bæ fæddist í Litla-Bæ í Vestmannaeyjum þann 27. febrúar 1914. Ási í Bæ var landskunnur texta- og lagahöfundum og afkastamikill rithöfundum. Hann útskrifaðist úr Sammvinnuskólanum 1940, var sjómaður 1940-45, starfaði á Skattstofu Vestmannaeyja 1945-48 og skrifstofu Bæjarútgerðar Vestmanneyja 1948-49. Var formaður á minni vélbátum 1953-62 og um leið útgerðarmaður. Bæjarritari í Vestmannaeyjum 1966-1968. Við vinnu á Grænlandi sumarið 1969. Ritstjóri Eyjablaðsins 1945-48. Var í niðurjöfnunarnefnd í Eyjum í fjölda ára og endurskoðandi bæjarreikninga.

Ási í Bæ fluttist til Reykjavíkur 1968 og var ritstjóri Spegilsins 1968-70. Hann tók þar mikinn þátt í starfi Rithöfundafélagsins, var fyrsti starfsmaður Rithöfundasambands Íslands og vann þar brautryðjendastarf.

Ási í Bæ skrifaði mörg rit, þeirra á meðal má nefna "Sá hlær bezt", þar sem hann lýsir lífsbaráttu sinni, "Granninn í vestri" ferðabók um Grænland, sögu lands og þjóðar, "Breytileg ár", skáldsaga gefin út 1948, og "Eyjavísur" árið 1970. Smásagnasasfnið "Sjór, öl og ástir" árið 1972, skáldsöguna "Korriró" 1974, ljóaflokkinn "Grænlandsdægur" 1976, "Skáldað í skörðin" frásöguþættir, sem komu út 1978, "Þjófur í Seðlabanka" 1983. Hann gaf líka út hljómplötu þar sem hann spilaði og söng eigin lög og texta.

Ási í Bæ lést í Reykjavík 1. maí 1985 og hvílir hann í Fossvogskirkjugarði ásamt konu sinni Friðmey og Eyjólfi syni þeirra. 
Ólafsson, Ástgeir Kristinn (I15787)
 
162 Ásthildur var fædd í Keflavík en fluttist að Birtingaholti með foreldrum sínum 1929. 1953 stofnuðu Ásthildur og Guðmundur nýbýlið Birtingaholt 3 og bjuggu þar síðan. Ásthildur gekk í barnaskóla á Flúðum. Hún lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1948. Hún stundaði söng- og pínónám einn vetur í Reykjavík, 1948-1949. Ásthildur var mikil félagsmálamanneskja og gekk snemma í Ungmennafélag Hrunamanna, hún starfaði þar mest að söngmálum og tók einnig þátt í íþróttum. Ásthildur söng frá 14 ára aldri í kirkjukór Hrepphólakirkju, að auki söng hún með Flúðakórnum, Söngfélagi Hreppamanna, Þjóðhátíðarkór Árnesinga og með Kór eldri Hrunamanna í sveitinni sinni. Ásthildur var formaður Kvenfélags Hrunamanna 1975-1981 og einnig formaður Garðyrkjunefndar Árnessýslu fyrir Samband sunnlenskra kvenna í átta ár. Hún starfaði nokkur ár með Félagi eldri Hrunamanna. Ásamt því að vera húsfreyja í Birtingaholti rak Ásthildur saumastofu þar 1980-1992. Hún vann einnig um tíma á saumastofu á Húsatóftum á Skeiðum.

Ásthildur hafði mikinn áhuga á garðrækt og átti alltaf afar fallegan garð í Birtingaholti. Hún var einnig mikil hannyrða- og matreiðslukona. Síðustu árin dvaldi Ásthildur á Ljósheimum og naut þar mjög góðrar umönnunar. 
Sigurðardóttir, Ásthildur (I13928)
 
163 Ath. semd. Skírð skemmri skírn vegna þungs sjúkleika, er bráðl. leiddi til dauða, af föðurnum. Benediktsdóttir, Helga (I7453)
 
164 Athugasemd í prestsþjónustubók Helgafellsprestakalls 1899-1931, opna 133/149, þar segir "Bóndi í Fagurey. Jarðaður í Dagverðarnesi, lést á heimleið frá Sandi, eftir 19 stunda sjóvolk, mjög nærri heimalendingu."  Skúlason, Skúli (I17201)
 
165 Atli Heimir ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule für Musik í Köln árið 1963. Hann nam raftónlist í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik í fyrsta skipti sem þeir voru haldnir árið 1965.

