Jón Gauti Jónsson
1952 - 2007 (54 ára)-
Fornafn Jón Gauti Jónsson [1, 2] Fæðing 17 júl. 1952 Akureyri, Íslandi [1, 2] Menntun 1972 Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [2] Stúdentspróf. Menntun 1974 Bændaskólanum á Hvanneyri, Hvanneyri, Íslandi [2] Búfræðingur. Andlát 22 maí 2007 Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Greftrun 2 jún. 2007 Skútustaðakirkjugarði, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1, 2] Jón Gauti Jónsson
Plot: 549Nr. einstaklings I8495 Legstaðaleit Síðast Breytt 3 maí 2020
Faðir Jón Sigurgeirsson
f. 14 apr. 1909
d. 11 sep. 2000 (Aldur 91 ára)Móðir Ragnhildur Jónsdóttir
f. 24 ágú. 1926, Gautlöndum, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 1 apr. 2011 (Aldur 84 ára)Nr. fjölskyldu F2364 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Jón Gauti ólst upp á Akureyri og varð stúdent frá MA 1972. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1974. Jón Gauti hóf nám í landafræði við HÍ haustið 1974. Með námi starfaði hann hjá þáverandi Náttúruverndarráði, fyrst sem landvörður í Herðubreiðarlindum og síðan á skrifstofu ráðsins. Árið 1981 var Jón Gauti ráðinn framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs og gegndi hann því starfi í 4 ár. Hann flutti til Sauðárkróks og kenndi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á árunum 1985-1990. Jafnframt stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum aðilum Áningu-ferðaþjónustu og veitti henni forstöðu fyrstu árin. Árið 1990 gerðist hann atvinnu- og ferðamálafulltrúi hjá Akureyrarbæ og gegndi því starfi til ársins 1995. Þá réðst hann að Hótel Flúðum í Hrunamannahreppi og stýrði þar hótelrekstrinum í rúmt ár en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann bjó síðan. Í fyrstu starfaði hann sjálfstætt m.a. við bæklingagerð í ferðaþjónustu og mat á umhverfisáhrifum. Veturinn 1999-2000 kenndi hann við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en veturinn eftir hóf hann kennslu við Menntaskólann við Sund og starfaði þar til dauðadags. Jón Gauti gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum, einkum í þágu náttúruverndar og ferðamála. Hann var formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðar 1992-1995, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra 1994-1995, fulltrúi og varafulltrúi í Ferðamálaráði Íslands 1981-1995, fulltrúi í Náttúruverndarráði 1993-1997 og í viðurkenningarráði Hagþenkis 1993-1997.
Frá 1985 hefur Jón Gauti unnið að ýmiss konar þáttagerð bæði fyrir sjónvarp og útvarp. Hann vann m.a. þrjá þætti um Ódáðahraun fyrir sjónvarp (1995) og um 30 þætti fyrir útvarp á árunum 1985-2002, einkum um sögu og jarðfræði. Þá gegndi hann á árunum 1988-1990 starfi fréttaritara RÚV á Sauðárkróki og var ritstjóri Feykis, fréttablaðs á Sauðárkróki 1986-1987. Árið 1981 gaf Náttúruverndarráð út Lesörk um Ódáðahraunsveg hinn forna eftir Jón Gauta sem fjallar um könnun og leit að gömlum leiðum í Ódáðahrauni. Síðustu 10 árin vann Jón Gauti að gerð ýmiss konar bæklinga fyrir ferðaþjónustu. Hann skrifaði m.a. grunntextann í bæklinginn; Á ferð um Ísland og einnig texta í bæklinga um söguslóðir á Hólum og Þingvöllum. Á árunum 2001 til 2004 komu út þrjár kennslubækur í jarðfræði sem Jón Gauti og Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur unnu að sameiginlega, Svell er á gnípu, eldur geisar undir, Jarðargæði og Almenn jarðfræði sem Iðnú gaf út. Ennfremur vann hann námsefni í lífsleikni í samstarfi við Sjöfn Guðmundsdóttur kennara í MS og verkefni um umhverfisfræði. Jón Gauti er höfundur texta Árbókar Ferðafélags Íslands 2006; Mývatnssveit, með kostum og kynjum. [2]
- Jón Gauti ólst upp á Akureyri og varð stúdent frá MA 1972. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1974. Jón Gauti hóf nám í landafræði við HÍ haustið 1974. Með námi starfaði hann hjá þáverandi Náttúruverndarráði, fyrst sem landvörður í Herðubreiðarlindum og síðan á skrifstofu ráðsins. Árið 1981 var Jón Gauti ráðinn framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs og gegndi hann því starfi í 4 ár. Hann flutti til Sauðárkróks og kenndi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á árunum 1985-1990. Jafnframt stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum aðilum Áningu-ferðaþjónustu og veitti henni forstöðu fyrstu árin. Árið 1990 gerðist hann atvinnu- og ferðamálafulltrúi hjá Akureyrarbæ og gegndi því starfi til ársins 1995. Þá réðst hann að Hótel Flúðum í Hrunamannahreppi og stýrði þar hótelrekstrinum í rúmt ár en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann bjó síðan. Í fyrstu starfaði hann sjálfstætt m.a. við bæklingagerð í ferðaþjónustu og mat á umhverfisáhrifum. Veturinn 1999-2000 kenndi hann við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en veturinn eftir hóf hann kennslu við Menntaskólann við Sund og starfaði þar til dauðadags. Jón Gauti gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum, einkum í þágu náttúruverndar og ferðamála. Hann var formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðar 1992-1995, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra 1994-1995, fulltrúi og varafulltrúi í Ferðamálaráði Íslands 1981-1995, fulltrúi í Náttúruverndarráði 1993-1997 og í viðurkenningarráði Hagþenkis 1993-1997.
-
Skjöl Jón Gauti Jónsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.