Erlingur Sigurðarson
1948 - 2018 (70 ára)-
Fornafn Erlingur Sigurðarson [1, 2] Fæðing 26 jún. 1948 Grænavatni, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1, 2] Menntun 1969 Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [2] Lauk stúdentsprófi. Menntun 1976 Háskóla Ísland, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði. Menntun 1981 Háskóla Ísland, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði. Menntun 1987 Háskóla Ísland, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk cand.mag.-prófi í sagnfræði. Atvinna 1978-1997 Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [2] Kennari. Andlát 12 nóv. 2018 Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Akureyri, Íslandi [1, 2] Greftrun 22 nóv. 2018 Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi [1] Erlingur Sigurðarson
Plot: M4-29Erlingur Sigurðarson
Plot: M4-29Nr. einstaklings I9943 Legstaðaleit Síðast Breytt 3 júl. 2021
Faðir Sigurður Þórisson
f. 5 maí 1919
d. 14 apr. 2001 (Aldur 81 ára)Móðir Þorgerður Benediktsdóttir
f. 5 apr. 1916, Grænavatni, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 8 okt. 2009, Sjúkrahúsinu Húsavík, Húsavík, Íslandi (Aldur 93 ára)Hjónaband 14 jún. 1947 [3] Nr. fjölskyldu F2361 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Erlingur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969. Hann lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1976, cand.mag.-prófi í sagnfræði frá sama skóla 1987 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1981. Hann stundaði einnig nám við Colby College í Maine í Bandaríkjunum og háskólann í Tübingen í Þýskalandi.
Erlingur var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1978-1997 og forstöðumaður Sigurhæða – Húss skáldsins á Akureyri 1997-2003. Á yngri árum og skólaárunum vann hann m.a. við bústörf á Grænavatni og var blaðamaður við Tímann og Þjóðviljann og síðar við blaðið Norðurland á Akureyri. Hann sinnti þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og var m.a. umsjónarmaður þáttarins Daglegt mál 1986-1987. Hann birti fjölda greina og ljóða í blöðum og tímaritum og gaf út tvær ljóðabækur: Heilyndi 1997 og Haustgrímu 2015. Sviðsverk Erlings Á svörtum fjöðrum – úr ljóðum Davíðs Stefánssonar var sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar 1995. Hann var einnig þekktur fyrir þátttöku í spurningaþáttum, m.a. í Útsvari. Erlingur naut starfslauna listamanns hjá Akureyrarbæ 2005 og fékk heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar fyrir ritlist árið 2016.
Erlingur gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa. Síðast sat hann í Stjórnlagaráði sem starfaði árið 2011. Áður hafði hann m.a. setið í Stúdentaráði og starfað fyrir Alþýðubandalagið auk þess sem hann sat í ýmsum nefndum fyrir Akureyrarbæ og í stjórn Útgerðarfélags Akureyrar 1987-1995, í stjórn Mecklenburger Hochseefischerei 1993-1995, í Ferðamálaráði 1987-1991 og í stjórn Hins íslenska kennarafélags 1989-1991. [2]
- Erlingur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969. Hann lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1976, cand.mag.-prófi í sagnfræði frá sama skóla 1987 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1981. Hann stundaði einnig nám við Colby College í Maine í Bandaríkjunum og háskólann í Tübingen í Þýskalandi.
-
Andlitsmyndir Erlingur Sigurðarson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.