Atli Heimir var einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og afkastamikið tónskáld. Eftir hann liggur mikill fjöldi tónverka, tíu einleikskonsertar og sex sinfóníur, auk fjölda einleiks- og kammerverka. Hann samdi fimm óperur, þ.m.t. Silkitrommuna, sjónvarpsóperuna Vikivaka og Tunglskinseyjuna. Ballettóratórían Tíminn og vatnið við ljóðabálk Steins Steinars var frumflutt á Listahátíð 1997. Atli Heimir samdi fjölda sönglaga og kórverka, m.a. fyrir Hamrahlíðarkórinn, og tónverk hans við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Halldórs Laxness og fleiri skálda eru þjóðþekkt. Hann samdi margvíslega leikhústónlist, þ.ám. Dimmalimm, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk og söngleikinn Land míns föður. Kvæðið um fuglana, við ljóð Davíðs Stefánssonar, var flutt við vígslu Hörpu árið 2011.

Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann L'ordre du merite culturel frá Póllandi og var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna 1993. Atli var lengi kennari í tónsmíðum og tónfræðum við Tónlistarskólann í Reykjavík, og annaðist tónlistarþætti fyrir RÚV. Hann hélt fyrirlestra við háskóla víða um heim og var gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brown-háskóla í Providence. Hann var formaður Tónskáldafélags Íslands 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð hins alþjóðlega félags nútímatónlistar 1973 og Norræna músíkdaga 1976, og stofnaði Myrka músíkdaga árið 1980. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007. 
Sveinsson, Atli Heimir (I12745)
 
166 Átti alla tíð heima á Eyri, en vann á vertíðum á Akranesi, lagtækur og vann mikið við smíðar. Ókv. og barnlaus. Ólafsson, Sigurður (I10457)
 
167 Átti heima á Ferstiklu frá 1932, vann á Miðsandi. Hagmæltur, ötull ungmennafélagi. Ókv. og barnlaus. Ólafsson, Guðmundur (I10547)
 
168 Átti heima á Hálsum alllengi, en síðustu 30 árin mun hann hafa átt heima hjá bróður sínum, Engilbert á Vatnsenda í Skorradal. Hann hefir þó víða verið og víða farið, því að hann vann lengi við vega- og brúargerð víða um land. Alkunnur dugnaðarmaður. Ókv. og bl. Runólfsson, Ari Kristinn (I10293)
 
169 Átti heima á Hreðavatni og Dalsmynni fram yfir tvítugsaldur. Lærði og stundaði skósmíði í Reykjavík 1886-1888, og síðan í Kaupmannahöfn til 1890, setti þá upp skósmíðavinnustofu, og skóverslun í Rvík, og rak hvort tveggja til 1903, setti þá á stofn leðurvöruverslun, sem hann rak til 1928. Var hún á þessum tíma mesta leðurvöruverslun landsins. Var félagslyndur og lengi í stjórn ýmissa félaga, verslunar og iðnaðarmanna. Gegndi og mörgum opinberum störfum fyrir Reykjavíkurkaupstað, m.a. í niðurjöfnunarnefnd í mörg ár. Einn af stofnendum Fríkirkjusafnaðarins í Rvík, og lengi formaður hans. Brynjólfsson, Jón (I19803)
 
170 Átti heima alla ævi á Dýrastöðum í Norðurárdal. Húsasmiður án iðnnáms, eftirsóttur til vinnu vegna dugnaðar og vandvirkni. Ókvæntur og barnlaus. Klemensson, Kristinn Þorvarður (I19758)
 
