Pétur Andrés Maack Pétursson
1892 - 1944 (51 ára)-
Fornafn Pétur Andrés Maack Pétursson [1, 2] Fæðing 11 nóv. 1892 Stað í Grunnavík, Grunnavíkurhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] Menntun 1916 Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2] Útskrifaðist. Heimili 1944 Ránargötu 30, Reykjavík, Íslandi [3] Atvinna 1944 [4] Skipstjóri á togaranum Max Pemberton RE 278. Max Pemberton RE 278
Togarinn Max Pemberton RE 278 var 320 lesta skip, smíðað 1917. Aðaleigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson skipstjóri, Reykjavík. Max Pemberton fórst með allri áhöfn, 29 manns, 11. janúar 1944. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um það hvað kom fyrir skipið en þar sem flakið hefur aldrei fundist er ómögulegt að segja hver ástæðan var.Andlát 11 jan. 1944 [1] Ástæða: Fórst með Max Pemberton RE 278. Greftrun Í votri gröf - Lost at sea Systkini 2 systur Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I7583 Legstaðaleit Síðast Breytt 22 okt. 2024
Faðir Séra Pétur Andrés Maack Þorsteinsson
f. 29 mar. 1859, Keflavík, Íslandi
d. 8 sep. 1892 (Aldur 33 ára)Móðir Vigdís Einarsdóttir Maack
f. 29 jún. 1859
d. 17 okt. 1943 (Aldur 84 ára)Nr. fjölskyldu F5766 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Hallfríður Hallgrímsdóttir Maack
f. 7 jún. 1885, Hrafnabjörgum, Hlíðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi
d. 5 jan. 1967 (Aldur 81 ára)Hjónaband 24 nóv. 1913 [5] Börn + 1. Pétur Andrés Maack Pétursson
f. 24 feb. 1915, Nýlendugötu 19, Reykjavík, Íslandi
d. 11 jan. 1944 (Aldur 28 ára)2. Aðalheiður Pétursdóttir Maack
f. 11 okt. 1916
d. 27 des. 1919 (Aldur 3 ára)3. Karl Pétursson Maack
f. 15 feb. 1918
d. 5 nóv. 2005 (Aldur 87 ára)4. Aðalsteinn Pétursson Maack
f. 17 nóv. 1919, Reykjavík, Íslandi
d. 24 jan. 2009 (Aldur 89 ára)5. Viggó Einar Pétursson Maack
f. 4 apr. 1922
d. 20 okt. 2013 (Aldur 91 ára)6. Elísabet Maack Thorsteinsson
f. 23 feb. 1925
d. 7 sep. 2003 (Aldur 78 ára)Nr. fjölskyldu F1818 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 29 jan. 2023
-
Athugasemdir - Pétur Andrés Maack Pétursson skipstjóri fæddist á Stað í Grunnavík 11. nóv. 1892. Tveimur mánuðum áður en Pétur fæddist drukknaði faðir hans við lendingu í Grunnavík. Stóð móðir hans þá ein uppi með 4 kornungar dætur og þennan óborna son sinn. Bjó hún áfram á Stað þangað til vorið 1894 að hún fluttist að Faxastöðum í Grunnavík og bjó hún þar með börnum sínum í 17 ár.
Pétur Maack var á 14. ári, þegar hann byrjaði sjóróðra á árabát. Var það á tveggja manna fari með Kristjáni gamla Eldjárnssyni í Grunnavík haustið 1906. Hlutur Péturs var milli 20 og 30 krónur. Fimmtán ára gamall fór hann til róðra í Bolungarvík og réri þar vetrar- og vorvertíðina 1908. Var hlutur hans þá um 200 krónur. Næstu árin réri hann á vorin frá Kálfadal og á haustin í Grunnavík en á sumrum vann hann heima hjá móður sinni við heyskap.
Haustið 1912 fluttist Pétur til Reykjavíkur. Um veturinn leitaði hann sér menntunar þar og falaðist jafnframt eftir skiprúmi hjá Halldóri Þorsteinssyni skipstjóra á Skúla fógeta. Réðist hann til Halldórs um vorið 1913 og var háseti á Skúla fógeta þangað til hann fórst á tundurdufli 26. ágúst 1914, en Halldór hafði þá látið af skipstjórn Skúla fyrir 2-3 mánuðum.
Haustið 1914 fór Pétur í Stýrimannaskólann og var þar þangað til í feb. 1915, að hann réðist á togarann Earl Hareford. Fór Pétur í Stýrimannaskólann aftur og útskrifaðist úr honum vorið 1916. Upp frá því var hann ýmist bátsmaður á Earl Hareford eða stýrimaður á Varanger þar til þeir voru seldir úr landi haustið 1917. Þá varð hann háseti á e.s. Gullfoss og 2. stýrimaður á honum frá ársbyrjun 1919. Hann varð 1. stýrimaður á nýja Skallagrími vertíðina og vorið 1920. Síðan skipstjóri um tíma á Hilmi og stýrimaður á honum með Halldóri Þorsteinssyni. Frá 1922 og til dauðadags var Pétur óslitið skipstjóri á togurum. Fyrst á Hilmi til 1927, síðan tvær vertíðir á færeyska togaranum Royndin og loks á Max Pemberton frá því í júlímánuði 1929.
Með Pétri í þessari ferð var sonur hans Pétur A. Maack, sem var 1. stýrimaður. Þeir, sem og hinir 27 sem fórust, hvíla allir í votri gröf. [2]
- Pétur Andrés Maack Pétursson skipstjóri fæddist á Stað í Grunnavík 11. nóv. 1892. Tveimur mánuðum áður en Pétur fæddist drukknaði faðir hans við lendingu í Grunnavík. Stóð móðir hans þá ein uppi með 4 kornungar dætur og þennan óborna son sinn. Bjó hún áfram á Stað þangað til vorið 1894 að hún fluttist að Faxastöðum í Grunnavík og bjó hún þar með börnum sínum í 17 ár.
-
Skjöl Pétur Maack skipstjóri fimmtugur
Andlitsmyndir Pétur Andrés Maack Pétursson
Minningargreinar Minningarorð: Pétur Maack skipstjóri -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.