Athugasemdir


Leitarniðurstöður: 12,251 til 12,300 af 12,356

      «Fyrri «1 ... 242 243 244 245 246 247 248 Næsta»

 #   Athugasemdir   Tengist 
12251 Vinnumaður í Tröð, Ögurþingum, N-Ís.  Þorláksson, Þorlákur Guðmundur (I21651)
 
12252 Vinnumaður í Tungu, til sjós á Syðribakka, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1880. Bóndi, lengst á Bakka í Svarfaðardal, Eyj.  Einarsson, Sigfús Vilhjálmur (I3163)
 
12253 Vinnumaður í Vallakoti, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Húsmaður í Vallakoti í Reykjadal. Hólmgeirsson, Gissur (I4589)
 
12254 Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. Filippusson, Vigfús (I5231)
 
12255 Vinnumaður í Vatnsfirði Vatnsfjarðarprestakalli Norður-Ísafjararðarsýslu 1890.  Magnússon, Magnús (I19544)
 
12256 Vinnumaður í Vatnsfirði. Bóndi í Kolbeinshúsi, Unaðsdalssókn, N-Ís. 1901. Magnússon, Magnús (I19544)
 
12257 Vinnumaður í Víðivallagerði, Valþjófsstaðarsókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. í Fljótsdalshreppi.  Einarsson, Andrés Hemmert (I3027)
 
12258 Vinnumaður í Yztafelli, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Búsettur í Ystafelli nær alla ævi. Síðast bús. í Ljósavatnshreppi. Sigurðsson, Baldvin Hermann (I6791)
 
12259 Vinnumaður í Þrúðardal, Fellssókn, Strand. 1850. Bóndi í Þrúðardal og á Litla-Fjarðarhorni sömu sókn. Bóndi á Gróustöðum, Garpsdalssókn, A-Barð., bjó þar til æviloka. Bjarnason, Bjarni (I20632)
 
12260 Vinnumaður úr Langey. Drukknaði, (rak) að Öxney. Guðmundsson, Ólafur (I20460)
 
12261 Vinnumaður víða í Svarfaðardal. Barnlaus. Jónsson, Hallgrímur (I3087)
 
12262 Vinnumaður. Einarsson, Einar (I5927)
 
12263 Vinnupiltur á Keldunúpi II, Prestbakkasókn, Skaft. 1910. Aðstoðarmaður í Reykjavík 1945. Jónsson, Ólafur (I2884)
 
12264 Vinnupiltur í Litla-Fjarðarhorni, Fellssókn, Strand. 1801. Jónsson, Jóhannes (I22236)
 
12265 Vinnustúlka á Grettisgötu 6, Reykjavík árið 1928, hún dó það ár. Brynjólfsdóttir, Margrét (I13540)
 
12266 Vinnustúlka á Hjörleifshöfða, Höfðabrekkusókn, V-Skaft. 1910. Húsfreyja á Skólavegi 31, Vestmannaeyjum 1930. Húsfreyja á Sléttabóli, Vestmannaeyjum. Síðast á Eyrarbakka. Stefánsdóttir, Guðfinna (I19668)
 
12267 Vinnustúlka í Hattardalskoti, Eyrarsókn í Seyðisfirði, N-Ís. 1845. Jóhannesdóttir, Sigurborg (I21987)
 
12268 Vistkona á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Dó þar. Guðjónsdóttir, Guðborg Jóhanna (I20286)
 
12269 Við barnakennslu í Reykjavík 1819–1820. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1820, Odda 1825. Varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 1835 og bjó í Landakoti. Skipaður 1845 biskup yfir Íslandi og tók við biskupsembættinu 2. september 1846. Bjó fyrst í Laugarnesi, en fékk 1850 leyfi til að flytjast til Reykjavíkur, lausn 1866. Á prestskaparárum sínum kenndi hann mörgum skólalærdóm. Thordersen Guðmundsson, Helgi (I8204)
 
12270 Við búnaðarnám í Stend í Noregi 1878–1880. Ferðaðist síðan um Danmörku 1880–1881.

Hreppstjóri Mosfellshrepps frá 1903. Sýslunefndarmaður um 40 ár frá 1904. Skipaður 1927 í ríkisgjaldanefnd. 
Bjarnarson, Björn (I16583)
 
12271 Viðskiptafræðingur. Guðlaugsdóttir, Sigrún (I18685)
 
12272 Vökukona kirkjugarðs Akureyrar Naustahöfða. Helgadóttir, Soffía (I13108)
 
12273 Vorið 1909 fluttist fjölskylda Jónasínu að Minna-Garði í Dýrafirði og þaðan að Fjallaskaga árið 1912, þar bjuggu þau til vorsins 1926, að þau fluttu að Lambadal í sömu sveit.