171 Átti heima í Árdal til 1923. Var tvo vetur á Hvítárbakkakóla og tvo vetur starfsstúlka á Hvanneyri. Húsfreyja í Uppsölum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 1923-1924, síðan í Rvík til dd. Sigurðardóttir, Jóhanna Sesselja (I10423)
 
172 Átti heima í Saurbæ um nær hálfa öld, og vann af atorku á ýmsum heimilum. Pálsdóttir, Etilríður (I20539)
 
173 Átti heimili á Skarðshömrum í Norðurárdal til dánardags. Ókvæntur og barnlaus. Einarsson, Sigurður (I19820)
 
174 Átti sæti í hreppsnefn og sóknarnefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Bjarnason, Jón (I10562)
 
175 Aug 1953: Name listed as MARGARET VOPNI; Jun 1963: Name listed as MARGRET BRUCE; 18 Jul 1997: Name listed as O M BRUCE Vopni Bruce, Oddny Margret (I6936)
 
176 Auðunn bjó víða en eftir 1903 var hann í skjóli barna sinna, fyrst á Akranesi, svo á Kvígindisstöðum í Andakíl og síðast á Skálpastöðum í Lundarreykjadal.

Auðunn var hreppstjóri Lunddæla 1864-1868, er hann bjó á Oddsstöðum. Var með allra stærstu mönnum á vöxt, afrendur að afli og talinn "heljarmenni".
 
Vigfússon, Auðunn (I10389)
 
177 Auðunn og Vilborg skildu að samvistum 1884 á Varmalæk. Auðunn fór þaðan en Vilborg var þar hk. í nokkur ár. Fjölskylda: Auðunn Vigfússon / Vilborg Jónsdóttir (F2486)
 
178 Auður átti alla tíð heima á Kálfaströnd en stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugum einn vetur. Ísfeldsdóttir, Auður (I10008)
 
179 Auður ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann og lauk þaðan prófum 1946. Hún fékk snemma áhuga á félagsmálum og kvenréttindabaráttu, var meðal stofnenda kvennablaðsins Melkorku árið 1944, sat lengi í ritnefnd tímaritsins Hugur og hönd og skrifaði greinar um vefnað, prjón og fornar íslenskar listir í þessi rit. Auður starfaði við röntgendeild Landspítalans í tólf ár, var tvö ár við kennslu í Varmárskóla og starfaði við Þjóðminjasafnið í einn vetur.

Lengst af aðstoðaði Auður eiginmann sinn, heima og á ferðalögum og stundaði húsmóðurstörf á hinu gestkvæma heimili á Gljúfrasteini og hélt einnig annað heimili þeirra hjóna í mörg ár á Fálkagötu í Rvík. 
Sveinsdóttir Laxness, Auður (I10824)
 
180 Að lokinni skólagöngu vann Fjóla á Hótel Borg, við gestamóttöku og sem aðstoðarmaður hótelstjórans, Jóhannesar Jósepssonar, en þau voru miklir vinir. Síðar fór hún til Skotlands þar sem hún var barnfóstra hjá ræðismanni Íslands í Edinborg og gætti þar Magnúsar heitins Magnússonar, þess kunna fræðaþular og útvarpsmanns. Eftir að þau Oddbergur settust að í Njarðvík var hún í nokkur ár deildarstjóri á flughótelinu á Keflavíkurflugvelli en síðar við verslunar- og skrifstofustörf í mörg ár. Fjóla lét félagsmál til sín taka, m.a. hjá Kvenfélagi Njarðvíkur, og var hún kjörin heiðursfélagi þess á áttræðisafmæli sínu 2001. Bjarnadóttir, Fjóla (I21346)
 
181 Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, vann Gilla fyrst við afgreiðslustörf í verslun Balduins Ryel, en hjá Pósti og síma 1945-55. Auk þess gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir Vörð (félag ungra sjálfstæðismanna) og fyrir kvenfélagið Framtíðina. Hún eignaðist dóttur, Jónu 1943; faðir Jónu var Geoffrey James F. Burgess frá Yorkshire, 1915-2000.