 
Bjarnadóttir, Jónasína (I5264)
 
12274 Vörubifreiðastjóri og fréttaritari Morgunblaðsins, síðast bús. á Akureyri. Var í Mýrarlóni, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Strætisvagnstjóri í Reykjavík um tima á yngri árum. Bóndi á Grundarhóli á Hólsfjöllum, N-Þing. 1948-1962 og síðar bóndi og bifreiðarstjóri á Grænhóli í Eyjafirði frá 1964. Guðmundsson, Jón Víkingur (I5645)
 
12275 Vörubifreiðastjóri. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Jónsson, Sigvaldi (I2893)
 
12276 William var þjóðþekktur frímerkjasafnari og um allan heim þekktur sem eggjasafnari. Nafn hans er skráð í þekktustu upplýsingaritum um eggjasafnara í heiminum.
William var ókvæntur og barnlaus. 
Pálsson, William Francis (I15203)
 
12277 Yfirfiskmatsmaður við Eyjafjörð, síðar kaupmaður á Svalbarðseyri. Kaupmaður í Jakobshúsi, Svalbarðseyri, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Björnsson, Sveinbjörn Jakob (I3662)
 
12278 Yfirlæknir á skurðlækningadeild Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum 1975-1998. Skurðlæknir á Hammerfest Sykehus Noregi 1998-2004. Búsettur í Vestmannaeyjum 1994. Karlsson, Björn Ívar (I21144)
 
12279 Yngispiltur frá Fremri-Brekku í Saurbæ, Dal. Samúelsson, Jón Ólafur (I20625)
 
12280 Yngisstúlka. Jónsdóttir, Margrét (I9438)
 
12281 Yngissveinn. Sveinsson, Jens (I9417)
 
12282 Ægir starfaði hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð frá árinu 1964, síðustu árin sem innheimtustjóri. Hann sat einnig mörg ár í stjórn knattspyrnudeildar KR. Jónsson, Sigurður Ægir (I18866)
 
12283 Ættaður frá Miklaholti í Biskupstungum. Bóndi í Blöndudalshólum, á Auðólfsstöðum í Langadal og Hnausum í Þingi, A-Hún. Erlendsson, Erlendur (I6434)
 
12284 Ættfaðir Stakkahlíðarættarinnar.
-----------------------------------------
Stefán ólst upp í Skógum í Öxarfirði hjá afa sínum Sigurði Þorgrímssyni bónda þar og seinni konu hans. Foreldrar hans létust bæði ung frá börnum sínum kornungum og tvístraðist systkinahópurinn þar að leiðandi milli ættinga og vandamanna. Allir bræðurnir sem voru alls fimm enduðu austur á landi en Vilborg eina systirin giftist frænda sínum og settist að á Grjótnesi á Melrakkanesi. 
Gunnarsson, Stefán (I20412)
 
12285 Ættfræðingur. Bóndi á Sellandi í Fnjóskadal og síðar á Geldingsá á Svalbarðsströnd. Var í Meðalheimi, Svalbarðssókn, Þing. 1835. Jóhannesson, Bjarni (I3722)
 
12286 Þau (Árni Jónsson, Ingibjörg Ásmundsdóttir, foreldrar Kristínar, Kristín og Þórunn þeirra dætur), eru burtflutt frá Brekku (í Gilsfirði) Garpsdalssókn, A-Barð. að Þverdal í Saurbæ, Dal. 1821 Árnadóttir, Kristín (I19995)
 
12287 Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykholti. Fjölskylda: Jón Þórisson / Halldóra Jóhanna Þorvaldsdóttir (F3054)
 
12288 Þau bjuggu fyrst með foreldrum hans á Syðri-Bægisá og fluttu með þeim í Steinsstaði. Þar bjuggu þau fyrst með foreldrum hans og þar fæddist fyrsta barn þeirra af 15. Þau tóku við búskap 1913 og bjuggu þar til 1936 og í Efstalandskoti 1936-1950, Brynjólfur ári lengur eftir lát Laufeyjar.  Fjölskylda: Brynjólfur Sveinsson / Laufey Sumarrós Jóhannesdóttir (F1008)
 
12289 Þau bjuggu í Efstalandskoti í Öxnadal, hann 1897 til 1934, hún frá 1908. Fjölskylda: Jón Jónsson / Jóhanna Sigfríður Sigurðardóttir (F1015)
 
12290 Þau bjuggu tvö ár á Kaðalsstöðum í Hvalvatnsfirði, tíu ár í Hólsgerði í Saurbæjarhreppi og frá 1922 til dauðadags í Villingadal. Fjölskylda: Hjálmar Stefán Þorláksson / Ingibjörg Jónsdóttir (F2278)
 