Árið 1955, þegar fyrsta lögreglukona á Íslandi, Vilhelmína Þorvaldsdóttir, hafði starfað um skeið í Reykjavík, var Gillu boðin næsta staða í kvenlögreglunni. Hún fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði sem lögreglukona til ársloka 1956 en giftist það ár Bjarna J. Gíslasyni, 1915-2001, lögregluvarðstjóra á Keflavíkurflugvelli og flutti til Keflavíkur. Þar byrjaði Gilla aftur að vinna hjá Pósti og síma og vann þar nær óslitið til 70 ára aldurs við sívaxandi ábyrgð, síðustu tíu árin sem póstmeistari á Keflavíkurflugvelli.

Jafnframt umsvifamikilli atvinnu var Gilla jafnan eftirsótt til trúnaðarstarfa af mörgu tagi. Hún var formaður Barnaverndarnefndar Suðurnesja um árabil, formaður Soroptimistasambands Íslands og ýmist forkólfur eða öflugur þátttakandi í Toastmistress-félaginu, Kvennaklúbbi Karlakórs Keflavíkur, Gigtarfélagi Suðurnesja, Systrafélagi Keflavíkurkirkju og öðrum félagsskap. 
Pálsdóttir, Jóhanna Geirlaug (I7954)
 
182 Að loknu stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1946 nam Guðmundur arkitektúr við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Hann hóf störf á Íslandi að námi loknu árið 1953 og starfaði að list sinni í rúma fjóra áratugi. Framan af vann hann í náinni samvinnu við Gunnlaug Halldórsson arkitekt og frá 1973 rak hann teiknistofu með mági sínum Ferdinand Alfreðssyni arkitekt. Guðmundur hannaði ásamt samstarfsmönnum sínum fjölda af þekktum byggingum fyrir opinbera aðila og fyrirtæki. Hann hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar í samkeppni um hönnun. Guðmundur tók virkan þátt í stjórnarstarfi Arkitektafélags Íslands og var m.a. formaður félagsins um tveggja ára skeið og framkvæmdastjóri stjórnar Byggingaþjónustu AÍ til fjölda ára. Hann var nýlega tilnefndur heiðursfélagi AÍ. Kristinsson, Guðmundur Kristinn (I8690)
 
183 Að loknum barnaskóla stundaði Magnús nám við ML og MR hvaðan hann útskrifaðist með stúdentspróf. Hann nam efnafræði í Þýskalandi en hóf svo störf sem þulur við Ríkisútvarpið 1957. Hann var síðar ritstjóri Frjálsar þjóðar og Fálkans og blaðamaður á Tímanum en réðist til Sjónvarpsins 1966 og vann að undirbúningi fyrstu fréttaútsendinga þess. Magnús varð þjóðþekktur frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu þar sem hann starfaði til ársins 1976. Hann var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi 1974-1978, starfaði að menningar- og félagsmálum fyrir bæinn í kjölfarið og var m.a. einn forvígismanna byggingar Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns. Eftir Magnús liggja þrjár bækur, Þá læt ég slag standa, Þorpsskáldið Jón úr Vör og Í ríki óttans. Magnús starfaði að kynningarmálum og almannatengslum, en lauk starfsævi sinni hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Bjarnfreðsson, Magnús (I21669)
 
184 Að námi loknu lá leið Sigmars í Landsbanka Íslands þar sem hann var fulltrúi í bókhaldsdeild í tíu ár. Seinna sá hann um bókhald fyrir ýmis fyritæki þangað til hann gerðist ráðgjafi hjá SÁÁ. Síðastliðin 9 ár var Sigmar skrifstofustjóri hjá Ferðaþjónustu Húsafells. Hann var alla sína ævi mikill laxveiðimaður og hefur undanfarin 19 ár rekið Norðling ehf., fyrirtæki sem býður upp á laxveiði í Norðlingafljóti. Sigmar var frumkvöðull í að gera Norðlingafljót að laxveiðiá, sem var honum hjartans mál. Björnsson, Sigmar (I12135)
 
185 Aðalbjörg ólst upp á Kirkjubóli og gekk í skóla á Skorrastað og Neskaupstað. Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt og stundaði þar meðal annars verslunarstörf.

Aðalbjörg og Bjarni fluttu að Mosfelli í Mosfellsdal árið 1954 þegar hann vígðist þangað sem sóknarprestur. Þau bjuggu á Mosfelli í 22 ár og stóð Aðalbjörg þar fyrir stóru heimili og var annáluð hannyrðakona. Hún starfaði mikið með Kvenfélagi Lágafellssóknar og var varaformaður félagsins um skeið.

Þegar séra Bjarni hóf kennslu við guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1976 fluttu þau Aðalbjörg að Hlíðarvegi 46 í Kópavogi þar sem hún bjó til dauðadags. 
Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Sigríður (I10651)
 
186 Aðalbókari hjá SÍS í Reykjavík. Jónasson Rafnar, Stefán Sigurður (I12183)
 
187 Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fæddist þann 8. ágúst 1921 að Efri-Steinsmýri, Leiðvallahreppi í V-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson og Ingibjörg Sigurbergsdóttir. Aðalheiður var hluti af stórum systkinahópi en hún átti alls 19 systkini. Meðal systkina hennar var Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður.

Aðalheiður lauk barnaskólanámi árið 1934 og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún vann ýmis störf um ævina, var víða verkakona og starfaði einnig sem bréfberi og húsmóðir.

Aðalheiður var formaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum 1944-49 og formaður Starfsmannafélagsins Sóknar 1976-87

Hún var kjörin alþingismaður Reykvíkinga fyrir Borgaraflokkinn árið 1987 og sat á þingi til ársins 1991. Aðalheiður sat í fjölmörgum nefndum og ráðum á starfsævi sinni. Hún sat m.a. í bankaráði Búnaðarbankans, stjórn Atvinnutryggingarsjóðs og í miðstjórn Alþýðusambands Íslands.

Aðalheiður ólst upp í sárri fátækt og átti við ýmsa erfiðleika að stríða síðar á lífsleiðinni. Hún missti barn úr berklum, varð sjálf berklaveik og missti hús sitt í bruna, svo nokkuð sé nefnt. Engu að síður náði hún að beita sér fyrir þeim málefnum sem hún hafði trú á og hlaut fyrir það margvíslegar viðurkenningar, svosem riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980. Aðalheiður var verkakona af lífi og sál og stórhuga baráttukona. Hún setti svip á þjóðmálaumræðuna á sínum tíma og vakti mikla athygli á kvennafrídeginum 1975 þar sem hún flutti kröftuga ræðu. Hún varð einskonar samnefnari tugþúsunda kvenna sem vildu berjast fyrir jafnrétti og réttlæti.

Aðalheiður var tvígift og eignaðist fimm börn.

Aðalheiður lést hinn 26. apríl 1994. Hún hvílir í Stórólfshvolskirkjugarði við hlið seinni manns síns, Runólfs Guðsteins Þorsteinssonar. 
Bjarnfreðsdóttir, Aðalheiður (I15586)
 
188 Aðalheiður fæddist í Dagverðartungu þar sem foreldrar hennar bjuggu hjá föðurforeldrum hennar. Foreldrar hennar voru Ólafur Tryggvason og Halldóra Ágústa Friðfinnsdóttir. Þau bjuggu í Dagverðartungu 1910-1947.

Aðalheiður ólst upp í Dagverðartungu. Hún giftist Árna Júlíusi Haraldssyni. Þau bjuggu í Lönguhlíð 1939-1941 og á Hallfríðarstöðum 1944 til dauða Aðalheiðar en Árni bjó þar áfram til 1968.