12291 Þau Finnur og Indíana voru til heimilis að Torfufelli en fluttu árið 1920 að Skáldstöðum litlu neðar í sveitinni. Á Skáldstöðum bjuggu þau til ársins 1938 en fluttu þá með fjölskyldu sína að nýbýlinu Ártúni sem þau byggðu upp í landi Skáldstaða.  Fjölskylda: Finnur Marinó Kristjánsson / Indíana Sigurðardóttir (F2296)
 
12292 Þau hófu búskap í Bolungarvík 1920 og fluttust til Reykjavíkur árið 1926. Fjölskylda: Sigurður Viggó Pálmason / Evlalía Gróa Halldórsdóttir (F4687)
 
12293 Þau Kristbjörg Jónsdóttir kona hans voru gift vinnuhjú í Staðartungu 1886, Sigurður var með Freystein son þeirra í vinnumennsku á Hólum í Öxnadal 1890 en Kristbjörg var vinnukona á Öxnhóli. 1891-1893 var Sigurður vinnumaður á Neðstalandi hjá Hallfríði Sigurðardóttur frænku sinni en Kristbjörg með þrjú börn þeirra húskona á Skjaldarstöðum hjá tengdaforeldrum sínum. Árið 1893-1894 voru þau Sigurður og Kristbjörg ábúendur á Skjaldarstöðum og á Miðlandi 1894-1897 og á Hálsi 1897-1908. Þau voru síðan með og án barna sinna í húsmennsku á Steinsstöðum 1907-1920 en fluttu þá til Akureyrar. Sigurðsson, Sigurður (I5834)
 
12294 Þau Sveinn byrjuðu sinn búskap í Hafnarfirði, voru búsett þar síðan.

Svanhildur ólst upp á Urðarstíg 8 og Nóatúni 30 í Reykjavík, hún stundaði nám við Miðbæjarbarnaskólann og útskrifaðist síðan sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla verknáms. Hún vann á Landspítalanum og síðar hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði.

Hún stafaði mikið með Sjálfstæðiskvennafélaginu Vorboða í Hafnarfirði og Sinawikklúbbi Hafnarfjarðar. 
Ingvarsdóttir, Svanhildur (I18652)
 
12295 Þau voru barnlaus en ólu upp systurdóttur Þórdísar. Fjölskylda: Arnór Sigmundsson / Þórdís Magnúsdóttir (F4700)
 
12296 Þau voru barnlaus. Fjölskylda: Sigurður Þórðarson / Ásta Soffía Jónsdóttir (F3422)
 
12297 Þau voru barnlaus. Fjölskylda: Gunnar Steinn Gunnarsson / Hallfríður Guðrún "Halla skáldkona"Eyjólfsdóttir (F3425)
 
12298 Þau voru í sambúð í nokkur ár. Fjölskylda: Bjarni Kristinn Andrésson / Magga Alda Árnadóttir (F2696)
 
12299 Það er ekki hægt að sjá fæðingarstað í kirkjubók en móðir Óla Kristjáns er á Öxl í manntalinu 1855. Þorvarðsson, Óli Kristján (I9860)
 
12300 Þegar Ágústa var eins árs gömul veiktist móðir hennar alvarlega og tvíburasystrunum Lilju og Ágústu var komið fyrir til bráðabirgða hjá hjálpsömu fólki. Ágústu var komið fyrir í Suður-Vík hjá þeim feðginum Guðlaugu og Halldóri Jónssyni kaupmanni og þar var Ágústa til heimilis þangað til hún gifti sig. Ágústa var einn vetur í Reykjavík ásamt Margréti systur sinni við saumanám og átti það eftir að koma henni til góða, þegar hún missti eiginmann sinn. Hermann fórst í lendingu í Vík 6. mars 1941.

Eftir lát Hermanns vann Ágústa ýmis störf, en fljótlega varð saumaskapurinn hennar ævistarf. Hún var með saumanámskeið víða á vegum Kvenfélagasambands Suðurlands, eða þangað til hún fékk lömunarveiki 1946. Næstu árin var hún á Farsóttarhúsinu í Reykjavík og kom ekki aftur í Víkina fyrr en á vordögum 1950. Ágústa var mikil félagsmálamanneskja og var hún m.a. heiðursfélagi í kvenfélaginu í Vík og stórstúku Íslands. Þá var Ágústa stofnfélagi í Sjálfsbjörg. 
Tómasdóttir, Ágústa (I15400)
 

      «Fyrri «1 ... 242 243 244 245 246 247 248 Næsta»


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.