Börn Aðalheiðar og Árna voru:
Haraldur, skrifstofumaður á Akureyri,
Ólafur f. 23.12.1941, húsasmiður og kennari í Garðabæ,
Arnór Gísli,
Eygló Ágústa f. 28.06.1948,
Gylfi og
Stúlka
Ólafsdóttir, Aðalheiður (I4172)
 
189 Aðalheiður ólst upp á Kroppi í Eyjafirði, en flutti 16 ára gömul í Mosfellssveit. Þar bjó hún og starfaði við ullariðnað. Steingrímsdóttir, Aðalheiður Valgerður (I10828)
 
190 Aðalræðismaður Austurríkis á Íslandi. Schopka, Julius (I12117)
 
191 Aðalsteinn ólst upp í Reykjavík. Að loknu barna- og gagnfræðaskólanámi hóf hann iðnnám í húsasmíði, lauk sveinsprófi 1941 og öðlaðist meistararéttindi í iðninni 1946. Hann var starfandi húsasmíðameistari í Reykjavík og nágrenni fram til ársins 1966 er hann hóf störf við byggingareftirlit skóla. Árið 1968 var hann settur forstöðumaður byggingareftirlits ríkisins við embætti Húsameistara ríkisins og síðar skipaður forstöðumaður af dómsmálaráðherra með veitingabréfi dagsettu 13. janúar 1969. Hann lét af því starfi 1. janúar 1990. Hann hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir störf sín, einnig í sambandi við móttöku erlendra þjóðhöfðingja og gesta. Hann ferðaðist mikið um landið vegna starfa sinna sem byggingareftirlitsmaður. Pétursson Maack, Aðalsteinn (I18834)
 
192 Aðgerðarmaður á Dalvík 1930. Sjómaður. Sigurjónsson, Sigurjón Kristinn (I3343)
 
193 Aðstoðarprestur á Ríp í Hegranesi, Skag. 1672-1673, mögulega settur prestur í Grímstungu, Hún. 1681 og prestur á Undirfelli í Vatnsdal, Hún. 1682-1685. Prestur á Upsum, Svarfaðardalshreppi, Eyjaf. 1703. Prestur á Ufsum 1694-1712 og í Stærra-Árskógi, Eyj. 1712-1722. Settur prestur að nýju á Undirfelli, Hún. 1734-1735.
Heimildir: 1703, Esp.2143, Æ.A-Hún.390.1, Austf.866, Sýsl.IV.827, Laxd.125, Eylenda II.166, Jarðabréf, Prestat., Snók.65?/44 
Hrólfsson, Sæmundur (I5168)
 
194 Aðstoðarprestur á Tjörn í Svarfaðardal 1840-1843 og á Hólum í Hjaltadal 1843-1847. Kapellán í Garðakoti, Hólasókn, Skag. 1845. Prestur á á Felli í Sléttuhlíð 1847-1860, Kvíabekk í Ólafsfirði 1860-1873 og á Hálsi í Fnjóskadal 1873-1883. Árnason, Stefán (I5004)
 
195 Aðstoðarprestur í Hálsprestakalli í Fnjóskadal 1773-1795 og prestur þar frá 1795 til dauðadags. Bjó lengi á Hallgilsstöðum. Gunnlaugsson, Gunnlaugur (I5065)
 
196 Aðstoðarprestur í Hálsprestakalli í Fnjóskadal, S-Þing. 1834-1846 og bjó þá á Vöglum Prestur á Hálsi frá 1846 til dauðadags Þingmaður Suður-Þingeyinga. 1845-1847. Pálsson, Þorsteinn (I4876)
 
197 B-9-99 Kristjánsdóttir, Elín (I8245)
 
198 B. á Bárustöðum 1923-1942, síðan á Grímarsstöðum í s.hr., átti þar lengi heima eftir það. Er nú á Ljósafossi hjá Helga syni sínum.

Starfaði mikið að félagsmálum í sveit sinni á yngri árum, var allgóður íþróttamaður, einkum í sundi, átti mestan þátt í að Hreppslaug var byggð og kenndi þar sund. Var hagmæltur, orti bændarímur. 
Fjeldsted Teitsson, Daníel (I10314)
 
199 Bakari á Bergstaðastræti 11a, Reykjavík 1930. Bakari á Akureyri. Sölvason, Sveinn Sigurjón (I20566)
 
200 Bakari og matsveinn á Ísafirði. Drukknaði í Reykjavíkurhöfn. Halldórsson, Bjarni Sólberg (I22133)
 

      «Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 ... 248» Næsta»


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.